Morgunblaðið - 18.09.2012, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
GLUGGAR OG GLERLAUSNIR
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
• tré- eða ál/trégluggar
og hurðir
• hámarks gæði og ending
• límtré úr kjarnaviði af norður
skandinavískri furu
• betri ending
— minna viðhald
• lægri kostnaður þegar fram
líða stundir
• Idex álgluggar eru íslensk
framleiðsla
• hágæða álprófílakerfi
frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir
og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga
Byggðu til framtíðar
með gluggum frá Idex
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Sykur
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEG
T
100%
NÁTTÚRU
LE
G
T
N Ý T T O G E N N B E T R A
Góð melting er undirstaða
að góðu dagsformi
PRÓGASTRÓ
-inniheldur m.a. hinn öfluga
DDS1 asídófílus sem er bæði
gall- og sýruþolin.
PRÓGASTRÓ
-er sannkölluð himnasending
fyrir meltinguna, bætir og byggir
meltingarflóruna og hefur reynst
vel þeim sem þjást m.a. af
meltingarkrampa, uppþembu,
kandíta, lausri og tregri meltingu.
PRÓGASTRÓ kemur í 100
hylkja glerglösum með
íslenskum leiðbeiningum
Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum
og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
3DDS PLÚS®
3DDS PLÚS®
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Evrópuþingið hefur
nú samþykkt tillögu
þess efnis að beita eigi
Íslendinga refsiað-
gerðum vegna þess að
ósamið er um skipt-
ingu veiða úr makríl-
stofninum í Norður-
Atlantshafi. Ráðherra-
ráð ESB á eftir að
staðfesta tillöguna en
það breytir því ekki
að um er að ræða
ófyrirleitna hótun gegn Íslend-
ingum sem líta ber alvarlegum
augum.
Ásakanir ESB um að Íslendingar
stundi ósjálfbærar veiðar úr mak-
rílstofninum eru afar haldlitlar og
ákaflega óskammfeilnar. Hafa ber í
huga að krafa okkar Íslendinga um
sanngjarna hlutdeild í makrílstofn-
inum byggist á lögmætum grunni
og er studd vísindalegum rökum.
Veiðarnar hafa mikla þýðingu fyrir
íslenskt atvinnulíf og því talsverðir
hagsmunir í húfi fyrir þjóðina.
Haldi ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur
áfram aðildarvið-
ræðum við ESB þrátt
fyrir tillögu Evrópu-
þingsins verður óhjá-
kvæmilega að telja
hana vanhæfa til að
gæta hagsmuna Ís-
lendinga í makríldeil-
unni. Ástæðan er sú
að ekki verður hægt
að treysta því að rík-
isstjórnin fórni ekki
samningsstöðu Íslend-
inga í deilunni til að
þóknast ESB við aðildarviðræðu-
borðið.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu
sinni við setningu Alþingis að undir
engum kringumstæðum yrði fisk-
veiðihagsmunum okkar fórnað
vegna hótana og bolabragða ESB.
Undir þau orð er rétt að taka. Eðli-
leg viðbrögð íslenskra stjórnvalda
við tillögum um refsiaðgerðir væru
að draga umsókn um aðild að sam-
bandinu til baka. Léttvægari við-
brögð, en um leið þá valkostur sem
gæti frekar hugnast sundraðri rík-
isstjórn, væri að frysta aðild-
arviðræðurnar svo lengi sem ESB
hótar eða beitir þvingunar-
aðgerðum útaf makríldeilunni.
Færi þá svo að makríldeilan leyst-
ist fyrr en seinna væri ekki úr vegi
að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um hvort halda bæri aðild-
arviðræðum áfram eða slíta þeim.
En ef ríkisstjórnin ætlar að láta
duga að lýsa bara yfir vonbrigðum
með áætlaðar refsiaðgerðir í dipló-
matískri orðsendingu bæri það vott
um ömurlegan undirlægjuhátt
gagnvart ESB og væri niðurlægj-
andi fyrir ríkisstjórn Íslands á al-
þjóðavettvangi.
Refsiaðgerðir
og aðildarviðræður
Eftir Teit Björn
Einarsson »Um er að ræða ófyr-
irleitna hótun gegn
Íslendingum sem líta
ber alvarlegum augum
Teitur Björn
Einarsson
Höfundur er lögmaður og formaður
utanríkismálanefndar Sjálfstæð-
isflokksins
Nýlega keypti Sam-
herji útgerðarfyr-
irtækið Berg-Hugin í
Vestmannaeyjum og
sölsaði þar með undir
sig um 5.000 tonn í
aflaheimildum. Í kjöl-
farið spratt upp um-
ræða um svonefnd
krosseignatengsl Sam-
herja og Síldarvinnsl-
unnar í Neskaupstað
en samanlögð afla-
heimild fyrirtækjanna í síld og
loðnu er mun meiri en lög heimila.
Krosseignatengslin eru fyrir hendi.
Í viðtali í sjónvarpi 5. september
sl. segir Steingrímur J. Sigfússon,
atvinnuvegaráðherra „… brýnt að
lögum um fisk-
veiðistjórn verði
breytt til að koma í
veg fyrir að aflaheim-
ildir safnist á hendur
tengdra félaga og
þann ágalla á lögum
lengi hafa legið fyrir.
Til hafi staðið að taka
á þeim samhliða heild-
arendurskoðun á lög-
um um stjórn fisk-
veiða.“ Og bætir við:
„Brýnt að lögin verði
skýrð og skerpt svo
þau virki sem skyldi.“
Hér gæti maður sagt „góður
Steingrímur“ ef forsagan truflaði
ekki trúverðugleikann. Ákvæði
voru um krosseignatengsl í frum-
varpi um fiskveiðistjórn sem lagt
var fyrir Alþingi vorið 2011.
Frumvarpið varð ekki að lögum.
Í drögum að nýju frumvarpi, sem
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra kynnti rík-
isstjórn, hagsmunaaðilum og al-
menningi í nóvember 2011, voru
krosseignatengslum gerð nákvæm-
ari skil, gildandi ákvæði fisk-
veiðistjórnunarlaga skerpt og sett
ítarleg ákvæði um hámarks-
hlutdeild í öllum tegundum. Orðrétt
segir í athugasemdum um viðkom-
andi frumvarpsgrein:
„Greinin er að öðru leyti að
mestu efnislega samhljóða 13. gr.
gildandi laga. Þó hefur nú verið
tekið upp hugtakið samstarf um yf-
irráð í 2. tl. 5. gr. í stað hugtaksins
„raunveruleg yfirráð“. Við fram-
kvæmd gildandi laga hafa komið í
ljós erfiðleikar við að staðreyna að
um tengda aðila sé að ræða þar sem
kveðið er á um raunveruleg yfirráð.
Þannig sýnir reynslan að jafnvel
þótt sterkar vísbendingar séu til
staðar, svo sem veruleg eigna-
tengsl, samstarf, sami maður í lyk-
ilstöðum í tveimur fyrirtækjum
o.s.frv., hefur Fiskistofa ekki talið
gerlegt, gegn andmælum aðila, að
sanna að um raunveruleg yfirráð sé
að ræða. Af þessum sökum er lagt
til að sú breyting sem gerð var á
lögum nr. 108/2007, um verðbréfa-
viðskipti, sbr. lög nr. 22/2009, sé
einnig gerð hér. Þar er farin sú leið
að leggja áherslu á samstarf milli
aðila og sönnunarbyrði snúið við,
þannig að þegar aðstæður eru með
tilteknum hætti beri að líta svo á að
um samstarf sé að ræða nema sýnt
sé fram á hið gagnstæða.“
Ljóst var að frumvarpsgreinin
tók til Samherja og tengdra fyr-
irtækja. Steingrímur J. Sigfússon
tók við embætti sjávarútvegs-
ráðherra um síðustu áramót og það
kom í hans hlut að leggja fyrir Al-
þingi nýtt frumvarp til laga um
fiskveiðistjórn.
Þegar það var loks lagt fram vor-
ið 2012 brá svo við að fyrrnefnd
frumvarpsgrein Jóns Bjarnasonar
um krosseignatengsl var horfin.
Sömuleiðis ákvæði um hámarks-
aflahlutdeild í einstökum teg-
undum.
Það vandamál að aflaheimildir
safnist á of fáar hendur hefur lengi
verið þekkt og jafnframt baráttu-
mál margra okkar sem höfum viljað
breyta fyrirkomulagi fisk-
veiðistjórnunar. En stórfyrirtækin
hafa átt sína pólitísku bandamenn.
Það er ekki tilviljun að í núverandi
frumvarpi til breytinga á stjórn
fiskveiða hafi fyrrnefnd ákvæði
verið felld brott.
Það er ámælisvert að atvinnu-
vegaráðherra sé hvað eftir annað
staðinn að því að fara rangt með.
Dapurlegt en satt. Í þessu tilviki
eru allar staðreyndir skjalfestar og
borðleggjandi. Steingrímur J. segir
blákalt í orði að brýnt sé að lögin
verði skýrð og skerpt svo þau virki
sem skyldi, en breytir þveröfugt við
það.
Eftir Atla Gíslason » Það er ámælisvert að
atvinnuvegaráð-
herra sé hvað eftir ann-
að staðinn að því að fara
rangt með.
Atli Gíslason
Höfundur er þingmaður.
Miskunnsami Samherjinn
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.