Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 18
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is V erð á minkaskinnum hélst hátt og sum hækk- uðu heldur á síðasta uppboði þessa sölu- tímabils hjá danska upp- boðshúsinu Kopenhagen Fur. Ljóst varð að sölutímabilið er það besta fyrir minkabændur frá upphafi. Með- alverð íslensku skinnanna hækkaði um 24% í dönskum krónum frá síð- asta sölutímabili sem talið var það besta til þess tíma og íslenskir fram- leiðendur héldu stöðu sinni með næstverðmætustu skinnin. Íslenskir minkabændur selja skinn sín á uppboðum hjá Kopen- hagen Fur. Verðið hækkaði mjög í byrjun sölutímabilsins, aðallega vegna aukins áhuga frá Kína og Hong Kong en einnig frá öðrum Asíuríkjum, Rússlandi og Suður- Evrópu. Smábakslag kom á uppboð- inu í júní og voru framleiðendur bún- ir undir frekari lækkun á síðasta upp- boðinu sem lauk sl. föstudag, meðal annars vegna þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum Kína. Það varð þó ekki og geta nor- rænir minkabændur fagnað besta sölutímabili frá upphafi. „Andinn var mjög góður, jafngóður hjá kaup- endum og seljendum,“ segir Árni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Samtaka íslenskra loðdýraræktenda, sem var viðstaddur uppboðið. 20 milljónir minkaskinna voru seld fyrir 10,5 milljarða danskra króna á uppboðunum fimm. „Þetta sölutímabil hefur verið ævintýralegt og því lauk með stæl. Gott er að verð- ið skuli hafa haldið svona út í gegn,“ segir Einar E. Einarsson loð- dýraræktarráðunautur. 24% hækkun frá síðasta ári Sölutímabilið hefur ekki verið gert endanlega upp en reiknað er með að 155 þúsund íslensk skinn hafi verið seld. Meðalverð íslensku skinn- anna er um 470 danskar krónur sem svarar til 9.870 kr. íslenskra miðað við meðalgengi tímabilsins. Með- alverðið hefur hækkað um 24% í dönskum krónum frá síðasta ári. Danskir minkabændur fram- leiða heimsins bestu skinn og fengu 504 krónur að meðaltali fyrir skinnið. Útlit er fyrir að íslensku skinnin haldi stöðu sinni sem næstbestu skinnin þótt þau norsku séu ekki langt undan. Yrði það þá þriðja árið í röð sem íslenskir framleiðendur ná þessum árangri. Grundvöllurinn er vitaskuld margra ára ræktun og gæðastarf. Heildarútflutningsverðmæti minkaskinna frá landinu verður sam- kvæmt þessu nálægt hálfum öðrum milljarði króna. Búist við lækkun Forystumenn minkabænda gera ekki ráð fyrir að þetta háa verð hald- ist endalaust. Sveiflur í framboði og eftirspurn koma fram í verðsveiflum. „Ég held að verðið hljóti að koma aft- ur niður á jörðina,“ segir Einar Ein- arsson. Árni Kristjánsson segir að sá andi hafi verið í Kaupmannahöfn í síðustu viku að menn búist við lækk- un á næsta tímabili. Þó hafi margir þættir áhrif og nefnir hann að mikið muni ganga á birgðir ef vetur verður harður á helstu markaðssvæðum. Einar er bjartsýnn á gengi greinarinnar til lengri tíma, segir að markaðurinn sé orðinn stór þótt vissulega hafi framleiðsla einnig aukist. Hann segir að bændur eigi að vera undir það búnir að vinna á eitthvað lægra verði en verið hafi síðustu ár. Áætlað er að framleiðslukostn- aður sé 5.500-5.700 kr. á hvert skinn að meðaltali þannig að nokkurt borð er fyrir báru. Verðmæti minka- skinna 1,5 milljarðar Morgunblaðið/Ómar Minkaskinn Mikil vinna er við fóðrun og hirðingu þessar vikurnar. Í nóv- ember verða lífdýr valin og síðan hefst pelsun og nýtt sölutímabil. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Snemma á ferlisínum skip-aði rík- isstjórnin nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða og kallaði nefndina sáttanefnd til að undirstrika hvert keppikeflið væri. Unnið skyldi að breyttri tilhögun við stjórn fiskveiða eins og rík- isstjórnin hafði boðað, en það skyldi gert með breiðri sátt á Alþingi og í sátt við þá sem heyra undir lögin. Ekki höfðu allir mikla trú á að unnt væri að ná niðurstöðu sem flestir gætu sætt sig við, en þegar sáttanefndin lauk störf- um var engu að síður útlit fyrir að sú hefði orðið raunin. Fyrir lágu tillögur sem höfðu verið samþykktar nánast samhljóða í nefndinni og hafði sú sátt náðst vegna þess að stuðningsmenn óbreytts kerfis höfðu stigið risastórt skref í átt að kröfum ríkisstjórnarflokkanna um breytingar. Eftir þetta hefði ríkisstjórnin getað lokið málinu án verulegra átaka og í þeirri sátt sem hún sagðist vilja. Í ljós kom hins vegar að sáttaviljinn var aðeins í orði en ekki á borði. For- ystumenn stjórnarflokkanna höfnuðu leið eigin sáttanefndar, sem starfað hafði undir forystu núverandi velferðarráðherra, og hleyptu málinu í algert upp- nám og átök sem staðið hafa yf- ir síðan, greininni og efnahags- lífinu öllu til stórtjóns. Við þinglok í júní sl. virðist stjórnarandstaðan hafa gleymt svikaferli ríkisstjórnarinnar. Þá var gert samkomulag um þinglok þar sem ríkisstjórnin kom flestu því sem hún lagði mesta áherslu á í gegnum þing- ið en samdi við stjórnarand- stöðuna um að í sumar yrði unn- ið að fiskveiðistjórnunarmálum. Þarna sýndi stjórnarand- staðan mikla lipurð svo ekki sé meira sagt og sáttavilja sem var langt um- fram það sem svik- ul ríkisstjórnin gat ætlast til. En þrátt fyrir þennan sáttavilja stjórn- arandstöðunnar og síend- urteknar ræður forystumanna ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi, sveik rík- isstjórnin aftur. Nú þegar niðurstaða liggur fyrir eftir vinnu þessarar síðari sáttanefndar og samkomulag hefur orðið um ýmis atriði, þá stíga fulltrúar beggja stjórn- arflokka fram, þeirra á meðal formaður Vinstri grænna, og lýsa sig óbundna af sam- komulaginu. Sú ríkisstjórn sem nú situr á einstakan svikaferil. Engu breytir um hvað er samið við hana eða hvernig. Hvort samn- ingar eru munnlegir, handsal- aðir eða undirritaðir breytir engu. Hvort mál eru stór eða smá og hvort samið er við fáa eða marga hefur ekki heldur neitt að segja. Ef ríkisstjórn- inni hentar að svíkja samning þá gerir hún það án þess að hika. Þetta hefur lengi legið fyrir en aldrei jafn skýrt og nú enda bætist sífellt í svikasöguna. Og það augljósa er að ríkisstjórnin mun ekki láta af þessari hegðun sinni. Hún mun halda svikunum áfram svo lengi sem hún situr, enda hafa þau verið ótrúlega árangursrík og ekki enn orðið til þess að vinsælustu viðsemj- endurnir neiti að setjast að samningum. Ef til vill verða þessi nýjustu svik til að breyta viðhorfi við- semjendanna. Að því hlýtur að koma áður en yfir lýkur að þeir sjá að ekki er hægt að semja við þá sem bera enga virðingu fyrir eigin loforðum. Nú hefur ríkisstjórnin svikið sátt í sjávarútvegi tvisvar sinnum} Önnur sáttin líka svikin Steingrímur J.Sigfússon berst nú gegn ein- angrun landsins utan Evrópusam- bandsins. En ekki þykir honum öll einangrun ill. Þess vegna heimtar hann að eft- irstöðvar VG og Samfylkingar tryggi einangrun Sjálfstæð- isflokksins í íslenskri pólitík. Býður hann Framsókn þátt- töku, sem sýnir enn víðsýni Steingríms, því engum flokki hefur hann sýnt meiri fyrir- litningu síðustu misserin. Steingrímur segir Sjálf- stæðisflokkinn þurfa á póli- tískri endurhæfingu að halda. Um það segir Helgi Magn- ússon fram- kvæmdastjóri: „Nú er rétt að staldra við því enginn núverandi stjórnmálamaður á Íslandi hefur aðra eins reynslu á því sviði og einmitt Steingrímur J. Sigfússon. Hann var úti í kuldanum í heil 18 ár! Hann var í samfelldri stjórnarand- stöðu frá 1991 til 2009 – og það þurfti efnahagskreppu á Vesturlöndum sem leiddi til bankakreppu og hruns á Ís- landi til þess að hann kæmist að nýju í ráðherrastól. Eftir 18 ár úti í nepjunni komst hann inn eftir að hrunið hafði dunið yfir.“ Steingrímur ætlar að setja Sjálfstæð- isflokk út í kuldann, en býður þó upp á einangrun} Steinull íslenskra stjórnmála Á sl. ári gerði Hæstiréttur Svandísi Svavarsdóttur um- hverfisráðherra afturreka með þá ákvörðun að hafna tillögu sveitarstjórnar Flóahrepps um aðalskipulag. Vilji Flóamanna var að gera ráð fyrir aflstöð við Urriðafoss, í samræmi við hugmyndir stjórnenda Landsvirkjunar. Hinn vinstri græni ráðherra vildi hins vegar virkj- anirnar út af kortinu, skv. pólitískri stefnu- mörkun. Nú skyldi verndað en ekki virkjað. Hæstiréttur sneri málinu við. Skipulagsvald er sveitarfélagsins og því varð ráðherra að láta í minni pokann í krafti þeirrar stað- reyndar að hafa brotið lög. Viðbrögð við dómi Hæstaréttar voru ekki mikil. Mér segir svo hugur að einhverjir hafi sagt sem svo að fólkið sem skipar æðsta dómstól landsins væri að gera röggsömum ráðherra gráan grikk, konunni sem berst fyrir náttúruvernd og er á móti stóriðju. Bera má virðingu fyrir slíkum sjónarmiðum en megin- punkturinn er samt sá að ráðherrann hugðist ná mark- miðum sínum fram með því sem dæmdist ólöglegt. Um sl. mánaðamót birti kærunefnd jafnréttismála þann úrskurð að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem einnig kemur úr röðum VG, hefði brotið jafnréttislög þeg- ar hann skipaði karl en ekki konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Rök hnigu að því að konan væri verðugt verald- legt yfirvald Þingeyinga. Ráðherra ákvað þó að láta mats- kennda þætti og eigin viðhorf ráða og skipaði karlinn. Konan sem ekki varð sýslumaður áfrýjaði, kærunefndin úrskurðaði henni í vil og hafa viðbrögðin verið skv. bókinni. Allt fór á hæsta suðupunkt; mörg félagasamtök ályktuðu og sumir úr flokki ráðherrans töldu afsögn blasa við. Voru þessi sjónarmið sambærileg þeim sem fram komu fyrir nokkrum misserum þeg- ar forsætisráðherra skipaði karl í stað konu sem skrifstofustjóra, þegar fyrrv. dómsmála- ráðherra valdi karl en ekki konu sem dómara við Hæstarétt og mætti þá lengi telja hliðstæð mál. Raunar hafa flestir ráðherrar lent í affer- um varðandi jafnréttismál; atgangi sem stundum líkist reimleikum í sólskini. Í nánast hverri viku berast fréttir af málum þar sem kerfið er gert afturreka með mál, lítil sem stór og á öllum þeim sviðum sem á könnu stjórnvalda eru. Svona hefur þetta verið alla tíð og er ekki bundið núverandi valdhöfum. Og yfirleitt eru eft- irköst þessara mála ekki langvarandi, í fjölmiðlum eru þau útrædd á nokkrum dögum og fórnarlambi er bættur miski. Umhverfisráðherra braut skipulagslög, eins og að framan segir, í pólitískum tilgangi og var dæmd á æðsta dómstigi. Hefur hún þó hvergi goldið þess þrátt fyrir að í öllum tilvikum sé grafalvarlegt að fólk í æðstu stöðum brjóti leikreglur samfélagsins. Því gerist sú spurning áleitin hvort alvarlegra sé, skv. almennri réttlætiskennd fólks, að brjóta jafnréttislög en önnur. Svo virðist vera og gaman væri að vita ástæðuna. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Reimleikar í sólskini STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þrjú ný minkabú hafa tekið til starfa á þessu ári, öll í eldri úti- húsum. Alls eru minkabúin orð- in 25. Starfandi minkabændur hafa notað það fjárhagslega svigrúm sem gott verð síðustu ára hefur skapað til að endur- nýja bú sín. Þá var einn nýr minkaskáli byggður á þessu ári, á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. „Okkur líkar þetta ágætlega en þetta er drjúg vinna,“ segir Björn Harðarson kúabóndi í Holti í Flóa sem innréttaði göm- ul fjárhús og hlöðu og fyllti af loðdýrabúrum. „Ég var að spá í sauðfé en sá að lítið er upp úr því að hafa. Fékk svo tengdason minn sem er smiður til að prófa þetta með mér. Við erum allar helg- ar í þessu. Ef verð- ið heldur sér ætti þetta að skila ágætis kaupi,“ segir Björn. Drjúg vinna við minkinn ÞRJÚ NÝ MINKABÚ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.