Morgunblaðið - 13.09.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2012
✝ Birgir PállGylfason fædd-
ist í Reykjavík 9.
júlí 1988. Hann lést
af slysförum 25.
ágúst 2012 í Fre-
drikstad í Noregi.
Foreldrar hans
eru hjónin Gylfi
Jónsson, f. 15.6.
1958, sonur Jóns H.
Guðmundssonar, f.
19.1. 1937 og
Hrafnhildar Matthíasdóttur, f.
3.9. 1936 og Hildur Hanna Ás-
mundsdóttir, f. 28.4. 1960, dótt-
ir Ásmundar Jóh. Jóhanns-
sonar, f. 29.10. 1928, látinn 27.1.
2004 og Bergþóru Benedikts-
dóttur, f. 8.8. 1927, látin 13.10.
2004. Bróðir Birgis Páls er Jó-
hannes Már Gylfason, f. 24.9.
1982, kvæntur Láru Hrund
Bjargardóttur, f. 15.7.1981 og
eiga þau tvo syni.
Birgir Páll ólst upp
í Garðabæ og
stundaði nám í Hof-
staðaskóla, Garða-
skóla og Fjöl-
brautaskólanum í
Garðabæ. Hann
lauk sveinsprófi í
húsasmíði frá
Tækniskólanum ár-
ið 2011.
Hann byrjaði
ungur að starfa við hlið föður
síns og bróður í fyrirtæki fjöl-
skyldunnar. Hann tók meira-
próf 18 ára og síðan aflaði hann
sér vinnuvélaréttinda.
Birgir Páll starfaði við smíð-
ar hér á landi og í Noregi.
Útför Birgis Páls fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 13.
september 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Vertu sæll, elsku vinur minn,
vegirnir hljóta að skilja.
En ég þig glaðan aftur finn. –
Allt fer að Drottins vilja.
Þökk fyrir blíðu brosin þín,
barnið mitt elskulega.
Minning þín ljúfa mér nú skín.
Mínum hún léttir trega.
Söknuður hjúpar hjarta mitt. –
Hann skapar vegaþrautir. –
Láttu nú Drottinn ljósið þitt
lýsa mér réttar brautir.
Blessaðu elsku barnið mitt.
Birg það í faðmi þínum.
Láttu því blessað ljósið þitt
ljóma með krafti sínum.
Við mér nú ljómar ljúft þín náð.
Læknar hún benjar mínar. –
Algóði faðir, allt mitt ráð
ég fel í hendur þínar.
(Sr. Böðvar Bjarnason.)
Kveðja frá
mömmu og pabba.
Minning Birgis Páls lifir í hjört-
um okkar allra, minningin um
glæsilegan og lífsglaðan ungan
mann á leið út í lífið með gott
veganesti úr foreldrahúsum. Birg-
ir Páll lauk sveinsprófi í húsasmíði
vorið 2011 og stofnaði þá sitt eigið
fyrirtæki og vann við smíðar hér
heima um tíma. En hann vildi
kanna ókunna stigu og kynnast
veröldinni. Hann ákvað að halda
út í heim á vit ævintýranna. Nor-
egur var fyrsti áfanginn á þeirri
leið og vann hann þar þegar kallið
kom. Nú er hann horfinn á vit
ljóssins og kannar önnur ævin-
týralönd. Við vitum að í fyllingu
tímans mun hann taka á móti okk-
ur ásamt öðrum ástvinum sem
horfið hafa frá okkur til ljóssins
heima. Við erum þakklát og láns-
söm fyrir að hafa fengið að kynn-
ast Birgi Páli og hafa hann hjá
okkur um stund. Hvíl í friði, elsku
frændi.
Takk fyrir tímann sem með þér áttum,
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð yfir kveðjuna hér,
þinn orðstír mun lifa um ókomna daga,
indælar minningar í hjarta okkar ber.
(P. Ó. T.)
Elsku Hildur, Gylfi, Jóhannes
og Lára. Við biðum Drottin að um-
vefja ykkur kærleika sínum og
veita ykkur huggun og frið í sorg-
inni.
Jenný, Guðmundur
og dætur.
Orð fá ekki lýst því hvað það er
sárt að kveðja þig, kæri vinur og
frændi. Það er greinilega þörf fyr-
ir þitt góða hjartalag í öðrum
heimum. Þú varst fullur af kær-
leik og vildir láta gott af þér leiða.
Ég er ánægður með að deila
stórum hluta af minningum barn-
æsku minnar með þér, þó að við
fáum ekki tækifæri til að rifja þær
upp saman. Það urðu ávallt miklir
fagnaðarfundir þegar við hittumst
og það breyttist ekkert þegar við
urðum eldri. Mér leið alltaf vel eft-
ir að hafa hitt þig.
Mér þykir óskaplega vænt um
þig og ég trúi ekki að þú skulir
vera farinn. Vináttu okkar og
minningu mína um þig mun ég
ávallt geyma á góðum stað.
Þinn vinur og frændi,
Bjarki Már Gunnarsson.
Birgir frændi hefur fylgt okkur
bræðrum nánast frá því að við
munum eftir okkur. Þær minning-
ar sem við tengjum við Birgi eru
alltaf jákvæðar og góðar hvort
sem um ræðir vatnsstríð út í garði,
frændahitting eða gönguferðir á
fjöll. Það fylgdi Birgi alltaf mjög
þægilegt andrúmsloft enda var
hann virkilega rólegur og góður
strákur og það var alltaf stutt í
smitandi hláturinn hjá honum.
Birgir kvaddi okkur alltof
snemma og eftir situm við bæði
daprir og dofnir en fáum engu
breytt. Kalli varð sá síðasti okkar
til að hitta hann en þeir hittust í
ræktinni stuttu áður en Birgir
fluttist til Noregs. Þar töluðu þeir
saman um daginn og veginn. Birg-
ir var hress og kátur og talaði um
að það væri nóg af verkefnum
framundan hjá þeim félögum í
smíðinni. Einnig talaði hann um
að það væri kominn tími á reglu-
bundinn hitting hjá okkur frænd-
unum. Ferðin uppá Hvannadals-
hnúk sem við fórum í fyrrasumar
var afar skemmtilegt og eftir-
minnileg. Birgir undi sér vel í fjall-
göngum og naut þess að horfa á
útsýnið af þessum hæsta tindi
landsins.
Foreldrum, bróður og fjöl-
skyldunni allri sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur með von um að
ljúfar minningar um góðan dreng
mildi söknuðinn og færi huga
þeirra birtu og yl á ókomnum ár-
um. Birgir mun alltaf verða hluti
af okkur.
Saknaðarkveðjur,
Jón Heiðar og
Karl Jóhann.
Elsku Birgir Páll, það er svo
sárt að þurfa að kveðja þig svo
fljótt. Okkur skortir orð á þessum
erfiðu tímum.
Hörmulegt slys hefur nú breytt
öllu. Þú fórst til Noregs fullur til-
hlökkunar til að vinna við smíðar
og með áætlanir um að ferðast síð-
an um heiminn og láta gott af þér
leiða. Nú hefur ferðalagið breyst
og þú ferðast um aðrar slóðir. Við
trúum því að Guð ætli þér mik-
ilvægt verkefni.
Við minnumst þess hvað það
var alltaf mikil gleði þegar þið
frændurnir hittust. Við sjáum þig
fyrir okkur glaðlegan, bjartan og
góðan strák sem gaman var að
gefa að borða því að þú hrósaðir
mikið því sem þér fannst gott. Við
sjáum þig fyrir okkur myndarleg-
an, hraustan og jákvæðan ungan
mann sem elskaði útivist, ferðlög
og umfram allt fjölskyldu sína og
vini. Allar góðu minningarnar um
samverustundir okkar verða ekki
teknar frá okkur. Við kveðjum
þig, elsku vinur, með sárum sökn-
uði, hvíl í friði.
Megi algóður Guð styrkja elsku
Gylfa, Hildi, Jóhannes og Láru og
okkur öll í þessari miklu sorg.
Matthildur (Maddý)
og Gunnar.
Æskuvinur minn, Birgir Páll,
er fallinn frá langt fyrir aldur
fram. Við höfum þekkst frá fæð-
ingu og ávallt staðið saman. Sem
börn vorum við danspar í dans-
skóla og leiddumst þegar við vor-
um saman og sama hve langt var
liðið frá því við hittumst þá var
alltaf eins og við hefðum hist í
gær. Hann var góður vinur og
traustur, ein af bestu manneskj-
um sem ég hef þekkt og alltaf til í
ævintýri.
Hann kom með skemmtileg-
ustu sögurnar, dró okkur krakk-
ana út um allt í útilegum og hlát-
urinn hans var einstakur. Hann
átti svo marga drauma og langaði
að gera svo margt. Hann var fær
ljósmyndari og hugleiddi að halda
sýningu. Hann bauð mér að vera
módel í vor, það var virkilega
skemmtileg lífsreynsla sem ég
gleymi aldrei. Við fórum inní helli,
nokkuð sem ég hef ekki gert áður.
Svo flott og töff.
Hann sagðist fara stundum
einn að rúnta, skoða hella og aðrar
náttúruperlur. Ég pantaði að
koma með næst í hellaskoðun!
Hann prentaði og rammaði inn
eina af þeim fallegu myndum sem
hann tók í þessari ferð og gaf mér.
Myndin mun ávallt hanga á
veggnum mínum. Við hittumst
daginn áður en hann fór til Nor-
egs, skelltum okkur í bakaríið og
spjölluðum saman.
Birgir var alltaf hreinskilinn
við mig, hann sagði mér að hann
hefði verið að vinna með sjálfan
sig og hann teldi að hreinskilni
skipti mestu í samskiptum. Hann
sagði að hann værir rosalega
stoltur af mér og hefði gaman af
því að sjá hvernig ég hef blómstr-
að i gegnum árin.
Ég sagði við hann að ég væri
rosalega stolt af honum, gerir það
sem hann vill og lifir lífinu, núna
væri hann að fara út og með plön
um að ferðast um heiminn, nokk-
uð sem mig hefur dreymt um að
gera! Hann sagði að ég hefði ver-
ið sín fyrsta ást ef svo má segja en
við vorum límd saman á leikskóla-
aldri og slepptum ekki hendinni
hvort af öðru. Hann vissi að ég
myndi alltaf verða til staðar, ég
væri eins og systir hans og að
honum þætti afskaplega vænt um
mig. Það var notalegt að ræða við
hann, Við enduðum svo þennan
hitting með faðmlagi og ég sagði
að ég vildi endilega koma að
heimsækja hann í Noregi, og að
mér þætti afskaplega vænt um
hann.
Ég hef alltaf litið upp til hans
Birgis, ævintýramannsins sem lét
ekkert stoppa sig, alltaf brosandi
og traustur. Mun alltaf muna eft-
ir þér elsku vinur, hvíldu í friði.
Ég sendi mína dýpstu samúð-
arkveðju til Hildar, Gylfa, Jó-
hannesar og fjölskyldu.
Katrín Sif.
Ég get varla trúað því að vinur
minn sé farinn og það svona ung-
ur. Það braut mig gjörsamlega.
Einn besti maður og mesti vinur
sem ég hef kynnst. Alltaf tilbúinn
að hjálpa fólki og gera því lífið
betra, þrátt fyrir að það myndi
kosta hann tíma og erfiði. Ég
mun seint geta útskýrt fyrir fólki
sem þekkti ekki Bigga hversu góð
sál hann var. Því verður ekki með
orðum lýst. Forréttindin að hafa
verið góður vinur hans eru þvílík.
Biggi var einstakur og aðdáunar-
verður á margan hátt.
Hann lét ekkert stöðva sig og
gerði allt það sem hann langaði
til. Við áttum svo margar góðar
stundir saman og ferðuðumst
víða. Innanlands og til útlanda,
alltaf var Biggi tilbúinn að koma
með. Allar ferðirnar á van-inum
gleymast aldrei. Ég er svo þakk-
látur fyrir að hafa kynnst Bigga
því hann gerði líf mitt skemmti-
legra og viðburðaríkara.
Ég votta fjölskyldu hans alla
mína samúð.
Minn elsku vinur, við sjáumst
einn daginn aftur. Ég lá um dag-
inn á svölunum í hengirúmi eins
og þegar við slökuðum á í Mexíkó,
horfði á himininn og hugsaði að
nú værir þú með mínum nánustu
uppi hjá Guði að vernda mig. Ég
mun ávallt sakna þín.
Þinn 210 vinur,
Gunnar Örn Heiðdal.
Minn elsti vinur.
Kallaður burt.
Félagi, sem bróðir.
Til þín ég leit alltaf upp.
Þú varst óhræddur við það sem hræddi
þig.
Þú fylgdir hjartanu hvert sem það leiddi
þig.
Lærðir það sem þú vildir og lést fátt
stöðva þig.
Þú lifðir.
Þú hafðir hlátur sem ég mun sakna sárt.
Þú hafðir alltaf góða sögu að segja.
Þú mikli grínisti og prakkari.
Hreint hjarta þú hafðir og alltaf bros til
að gefa.
Þú mikla sál.
Ég þakka tímann sem við fengum
saman í þessum heimi
og allt sem þú kenndir mér í lífinu.
Allar góðu stundirnar okkar.
Ég sakna þín sárt en við munum sjást
aftur að lokum.
Þinn vinur að eilífu.
Birgir Freyr.
Æðri verkefni eru örugglega
ætluð þér, kæri Birgir Páll.
Það er erfitt að átta sig á því að
þú sért farinn, farinn frá vina-
hópnum, frá okkur sem sitjum
hérna eftir svo skilningsvana á
þessari taktík almættisins.
En til að við getum sett ein-
hvern skilning í þetta, hljóta verk-
efnin að vera afar brýn sem þú ert
valinn til að sinna.
Þú mættir í þennan heim 9. júlí
1988, sá áttundi í röðinni í barna-
hóp vinahópsins. Vinahópsins sem
samanstendur af 5 fjölskyldum
þar sem foreldrarnir kynntust á
sínum framhaldsskólaárum og
hafa staðið saman síðan.
Þú varst fallegur lítill bróðir
fyrir Jóhannes sem fékk að
ákveða seinna nafnið þitt og
fannst Palli passa einstaklega vel
við þig. Samband ykkar bræðra
var einkar kært.
Barnahópurinn stækkaði ört og
þið sem komuð á bilinu 1987-1990
hafið haldið svo vel saman. Birgir
Freyr, Katrín Sif, þú, Andrea, Ari
Kristján og Elísabet, vinir fyrir
lífstíð.
En lífstíð okkar er misjafnlega
löng. Skyldi það verði þitt hlut-
verk að halda utanum þau og lýsa
þeim veginn áfram á þeirra lífstíð?
Við erum ekki í vafa um að það sé
eitt af þínum verkefnum.
Árleg útilega vinahópsins að
Hrafnstóftum ásamt öðrum sam-
verustundum með gönguferðum,
sjósundi, bátsferðum, jólaboðum
og öðru sprelli ylja okkur þessa
dagana ásamt ljósmyndum og
kertaljósum sem hafa verið kveikt
daglega.
Við sitjum með tárvot andlit og
finnum fram allar þessar minning-
ar, minningar um þig, elsku Birgir
Páll.
En það þýðir ekki að deila við
almættið svo við verðum að halda
áfram, reyna að binda um sárið og
fá það til að gróa. Þurrka tár hvert
annars, faðma, hugga, hlusta og
hughreysta.
Við vitum að þú munt hjálpa
okkur. Við vitum að þú munt sýna
okkur ljósið á erfiðum stundum.
Við vitum að þú munt þerra tár-
in okkar.
Við ætlum að halda minningu
þinni hátt á lofti svo að litlu frænd-
ur þínir Gylfi Freyr og Sævar
þekki þig um ókomna framtíð.
Við ætlum að minnast þín alltaf,
fyrir þann dreng sem þú varst.
Hugur okkar er hjá foreldrum
þínum sem syrgja þig svo sárt, hjá
bróður þínum, mágkonu og fjöl-
skyldunni.
Hvíl í friði, við sjáumst aftur.
Björk, Halldór, Katrín
Ösp, Kolbrún Ósk og
Ari Kristján.
Birgir Páll
Gylfason
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA ERLA ÓLAFSDÓTTIR,
sem lést föstudaginn 7. september, verður
jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn
14. september kl. 13.00.
Arthur Björgvin Bollason, G. Svala Arnardóttir,
Linda S. Bolladóttir Thomas, Michael W. Thomas,
Erla Bolladóttir,
Lilja Bolladóttir, Valur Valsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ég hitti Önnu fyrir framan
skóbúðina Kron fyrir þremur ár-
um þar sem hún stóð með
draumaskó dóttur sinnar, sem
hún hafði verið að kaupa, í poka.
Hún sagði mér frá veikindum sín-
um, hún væri hætt að vinna, en
liði nokkuð vel og langaði að fara
að skrifa. Ég sagði henni að ég
væri nýbúin að lesa frétt um að
bjóða ætti upp á þriggja ára nám
í skapandi skrifum í Háskólanum
um haustið. Hún sýndi því mikinn
áhuga og svo fór að hún settist á
skólabekk. Ég hitti hana reglu-
lega á förnum vegi eftir það og lét
hún vel af náminu og alltaf gaf
hún í skyn á sinn kankvísa hátt að
hún væri þarna fyrir mitt tilstilli.
Önnu kynntist ég í Myndlista-
Anna Steinunn
Ágústsdóttir
✝ Anna SteinunnÁgústsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. mars 1959. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 23. ágúst
2012.
Anna var jarð-
sungin frá Dóm-
kirkjunni 5. sept-
ember 2012.
og handíðaskólan-
um fyrir margt
löngu og lágu leiðir
okkar aftur saman
þegar við unnum
saman um tíma á
auglýsingastofu.
Hún heillaði mig
eins og aðra með
sinni einlægu og fal-
legu framkomu og
innræti. Hún var
svo vel að sér um
allt mögulegt og áhugasviðið var
breitt. Hún vissi allt um tísku og
hönnun, en var jafnframt svo
meðvituð um hvað skipti máli í líf-
inu. Ég hefði svo gjarnan viljað fá
að fylgjast með skrifum hennar í
framtíðinni og trúi að hún hefði
getað afrekað margt á því sviði
sem öðrum. Ég á eina fallega
mynd sem hún teiknaði af dóttur
minni nýfæddri og verður hún
ætíð minning um yndislega konu
sem ég veit að margir munu
sakna. Við hefðum viljað njóta
hennar svo miklu miklu lengur.
Ég sendi Kjartani, börnum
þeirra þremur, fjölskyldu og vin-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Svala Jónsdóttir.
Við fráfall heiðurshjónanna
Helgu Valborgar Pétursdóttur
sem lést 9. maí sl., og svo Arnþórs
Björnssonar sem kvaddi þennan
heim 28. ágúst og jarðsunginn var
föstudaginn 7. september, koma
margar góðar minningar upp í
hugann frá okkar fyrstu kynnum í
Reynihlíð sumarið 1956.
Ég hafði verið svo ólánsámur
að brenna fæturna í Námaskarði
og eftir dvöl á hjúkrunarheimilinu
á Húsavík, buðu Helga og Arnþór
mér þá að dvelja á hótelinu þang-
að til ég væri aftur orðinn ferða-
fær.
Ég tók miklu ástfóstri við sveit-
ina og alla sem þar bjuggu. Þau
hjónin lögðu drög að því að ég
Arnþór
Björnsson
✝ ArnþórBjörnsson
fæddist í Vopna-
firði 16. júlí 1931.
Hann lést á heimili
sínu á Akureyri
28. ágúst 2012.
Útför Arnþórs
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 7.
september 2012,
og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
fengi að ílengjast þar
og byggja mér bústað
á fallegum stað. Sá
draumur rættist ekki,
en ég kom aftur ár eft-
ir ár til langdvalar og
kynntist þá sveitalíf-
inu og upplifði í allri
sinni dýrð með göng-
um, réttum, veiðum á
vatninu, liðveislu
ferðamanna og alls
kyns ógleymanlegum
uppákomum.
Gaman var að fylgjast með
hversu vel þau hjónin ásamt skyld-
mennum í Reynihlíð og Vesturhlíð
stóðu að uppbyggingunni á Hótel
Reynihlíð í takt við vöxt þéttbýlis-
ins við norðanvert Mývatn. Nú er
þetta orðið einn eftirsóttasti ferða-
mannastaður landsins, og stoltir
afkomendur Reynihlíðarættarinn-
ar hafa tekið við.
Föstudaginn 31. ágúst síðastlið-
inn var vinur okkar Ármann Pét-
ursson bróðir Helgu jarðsunginn
frá Reykjahlíðarkirkju. Það hefur
verið skammt stórra högga á milli.
Góðar æskuminningar frá sveit-
inni lifa með okkur.
Hugheilar samúðarkveðjur,
Arndís og Mats.