Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Íslandsdeild Evrópusambands
sjóstangveiðimanna stendur fyrir
Evrópumeistaramóti í strand-
stangveiðum í Eyjafirði dagana 24.-
29. september.
Er þetta fyrsta mót sinnar teg-
undar sem haldið er í landinu.
Sextíu og sex veiðimenn frá átta
Evrópulöndum taka þátt í mótinu.
Löndin eru: Gíbraltar, Holland,
Þýskaland, England, Skotland, Wa-
les, Írland og Ísland.
Mótið sjálft tekur þrjá daga og
veitt er á ýmsum stöðum við Eyja-
fjörð. Á fyrsta degi mótsins er
þannig veitt meðfram Drottning-
arbrautinni á Akureyri allt frá
Höfner- að Torfunefsbryggju.
Keppnin felst í að veiða sem
flesta fiska yfir ákveðinni lág-
marksstærð. Keppt er í ýmsum
flokkum á mótinu.
Stangveiðimenn við Drottningarbraut.
Evrópumót í sjó-
stangveiði í Eyjafirði
Á ferðavef International Business
Times segir að Skaftafell og
Vatnajökulsþjóðgarður séu á
meðal bestu þjóðgarða heims;
garða sem fólk hafi aldrei heyrt
um en vilji heimsækja eftir að
hafa lesið um þá.
Meðal annarra garða sem tald-
ir eru upp í umfjölluninni er
Westland-garðurinn á Nýja-
Sjálandi og Conguillio-garðurinn
í Síle.
Um Skaftafell og Vatnajökuls-
þjóðgarð segir m.a.: „Lokaðu
augunum og ímyndaðu þér Ís-
land. Hvað sérðu? Grösuga hæð?
Íshettu á tindum? Skriðjökla?
Eldfjöll? Allt þetta og meira til
getur þú fundið með því að keyra
í um fjórar klukkustundir austur
af Reykjavík, í þjóðgörðunum við
Vatnajökul og í Skaftafelli.“
Eru á meðal bestu
þjóðgarða í heimi
Stjórnarskrárfélagið stendur fyrir
borgarafundi í Iðnó á miðvikudags-
kvöldið klukkan 20 undir yfirskrift-
inni Stjórnmálaspilling og nýja
stjórnarskráin.
Fjallað verður um þá spurningu
hvort ný stjórnarskrá geti spornað
gegn spillingu í stjórnmálum og
stjórnsýslu.
Fundarstjóri er Helgi Seljan
fréttamaður.
Borgarafundur
um stjórnarskrá
STUTT
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
40 litir af mismunandi efnum
sem hægt er að framleiða úr
eftir óskum. Einnig er hægt
að velja mismunandi fjölda af
ísoðnum vösum og skávösum.
Áletrum eftir óskum
Sigurður Már Jónsson
skrifar frá Lúxemborg
Málflutningur í máli Eftirlitsstofnun-
ar EFTA (ESA) gegn íslenska ríkinu
fer fram hér í Lúxemborg í dag. Tals-
verður hópur Íslendinga er kominn
hingað með átta manna lögfræði-
teymi frá Íslandi í broddi fylkingar.
Kristján Andri Stefánsson, sendi-
herra, fer fyrir íslenska hópnum.
Sömuleiðis eru hér staddir fulltrúar
InDefence hópsins sem meðal annars
hafa átt fund með þýskum blaða-
mönnum en talsverður áhugi er á
málinu meðal evrópskra fjölmiðla.
,,Þetta er búið að eiga sér langan
aðdraganda þar sem málflutningur er
að stórum hluta skriflegur,“ segir
Kristján Andri. Hann taldi undirbún-
ing íslenska hópsins eins góðan og
kostur væri og tiltók sérstaklega að
mikill fengur væri í þeim Tim Ward
og prófessor Miguel Poiares Maduro.
Ward hefði mikla reynslu af málflutn-
ingi sem þessum og Maduro væri einn
fremsti fræðimaður Evrópu í evrópu-
rétti.
Páll Hreinsson í dómnum
Málflytjendur fá nú tækifæri til að
flytja mál sitt milliliðalaust fyrir dóm-
stólnum og draga fram veigamestu
atriðin í þeim gögnum sem þeir hafa
áður lagt fyrir dómstólinn. Málið
dæma Carl Baudenbacher dómsfor-
seti, sem jafnframt stýrir meðferð
þessa máls (judge rapporteur), Páll
Hreinsson sem er í leyfi frá Hæsta-
rétti og Ola Mestad varadómari frá
Noregi, en reglulegi norski dómarinn,
Per Christansen, vék sæti vegna
skrifa um Icesave í Aftenposten, sem
hann hafði látið frá sér fara áður en
hann tók við dómaraembætti.
Íslenska sendinefndin hyggst
standa fyrir blaðamannafundi eftir
málflutninginn sem hefst kl. 9 að stað-
artíma og er gert ráð fyrir að hann
standi fram til kl. 14. Ræða hvers mál-
flytjanda tekur á bilinu 15-45 mínút-
ur, en auk þess má búast við að dóm-
arar spyrji spurninga um atriði sem
þeim finnast óskýr eða óska álits á
vafaatriðum. Gert er ráð fyrir að
dómur í málinu geti legið fyrir á
næstu mánuðum. Ef tekið er mið af
öðrum málum sem dómstóllinn hefur
fengist við nýlega ætti það að geta
orðið fyrir árslok.
ESA hefur óskað eftir því að EFTA
dómstóllinn skeri úr um hvort Íslandi
hafi tekist að uppfylla nokkrar af
skuldbindingum sínum samkvæmt
EES samningnum. Staðfesti EFTA
dómstóllinn einhvern hluta af mála-
tilbúnaði ESA taka lögfræðingar,
sem haft var samband við, fram að
það feli ekki í sér greiðsluskyldu
gagnvart íslenska ríkinu. Slík niður-
staða felur heldur ekki í sér skyldu á
hendur ríkinu til að semja við einn né
neinn.
Krafa ESA er aðeins sú að Trygg-
ingasjóður innstæðueigenda tryggi
innstæður upp að 20.887 evrum. Mál-
ið snýst ekki um allar innstæðuskuld-
bindingar Icesave og kom það ýmsum
á óvart að ESA skyldi ekki stefna fyr-
ir öllum innstæðum. Það ætti að bæta
stöðu Íslands að þrotabú Landsbank-
ans á fyrir Icesave kröfunni og búið er
að greiða 66% af forgangskröfunni nú
þegar. Sömuleiðis er búið að greiða
tæpan helming af heildarupphæð Ice-
save innistæðnanna út úr þrotabúi
Landsbankans eða 594 milljarða
króna. Þar af hafa 2/3 þess sem greitt
hefur verið farið til greiðslu á for-
gangskröfunni sem dómsmálið tekur
til.
Kjarninn í málstað Íslands er að
eignir þrotabús Landsbankans standi
að baki greiðslum en ekki skattgreið-
endur. ESA tekur það sérstaklega
fram að þess sé ekki krafist að fjár-
munirnir komi af fé almennings. Tek-
ur ESA þannig undir rökstuðning Ís-
lands.
Aðild ESB að málinu hefur
alvarlegar afleiðingar
Það kom á óvart að Evrópusam-
bandið skyldi fara fram á meðalgöngu
í málinu og þekkja menn hér í Lúx-
emborg ekki fordæmi fyrir því.
,,Evrópusambandið óskaði beinnar
aðildar að málinu og gerir kröfu um
að innstæðutilskipunin feli í sér rík-
isábyrgð. Með því óskar ESB eftir
staðfestingu Evrópudómstóls á ríkis-
ábyrgð innstæðutrygginga í löndum
ESB og þar með beiðni um að ESB
ríkin beri ábyrgð á innstæðum. Slík
niðurstaða hlýtur að lækka lánshæf-
ismat Evrópuríkja verulega, sérstak-
lega ríkja sem höllum fæti standa þar
sem líkur eru á hruni fjármálakerf-
isins. Viðurkenni EFTA dómstólinn
ríkisábyrgð á innstæðum hefur því sú
niðurstaða alvarlegar afleiðingar fyr-
ir ríki Evrópusambandsins,“ sagði Ei-
ríkur S. Svavarsson hrl. sem er stadd-
ur hér úti í Lúxemborg að fylgjast
með málflutningnum fyrir hönd
InDefence-hópsins.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust úr íslenska hópnum munu
verða lagðir fram útreikningar sem
sýna hvaða afleiðingar það hefði fyrir
ríkissjóði Evrópuríkja ef dómurinn
telur að ríkisábyrgð hvíli á innstæðu-
tryggingasjóðum. Eftir því sem kom-
ist verður næst myndu ríkisskuldir á
evrusvæðinu þrefaldast við það.
Þegar spurt er um hugsanlega nið-
urstöðu er talað varlega. ,,Sá sem seg-
ist vita það, veit ekki hvað hann er að
tala um,“ eru einu svörin sem fást.
Augljóst er þó að menn hafa frekar
áhyggjur af mismununarþætti máls-
ins en beinlínis því hvort tilskipunin,
sem hér liggur til grundvallar, hafi
verið innleidd rétt. Ef dómur fellur
Íslandi í vil lýkur Icesave málinu en
nú eru fjögur ár síðan það varð að erf-
iðustu milliríkjadeilu sem Íslendingar
hafa glímt við.
Krafa ESA snýr aðeins að
lágmarkstryggingunni
Málflutningur í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn íslenska ríkinu hefst í dag
Morgunblaðið/Ómar
Málflutningur Munnlegur málflutningur í máli Eftirlitsstofnunar EFTA
gegn íslenska ríkinu fer fram í Lúxemborg í dag.
Breskur mál-
flytjandi með
víðtæka
reynslu og
þjálfun í mál-
flutningi fyrir
Evrópudóm-
stólnum,Tim
Ward QC, var
ráðinn aðal-
málflytjandi Ís-
lands í janúar sl. og flytur hann
málið hér í Lúxemborg. Honum
til aðstoðar hefur starfað
málflutningsteymi skipað lög-
fræðingum með víðtæka reynslu
og fjölbreyttan bakgrunn.
Af hálfu utanríkisráðuneytis
hefur Kristján Andri Stefánsson
sendiherra, fv. stjórnarmaður í
ESA, leitt teymið, en auk hans
eiga í því sæti f.h. atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins
Þóra M. Hjaltested, fv. skrif-
stofustjóri í efnahags- og við-
skiptaráðuneytinu, Einar Karl
Hallvarðsson ríkislögmaður, Jó-
hannes Karl Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður, Reimar Pét-
ursson hæstaréttarlögmaður og
Kristín Haraldsdóttir, for-
stöðumaður Auðlindarétt-
arstofnunar Háskólans í Reykja-
vík, en hún er jafnframt fv.
aðstoðarmaður dómara við
EFTA-dómstólinn.
Auk þess hefur starfað með
hópnum Miguel Maduro, pró-
fessor við háskólana í Flórens og
Yale og fv. aðallögsögumaður
(Advocate General) við Evr-
ópudómstólinn, og Dóra Guð-
mundsdóttir, kennari við laga-
deild Háskóla Íslands, en hún er
jafnframt fv. varadómari við
EFTA-dómstólinn og fv. aðstoð-
armaður dómara við sama dóm-
stól. Öll þessi eru aðalmálflytj-
andanum til ráðgjafar við
málflutninginn í Lúxemborg.
Aðalmálflytj-
andinn
og málflutn-
ingsteymið
VÍÐTÆK REYNSLA OG FJÖL-
BREYTTUR BAKGRUNNUR
Kristján Andri
Stefánsson