Morgunblaðið - 18.09.2012, Page 16

Morgunblaðið - 18.09.2012, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Verðið sem Lífeyrissjóður verslun- armanna greiddi fyrir 14% hlut í Eimskipum í sumar – um 5,7 millj- arðar króna – var í hærri lagi, ekki síst þegar horft er til verðmats á öðrum sambærilegum félögum er- lendis. Hátt kaupverð endurspegl- ar skort á fjárfestingakostum líf- eyrissjóða hérlendis og hversu mikilvægt þeir telja að kaupa eign- arhlut í fyrirtækjum sem hafa er- lendar tekjur. Þetta er mat sérfræðinga á markaði sem Morgunblaðið leitaði til. Fram kemur í nýrri greiningu IFS að þótt leiða megi að því líkur að kaupverðið sé hátt í erlendum samanburði þá sé það hins vegar engu að síður eðlilegt og liggi ná- lægt virði hlutabréfa fyrirtækisins. Merkja má áhuga meðal fjár- festa á að kaupa hlut í Eimskipum, sem væntanlega fer á hlutabréfa- markað fyrir árslok, því þetta er stórt félag, með mikil umsvif er- lendis, og hefur burði til að vaxa. Margir telja að það megi vel rétt- læta hærra verð fyrir Eimskip í ljósi þess að sambærilegt félag – stórt fyrirtæki með töluverða starfsemi erlendis á tímum gjald- eyrishafta og getur vaxið – er ekki á leið á markað á næstunni. Sérfræðingar á markaði sem Morgunblaðið hefur rætt við segja að verðið sem Lífeyrissjóður versl- unarmanna greiddi fyrir bréfin eigi eftir að slá tóninn fyrir hvert geng- ið verður þegar Eimskip fara á markað, og að verðið verði að öll- um líkindum ekki lægra en við þá sölu. Gjaldeyrishöftin geta leitt til verðbólu enda er skortur á fjár- festingarkostum, sem aftur getur þýtt að fjárfestar eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir eignir en ella. Það sem einnig getur haft áhrif á hvernig fjárfestar verðmeta Eimskip, er hvernig þeir meta komandi ár í flutningi til og frá landinu. Hér spila til dæmis inn í væntingar um álver í Helguvík, ásamt fjölmörgum öðrum virkjun- arframkvæmdum, sem hefðu mikil áhrif á flutningastarfsemi til og frá landinu. Erlendur samanburður Í greiningu IFS eru verðkenni- tölur erlendra skipafélaga sem skráð eru á hlutabréfamarkað, bornar saman við verðið sem líf- eyrissjóðurinn greiddi fyrir Eim- skip. Bréfin voru keypt á 36 millj- ónir evra, en það samsvarar því að verðmæti Eimskipa sé 257 millj- ónir evra eða 40,4 milljarðar króna. Ef horft er til kennitölunnar V/H, sem er hlutfallið á milli markaðs- virðis félags og hagnaðar eftir skatta, þá „virðist verðið sem sjóð- urinn keypti á vera ansi hátt“. Hlutfallið er 16,1 hjá Eimskipum en meðaltalið hjá samanburðar- fyrirtækjunum er 11,9. Þessi mæli- kvarði segir til um hvað verðið sem fjárfestar eru tilbúnir til að greiða fyrir hlutabréf félagsins jafngildir margra ára hagnaði. Ef hlutfallið er hátt getur það bent til þess að fjárfestar telji að hagnaður félags- ins eigi eftir að aukast umtalsvert á næstu árum. Eins er hlutfallið hátt ef hagnaður félagsins var lítill á því tímabili sem til skoðunar er. „Þegar litið er til þeirrar verð- kennitölu sem mest er notuð við mat á óskráðum félögum, EV/ EBITDA, snýst myndin við,“ segir í matinu. Hlutfallið í tilviki Eim- skipa er 16 en meðaltalið er 27 hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Þetta hlutfall er mælikvarði á það hversu miklu rekstur fyrirtækisins skilar til lánardrottna og hluthafa. Fyrirtækið ber litlar skuldir, eig- infjárhlutfallið er 62%, og þess vegna er þetta hlutfall hagstætt. Hátt kaupverð endurspeglar fá fjárfestingartækifæri  5,7 milljarða kaupverð LIVE á 14% hlut í Eimskip í hærra lagi en réttlætanlegt Spenna Eimskip er umsvifamikið á erlendri grundu og bíða fjárfestar spenntir eftir skráningunni á hlutabréfamarkað. Atvinnufrelsi hér á landi hefur minnkað mikið á umliðnum árum og á árinu 2010 var Ísland í 65. sæti á nýjum lista sem Fraser- stofnunin í Kanada hefur birt sem sýnir samanburð milli þjóða á við- skipta- og atvinnufrelsi. Öll Norð- urlönd, að Íslandi undanskildu, eru á meðal þrjátíu efstu ríkja á listan- um. Á kynningarfundi á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um sam- félags- og efnahagsmál (RSE), sem var haldinn í gærmorgun, kom fram í erindi Michaels Wal- kers, hagfræðiprófessors og stofn- anda Fraser-stofnunarinnar, að al- mennt hafi viðskiptafrelsi aukist í heiminum á síðustu árum. Sú hefur hins vegar ekki verið reyndin með Ísland. „Þið misstuð móðinn þegar önnur ríki gerðu það ekki,“ benti Walker á, og sagði að í þeim efnum skipti hrun bankakerf- isins haustið 2008 vitaskuld mestu máli. Um aldamótin var Ísland í 12. sæti með 7,80 stig af 10 mögu- legum í þessari könnun og hélt svipaðri stöðu til ársins 2006 þegar halla fór undan fæti. Umfang og skuldasöfnun ríkis- ins er að mati hans einnig orsök fyrir slakara gengi Íslands á síð- ustu árum í vísitölunni, auk þess sem peningastefna Seðlabankans hafi ekki gengið upp og skattkerfið hér sé enn of flókið og skattar og tollar of háir. Gísli Hauksson, framkvæmda- stjóri GAMMA, vakti athygli á því í sínu erindi hvaða áhrif minnkandi viðskiptafrelsi hefði á hagvöxt. Nefndi hann að mæling á hagvexti ríkja hefði sýnt fram á að með lækkun um 1 stig hefði hagvöxtur að jafnaði lækkað um 1 til 1,5% á ári. Miðað við að Ísland hefði á síðustu 10 árum farið niður um 0,98 stig mætti því áætla að hag- vöxtur væri 0,98 til 1,47 prósent- um lægri en hann gæti verið. „Misstuð móðinn“  Viðskiptafrelsi snarminnkar á Íslandi  Gjaldeyrishöftin hafa mest áhrif Morgunblaðið/Heiddi Atvinnufrelsi Gísli Hauksson. ● Alls var 95 kaup- samningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgar- svæðinu 7. sept- ember til og með 13. september 2012. Þar af voru 80 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sér- býli og fjórir um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.613 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,5 milljónir króna, sam- kvæmt frétt á vef Þjóðskrár Íslands. Síðustu tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 7,3% á höfuðborgarsvæð- inu. 95 fasteignir seldar Fasteignir Veltan var 2,6 milljarðar. ● Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 1,5 milljörðum króna í ágúst en þar af voru rúmir 1,4 milljarðar vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í ágúst 2011 um 2,3 milljörðum króna. Meðalútlán almennra lána voru um 10,7 milljónir króna í ágúst. Heildarfjárhæð almennra lána fyrstu átta mánuði ársins er samtals um 8,3 milljarðar króna en var um 15,9 milljarðar króna á sama tímabili 2011. Þetta kemur fram í skýrslu ÍLS. Minni útlán ÍLS Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,+ +-./0. +,0/01 ,+/,1+ ,+/,+2 +1/342 +35/0, +/20,- +14/31 +21/.4 +,+/,- +-./-0 +,0/10 ,+/303 ,+/,44 +1/0,- +35/41 +/2040 +14/-0 +2-/++ ,+1/42,2 +,+/21 +-4/0, +,2/, ,+/052 ,+/33- +1/013 +3+/+0 +/22+- +11/2 +2-/22 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Tveir sjóðir sem sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, fer með keyptu í sumar 2% hlut í Eimskipum, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Kaupin áttu sér stað um svipað leyti og Lífeyrissjóður versl- unarmanna keypti 14% hlut í júlí. Heimildir herma að gengið í viðskiptunum hafi verið sambærilegt því sem var í kaupum Lífeyrissjóðsins. Sjóðirnir tveir sem keyptu 2% hlutinn eru Stefnir ÍS-5 og Stefnir ÍS-15. Landsbanki Íslands er stærsti eigandi Eimskipa með 30,3% hlut, banda- ríska fjárfestingarfélagið Yucaipa á 25,3% og Lífeyrissjóður versl- unarmanna er þriðji stærsti eigandinn með 14,6% hlut. Morgunblaðið sagði frá því á laugardaginn að sex lykilstjórnendur fyrirtækisins ættu kauprétt að 4,4% hlut. Stefnir með 2% í Eimskip SVIPAÐ VERÐ OG HJÁ LÍFEYRISSJÓÐI VERSLUNARMANNA Skápar Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Skólaskápar Munaskápar Sundstaðaskápar Vinnustaðaskápar Starfsmannaskápar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.