Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 34

Morgunblaðið - 13.09.2012, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 ✝ Unnur KristrúnÁgústsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 7. janúar 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. sept- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingi- björg Einarsdóttir frá Bjarnastöðum á Álftanesi, f. 9.8. 1888, d. 22.4. 1960, og Friðrik Ágúst Hjörleifsson frá Sandaseli í Meðallandi, f. 30.8. 1890, d. 7.9. 1963. Unnur var yngst sex systra. Hálfsystur hennar sam- mæðra voru Anna Ólafía Jóna Jakobsdóttir, f. 1910, d. 2003, og Rósa S. Jakobsdóttir, f. 1911, d. 2001, alsystur Guðlaug Lillý, f. 1918, Ragna Hjördís, f. 1919, d. 1997, og Jakobína Hulda, f. 1920, d. 1999. Eiginmaður Unnar er Ólafur Guðmundsson, f. 30.12. 1928. Þau giftu sig 10.11. 1951. Börn þeirra eru 1) Erling, f. 28.9. 1949, maki Margrét Sigurgeirs- lind, f. 1991. 6) Kolbrún, f. 4.10. 1962, maki Hilmar Halldórsson, f. 29.6. 1962, börn þeirra eru Ester, f. 1980, Ólafur, f. 1984, Helga, f. 1988 og Daníel, f. 1994. Barnabarnabörn eru 24 talsins. Unnur bjó alla sína tíð í Hafn- arfirði, fæddist og ólst upp á Vesturbraut 20, deildi húsinu með foreldrum þar til þeir lét- ust, og bjó þar síðan áfram til 1987 eða í rúm 60 ár. Fluttist þá að Miðvangi 14 í Hafnarfirði og bjó þar þangað til hún fluttist á Dvalarheimilið Hrafnistu í Hafnarfirði í nóvember 2011. Á unglingsárum og framan af bú- skaparárum vann Unnur við verslunarstörf hjá mági sínum í Bókabúð Böðvars en varð frá að hverfa er róður þyngdist við húsmóðurstörfin og uppeldi stækkandi barnahóps í þröng- um húsakosti á Vesturbraut- inni. Hún vann aftur í bókabúð- inni síðar um hríð áður en hún hóf störf við fiskvinnslu, lengst- um hjá Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar, síðar Norðurstjörn- unni og að lokum hjá Sjávarfiski þar sem hún lauk starfsferli sínum fyrir aldurs sakir. Útför Unnar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 13. sept- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. dóttir, f. 23.7. 1957, börn þeirra eru Þröstur, f. 1978, Gígja, f. 1984 og Víðir, f. 1989. 2) Ingibjörg Svala, f. 25.6. 1953, maki Björgvin Björg- vinsson, f. 12.7. 1955, börn þeirra Unnur Ósk, f. 1973, Eva Dís, f. 1980, Heiðrún, f. 1986, Elísa Björg, f. 1991 og Björgvin Guðmundur, f. 1992. 3) Guð- mundur, f. 21.1. 1955, d. 20.7. 1992, dætur hans Lísabet, f. 1979, móðir hennar Þórunn Kristín Sverrisdóttir, f. 1961, og Þórunn, f. 1980, móðir hennar Steingerður Matthíasdóttir, f. 1958. 4) Örn, f. 1.6. 1956, maki Kristín Jensdóttir, f. 29.8. 1954, börn þeirra eru Ólöf Erna, f. 1974, Örn, f. 1981 og Erla, f. 1990. 5) Friðrik Ágúst, f. 24.12. 1958, maki Erna Snævar Ómars- dóttir, f. 22.10. 1962, börn þeirra eru Ómar Snævar, f. 1980, Sindri Snævar, f. 1988 og Berg- Það var skrítin tilfinning sem fór um mig og Svölu dóttur þína þegar við kvöddum þig daginn áður en við fórum í frí til Spánar. Þú faðmaðir okkur svo innilega og sagðist vilja knúsa okkur vel áður en við færum því þér fannst svo langur tími þangað til við kæmum aftur. Þú fannst greini- lega á þér að þú ættir ekki langt eftir. Það var mjög sárt og erfitt að fá tilkynningu nokkrum dög- um áður en við kæmum heim úr fríinu að þú værir farin frá okk- ur. Kvöldið áður en þú fórst átti Svala gott samtal við þig í síma og fannst henni það afar hlýlegt og dýrmætt símtal. Elsku Unnur, betri tengda- móður hefði ég ekki getað hugs- að mér. Þegar ég, sveitastrákur- inn að vestan, kem inn í fjölskyldunu þína og Óla fyrir fjörutíu árum er mér strax tekið fagnandi og verð strax einn af fjölskyldunni. Mér er sérstak- lega minnisstætt hvað mér fannst þú alltaf elda góðan mat, þótti þér gaman að gefa mér að borða og tók ég vel til matarins. Fyrstu jólin hjá þér og Óla fékk ég hamborgarhrygg sem ég hafði aldrei bragðað áður, einnig fékk ég kjúkling hjá þér í fyrsta skipt- ið og hafðir þú gaman af því hvað ég var lystugur. Alla tíð frá því ég kynntist þér hefur mér þótt vænt um þig, við vorum góðir vinir og gátum setið og spjallað tímunum saman og alltaf fannst mér gaman að tala við þig um ýmis mál. Þú varst ávallt jákvæð, glöð og kát og komst öllum í kringum þig í gott skap. Við náðum alltaf vel saman og skemmtum okkur vel og varst þú hrókur alls fagnaðar í fjölskylduboðum og þegar farið var á skemmtanir. Mér fannst gaman að hlusta á þig spila á gít- ar og syngja og svo tala ég ekki um það þegar þú fórst að jóðla, þá fóru nú allir í gott skap og skemmtu sér vel. Þú varst dug- leg kona og féll þér sjaldan verk úr hendi. Þegar ég kom inn í fjöl- skylduna vannst þú við fisk- vinnslu, þegar þú hættir að vinna úti vegna aldurs þá tók við inni- vinnan og þú fórst að prjóna lopapeysur og sast þú oft við prjónaskap yfir sjónvarpinu. Ég man að stundum voru prjónas- taflarnir orðnir nokkuð háir. Þú varst afburða prjónakona. Þér fannst gaman að lesa og last þú mikið, jólabækurnar voru vel þegnar og lagðir þú helst ekki bók frá þér fyrr en hún var búin. Þú hafðir gaman á seinni árunum af að horfa á sjónvarp og fylgdist þú með öllum íþróttum og máttir aldrei missa af ef sund var í sjón- varpinu, sem er nú kannski ekki skrítið þar sem börn og barna- börn þín og Óla voru mikið af- reksfólk í sundi. Þú mættir einn- ig á flest sundmót og fylgdist vel með þínu fólki synda. Tengdamamma var góð kona, það sást best á því hvað börnin hennar, tengdabörnin, barna- börn og langömmubörnin löðuð- ust að henni. Hún vildi öllum vel og vildi allt fyrir alla gera. Mér fannst alltaf svo gaman að geta gert eitthvað fyrir hana þó það væri bara að skutla henni út í búð eða smá bæjarleið, hún var alltaf svo þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Elsku tengdamamma, ég sakna þín og kem til með að geyma í minningunni um þig allt það góða sem þú gafst okkur Svölu og börnunum okkar. Guð geymi þig. Þinn tengdasonur, Björgvin J. Björgvinsson. Elsku Unnur amma. Við kveðjum þig í dag með miklum söknuði. Við minnumst þeirra góðu stunda sem við átt- um með þér, alltaf brosandi, hress og kát. Þér fannst svo gam- an að vera með okkur barnabörn- unum og er það svo minnisstætt þegar við barnabörnin fórum að hittast í frændsystkinapartíi. Þegar þú fréttir af því að slíkt partí væri í vændum þá spurðir þú, „Hvert á ég að mæta og klukkan hvað?“ Alveg dýrðleg, elsku amma, alltaf til í að vera þar sem fjörið var. Þú varst sko engin venjuleg amma eins og eitt langömmubarnið þitt orðaði það, elskaðir pylsur og hamborgara. Þú máttir svo heldur ekki missa af neinum íþróttum, varst með allar íþróttarásirnar í áskrift og fannst langömmustrákunum þín- um það mjög furðulegt að þú elskaðir að horfa á fótbolta, ekk- ert venjuleg gömul kona. Það var yndislegt að koma í heimsókn til þín og alltaf vildir þú bjóða uppá ísblóm og einnig munum við eftir gulum frostpinnum. Við hugsum glöð til þeirra dýrmætu stunda sem við áttum saman þetta ár. Afmælið þitt í janúar, yndislegt að hlusta á ykkur vinkonurnar rifja upp gömlu góðu tímana. Og svo brúðkaupið í sumar þar sem þú áttir svo yndislega stund með okkur öllum og skemmtir þér konunglega. Það er ekki annað hægt en að brosa þegar hugsað er til baka til stunda okkar sam- an, því það var alltaf svo mikil gleði í kringum þig. Elsku amma þú varst síung, kát og hress við komum saman í dag og segjum bless. Við minnumst þín á góðri stund og hugsum um þína léttu lund. Minningin um brosið þitt bjarta ávallt mun lifa í okkar hjarta. (Unnur Ósk) Elsku Unnur amma, þú ert komin á góðan stað þar sem við erum viss um að Guðmundur sonur þinn tekur vel á móti þér og þið eruð sameinuð á ný. Þar til okkar tími kemur kveðjum við að sinni. Hvíl í friði. Þín barnabörn, Unnur Ósk, Eva Dís, Heiðrún, Elísa Björg og Björgvin Guðmundur. Elsku amma mín. Hvar á ég að byrja? Við vorum svo miklar vinkonur, þú og ég. Gátum spjallað um allt milli him- ins og jarðar. Þú varst svo ung í anda að oftast gleymdi ég að það væru 57 ár á milli okkar. Fátt var betra en að sitja hjá þér með kaffibolla og hlusta á þig segja mér sögur úr fortíðinni. Oftast voru það sögur af ferðunum ykk- ar afa til framandi landa eða af börnunum ykkar, „englunum hennar Unnar“. Þú mundir öll smáatriði og lýstir atburðum svo vel að mér fannst ég upplifa þá með þér upp á nýtt. Þú varst svo lífsglöð og skemmtileg, alltaf jákvæð þrátt fyrir veikindin sem hrjáðu þig undir það síðasta. Þú greipst öll tækifæri sem þér bárust og varst dugleg að lenda í ævintýrum. Sem dæmi um það má nefna þeg- ar þú fórst stóran hring um Hafnarfjörð aftan á mótorhjóli í sumar, 85 ára gömul. Þú varst mikill húmoristi og hafðir mest gaman af því að hlæja að þínum eigin óförum, þá hló ég með. Þú varst alltaf svo glæsileg og vel tilhöfð, hafðir gaman af því að klæða þig upp á. Mikið fannst mér gaman að kaupa föt fyrir þig, þú vissir ná- kvæmlega hvað þú vildir og treystir mér til að velja. Ég er ofsalega þakklát fyrir að hafa heimsótt þig tveimur dögum áður en þú kvaddir okkur þó ég hafi truflað þig í kvöldmatartím- anum. Þú fórst snemma í kvöldmat þennan dag til að ná örugglega fótboltaleiknum í sjónvarpinu, sjálfri þér lík en íþróttir voru þitt helsta áhugamál. Þá fékk ég að heyra síðustu sögurnar, um ferð- ina til Lúxemborgar og golfbíla- ævintýrið þitt nokkrum dögum áður. Ég geymi þær í hjarta mínu með öllum hinum. Elsku amma mín, ástarþakkir fyrir allt. Þín Gígja. Unnur Kristrún Ágústsdóttir Það var gaman í Bæ á Sel- strönd. Sem ungur drengur vorkenndi ég hálfvegis þeim jafnöldrum mínum sem ekki áttu rætur þangað og gátu því ekki dvalið þar. Af hverju var svona gaman í Bæ? Þar voru jú amma og afi sem og Bjarni og Sóley með sín börn, mína kæru vini. Þar var líka einstakt sam- félag þriggja bæja og þar voru Branddís og Baddi flest, ef ekki öll, mín æskusumur. Branddís var alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér og hún skipaði líka al- veg sérstakan sess hjá Ólöfu og börnum okkar. Branddís vissi hve mjög hug- ur minn í æsku stóð til dvalar í Bæ og gerði mér kleift, eins og henni var unnt, að vera þar oft- ar en ella hefði verið hægt. Og hjarta mitt settist að í Bæ og þar skaut ég rótum. Eins og í uppvextinum hef ég dvalið þar síðan eins oft og ég hef mátt og getað. Og eins og þá, var hin síðari ár alltaf enn skemmti- legra að dvelja í Bæ þegar Branddís var þar í bústaðnum sínum. Síðast áttum við sam- eiginlegar stundir í Bæ síðsum- ars í fyrra, þegar Sigríður mín gerðist bílstjóri hennar um stund. Mér hlýnar um hjartaræt- urnar við að rifja það upp. Branddís var gestrisin og höfðingi heim að sækja, hvort sem það var hversdags ellegar á hátíðum. Ég minnist með gleði jólaboðanna sem hún hélt af einstökum myndarskap á annan dag jóla ár hvert. Þegar ég flutti út á land árið 1983 voru jólaboð hennar það sem ég saknaði helst viðburða af höfuðborgarsvæðinu. Þar kom Branddís Guðmundsdóttir ✝ Branddís Ingi-björg Guð- mundsdóttir fædd- ist 28. apríl 1928 í Bæ í Steingríms- firði. Hún lést á blóðmeinadeild Landspítalans 25. júlí sl. Útför Brandd- ísar Ingibjargar fór fram frá Víðistaða- kirkju 10. ágúst 2012. enda gott fólk sam- an og veitingar voru einkar höfð- inglegar. Heim- sóknir hversdags voru í raun lítið síðri, alltaf veislu- borð. Branddís var líka einkar við- ræðugóð og skemmtileg. Vildi auðvitað hafa góða stjórn á málum en hlýhugurinn og samræðulistin slík að gestir fóru glaðir af hennar fundi. Enda var alla tíð afar gestkvæmt hjá Branddísi. Það kunna nefnilega ekki allir þessa list, að taka á móti fólki, og gefa þannig af sér að gestir fari ríkari. Sjálfum fannst mér einkar gott að líta til hennar þegar þungt var í hug, ekki endilega til að ræða þau mál sem á hugann sóttu hverju sinni, heldur til almennrar upp- lyftingar og viti menn, kjarkur og þrek jókst. Aldrei kvartaði Branddís og alltaf gerði hún eins mikið og heilsan leyfði hverju sinni. Hún átti þó án efa sínar sorgir. Sviplegt fráfall Badda heitins, á besta aldri, hefur án efa tekið á, sem og fráfall Kristjáns, hennar góða vinar síðar. Þá átti hún við erfið veikindi að stríða um tíma en náði sér þó vel af þeim. Stundum er sagt að þakka beri fyrir þegar fólk fær að fara héðan nokkuð brátt en það breytir því ekki að höggið er þungt á aðstandendur. Ég sakna Branddísar mikið en er óendanlega þakklátur fyrir allt sem ég lærði af henni og hún gaf mér, fyrst í æsku og svo síðar þegar hún hafði alltaf tíma til að taka á móti mér og mínum og maður upplifði sig svo hjartanlega velkominn. Ég votta Grétari, Guðnýju, börnum þeirra og barnabörnum mína dýpstu samúð. Góð og gegn kona er gengin. Hún lifði með reisn og hún gekk hnar- reist síðasta spölinn. Já, sann- arlega var alltaf gaman í Bæ en allra skemmtilegast fannst mér þó þegar Branddís var þar. Sigurður Skagfjörð Ingimarsson Ilma sprotar, anga lauf sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. Þannig varstu vinur mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. (Sigbj.E.) Þannig vinur var hann mér, Agnar Norland, sem nú er lát- inn. Að eignast vináttu Agnars hefur orðið mér betra veganesti en flest annað sem ég hef orðið aðnjótandi í lífinu. Sú vinátta færðist, seinna meir, yfir á fjöl- skyldu mína. Ég náði ekki í tæka tíð upp á sjúkrahús til að klappa þessum góða vini mínum á kinnina áður en hann sofnaði svefninum langa. Ég var ung þegar ég kynntist Agnar Norland ✝ Agnar GauturÞór Norland fæddist í Háram- arsey (Haramsöy) í Noregi 16. apríl 1924. Hann lést 19. ágúst 2012. Útför Agnars fór fram í kyrrþey frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. ágúst 2012. Agnari og hann mótaði á margan hátt lífsviðhorf mín. Þetta er orðin löng samfylgd á langri vegferð og var hann mikill áhrifavaldur á allt mitt líf. Hann var ein- stakur persónuleiki og allt í senn: hóg- vær heiðursmaður, sérvitur spekingur, sögumaður og fræðimaður, fag- urkeri á bókmenntir og tónlist, hestamaður og fjallamaður, góð- ur maður og kennari af guðs náð. Að mati Agnars voru tilvilj- anir ekki til, eins og að hitta vin- ahjón sín „óvart“ á götuhorni í London eða keyra í svarta- myrkri gegnum Pólland og Þýskaland og bíllinn verður benzínlaus fyrir utan hótelið sem hann var að leita að! Hvaðan kom hann, þessi góði vinur minn? Þórleif móðir hans var ættuð frá Gautlöndum en faðir hans, Jón Norland, var ættaður frá Hindisvík. Þau eign- uðust þrjá syni þá Gunnar, Agn- ar og Sverri Norland. Agnar var fæddur í Haramsey í Brattvog í Noregi þar sem faðir hans, Jón, var héraðslæknir. Frásagnir Agnars af föður sínum sem hann missti ungur og æskuárunum í Noregi minntu helst á fallegan ljóðastíl. Sérstaklega lýsti hann pabba sínum lækninum, báta- smiðnum, tónlistarmanninum, tréútskurðarmanninum og sögu- manninum. Sögusviðið var báta- siglingar þeirra feðga í Brattvog á heimasmíðuðum bátum lækn- isins. Þegar Jón Norland gekk um túnið í Hindisvík með strák- ana sína og bjó til söguna um Svilla. Það var gott að eignast hlutdeild í þessum sögum. Agnar var heiðursmaður sem tilheyrði í raun veröld sem var, þar sem handsal og orð voru gild. Hann hafði þá sérstöðu að tala um og eiga nokkra „aðal- guði“ hvort sem það voru menn eða hestar. Hann ræddi jafn fal- lega um Tobba sinn, pabba sinn, bræður sína, vini og vandamenn, Róbert Abraham, Pál dýra- lækni, Boysa, hestaklúbbinn sinn og um hestana Gamla-Rauð og Vala-Jarp. Við þá talaði Agn- ar sérstakt hestamál sem enginn skildi nema þeir. Hestaklúbburinn hans Agn- ars fór á hverju sumri í lengri eða skemmri fjallaferðir með hesta og trúss. Ég var svo lán- söm að komast með í eina slíka fjallaferð. Í þeirri ferð voru Páll dýralæknir og Kirsten, Ellen og Viðar, Haddý og Agnar, Guðrún og Magnús. Ég hef aldrei full- þakkað ógleymanlega hestaferð með vinahópnum hans Agnars. Því sem fangaði hug Agnars vildi hann deila með vinum sín- um. Þegar ég var tvítug gaf hann mér bókina „Veröld sem var“ og sagði mér jafnframt að aðrar bækur þyrfti ég ekki að lesa, dæmigerður Agnar. Hann las oft upp úr ljóðum Gustafs Fröding, persónurnar stigu fram á sviðið, skáldið Wenner- bom, Jan Ersa og Per Persa, Jonte og Brunte og „Våran prost/är rund som en ost“. Þegar ég kom fyrst til Hind- isvíkur ásamt Agnari og Geira í Gufunesi var tilefnið að skoða Hindisvíkurstóðið sem taldi þá yfir 200 hross. Hindisvíkurbónd- inn, föðurbróðir Agnars, séra Sigurður Norland, tók á móti okkur úti á hlaði. Presturinn var uppáklæddur í svörtum fötum, hvítri skyrtu og vesti með svart- an kúluhatt. Hann bauð upp á kaffi og brennivínstár út í. Hindisvíkin skartaði sínu feg- ursta. Stillilogn á firði og fjalli. Náttúran varð ein allsherjar sin- fónía. Í kvöldkyrrðinni kvakaði æðarkollan og selirnir rumdu úti á skerjunum, krían steypti sér yfir óboðna gesti, lömbin jörm- uðu og hestar hneggjuðu. Ég kveð í dag vininn minn, Agnar, með hans eigin orðum til mín: „að þykja vænt um ein- hvern er sjálfum manni dýr- mætast“. Guðrún Sverrisdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.