Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hafinn er undirbúningur að endur-
nýjun elstu virkjunar Ísfirðinga,
Fossavatnsvirkjunar í Engidal.
Orkubú Vestfirðinga vill byggja nýtt
stöðvarhús yfir nýja vél neðar í daln-
um og hrófla sem minnst við gömlu
stöðinni. Gömlu vélarnar geta þá orð-
ið vísir að minjasafni um virkjun raf-
orku fyrir íbúa kaupstaðarins.
Fossavatnsvirkjun í Engidal sem
er inn af Skutulsfirði var byggð af ný-
stofnaðri Rafveitu Ísafjarðar á árinu
1936 og tekin í notkun í ársbyrjun
1937. Þetta var mikil framkvæmd á
þeirri tíð og vann fjöldi manns við að
stífla vatnið, grafa skurði til að veita
vatninu niður fjallið og byggja stöðv-
arhús. Allt var unnið með höndunum.
Fljótlega varð ljóst að Fossavatns-
virkjun myndi ekki nægja til að anna
vaxandi eftirspurn Ísfirðinga eftir
raforku. Á árinu 1942 hófust fram-
kvæmdir við virkjun Nónhornsvatns
og var bætt við vélakost rafstöðvar-
innar til að nýta það. Rafstöðin í
Engidal er að því leyti sérstök að þar
eru tvær vélar sem framleiða raf-
magn sín úr hvoru fjallinu.
Framleiðslan er tæpar 5 GWh og
vélarnar mala enn og eru mikilvægur
liður í eigin orkuöflun Orkubús Vest-
fjarða. Orkubúið hefur verið í miklum
framkvæmdum við endurnýjun
Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Sölvi
R. Sólbergsson, framkvæmdastjóri
orkusviðs OV, segir að ákveðið hafi
verið að hinkra með næsta áfanga þar
og vinna að endurnýjun í Engidal á
meðan.
Tvöfalt aflmeiri vél
Orkubúið hefur auglýst útboð á
nýjum vatnshverfli fyrir Fossárvirkj-
un og tilheyrandi rafbúnaði. Hug-
myndin er að byggja nýtt stöðvarhús
yfir hana 600-800 metrum neðar í
Engidal. „Með því móti er hægt að
koma við vélgreftri við allt verkið,“
segir Sölvi. Ljóst er að endurnýja
þarf pípurnar sem leiða vatnið úr
Fossavatni í stöðvarhús, að minnsta
kosti að hluta, þar sem leiðslan er far-
in að leka.
Áætlaður kostnaður við endurnýj-
un virkjunarinnar er um 350 milljónir
kr.
Sölvi tekur fram að afla þurfi ým-
issa leyfa fyrir þessari breytingu.
Meðal annars þurfi að meta snjóflóða-
hættu og athuga hvort fara þurfi í
umhverfismat.
Ef leyfi fást er áhugi á að ráðast í
framkvæmdir á næsta ári. „Vélarnar
ganga og við getum gefið þessu þann
tíma sem þarf,“ segir Sölvi.
Fyrirhugað er að kaupa 1,2 mega-
watta vatnsaflsvél í hina nýju Foss-
árvirkjun. Er uppsett afl hennar tvö-
falt meira en í gömlu Fossavatns-
virkjuninni. Sölvi segir að vatns-
rennslið bjóði í sjálfu sér ekki upp á
svo mikla framleiðsluaukningu en
miðlun í Fossavatni sé það mikil, eða
0,8 Gl, að það réttlæti þetta mikla af-
laukningu.
Ný Fossárvirkjun
neðar í Engidal
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Engidalur Elsti hluti rafstöðvarinnar í Engidal var reistur 1936. Bætt hefur verið við húsakostinn til að koma fyrir
vatnsvél fyrir Nónhornsvatnsvirkjun. Vatnsvélar tveggja virkjana eru því í húsnæðinu auk dísilvéla.
Minjasafn 75 ára gamall búnaður Fossavatnsvirkjunar er enn notaður í raf-
stöðinni í Engidal. Hann verður í framtíðinni grunnur að minjasafni.
Guðni Einarsson
Una Sighvatsdóttir
Útför Kristjáns Hinriks Þórssonar,
18 ára íslensks pilts sem var skotinn
til bana í Bandaríkjunum um síðustu
helgi, fer fram á morgun, föstudag,
frá Rose Hill Funeral Home í Tulsa,
Oklahoma.
Málið hefur fengið gríðarmikla at-
hygli vestra en auk Kristjáns heitins
lést fjölskylduvinur hans, John
White, einnig af sárum sem hann
fékk í skotárásinni.
„Það er svo óvanalegt að fólk sé
skotið svona að ástæðulausu. Það er
nánast óþekkt að svona gerist,“
sagði Helena Albertsdóttir Mawby,
amma Kristjáns heitins, í samtali við
Morgunblaðið. Viðtöl við hana birt-
ust í mörgum bandarískum fjölmiðl-
um fljótlega eftir ódæðisverkið. Hún
sagðist hafa talað við fjölmiðlana í
þeirri von að það myndi flýta fyrir
því að ódæðismaðurinn næðist.
Hinn meinti morðingi, Jermaine
Jackson, 19 ára, var handtekinn í
fyrrinótt í Arkansas-ríki. Í kjölfarið
var hann ákærður fyrir tvöfalt
morð. En fylgir því léttir í sorginni
að ódæðismaðurinn skuli hafa
náðst?
„Það er að vissu leyti léttir og það
fylgir því að vissu leyti kvíði,“ sagði
Helena. „Það verða löng réttarhöld
og ég hlakka ekki til að sjá þetta
skrímsli. Við erum í svo miklu áfalli.
Maður kann eiginlega ekki að flokka
tilfinningarnar í augnablikinu, mað-
ur fer úr einu í annað.“
Helena sagði að Kristján heitinn
hefði verið ljúfur og hæglátur
drengur og haft góða nærveru.
„Hann var mjög listrænn og hafði
það í sér að teikna, mála og semja
ljóð. Hann var góður strákur, einn
af þeim sem hafði svo fallegt bros og
hlátur. Það hlógu allir með honum,“
sagði Helena.
Þekkti hinn handtekna
Lögreglan í Oklahoma hafði í
gærkvöldi (að íslenskum tíma) ekki
haft tök á að yfirheyra Jermaine
Jackson, Bandaríkjamanninn unga
sem situr í varðhaldi grunaður um
morðið á Kristjáni Hinriki Þórssyni
og John White. Þeir Jackson og
Kristján Hinrik voru á svipuðum
aldri og þekktust, voru jafnvel vinir,
að sögn Dave Walkers, rannsókn-
arlögreglumanns sem stýrir rann-
sókn málsins. Ekki er ljóst hvort
Jackson gerði sér grein fyrir því að
Kristján Hinrik sat í bílnum þegar
hann hóf skothríð. Lögreglan telur
tengsl þeirra ekki rót að morðunum.
Jackson, sem er á sakaskrá fyrir
smáglæpi, var handtekinn í bænum
Marianna í Arkansas-ríki austan við
Oklahoma. Walker sagði að Jackson
hefði klippt á sér hárið til að reyna
að breyta útliti sínu og fengið hjálp
til að flýja heimaborg sína Tulsa eft-
ir morðið. Að sögn Walkers má
þakka það upplýsingum frá almenn-
ingi og rannsókn lögreglu að hann
fannst. M.a. hafi grunsamleg hegð-
un Jacksons komið upp um hann, án
þess að hægt sé að útskýra það nán-
ar á þessu stigi.
„Það er nánast
óþekkt að
svona gerist“
Meintur morðingi var handtekinn
Amman Helena A. Mawby segir
fjölskylduna vera í áfalli.
Morðárás
» Kristján Hinrik Þórsson og
John White urðu fyrir skotárás
aðfaranótt sl. laugardags við
verslun í Tulsa í Oklahoma-ríki.
» Kristján lést fljótlega af sár-
um sínum á sjúkrahúsi en John
White lést á mánudagskvöld.
» Jermaine Jackson, 19 ára,
var handtekinn í fyrrinótt í Ark-
ansas-ríki og ákærður fyrir
tvöfalt morð.
Þú velur
og draumasófinn þinn er klár
GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
H Ú S G Ö G N
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga kl. 11-16
Sunnudaga lokað
BaselTorino RínLyon
Verð áður 266.266 kr
Basel 3ja sæta
Aðeins 199.900 kr
Alklæddur leðri