Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 16
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Íslensk rafbókaútgáfa er í stöðugri sókn en meðal frumkvöðla á því sviði er Ásútgáfan, sem gefur út Rauðu seríuna. Í tvö og hálft ár hafa aðdáendur rómantískra bókmennta átt kost á því að niðurhala Ástum og afbrotum, Ástarsögum, Sjúkrahús- sögum, Örlagasögum og tímariti mánaðarins af vefsíðu útgáfunnar en alls hafa verið settar inn 130 bækur í flokkunum fimm og bætast fimm í safnið í hverjum mánuði. Rósa V. Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ásútgáfunnar, hóf fyrst útgáfu á bókunum árið 1983. „Mér fannst svo mikil synd að það væru engar vasabækur á markaðn- um. Ef fólk vildi kaupa sér eitthvað að lesa þá var það alltaf svo dýrt, allt í harðspjaldaútgáfu,“ segir Rósa. Hún gerði samning við Harle- quin Enterprises, útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í rómantískum bókmenntum fyrir konur og gefur út í kringum 110 bækur á mánuði, á 31 tungumáli, en fyrirtækið hefur alls um 1.200 höfunda á sínum snærum. 10 þúsund eintök á mánuði „Ég fæ sendar um 30 bækur á mánuði og les alltaf 15 og sendi þeim svo bara lista yfir hvað ég vil gefa út,“ segir Rósa. Hún hefur 14 þýðendur á sínum snærum sem þýða bækurnar yfir á íslensku en þær eru síðan prentaðar í Ásprenti á Akureyri, sem Rósa stofnaði ásamt manni sínum en þau hafa nú selt. Rósa segir að áskrifendafjöldinn hafi haldist mjög stöðugur í gegnum árin og að margir núverandi áskrif- endur hafi verið með frá upphafi. Upplag bókanna hlýtur að teljast nokkuð stórt miðað við höfðatölu en fimm bækur eru prentaðar á mán- uði, ein í hverjum flokki, í 2.000 ein- taka upplagi; allt í allt 10.000 eintök. „Það sem er merkilegt er að það er alltaf endurnýjun í áskrifenda- hópnum. Unga fólkið kemur líka inn,“ segir Rósa en meirihluti áskrifenda séu konur. Það hefur þó aðeins breyst með rafbókaútgáfunni segir hún og hlær við. „Það sem mér finnst skemmtileg- ast við rafbækurnar er að þar koma karlmennirnir inn. Karl- menn lesa náttúrulega ástar- sögur líka en vilja ekki viður- kenna það,“ segir Rósa. Hún segist vel meðvituð um að rómantískar bókmenntir séu ekki hátt skrifaðar á sumum bæjum, „en ég er búin að láta kanna hverjir lesa þær og það er bara öll flóran,“ segir hún. Hún segir sögurnar eiga það sameiginlegt að fá farsælan endi en það sé eflaust nokkuð sem laði marga að bókunum. „Þær eiga allar að enda vel,“ segir Rósa, „það er út- gáfustíllinn. Við viljum bara lesa um góða hluti.“ Rauða serían gefin út í 10.000 eintökum á mánuði Ástarsögur Bækurnar koma út í rafbókaformi fimm mánuðum eft- ir útgáfu á pappír og í vefversluninni eru nú 130 bækur.  Hafa verið fáanlegar í rafútgáfu í tvö og hálft ár  Hafa allar farsælan endi Gönguleið Gleðigöngu Hinsegin daga 2012 Grunnkort/Loftmyndir ehf. Gangan endar við Arnarhól Gangan leggur af stað kl. 14.00BSÍ Ráðhús Reykjavíkur Tjörnin Arnarhóll Gamla-Hringbraut Vatnsmýrarv. Sóleyjargata Fr ík irk ju ve gu rLæ kja rg at a Hringbraut Sæbraut Sn or ra br au t Su ðu rg at a Heimild: gaypride.is Hinsegin dagar standa nú yfir í Reykjavík. Hápunktur þeirra und- anfarin ár hefur verið gleðigangan og verður hún á sínum stað á morg- un. Sesselja María Mortensen, ein af göngustjórum gleðigöngunnar, seg- ir að hún verði með sama sniði og í fyrra, en byrjað verði að stilla upp göngunni við BSÍ á Vatnsmýrarvegi kl. 12. Gleðigangan sjálf hefst svo á slaginu kl. 14 og verður gengið það- an meðfram Tjörninni að Arnarhóli þar sem tónleikar fara fram. Þetta er í annað skipti sem þessi leið er farin, en ákveðið var í fyrra að færa gönguna af Laugavegi af öryggis- ástæðum þar sem mannfjöldinn sem fylgdi henni væri orðinn of mikill, en hátt í 100.000 manns mættu í fyrra. Sesselja segir að leiðin hafi reynst rýmri og öruggari en Laugaveg- urinn og því væri hafður sami háttur á nú. Skemmtistaðurinn Nasa við Austurvöll, sem nú er búið að loka, hefur síðustu ár hýst veglegt ball um kvöldið. Sesselja María segir að í ár verði dansleikur því haldinn á Broadway í staðinn og það verði rútuferðir úr miðbænum til þess að flytja fólkið á milli. sgs@mbl.is Gleðigangan aftur frá Vatnsmýrarvegi 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 –– Meira fyrir lesendur : Meðal efnis verður: Endurmenntun Símenntun Iðnnám Tómstundarnám- skeið Tölvunám Háskólanám Framhalds- skólanám Tónlistarnám Skólavörur Skólatölvur Ásamt full af spennandi efni Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. ágúst Þann 17. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag SÉRBLAÐ Skól ar & náms keið Skólar & námskeið Íslenska lista- konan Nína Tryggvadóttir hefur fengið gíg á reikistjörnunni Merkúríusi nefndan eftir sér. Þrír gígar Merkúríusar bera nú íslensk nöfn, en stórir gígar á Merkúríusi eru nefndir eft- ir heimsþekktum látnum listamönn- um, tónlistarmönnum og rithöf- undum eða öðrum sem lagt hafa sitt af mörkum til að göfga mannsand- ann, að því er fram kemur á Stjörnufræðivefnum. Nína Tryggvadóttir er ekki eini Íslendingurinn sem er heiðruð á Merkúríusi. Gígarnir Sveinsdóttir og Snorri eru nefndir eftir listakon- unni Júlíönu Sveinsdóttur og sagnaritaranum Snorra Sturlusyni. Íslenska listakonan Nína Tryggvadóttir heiðruð í geimnum Nína Tryggvadóttir Samkvæmt upp- lýsingum frá Landlæknisemb- ættinu hafa 94 konur þegið boð stjórnvalda og látið fjarlægja PIP-brjóstapúða með aðgerð á Landspítalanum. Í kjölfar upplýsinga frá frönsk- um stjórnvöldum í mars sl., um að ekki væri hægt að útiloka að PIP- púðar framleiddir fyrir árið 2001 kynnu að vera gallaðir, ákváðu ís- lensk stjórnvöld að bjóða öllum konum sem höfðu fengið slíka púða á árunum 1992-2010 hér á landi að láta fjarlægja þá að undangenginni ómskoðun. Gengust um 350 konur undir slíka skoðun þar sem í ljós kom að hjá 208 þeirra voru púðar farnir að leka. Greint var frá nýrri breskri rannsókn í júní sl. sem sagði iðn- aðargelið í umræddum púðum að öllum líkindum ekki eitrað eða leiða til heilsufarsvandamála. Stað- festi rannsóknin hins vegar að um- ræddir púðar væru tvöfalt líklegri til að springa en aðrir púðar. Brjóstapúðar fjar- lægðir hjá 94 konum Algengt að skipst sé á bókunum RÓMANTÍK Rósa segir mest seljast af pökk- um með fjórum bókum í en vin- konur kaupi þá gjarnan saman og skiptist á að lesa bækurnar. Þær bækur sem seljist helst í stöku séu Sjúkrahússögur en aðdáendur þeirra lesi ekki endi- lega bækur í hinum flokkunum. Þá sé algengt að komið sé á nokkurs konar skiptimörkuðum með bækurnar. „Það er mjög algengt, t.d. í útlöndum, á Kanarí og fleiri stöðum, að bækurnar eigi sér einhvern stað, einhverja glugga- syllu einhvers staðar, þar sem þær eru skildar eftir og svo máttu taka aðra í staðinn,“ seg- ir Rósa en hún segir bækurnar einnig afar vinsælar meðal bókasafnsgesta. Auk rafbókanna er hægt að kaupa venjulegar bækur í vef- versluninni á raudaserian.is en þar má einnig finna fjölda hljóðbóka til niðurhals. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.