Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
... og rjómi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
0
8
-
1
6
7
4
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ríkislögreglustjóri lýsti í fyrrakvöld
yfir neyðarstigi almannavarna vegna
afleiðinga óveðursins á Norðaustur-
landi. Svavar Pálsson, sýslumaður á
Húsavík, sagði í gærkvöldi að neyð-
arstig væri enn við lýði. Neyðarstig
þýðir að ástand sem þarf að afstýra
sé orðið, það er til aðgreiningar frá
óvissustigi og hættustigi.
Samhæfingarstöð almannavarna í
Skógarhlíð í Reykjavík vann að því í
gær með heimamönnum á Norðaust-
urlandi að útvega mannskap og tæki
til leitar og björgunar á fé. Í frétt frá
Ríkislögreglustjóra í gær kom fram
að hátt í 70 manna hópur frá höf-
uðborgarsvæðinu hefði þá farið
norður til aðstoðar.
Um 70 björgunarsveitamenn voru
við leitina á Þeistareykjasvæðinu í
gær og notuðust þeir við 40 vélsleða,
tvo snjóbíla og fjölda jeppa, drátt-
arvéla og flutningstækja, að sögn
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Á Reykjaheiði voru tólf manns við
leit á sjö vélsleðum. Margir voru
einnig við leit á Flateyjardal og í
Bárðardal.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálp-
arstöð í Reykjahlíðarskóla í Mý-
vatnssveit. Þar er mötuneyti, stuðn-
ingur og ráðgjöf í boði. Ekki komu
upp nein vandamál vegna ferða-
manna á svæðinu í gær að sögn al-
mannavarna. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Aðstoð Aðgerðastöð var sett upp á
Húsavík vegna björgunarstarfsins.
Neyðarstig
enn í gildi
norðanlands
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
SÉRPRENTAÐAR MÖPPUR
hannaðar að utan sem innan eftir þínum þörfum
HRINGDU
OG FÁÐU
UPPLÝSINGAR
562 8500
Fyrir fundi, ráðstefnur,
markaðssetningar
eða kynningar