Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 39

Morgunblaðið - 13.09.2012, Side 39
fjölda sjónvarpsleikrita, sjónvarps- þátta og sjónvarpsframhaldsþátta, leikið í og verið meðhöfundur að 14 áramótaskaupum og var leikstjóri þess árið 2005. Auk þess hefur hún stjórnað fjölda útvarpsþátta. Meðal leikrita sem Edda hefur leikið í hjá Borgarleikhúsinu má nefna Alveg brilljant skilnaður; Sex í sveit, farsi sýndur í þrjú leikár; Leit- in að vísbendingu um vitsmunaverur í alheimnum, einleikur; Afaspil, barnaleikrit, og Einhver í dyrunum. Hjá Þjóðleikhúsinu lék hún m.a. í Allir á svið; Halldór og Hollywood; Lína langsokkur; Amma þó; Áhorf- andinn í aðalhlutverki; Pétur Gaut- ur; Kabarett í Leikhúskjallaranum, og Flugleik, en í Iðnó lék hún í Þjónn í súpunni; Ferðin á heimsenda; Sýnd veiði, og Uppistand. Auk þess má nefna Hjónabands- sælu í Gamla bíói 2011-2012; Nörd, í Gamla bíói; Fúlar á móti hjá Leik- félagi Akureyrar; 5 stelpur.com, sýnt í Austurbæ; Brávallagatan – Arn- arnesið, í Gamla bíói; Blómarósir og Heimilisdraugar, í Alþýðuleikhúsinu, og Sápa 1 og 2 í Kaffileikhúsinu Hlaðvarpanum. Edda lék í kvikmyndunum Hrafn- inn flýgur; Gullsandur; Stella í orlofi; Hin helgu vé; Karlakórinn Hekla; Villiljós; Stella í framboði; Perlur og svín, og Hrafnar, sóleyjar og myrra. Edda hefur samið leikverkin Láttu ekki deigan síga Guðmundur (ásamt Hlín Agnarsdóttur), sýnt af Stúdentaleikhúsinu; Mars og Venus, og Sápu 1 og Sápu 2 (meðhöfundur). Edda var leiðbeinandi og leikstjóri á Sólheimum í Grímsnesi, hefur haldið námskeið fyrir stórfyrirtæki og félagasamtök um tjáningu, sjálf- styrkingu, þjónustulund, húmor sem samskipta- og stjórntæki, heilsuefl- ingu og fleira. Hún hefur haldið fjölda námskeiða fyrir konur, staðið fyrir kvennaferð- um og verið fararstjóri fyrir ferða- skrifstofur erlendis. Edda var framkvæmdastjóri Al- þýðuleikhússins 1978-80, Gríniðj- unnar 1988-92, Listar og fræðslu ehf. 2004-2011 og GEB slf. frá ársbyrjun 2012. Hún sat í umferðarnefnd Reykjavíkur 1984-88, í stjórn 4. deildar FÍL 1994-96, í stjórn leiklist- arráðs 1996-2000, atvinnumálanefnd FÍL 2000-2007, var framkvæmda- stjóri Sumarleikhúss Sólheima 2002- 2004, kynningarfulltrúi Sólheima 2002-2004 og situr í fulltrúaráði Sól- heima frá 2006. Fjölskylda Fyrri maður Eddu er Sigurgeir Guðmundsson, f. 25.1. 1952, skóla- stjóri. Þau skildu. Dætur Eddu og Sigurgeirs eru Eva Dögg, f. 27.8. 1970, MBA, í sam- búð með Bjarna Ákasyni og á hún fjögur börn; Margrét Ýrr, f. 26.2. 1973, hjúkrunarforstjóri á Lundi á Hellu, en maður hennar er Sigurður Rúnar Sigurðsson og eiga þau þrjú börn. Seinni maður Eddu er Gísli Rúnar Jónsson, f. 20.3. 1953, leikari og leik- stjóri. Þau skildu. Synir þeirra eru Björgvin Franz, f. 9.12. 1977, leikari en kona hans er Berglind Ólafsdóttir og eiga þau tvær dætur; Róbert Óliver, f. 9.4. 1993, nemi. Foreldrar Eddu eru Björgvin Friðgeir Magnússon, f. 29.9. 1923, fyrrv. skólastjóri, og Margrét Krist- insdóttir, f. 26.3. 1930, sjúkraliði. Úr frændgarði Eddu Björgvinsdóttur Magnús Pálsson steinsm. og vatnsberi í Rvík Sesselja Gísladóttir af Kortsætt, fór til Ameríku Kristófer Magnússon sjóm. í Rvík Margrét Jónsdóttir húsfr. í Rvík Valgerður S. Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Magnús Vigfússon verkstj. á Kirkjubóli við Rvík Sólveig Jónsdóttir húsfr. Edda Björgvinsdóttir Björgvin Friðgeir Magnússon fyrrv. skólastj. Margrét Kristinsdóttir húsfr. í Rvík Ágústa Sigríður Kristófersdóttir húsfr. á Staðarhóli Kristinn Magnússon verkstj. að Staðarhóli við Rvík Guðbjörg Sigurveig Magnúsd. húsfr. í Rvík Guðbjörn Björnsson verkam. í Rvík Magnús Guðbjörnsson póstfulltr. og frægur hlaupari í Rvík Erlingur Roland Magnússon forstj. í Rvík Rögnvaldur Othar Erlingsson framkvæmdastj. í Kópavogi Kristófer Már Kristinsson umhverfisfr. og fyrrv. alþm. Morgunblaðið/Eggert Sæla Edda og Laddi í Hjónabands- sælu hjá Leikhúsmógúlnum nýverið. ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Jón Þórarinsson tónskáld fædd-ist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá íSuður-Múlasýslu, en ólst upp á Seyðisfirði að mestu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþm. í Gilsárteigi í Eiðaþinghá og k.h., Anna María Jónsdóttir húsfreyja. Jón varð stúdent frá MA 1937, stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og var m.a. í einkatímum hjá dr. Victor Urbancic. Hann stundaði nám við Yaleháskóla í Bandaríkjunum, lauk Mus.B.-prófi í tónfræði 1946, og Mus.M.-prófi í tón- smíði 1947 en aðalkennari hans var Paul Hindemith. Hann sótti einnig námskeið við hinn víðfræga Juilli- ard-skóla í New York og fór námsför til Austurríkis og Þýskalands og dvaldi þá lengst af í Vínarborg. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-68, og kennari þar með hléum eftir 1979, og við Söngskólann í Reykjavík. Hann var starfsmaður Ríkisútvarpsins á stríðsárunum og fulltrúi í tónlist- ardeild 1947-56. Jón hefur verið talinn helsti for- göngumaður að stofnun Sinfón- iuhljómsveitar Íslands, var fyrsti stjórnarformaður hennar, fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður í 20 ár. Jón var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar sjónvarpsins 1968-79, sat í útvarpsráði, stjórn og úthlutunarnefnd Kvikmynda- sjóðs og Menningarsjóðs útvarps- stöðva, var tónlistargagnrýnandi dagblaða og söngstjóri Karlakórsins Fóstbræðra, Stúdentakórsins og Gamalla Fóstbræðra. Þá var hann forseti Bandalags islenskra lista- manna í tvígang og stjórn- arformaður Listahátíðar í Reykja- vík. Jón starfaði að rannsóknum og ritun íslenskrar tónlistarsögu um árabil og sinnti tónsmíðum en meðal stærri verka hans má nefna Völuspá og Minni Ingólfs, bæði samin fyrir hljómsveit og kór, auk sönglaga, kammerverka og kórverka. Jón lést 12.2. 2012. Merkir Íslendingar Jón Þórarinsson 90 ára Axel Thorsteinsson Jens Kristinsson Óskar Vigfússon 85 ára Ásdís Eysteinsdóttir Eiríkur Bjarnason 80 ára Arthur Guðmannsson Björgvin Guðmundsson Erla Sigfúsdóttir Hulda Árnadóttir Kjartan Helgason Sigrún Gísladóttir 75 ára Gyða Guðbjörnsdóttir Helga Hafdís Gústafsdóttir 70 ára Birna Sigurbjörnsdóttir Bjarni Magnússon Erla Kr. Hatlemark Gunnar Örn Haraldsson Hrefna Haraldsdóttir Kristinn Jónsson Ólafur Guðmundsson Sigríður Björg Dagsdóttir Sigurður Oddsson Snorri Guðmundsson Sæmundur Bjarnason 60 ára Aðalsteinn Ólafsson Arvid Kro Ásdís Pálsdóttir Ásta Þórarinsdóttir Jóhann Einar Jakobsson Jóna Ingvarsdóttir Katrín Kristinsdóttir María Kristín Kristjánsdóttir Ólafur Friðriksson Ragnheiður Torfadóttir Stefanía S. Guðmundsdóttir Þorlákur Rúnar Loftsson Þórður Halldór Hallgrímsson 50 ára Andrea Gylfadóttir Anna Þóra Björnsdóttir Baldvin Viggósson Björn Grétar Sigurðsson Friðrik Vilhjálmur Grímsson Ingimar Skúli Sævarsson Jóhanna Lovísa Gísladóttir Jóhannes Ellertsson Jón Unnar Gunnsteinsson María Anna Clausen Þórunn Bergsdóttir 40 ára Dagný Blöndal Guðlaug Flosadóttir Helen Símonardóttir Íris B. Ansnes Jón Ágúst Gunnarsson Þórdís Þorvaldsdóttir 30 ára Abdul Rozak Sigurgeirsson Adam Bykowski Andris Lapins Arnar Stefánsson Bjarni Þór Bjarnason Heiðar Páll Atlason Katarína Niznianska Kyle Peter Pasqualucci Marius Kozanovas Natalía Stefánsson Silja Glömmi Til hamingju með daginn 30 ára Eyrún lauk BA- prófi í sálfræði og fé- lagsfræði við HÍ og er framkvæmdastjóri Róró. Maki: Þorsteinn Otti Jónsson, f. 1980, graf- ískur hönnuður. Synir: Jökull Otti, f. 2007; Bjartur Otti, f. 2010. Foreldrar: Hrefna Frið- riksdóttir, f. 1965, kennari við HÍ, og Eggert Sigþór Sigurðsson, f. 1962, starf- ar við umönnun fatlaðra. Eyrún Eggertsdóttir 40 ára Heiðbjört ólst upp í Stekkjarholti í Skagafirði og er nú kúabóndi á Efri- Ási í Hjaltadal. Maki: Árni Sverrisson, f. 1969, bóndi á Efri-Ási. Börn: Bylgja Ösp Ped- ersen, f. 1992; Hjördís Helga Árnadóttir, f. 1994. Foreldrar: Stefán Agnar Magnússon, f. 1952, byggingafr. og tjónmats- maður hjá VÍS, og Hjördís Pedersen, f. 1954, rann- sóknarmaður við LSH. Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir 40 ára Sturla lauk MSc.- prófi í fjármálum fyr- irtækja og er atvinnu- flugmaður. Maki: Helga Þorvalds- dóttir, f. 1976, tölv- unarfræðingur hjá Lands- bankanum. Börn: Jóhannes, f. 2004; Þóranna, f. 2007, og Kristinn, f. 2010. Foreldrar: Ómar Arason, f. 1944, flugstjóri, og Anna Kritófersdóttir, f. 1946, bankastarfsmaður. Sturla Ómarsson mbl.is/islendingar www.gilbert.is ELDFJALLAÚRIÐ Frisland Goð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.