Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Rúmlega tvítugur karlmaður hlaut
í gær 10 mánaða fangelsisdóm fyrir
að vanrækja að koma stúlku til að-
stoðar í dauðastríði hennar, en hún
lést í fyrravor eftir neyslu fíkniefn-
isins PMMA, sem er amfetamínaf-
brigði. Manninum var auk þess gert
að greiða skaðabætur og sak-
arkostnað.
Lögmaður hans, Brynjar Níels-
son, lýsti því yfir að ákærði hygðist
áfrýja til Hæstaréttar.
Stúlkan hafði ásamt tveimur öðr-
um verið við fíkniefnaneyslu nótt-
ina áður en hún lést en dauðastríð
stúlkunnar var tekið upp á mynd-
band. Var upptakan eitt helsta
málsgagnið í dómsmálinu.
Í ákæru á hendur manninum
kemur fram að hann hafi brotið
gegn lífi og líkama með því að hafa
látið farast fyrir að koma stúlkunni
undir læknishendur þegar hún
veiktist þar lífshættulega og lést af
völdum banvænnar amfetamín- og
PMMA-eitrunar.
Bróðir mannsins sagði í viðtali
við mbl.is fyrir nokkru að aldrei
hefði staðið til að taka síðustu
stundir stúlkunnar upp á mynd-
band.
Maðurinn afplánar nú 15 mánaða
dóm fyrir ýmis brot og á langan
sakaferil að baki, þrátt fyrir ungan
aldur, en hann er einungis 24 ára
gamall. Hann gerðist fyrst brotleg-
ur við lög 16 ára gamall.
10 mánuðir fyrir að hjálpa ekki
Morgunblaðið/Júlíus
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Dæmi eru um að haft hafi verið sam-
band við Umferðarstofu og áhyggj-
um lýst vegna hás aldurs ökumanna
á fólksflutningabifreiðum. Sé við-
komandi með fullgild ökuréttindi
getur fyrirtæki með leyfi ráðið fólk
til starfa óháð aldri. Leigubílstjórar
fá hins vegar ekki endurnýjað stöðv-
arleyfi eftir 76 ára aldur, samkvæmt
upplýsingum frá Umferðarstofu.
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi Umferðarstofu, hvet-
ur eindregið til þess að fyrirtæki í
hópferðaakstri hugi vel að hæfi sinna
starfsmanna og geri kröfur til þeirra
með öryggi viðskiptavina að leiðar-
ljósi.
Leyfi til aksturs rútu í atvinnu-
skyni er gefið út til fyrirtækja en
ekki á einstaklinga. Einstök fyrir-
tæki ráða síðan til sín bílstjóra á
rútubíla og munu vera dæmi um að
þeir séu eldri en hámarkið er fyrir
leigubílstjóra. Opinber fyrirtæki
munu þó hafa þá reglu að ökumenn
eldri en 70 ára aki ekki fólksflutn-
ingabílum á þeirra vegum.
Hæfnispróf og læknisvottorð
Leyfi til aksturs leigubifreiða er
gefið út á einstaka ökumenn af Vega-
gerðinni. Í reglugerð eru ákvæði þar
sem segir að eftir 71 árs aldur verði
leyfishafinn að standast hæfnispróf
og skila inn læknisvottorði til að fá
leyfið endurnýjað til eins árs. Eftir
það er leyfið endurnýjað á árs fresti
með læknisvottorði og við 74 ára ald-
urinn er annað hæfnispróf. Leyfið
fæst ekki endurnýjað við 76 ára ald-
urinn.
Þegar leigubílstjóri fær ekki end-
urnýjað stöðvarleyfi og að starfa
sem leigubílstjóri kemur það öku-
skírteini ekkert við. Hann heldur öll-
um sínum ökuréttindum og gæti
þess vegna fengið vinnu við farþega-
flutninga samkvæmt núgildandi
reglum.
Áhyggjur vegna
eldri ökumanna
Rútufyrirtæki geri kröfur til starfsmanna
með öryggi viðskiptavina að leiðarljósi
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Rútur Engar reglur eru um hámarksaldur þeirra sem aka hópferðabílum.
Laugavegi 82,á horni Barónsstígs
sími 551 4473 - www.lifstykkjabudin.is
Ný
sending af
sundbolum
15% afsláttur
af öllum
sundfatnaði
út vikuna
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið
sýnishorn
in
á laxdal.i
s/
chicago
VERTU
VINUR Á
FACEBOOK
GLÆSILEGAR
HAUSTVÖRUR
Síðumúla 11, 108 Reykjavík,
sími 568 6899, vfs@vfs.is
www.vfs.is
Iðnaðarvélar fyrir fagmenn
Bandsagir
frá kr. 115.000.-
Slípibelti 75x2000 3 ph
kr. 168.800.-