Morgunblaðið - 10.08.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.08.2012, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 Það er Gay Pride-vika og maður tekur náttúrlega þátt íhenni og svo verður teiti, vinkonur mínar ætla að haldafyrir mig teiti,“ segir Anna Sigríður Hafliðadóttir mark- aðsfræðingur, aðspurð hvað hún ætli sér að gera á afmælisdaginn en hún fagnar 28 ára afmæli sínu í dag. Þá segist hún ekki eiga von á gjöfum en hún eigi þó von á skemmtilegheitum. Hún gerir þó ekki ráð fyrir stóru teiti svona í ljósi þess að ekki er um stór- afmæli að ræða. „Þegar ég varð 24 ára hélt ég nokkuð gott teiti í Heiðmörk,“ segir Anna Sigríður, aðspurð hvort einhver einn gamall afmæl- isdagur sé eftirminnilegri en annar, og bætir við: „Maður getur ekki verið eins og allir hinir. Það halda allir upp á 25 ára afmælið en ég hélt upp á 24 ára afmælið, uppi í Heiðmörk.“ Spurð hvað kom til að hún hélt afmælisveislu í Heiðmörk spyr Anna Sigríður til baka hvort til sé betri staður fyrir gott teiti! Anna Sigríður, sem er nýkomin heim frá Danmörku þar sem hún er í námi, starfar sem markaðsfræðingur hjá MatAski ehf. í sumar. Þá hefur Anna Sigríður lengi tekið virkan þátt í starfi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og sat hún meðal annars á tímabili í stúdentaráði. skulih@mbl.is Anna Sigríður Hafliðadóttir er 28 ára í dag Teiti Vinkonur Önnu Sigríðar ætla að halda fyrir hana teiti í tilefni 28 ára afmælis hennar. Anna reiknar þó ekki með stóru teiti. Hélt eitt sinn upp á afmæli í Heiðmörk Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Níræður verður á morgun, 11. ágúst, Georg Ormsson vél- virkjameistari. Þá verður Ágústa Randrup 85 ára hinn 11. október nk. Af því tilefni langar þau hjón- in að bjóða ættingjum og vinum að samgleðjast með sér í sal RKÍ á Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 15-18 á morgun, 11. ágúst. Árnað heilla 90 og 85 ára afmæli Akureyri Jón Vilberg fæddist 10. nóv- ember kl. 1.15. Hann vó 4.425 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Bergrún Hafsteinsdóttir og Hjálmar Jónsson. Nýir borgarar Hann Kristján Skírnir Kristjánsson, sjö ára, hélt markað fyrir utan Mela- búðina og seldi þar bækur og dvd- diska af heimili sínu og gaf afrakst- urinn, 3.000 kr., til styrktar Rauða krossinum. Hlutavelta Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. S iv fæddist í Osló en ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1982 og BS-prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1986. Siv var sjúkraþjálfari hjá Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra 1986-88, starfaði sjálfstætt sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 1988- 95, var sjúkraþjálfari meistarafl. karla í handbolta hjá Víkingi, bæj- arfulltrúi á Seltjarnarnesi 1990-98, var alþm. Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi 1995-2003, og alþm. Suðvesturkjördæmis frá 2003. Siv var umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, 1999-2004, og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra 2006-2007. Siv sat í stjórn Badmintonsam- bands Íslands 1984-85 og 1998-2001, í stjórn Sundsambands Íslands 2010- 2012, í samstarfsnefnd Norræna fé- lagsins 1986-95, í sambandsstjórn Siv Friðleifsdóttir alþingismaður – 50 ára Myndarlegir synir Siv með sonum sínum tveimur, Hákoni Juhlin menntaskólanema og Húnboga lækni. Afmælið á Grænlandi Mæðgurnar Siv, ásamt móður sinni, Björgu Juhlin kennara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.