Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.09.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Á sama tíma og Stóra-Bretland,gamla heims- og flotaveldið, set- ur tvö helstu stolt sín í brotajárn sjó- setur Kína hvert skipið á fætur öðru.    Sagt er að hið vax-andi flotaveldi geri nú kröfur um yf- irráð á sjó upp í land- steina hjá nágrönn- um sínum og tilkall til allra eyja og skerja sem á því mikla hafsvæði eru.    Bretar kynntust því að fall-byssukjaftar ná ekki alltaf öllu sínu fram.    Þeir Eiríkur Kristófersson og Guð-mundur Kjærnested og slíkir sýndu þeim fram á það með eft- irminnilegum hætti.    En heimsveldi, sem leggur svomikið upp úr landi sem stendur upp úr hafi, hlýtur að skilja að það getur ekki hent fjalllendi í 400 metra hæð í fjarlægu landi í innkaupakörf- una sína eins og hrísgrjónapakka.    Ekki síst þegar jarðarparturinn sáer jafnstór ESB-ríkinu Möltu og helmingurinn af stærð Borgundar- hólms, sem er drjúgur hluti af Dan- mörku.    Væri ekki betra að Núbó svifi umsker og smáeyjar þar eystra með sitt úttroðna veski áður en hann opnar golfvöll á Grímsstöðum á Fjöll- um?    Hann kæmi þar eystra í veg fyrirstyrjöld stórþjóða á milli og stuðlaði um leið að friði á milli Stein- gríms og Ögmundar. Tvær holur í einu höggi. Eins og gera verður á golfvellinum nyrðra til að nýta þær þrjár vikur sem hann verður opinn ár hvert. Núbó Nú gæti Núbó notið sín STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 4 rigning Kirkjubæjarkl. 7 skýjað Vestmannaeyjar 7 skýjað Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 13 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 17 skýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 12 léttskýjað London 17 léttskýjað París 22 léttskýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 21 léttskýjað Vín 23 skýjað Moskva 16 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 22 skúrir Winnipeg 8 skýjað Montreal 20 léttskýjað New York 23 heiðskírt Chicago 21 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:01 19:43 ÍSAFJÖRÐUR 7:05 19:50 SIGLUFJÖRÐUR 6:47 19:33 DJÚPIVOGUR 6:30 19:13 Síðasta stóra skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt til hafnar í Reykjavík í dag. Skipið heitir Emerald Princess og er 113.561 tonn að stærð og tek- ur liðlega 3.000 farþega. Áætlað er að það leggist að Skarfabakka klukkan 11.30 og haldi úr höfn klukkan 23 í kvöld. Emerald Prin- cess var smíðað árið 2007 og hefur áður komið hingað til lands. Þrjú skemmtiferðaskip eru vænt- anleg til viðbótar í september. Það síðasta kemur kemur hingað laug- ardaginn 29. september. Alls var 81 skip bókað til Reykja- víkur í sumar. Þrjú þeirra voru samtímis í höfn í gær. Nú þegar hafa 75 skemmti- ferðaskip verið bókuð hjá Faxaflóa- höfnum næsta sumar. Stærsta skipið heitir Adventure of the Seas og er 137.276 brúttó- tonn. sisi@mbl.is Síðasta risa- skipið kem- ur í dag Prinsessan Glæsifley kemur í dag. Toyota rafmagns- og dísellyftarar Gerðu verðsam anburð Eigum til nýja rafmagns- og dísellyftara á lager, tilbúna til afhendingar. Vertu í sambandi við sölumenn okkar og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínu fyrirtæki. Nánari upplýsingar má finna á www.kraftvelar.is. Þýska tímaritið „DHF Intralogistik“ hefur mælt veltu allra lyftaraframleiðanda heims um árabil, og samkvæmt þeim mælingum hefur Toyota Industrial verið stærsti lyftaraframleiðandi heims undanfarin 9 ár. Dalvegi 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sjö hreintarfar voru óveiddir af kvóta ársins í lok veiðitímabilsins sem lauk um miðnætti á laugardag- inn var. Þar af voru fjórir tarfar á svæðum eitt og tvö og þrír á svæði níu, að sögn Jóhanns G. Gunn- arssonar, sérfræðings Umhverf- isstofnunar á Egilsstöðum. „Það tókst ekki að úthluta þeim,“ sagði Jóhann um tarfaleyfin sem gengu af. Í fyrra tókst að veiða all- an tarfakvótann enda var veður mjög hagstætt þá. „Það virkar ekki að vera með svona mörg óúthlutuð leyfi í byrjun veiðitímans, eins og var nú,“ sagði Jóhann. Hann taldi að skil á leyfum vegna skotprófa, sem nú var krafist í fyrsta sinn, væri aðalskýringin á því hvers vegna eftir var að endur- úthluta svo mörgum leyfum þegar veiðar hófust. Eins reyndist það tefja endurúthlutun þegar veiði- menn þurftu fyrst að fara í skot- próf. Jóhann sagði að skotfélögin ættu hrós skilið fyrir að hafa tekið veiðimenn í próf með stuttum fyr- irvara. Slæm veðurspá fyrir síðustu tarfadagana varð einnig til að draga úr áhuga manna á að taka leyfin sem reynt var að endurúthluta. Veiði á hreinkúm lýkur á mið- nætti á fimmtudag, 20. september. Í gær voru um 50 kýr óveiddar. Ekki var búið að endurúthluta öll- um lausum leyfum. Illa viðraði til veiða á hreindýraslóðum í gær, snjókoma á heiðum eins og á Fljótsdalsheiði þar sem var bylur. Spáin var ekki góð fyrir næstu daga en þó gæti glaðnað til á morg- un. Sjö tarfar voru óveiddir af kvótanum Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.