Morgunblaðið - 10.08.2012, Page 9

Morgunblaðið - 10.08.2012, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 SÍÐUMÚLI 31 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 414 8400 / 414 8409 | HEXA.IS | HEXA@HEXA.IS SÉRHÆFT FYRIRTÆKI Í STARFSMANNAFATNAÐI ERUM FLUTT AÐ SÍÐUMÚLA 31. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR 15X MEIRI NÆRING Í HÁRIÐ NÝJA ALL SOFT HÁRLÍNAN Mýkt og raki fyrir stökkt og þurrt hár. Inniheldur: Keratín sem gefur raka og glans, Arganolía mýkir og IPN styrkir ysta lag hársins. SÖLUSTAÐIR REDKEN BEAUTY BAR FAGFÓLK HJÁ DÚDDA HÖFUÐLAUSNIR MEDULLA MENSÝ N-HÁRSTOFA PAPILLA SALON REYKJAVÍK SALON VEH SCALA SENTER Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Galla leggings Verð 11.900 kr. St. S - XXL Allar útsölubuxur á 3.900 kr. Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsölulok 4 verð 2000 3000 5000 7000 30% afsláttur af nýjum vörum Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Mikið verður um dýrðir norðan heiða í lok mánaðarins en hinn 29. ágúst verða 150 ár liðin frá því að Akureyr- arbær fékk kaupstaðarréttindi. Verður áfanganum fagnað með pomp og prakt á svokallaðri Akur- eyrarvöku, sem hefst 24. ágúst næst- komandi. Standa hátíðahöldin í 10 daga og ná hápunkti helgina 31. ágúst til 2. september. Stefnir í stóra afmælisveislu „Það stefnir í stóra afmælisveislu með fjölmörgum viðburðum og uppákomum,“ sagði Sigríður Stef- ánsdóttir, framkvæmdastjóri afmæl- isársins, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Sigríðar vonast skipuleggj- endur til að fólk fjölmenni á svæðið, jafnt bæjarbúar sem brottfluttir Ak- ureyringar og nágrannar, og taki þátt í hátíðahöldunum. Unga fólkið og afmælið Fyrri helgi hátíðahaldanna, 24.- 26. ágúst, verður einkum tekið mið af unga fólkinu og innleggi þess. Á meðal viðburða þar má m.a. nefna götulistahátíðina Hafurtask og Ung- Fest, útitónleika unga fólksins, þá verður varðskipið Þór til sýnis o.fl. Á afmælisdaginn, 29. ágúst, munu skólabörn færa bænum gjöf auk þess sem Afmæliskór Akureyrar flytur ný verk akureyrskra tónskálda í menningarhúsinu Hofi um kvöldið, undir dyggri stjórn bæjarlista- mannsins Eyþórs Inga Jónssonar, organista í Akureyrarkirkju. Hátíðarsamkoma á Akureyr- arvelli og tónleikar í Gilinu Hápunkti ná hátíðahöldin helgina 31. ágúst til 2. september þegar bær- inn mun bókstaflega iða af lífi. Skrúðgöngur munu fara að Akureyr- arvelli laugardaginn 1. september þar sem hátíðarsamkoma fer fram. Þar mun Akureyringurinn Páll Skúlason, fyrrverandi rektor HÍ, flytja ræðu. Fjölmargir viðburðir verða síðan í boði alla helgina þar sem tónlist, leiklist og aðrir listvið- burðir verða í hávegum hafðir. Stórtónleikar fara síðan fram í Listagilinu á laugardagskvöldið þar sem Skriðjöklar, 200.000 naglbítar, Baraflokkurinn og fleiri akureyrsk bönd stíga á pall á útisviði. Nánari upplýsingar um vökuna er að finna á www.akureyri150.is. Fagna 150 ára kaupstaðarafmæli  Mikið verður um dýrðir hjá Akur- eyringum um næstu mánaðamót Ljósmynd/Auðunn Níelsson Akureyrarvaka Tíu daga hátíðahöld verða á Akureyri í tilefni af afmælinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.