Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Sýningin sýnir verk fjögurra teikn- ara og sá elsti er frá 18. öld, teikn- ingarnar eru frá 1789 en hinir þrír eru allir samtímamenn. Hugmyndin var að draga fram tímaleysi teikn- ingarinnar sem miðils og hvernig teikningin á öll- um tímum er tæki til að kanna veröldina og tjá sig um hana, skoða hana og kryfja hana. Það er alveg jafn aktúelt á staf- rænni öld eins og það var fyrir 200, 500 eða 5000 ár- um. Það er þessi lína, þessi teikning, þessi beina tenging við huga manns- ins, hvernig hann tengir sig við um- hverfi sitt og skoðar það á öllum tím- um,“ segir Þóra Sigurðardóttir, myndlistarkona og höfundur sýning- arinnar Teikning - þvert á tíma og tækni sem opnuð verður í Bogasal Þjóðminjasafnsins á laugardaginn, 15. september. Á sýningunni verða teikningar eftir skoska vísindamanninn John Baine sem hann gerði á Íslandi þeg- ar hann tók þátt í leiðangri breska aðalsmannsins Johns Stanleys til Ís- lands árið 1789, ásamt teikningum eftir Þóru og Önnu Guðjónsdóttur og grafíkmyndum eftir danska lista- manninn Per Kirkeby. Líkt og úr gervitungli Þóra segir teikningar Baines hafa ákveðna sérstöðu í safni ferðateikn- inga frá Íslandsferðum fyrri alda þar sem hann hafi ekki verið mynd- listarlærður og hafi búið yfir mikilli þekkingu á stærðfræði og stjörnu- fræði. Hún hafi séð þær fyrst á ní- unda áratugnum og þótt þær mjög merkilegar og nútímalegar. „Partur af því sem gerir teikningu hans nútímalega er þetta sjónarhorn sem hann getur gefið sér í gegnum mælitækni, eins og hann sé að horfa úr hárri hæð og sé í gervitungli. Það sjónarhorn fá menn almennt ekki fyrr en á 20. öld,“ segir Þóra. Danski listamaðurinn Per Kirkeby tengist svo verkum Baines með þeim hætti að hann hafi farið í vettvangsferðir um norðurslóðir og unnið út frá þeim koparristur og verk Önnu vísi í þekkingarleit og rannsóknir á lítt kunnum slóðum. Teikningar Þóru sjálfrar skírskota svo til farvega efn- is og tíma og teikningarinnar sem slíkrar, eins og hún lýsir því sjálf í tilkynningu. Sýningunni lýkur 27. janúar á næsta ári. Bein tenging við mannshugann  Sýningin Teikning - þvert á tíma og tækni í Bogasal Þjóðminjasafnsins Ferðamynd Ein af þeim teikningum sem John Baine gerði þegar hann var á ferðalagi um Ísland með aðalsmanninum Stanley árið 1789. Þóra Sigurðardóttir Tökur á annarri kvikmyndinni í Hungurleika-þríleiknum, The Hun- ger Games: Catching Fire, hófust mánudaginn sl. í Atlanta í Banda- ríkjunum og gera áætlanir ráð fyrir að myndin verði frumsýnd 22. nóv- ember á næsta ári. Myndin verður einnig tekin á Havaí og mun tökum ljúka undir lok desember. Myndin er byggð á annarri bók þríleiks rithöfundarins Suzanne Collins, Eldar kvikna, og í aðal- hlutverkum, líkt og í fyrstu mynd- inni, eru Jennifer Lawrence, Liam Hemsworth, Josh Hutcherson, Lenny Kravitz, Woody Harrelson, Elizabeth Banks og Stanley Tucci. Leikarinn Philip Seymour Hoffman mun einnig fara með hlutverk í myndinni. Tökur hafnar á Hungurleikamynd Barátta Jennifer Lawrence í kvikmyndinni The Hunger Games. Bandaríski gamanleikarinn og uppistand- arinn Patton Ostwalt er staddur á Ís- landi í tengslum við kvikmynd Bens Stillers, The Secret Life of Walter Mitty. Stiller segir frá því á Twitter-síðu sinni að það eina sem Ostwalt hafi fengið að gera hafi verið að lesa upp úr handriti á ömurlegu hótelherbergi. Stiller birtir Instagram-mynd því til sönn- unar sem sýnir Ostwalt býsna súr- an uppi í rúmi á hótelherbergi með hljóðmann sér við hlið. Stiller er sem sagt enn á landinu þó engar fréttir berist af kvikmyndatökum. Patton Ostwalt les fyrir Stiller Patton Ostwalt THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 7 - 10 (POWER) THE EXPENDABLES 2 Sýnd kl. 8 - 10:10 ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 6 INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI 60.000 MANNS! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 12 L 16 HÖRKU SPENNUMYND 16 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 60 ÞÚSUND GESTIR SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS HEILNÆMT FJÖR FYRIR ÞAU YNGSTU -H.V.A., FBL THE BOURNE LEGACY KL. 5 - 8 - 10.45 16 THE BOURNE LEGACY LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 4 - 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE WATCH KL. 8 - 5.40 - 10.20 12 PARANORMAN 2D KL. 3.30 7 TOTAL RECALL KL. 10.20 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TED KL. 8 12 THE BOURNE LEGACY KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 INTOUCHABLES KL.5.50 12 THE EXPENDABLES 2 KL. 8 - 10 16 THE BOURNE LEGACY KL. 6 - 9 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 8 - 10.20 16 THE WATCH KL. 10.20 12 TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is ÞAÐ DETTUR ALLT Í DÚNALOGN Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 Meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.