Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 25
Það er fátt til að vekja bjartsýni
þegar horft er á stöðu heimsmála nú
um stundir. Opinber umræða á Vest-
urlöndum eins og hún berst okkur frá
þorra stjórnmálamanna og fjölmiðlum
snýst um hvernig takast megi að
krafsa sig upp úr efnahagskreppunni
til að halda áfram uppteknum hætti
þar sem frá var horfið fyrir fjórum ár-
um. Lykillinn að því er sagður vera að
endurvekja kaupgleði almennings og
fjárfestingar og draga með því úr vax-
andi atvinnuleysi. Loforð þar að lút-
andi eru helsta beita frambjóðenda í
leit að kjörfylgi, nú síðast í Bandaríkjunum. Um
undirliggjandi meinsemdir og framtíðarhorfur
mannkyns þegja flestir stjórnmálamenn eða standa
ráðþrota.
Sláandi þögn um umhverfismálin
Rösk fjörutíu ár eru liðin síðan umræða hófst um
þær afleiðingar sem hraður efnahagsvöxtur eft-
irstríðsáranna kynni að hafa á umhverfið. Aðvör-
unarorð Rómarklúbbsins um endimörk vaxtar
vöktu ýmsa af værum blundi, en fleiri voru þó þeir
sem sögðu þau fjarstæðu. Á Stokkhólmsráðstefnu
SÞ 1972 voru til umræðu margvíslegar ógnir við
umhverfi manna, og sett var á fót Umhverfisstofnun
Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin um sjálfbæra
þróun skaut rótum á 8. áratugnum og varð í Ríó
1992 og í Jóhannesarborg tíu árum síðar burðarás
tillagna um aðgerðir til viðnáms og bjargar. Í júní sl.
komu þjóðarleiðtogar saman til fundar á ný í Ríó og
minntu á gömlu fyrirheit, en lítið sem ekkert kom
þar nýtt fram. Það var líka eins og fáir legðu við
hlustir og flestir forystumenn þjóða að ekki sé talað
um jöfra viðskiptalífsins kinokuðu sér við að rifja
upp vanefndir frá liðnum áratugum. Þögn ráða-
manna og yfirborðsleg umfjöllun fjölmiðla um
harðnandi vistkreppu á jörðinni er sláandi og síst til
þess fallin að knýja á um nauðsynlegar breytingar.
Aðeins ein Jörð
Hugmyndin um sjálfbæra þróun byggist á þrem-
ur stólpum sem allir þurfa að vera traustir, eigi vel
að farnast. Um er að ræða náttúrulegt umhverfi,
efnahagsþróun og samfélagsmál. Þessa víðfeðmu
þætti þarf að stilla saman ef takast á að tryggja heil-
brigða framvindu. Því fer fjarri að það hafi tekist í
tíð núlifandi kynslóða og því hvelfast nú risavaxin
hnattræn vandamál yfir sem aldrei fyrr. Loftslags-
breytingar af mannavöldum vegna kolefnisbrennslu
tala þar skýrustu máli og engin marktæk teikn eru
um viðbrögð til að hægja á þeim. Kapphlaupið um
olíuna í Austurlöndum nær og á norðurslóðum talar
þar sínu máli. Á sama tíma gera auknar sveiflur í
veðurfari og hækkandi sjávarborð hvarvetna vart
við sig. Grænlandsjökull minnir á hvað í vændum er.
Þær raddir eru líka að heita má hljóðnaðar sem
benda út í himingeiminn í leit að sökudólgi. Uppgjöf
alþjóðasamfélagsins við að endurnýja Kyotosátt-
málann til að koma böndum á losun gróðurhúsalofts
boðar ekki gott. Mesta ábyrgð á þeirri
stöðu bera Bandaríkin og Kína sem til
samans losa um 40% gróðurhúsalofts á
heimsvísu, Bandaríkin þar af langmest
miðað við höfðatölu. Hvert glatað ár án
markviss viðnáms er dýrkeypt.
Efnahagskerfi í blindgötu
Af undirstöðuþáttum sjálfbærrar þró-
unar er efnahagskerfið ráðandi. Þar er
að leita skýringa á flestum þeim ófarnaði
sem við mannkyni blasir og án grund-
vallarbreytinga á efnahagsstarfsemi og
viðskiptum er lítil von til að mannkynið
nái inn á lífvænlega braut. Vaxandi mis-
skipting efnislegra gæða milli heimshluta og innan
þjóðríkja er innbyggð í núverandi kerfi. Ósjálfbær
útþensla þess með síauknu álagi á umhverfið blasir
við öllum. Hugtakið hnattvæðing segir sitt um
breytingar síðustu áratuga en kjarni hennar felst í
óheftu frelsi fjármagns í sókn eftir hámarkshagn-
aði. Ríki heims hafa eitt af öðru kastað fyrir róða
helstu stjórntækjum sínum og þau rekur síðan í
ólgusjó blindra markaðsafla sem hvetja jafnt ein-
staklinga sem samfélög til að safna skuldum og eyða
um efni fram. Innbyggt siðleysi þessa kerfis birtist
okkur m.a. í sólund og neyslu langt umfram þarfir
sem forsendu þess að fólk hafi atvinnu.
Mannfjölgun og þverrandi auðlindir
Mannfjöldi á jörðinni var um 2 milljarðar fyrir
einni öld, náði 7 milljarða markinu nú í ár og stefnir
í 9 milljarða um miðja öldina. Álag á vistkerfi jarðar
vegna fólksmergðar gerir hvarvetna vart við sig og
mun stigmagnast með hörmulegum afleiðingum ef
ekki tekst að breyta róttækt um stefnu. Sú framtíð
sem að óbreyttu er verið að leggja grunninn að veld-
ur eyðingu náttúrulegra vistkerfa og sívaxandi álagi
á þau sem fyrir eru, útdauða fjölda tegunda ár
hvert, vatnsskorti og hungursneyð og straumi
flóttafólks frá svæðum sem verða óbyggileg. Ekki
þarf að orðlengja um áhrif slíkrar öfugþróunar á
friðsamlega sambúð þjóða. Kapphlaupið um þverr-
andi auðlindir birtist okkur í margvíslegum mynd-
um, nú síðast með ásókn fjölþjóðahringa og fjar-
lægra stórvelda eins og Kína í jarðefni, m.a. á
Grænlandi, og viðleitni þeirra síðarnefndu til að ná
fótfestu hérlendis.
Í glímu við vistkreppuna þarf öflugt alþjóðlegt
samstarf í umhverfismálum samhliða gjörbreyttum
búskaparháttum um veröld víða. Forsenda árang-
urs er í senn vitundarvakning og að menn horfist í
augu við þann vanda sem við blasir.
Eftir Hjörleif Guttormsson
»Ríki heims hafa eitt
af öðru kastað fyrir róða
helstu stjórntækjum sínum
og þau rekur síðan í ólgusjó
blindra markaðsafla
Hjörleifur
Guttormsson
Umhverfi jarðar og
ósjálfbært efnahagskerfi
Höfundur er náttúrufræðingur.
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Ábending Menntamálaráðherra hafði eitthvað við frumvarp fjármálaráðherra til fjárlaga að athuga þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram í gærkvöldi.
Kristinn
Góður Íslendingur bú-
settur erlendis hringdi í
mig á dögunum og mátti
vart mæla, en hóf samtalið
með þessum hætti eins og
fyrirsögnin greinir. Hvað
meinarðu spurði ég? „Á
virkilega að flytja lamba-
kjöt inn á íslenskan markað
og það frá Nýja-Sjálandi?“
spurði hann. Já, því miður
er það að gerast, sagði ég.
Hann hélt áfram: „Allt verður Íslands-
ógæfu að vopni, þið vitið ekki hvaða auð-
lindir þið eigið og eruð svo vitlausir að
þið kunnið ekki að virða heilög vé.“ Hvað
nú, spurði ég? „Ég sá í fréttunum að að
auki heitir fyrirtækið sem þetta ætlar að
gera Íslenskar matvörur, hverslags
rugludallar eru þetta?“ bætti hann við.
Já, sagði ég, og sá sem rekur fyr-
irtækið er einn af meistarakokkunum
okkar sem hafa gert matvælalandið Ís-
land heimsfrægt fyrir lambakjöt, skyr,
smjör, fisk, vatn og súkkulaði, matvæla-
borð sem ekki á sinn líka.
„Mikilmennska
og minnimáttarkennd“
Hann ærðist í símanum og sagði: ,,Það
blundar í ykkur bæði mikilmennska,
minnimáttarkend og virðingarleysi.“ Er
þetta ekki mikil fullyrðing? spurði ég á
móti. Nei, sagði hann og bætti við:
,,Hugsaðu þér, þið eigið ferskasta, dýr-
asta og besta fisk sem seldur er í veröld-
inni, samt ætlið þið að hleypa Bretum og
Spánverjum inn í landhelgina á ný.“ Það
vill það enginn Íslendingur, sagði ég.
„Þið ætlið inn í ESB, ekki satt?“ spurði
hann? Nei, það verður slegið út af borð-
inu í vetur eða kolfellt, sagði ég.
Enn hóf vinur minn reiðilestur sinn:
„Er það svo að landar mínir á Íslandi
vita það ekki og virða það ekki heldur að
þeir eiga þjóðarstoltið sitt, íslenska
lambið.“ Jú, almenningur veit þetta. Við
elskum okkar lambakjöt á hvaða aldri
sem við erum, sagði ég. Maðurinn eða
konan á bak við grillið eða eldavélina eru
klár á því að lambakjöt er það ef gleðja
skal góðan gest svo ekki sé talað um er-
lendan vin, sagði ég með stolti. „En af
hverju leyfa stjórnvöld á sama tíma inn-
flutning á útlendu lambakjöti, og ætla að
flytja inn hrátt kjöt og jafnvel lifandi dýr
og alla sjúkdómaflóruna í ESB?“ spurði
hann.
Lambið er afurð landsins
Á þessa leið þróaðist þetta samtal við
Íslending sem er landi sínu trúr og hef-
ur búið erlendis um langan
tíma. Hann og erlendir aðdá-
endur Íslands skilja illa virð-
ingarleysi okkar fyrir auðlind-
um sem aðrir dást að. Nú eru
bændur og vinir þeirra að
sækja lömbin sem koma fögur
og lagðprúð af fjalli og annar
hver Íslendingur er upptekinn
af sinni sveit, ekkert síður
fólkið í borg og bæjum þessa
lands. Ég óttast ekki sam-
anburð á íslensku og nýsjá-
lensku lambi. Auðvitað ætlar
meistarakokkurinn að flytja aðeins inn
bestu bitana, fille og hryggi. Hvar ætlar
hann að selja þá? Jú, hann trúir á hót-
elin að þau muni kaupa þessa vöru. Nú
er krafan þessi, og hana verða neyt-
endur og bændur að gera til hótela,
verslana eða matsölustaða, að það sé
ljóst hvaðan lambakjötið kemur sem bor-
ið er fyrir þá. Sjálfsagt verður reynt að
koma þessu kjöti inn á elliheimilin og í
grunnskólana.
Íslenski fáninn
Í sælkerabúðum Whole-Foods í
Bandaríkjunum er íslenska fánanum
stungið í kjötborðið. Þetta verða versl-
anir að gera hér einnig. Ég virði meist-
arakokkana okkar mikils sem farið hafa
með nafn Íslands og gæði matvælalands-
ins okkar í sigurför um víða veröld.
Helgi Einarsson er einn þeirra meist-
arakokka, þrátt fyrir þessa fljótfærni.
Nú verður hann að skýra fyrirtæki sitt
upp og nefna það ,,Íslensk og nýsjálensk
matvara“. Engum manni í Nýja-Sjálandi
dytti í hug að flytja þar inn landbún-
aðarvörur úr kjöti eða mjólk. Ég skora á
gróðahyggjumenn þessa lands að hugsa
nú í réttavikunni hvort við eigum ekki að
standa með bændum og þeirra frábæru
gjöfum sem þjóðin elskar og dáir. Þar
ríkir kyrrð og friður, grasið er gott, lind-
arvatnið er ómengað, loftið tært og eng-
in aðskotaefni notuð í íslenskan land-
búnað. Lambið er afurð landsins.
Eftir Guðna Ágústsson
»Ég óttast ekki
samanburð á íslensku
og nýsjálensku lambi.
Auðvitað ætlar meistara-
kokkurinn að flytja
aðeins inn bestu bitana,
fille og hryggi.
Guðni Ágústsson
Hverslags
asnaskapur er þetta?
Höfundur er fyrrverandi
landbúnaðarráðherra.