Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
Það verður ekki stór veisla en ætli ég haldi ekki lítið partí eftirgöngurnar á laugardaginn,“ segir Guðrún Harpa Gunnars-dóttir sem er þrítug í dag. Hún segir eftirminnilegustu afmæl-
isveislurnar hafa verið bekkjarafmælin í grunnskóla. Í minningunni
standi upp úr furðuhattapartí sem hún stóð fyrir á 13 ára afmæli sínu.
„Það var alltaf skemmtilegast í bekkjarafmælunum þegar maður var
yngri.“
Guðrún segir að óveðrið í upphafi vikunnar muni væntanlega ekki
setja strik í reikninginn varðandi áætlanir helgarinnar. „Göngurnar
verða frá Kársstöðum og réttirnar í Arnarhólsrétt,“ segir Guðrún en
hún tekur alltaf þátt á hverju hausti og getur ekki ímyndað sér að
gera annað. Útiveran, tengingin við náttúruna og samveran séu virki-
lega heillandi og skemmtilegur hluti af réttunum.
Í sumar var Guðrún í fæðingarorlofi en sjálf á hún þrjú börn, það
yngsta 7 mánaða. Aðra hverja helgi bætast tvö börn í hópinn og því er
væntanlega oft kátt á hjalla á heimili hennar í Stykkishólmi en Guð-
rún er alin upp í Helgafellssveit. „Í sumar hef ég nýtt tímann með
börnunum. Þegar ég klára fæðingarorlofið sný ég aftur til vinnu á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.“ Fjölskyldan stóra á hug Guðrúnar
allan og er hennar aðaláhugamál en einnig tekur hún fram að henni
þyki skemmtilegt að ferðast innanlands. heimirs@mbl.is
Guðrún Harpa Gunnarsdóttir 30 ára
Bíður með veislu
fram yfir réttir
Mæðgur Guðrún Harpa ásamt dóttur sinni, hinni sjö mánaða Ingi-
björgu Sesselju Jónsdóttur sem er yngst fimm systkina.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Marianne og Daniel
Glad fagna sextíu ára
brúðkaupsafmæli
sínu í dag, 13. sept-
ember. Brúðkaup
þeirra fór fram í
Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu árið 1952.
Demantsbrúðkaup
Akureyri Kjartan Hjaltalín fæddist 11.
nóvember kl. 19.51. Hann vó 3.965 g
og var 51 cm langur. Foreldrar hans
eru Guðrún Kjartansdóttir og Páll
Hjaltalín Árnason.
Nýir borgarar
Reykjavík Freyja Mjöll fæddist 29.
desember kl. 7.11. Hún vó 3.760 g og
var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru
Áslaug Kristvinsdóttir og Axel Hreinn
Steinþórsson.
E
dda fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hún
lauk stúdentsprófum
frá MH 1972, útskrif-
aðist frá Leiklist-
arskóla Íslands 1978 og er nú að
ljúka MA-prófi í menningarstjórnun
frá Háskólanum á Bifröst.
Edda debuteraði í leikritinu Sonur
skóarans og dóttir bakarans, eftir
Jökul Jakobsson, sem sýnt var í
Þjóðleikhúsinu 1978. Hún hefur síð-
an starfað óslitið í Þjóðleikhúsinu,
Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi
Akureyrar. Auk þess í Alþýðuleik-
húsinu, Hinu leikhúsinu og með ýms-
um öðrum leikhópum, sem leikari,
leikstjóri og höfundur, nú síðast með
Leikhúsmógúlnum í Gamla bíói.
Hún hefur rekið eigin leikhús, s.s.
Gríniðjuna, List og fræðslu og
Fræðsluleikhúsið, og leikið, leikstýrt
og samið efni fyrir flesta starfandi
ljósvakamiðla hér á landi, leikið í
Edda Björgvinsdóttir leikkona – 60 ára
Morgunblaðið/Jim Smart
Edda Björgvinsdóttir Leikkonan hóf ferilinn í leikritinu Syni skóarans og dóttur bakarans 1978.
Í hlutverki gleðigjafans
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Foreldrar og sonur, Björgvin Franz, Gísli Rúnar leikstjóri og Edda fagna
að lokinni frumsýningu á farsanum Allir á svið, í Þjóðleikhúsinu.