Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 6
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Tillögurnar hafa verið unnar í nánu samráði við hagsmunaaðila á svæð- inu og skipulagsyfirvöld og ganga út á að styrkja og samhæfa betur blandaða byggð íbúðar- og þjónustu- húsnæðis. Byggingarmagnið er einn- ig töluvert minna en fyrri eigendur svæðisins áformuðu,“ segir Hannes Frímann Sigurðsson, bygging- artæknifræðingur hjá fasteigna- félaginu Regin og verkefnastjóri Laugavegsreita ehf. Síðarnefnda fé- lagið er í eigu Regins sem er eigandi flestra eigna á Brynjureit og Hljómalindarreit við Laugaveg. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar stendur á morg- un, miðvikudag, fyrir kynningar- fundum á nýjum deiliskipulagstil- lögum fyrir þessa tvo reiti. Fara fundirnir fram að Hverfisgötu 33, 1. hæð, milli kl. 16 og 18.15. Reginn hyggst reisa eitthvað af fyrirhuguðum byggingum á reit- unum Standa vonir til að klára skipu- lagsvinnuna fyrir áramót og í kjölfar- ið verða teknar nánari ákvarðanir um framhaldið. Vonast er til að fram- kvæmdir komist í gang næsta sumar. Göngugata í Brynjureit Brynjureitur afmarkast af Lauga- vegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Þar verður gert ráð fyr- ir blandaðri byggð íbúðarhúsnæðis og verslunar-, atvinnu- og þjónustu- húsnæðis. Samkvæmt tillögunni verða 12-40 íbúðir á reitnum. Reikn- að er með nýbyggingum ásamt eldri byggð við Hverfisgötu 40-46, ný- byggingum á lóðunum Laugavegur 27a og 27b og nýbyggingu við Lauga- veg 23 og tengingu við Klapparstíg 31. Þá gerir tillagan um Brynjureitinn ráð fyrir göngugötu í miðjunni sem tengir saman Laugaveg og Hverf- isgötu. Aðkoma að göngugötunni verður á milli Laugavegar 25 og 27. Tenging við Hverfisgötu verður í gegnum Hverfisgötu 42 með lyftu- og stigakjarna. Einnig verður aðkoma að göngugötunni frá Klapparstíg, milli húsa nr. 29 og 31, og myndast þannig göngutengsl við Hljómalind- arreitinn. Undir reitnum kemur bíla- kjallari með 18 stæðum sem ekið verður inn í af Hverfisgötu. Hannes segir áhuga hafa verið fyr- ir því að skipuleggja göngugötu sem hægt er að labba inn á af Laugavegi. Á neðri hæðum nýrra húsa á Brynj- ureitnum verði verslun og þjónusta og íbúðir á efri hæð. Þarna sé t.d. kærkomið tækifæri fyrir verslunar- eigendur, listamenn, frumkvöðla og einyrkja til að sameina vinnu- og dvalarstað. Stórt hús við Smiðjustíg Hljómalindarreitur afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Helsta breyting á deiliskipulagi reitsins er nýtt fimm hæða hús við Smiðjustíg 4, með íbúð- um á efri hæðum og verslunum og skrifstofum á neðri hæðum. Í miðjum reitnum kemur nokkurs konar markaðs- og menningartorg, þar sem hægt verður að setja upp sölutjöld og aðstöðu fyrir aðra við- burði. Torgið verður í sömu hæð og Laugavegurinn og undir því m.a. 25 stæða bílakjallari sem hægt verður að aka inn í frá Hverfisgötu líkt og á Brynjureit. Á Hljómalindarreitnum er reiknað með 15-20 íbúðum. Samkvæmt tillögunni á síðan að loka reitnum fyrir almenningi á næt- urnar en heimilt að hafa opið til kl. 1 um nótt í 12 daga á ári. Lokunin mun ekki hafa áhrif á aðgengi íbúa þar sem inngangar munu allir verða frá götu. Þá hefur Hljómalindarhúsið við Laugaveg 21 verið friðað og verð- ur hvorki flutt eða rifið. „Á samráðsfundum með hags- munaaðilum, bæði fyrirtækjum, hverfaráði og íbúasamtökum, höfum við kallað eftir hugmyndum og vænt- ingum fólks til svæðanna. Margir komu með hugmyndir um að setja upp skjólgóð torg og bjóða upp á eitthvað óvænt inni í miðborginni. Arkitektar fengu síðan það verkefni að draga þessar óskir fólks fram og keyra byggingarmagnið niður. Við reynum að viðhalda sem mest yf- irbragði eldri bygginga sem fyrir eru. Okkar markmið er að íbúar þekki borgina sína á ný og séu sáttir við umhverfið,“ segir Hannes. Minni byggingar og meira samráð  Nýjar deiliskipulagstillögur fyrir Brynjureit og Hljómalindarreit  Tillögur unnar í samráði við hagsmunaaðila  Borgaryfirvöld með kynningarfund á morgun  Byggingareitir í eigu Regins Laugavegur Kl ap pa rs tíg ur Va tn ss tí gu r Deiliskipulagstillaga fyrir Brynjureit Grunnmynd: Arkitektur.is Nýjar byggingar Ný göngugata Deiliskipulagstillaga fyrir Hljómalindarreit Grunnmynd: Arkitektur.is La ug av eg ur Sm iðjustígur Hve rfis gat a Nýjar byggingar Markaðstorg 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 „Við höfum hitt Reginsmenn og séð tillögurnar. Við fögnum uppbyggingunni og hugmyndum að nýtísku- legu verslunarrými. Betri nýting mun nást á svæðinu og við fögnum því einnig að þeir vilja hraða framkvæmdum á reitunum,“ segir Björn Jón Bragason, fram- kvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeig- enda við Laugaveg, um deiliskipulagstillögurnar fyrir Brynjureit og Hljómalindarreit. „Það eina sem við höfum áhyggjur af eru bílastæðin neðanjarðar og hvort þau séu nógu mörg. Það ræðst af notkuninni Hverfisgötumegin, hvort þar verða íbúðir eða til dæmis hótel. Annars líst okkur vel á tillögurnar og teljum þær falla vel að þeirri byggð sem fyrir er þarna,“ segir Björn. Einnig segir hann samtökin telja nauðsynlegt að taka Hverfisgötuna um leið í gegn. Fegra hana með trjám, fjölga bílastæðum og gera hana meira aðlaðandi. Fögnum uppbyggingunni SAMTÖK KAUPMANNA OG FASTEIGNAEIGENDA Á LAUGAVEGI Björn Jón Bragason Skúli Hansen skulih@mbl.is Anna Kristín Ólafsdóttir, stjórn- sýslufræðingur, hefur ákveðið að áfrýja ekki héraðsdómi sem féll í lok júlí síðastliðnum en með dómnum voru henni dæmdar skaðabætur er námu hálfri milljón íslenskra króna auk dráttarvaxta sökum brots Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra á jafnréttislögum við ráðningu á skrifstofustjóra skrifstofu stjórn- sýslu- og samfélagsþróunar í forsæt- isráðuneytinu árið 2010. „Nei og þau [Forsætisráðuneytið] ákváðu að áfrýja því ekki heldur,“ segir Anna Kristín aðspurð hvort hún ætli að áfrýja málinu og bætir við: „Ég vann málið, ég fékk mínu framgengt, ég fór ekki í málið til þess að verða rík. Ég fékk það fram sem ég vildi sem var það að fá stað- festingu á því að forsætisráðherrann hefði brotið lögin og það var nið- urstaða dómarans þannig að ég sá enga ástæðu til að áfrýja því.“ Rétt er að taka það fram að skaðabóta- krafa Önnu Kristínar, sem lögð var fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, nam rúmum fimmtán milljónum ís- lenskra króna auk vaxta. Íhugar framhaldið Eins og greint var frá í fjölmiðlum um síðustu mánaðamót þá hefur kærunefnd jafnréttismála úrskurð- að að Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns á Húsavík en ekki Höllu Bergþóru Björnsdóttur sem álitin hafði verið hæfari í starf- ið. Aðspurð hvort hún hyggist fara með mál sitt fyrir dómstóla og krefj- ast þar skaðabóta segir Halla Berg- þóra að hún eigi enn eftir að taka ákvörðun um slíkt. „Við höfum ekki talað saman, ég og lögmaðurinn. Við erum ekkert búnar að ræða þetta en ég hef svosem alltaf verið að bíða eftir því að ráðuneytið myndi hringja í mig,“ segir Halla Bergþóra og bætir við að hún hafi enn ekkert heyrt frá ráðuneytinu og að hún hafi einungis frétt af því í fjölmiðlum að ráðherrann ætli sér að una úrskurði nefndarinnar. Einu jafnréttismáli lokið en óvíst með framhald annars  Anna Kristín Ólafsdóttir hefur ákveðið að áfrýja ekki Morgunblaðið/RAX Kynjagleraugu Ögmundur Jónasson og Jóhanna Sigurðardóttir festu bæði kaup á kynjagleraugum hjá Stígamótum fyrir tæpum tveim árum. F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Hjóni n Mar grét o g Kris tján, Reyk javíku rvegi 25 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið okkar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögur stjórnlag- aráðs að frumvarpi til stjórnskip- unarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd sem fram fer 20. október hófst hinn 25. ágúst síð- astliðinn. Samkvæmt upplýs- ingum frá embætti sýslumannsins í Reykjavík hafa 129 ein- staklingar kosið utan kjörfundar í Reykjavík frá því utankjörfund- aratkvæðagreiðslan hófst 25. ágúst. Það er minna en í forseta- kosningunum en á sama tíma höfðu 169 kosið utan kjörfundar í forsetakosningunum sem fram fóru í sumar. Það kann þó að skýrast af því að forsetakosning- arnar fóru fram á helsta sum- arleyfistíma landsmanna en alls kusu 25 prósent Garðbæinga utan kjörfundar í forsetakosningunum. vilhjalmur@mbl.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer rólega af stað miðað við forsetakosningarnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.