Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012
Íslandsbanki gaf út
skýrslu um íslenska
orkumarkaðinn hinn
14. september síðast-
liðinn. Skýrslan veitir
aðgengilegt yfirlit yfir
orkumarkað landsins í
dag, stöðu hans og
mögulega þróun. Hún
fjallar einnig um
helstu fyrirtækin á ís-
lenska orkumark-
aðnum, tækifæri og
hindranir. Orkuskýrslan er öllum
aðgengileg og er sem slík hugsuð
sem innlegg í umræðu um framtíð
orkumála hér á landi.
Í viðtali RÚV við umhverf-
isráðherra í fréttum sjónvarps hinn
16. september síðastliðinn var haft
eftir ráðherra að skýrsla bankans
einkenndist af gömlum draugum og
yfirboðum. Taldi ráðherra bankann
vera að þrýsta á um einstaka fram-
kvæmdir og fullyrti jafnframt að
með því væri bankinn að dæma sig
úr leik í umræðunni.
Þessi gagnrýni um-
hverfisráðherra virðist
vera á misskilningi
byggð þar sem hvergi í
skýrslunni er þrýst á
um einstakar virkj-
anaframkvæmdir held-
ur eru einungis taldir
upp mögulegir virkj-
unarkostir, stærð
þeirra og væntanleg
fjárfestingarþörf. Allar
þær upplýsingar sem
þar liggja til grundvall-
ar eru byggðar á
traustum heimildum
meðal annars frá opinberum aðilum í
orkugeiranum.
Það er mat bankans að samanlögð
áætluð fjárfestingarþörf þessara
virkjanakosta sé um 300 milljarðar
króna en ekki er tekin afstaða til
þess í skýrslunni hvort ráðast eigi í
þessar framkvæmdir. Það kemur
skýrt fram í skýrslunni að þessir
virkjunarkostir eru sannarlega háð-
ir niðurstöðu rammaáætlunar.
Íslandsbanki hefur verið virkur
þátttakandi í umræðu um orkumál
og hefur á síðustu fjórum árum gefið
út skýrslur um jarðhitaorkumark-
aðinn, bæði á Íslandi og í Bandaríkj-
unum.
Með útgáfunni er lögð áhersla á
að fjalla um málefni af fagmennsku.
Hjá bankanum starfar öflugur hóp-
ur sérfræðinga á sviði orkumála sem
leggja áherslu á að stuðla að og taka
virkan þátt í umræðu um orku- og
virkjanamál með bæði fagaðilum og
stjórnvöldum. Í þeim efnum er eng-
inn aðili hafinn yfir gagnrýni en mik-
ilvægast er að hún sé málefnaleg og
byggist ekki á sleggjudómum, á
hvorn veginn sem er.
Eftir Hjört Þór
Steindórsson
Hjörtur Þór
Steindórsson
» Gagnrýni umhverf-
isráðherra virðist
vera á misskilningi
byggð þar sem hvergi í
skýrslunni er þrýst á
um einstakar virkj-
anaframkvæmdir.
Viðskiptastjóri orkumála
hjá Íslandsbanka.
Upplýst umræða um orkumál
„Íslenskan er
drottning tungumál-
anna,“ sagði einn nem-
andi minn á tölvu-
námskeiði fyrir
allmörgum árum, þeg-
ar ég notaði orðið
„software“ í stað ís-
lenska orðsins „hug-
búnaður“. Svo fylgdi
löng ræða hjá nemand-
anum um kosti þess að
nota íslensk orð í stað
erlendra. Ég var strax sammála
þessari virðingu fyrir drottningunni,
ekki bara til þess eins að halda mál-
inu hreinu, heldur miklu fremur
vegna þess að nýyrðið „hugbúnaður“
nær hugtakinu miklu betur en
„software“.
Ég skrifa og tala sænsku, ensku,
portúgölsku og spænsku, auk ís-
lensku, og get fullyrt að íslenskan er
langbest þegar nauðsyn er á því að
tjá sig á einfaldan og rökfastan hátt,
svo að meiningin sé ótvíræð. Íslensk-
an er skír eins og gull.
En íslenska drottingin er hvikul,
eins og aðrar drottningar. Í höndum
kunnáttumanna er hægt að snúa
hlutunum upp í andhverfu sína án
þess að mikið beri á. Gott dæmi er
það sem þessi grein snýst um: Það er
rökvilla á kjörseðlinum sem notaður
verður við þjóðaratkvæðagreiðsluna
í október en fáir hafa komið auga á
hana eða a.m.k. haft orð á henni.
Þetta er gildra sem mun leiða til þess
að nýju drögin að stjórnarskrá verða
að öllum líkindum samþykkt.
Á kjörseðlinum eru sex spurn-
ingar. Fyrsta spurningin er: „Viltu
að tillögur stjórnlagaráðs verði lagð-
ar til grundvallar frumvarpi að nýrri
stjórnarskrá?“ Næstu spurning-
arnar eru um einstök atriði í framtíð-
arstjórnarskrá. Þeim sem svarar
fyrstu spurningu neitandi ber vita-
skuld ekki að svara hinum, en í leið-
beiningunum á kjörseðlinum stendur
einungis: „Kjósandi getur sleppt því
að svara einstökum spurningum.“
En hvort sem kjósandinn segir já
eða nei við seinni spurningunum,
verður litið svo á að hann hafi sam-
þykkt drögin.
Þessari rökvillu hefði verið hægt
að kippa í lag með einföldum hætti
með því að hafa setningu á eftir
fyrstu spurningunni, svohljóðandi:
„Svarir þú „Já“ við fyrstu spurningu,
máttu svara hinum fimm.“ En þessa
setningu vantar á kjörseðilinn. Það
verður því á valdi stjórnvalda að
túlka kjörseðilinn að eigin vild.
Til að útskýra betur þessa rök-
villu, skulum við taka einfalt dæmi.
Segjum sem svo að þér sé gert að
svara eftirfarandi sex spurningum:
Viltu gosdrykk? Viltu Kók? Viltu
Pepsi? Viltu Sprite?
Viltu Fanta? Viltu App-
elsín?
Það sér hver maður
að hér er rökvilla. Það
vantar setningu eftir
fyrstu spurningu: „Ef
þú svarar fyrstu spurn-
ingu játandi, vinsam-
lega svaraðu þá hinum.“
En nú vandast málið.
Segjum sem svo, að
kjósandinn svari „Nei“
við fyrstu spurningunni
en „Já“ við öllum hin-
um. Hvernig á að túlka vilja hans?
Þrír möguleikar koma til greina:
Atkvæðið er ógilt. Kjósandinn fær
engan gosdrykk. Kjósandinn fær
fimm gosdrykki.
Rökréttur að mínu mati er val-
kostur b, þ.e. fyrst maðurinn vill ekki
gosdrykk, þá fær hann engan. Ég
hef hins vegar áreiðanlegar heimildir
fyrir því að stjórnvöld muni nota
túlkun c. Kjósandinn fær því fimm
gosdrykki án þess að vilja neinn!
Niðurstaðan er þessi: Ef þú vilt að
drögin að nýrri stjórnarskrá verði
notuð af Alþingi, svararðu fyrstu
spurningu játandi og einnig hinum,
að vild. Ef þú ert hins vegar andvíg-
ur tillögunum, þá svararðu fyrstu
spurningu neitandi en sleppir alger-
lega að svara hinum. Með því móti
geturðu forðast gildruna.
Flestir eru sammála um að margt
mætti betur fara í núverandi stjórn-
arskrá. Allur ferillinn til að bæta nú-
verandi stjórnarskrá er sorgarsaga.
Á sínum tíma tók ég þátt í framboði
til stjórnlagaþings. Það var
skemmtileg barátta en ég komst
ekki á þingið. Seinna dæmdi Hæsti-
réttur kosningarnar ólöglegar, en
Alþingi hundsaði álit Hæstaréttar og
setti á laggirnar stjórnlagaráð. Nú
er kosið um tillögur stjórnlagaráðs
án þess að Alþingi hafi sjálft boðað til
þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem nú
stendur fyrir dyrum. Það er dap-
urlegt að Alþingi sjálft fari ekki að
landslögum heldur reyni að þröngva
fram vilja sínum og fá í þokkabót
áritun frá þjóðinni um skoðun á til-
lögum frá ókjörnu stjórnlagaráði, úr
ólöglegri þjóðaratkvæðagreiðslu og
með órökréttum kjörseðli.
Ég hvet alla til að taka þátt í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni. Sjálfur mun
ég mæta á kjörstað og merkja „Nei“
við fyrstu spurningunni en láta hin-
um ósvarað.
Rökvilla á kjörseðli
Eftir Kristján
Ingvarsson
Kristján
Ingvarsson
» Það verður því á
valdi stjórnvalda að
túlka kjörseðilinn að
eigin vild.
Höfundur er verkfræðingur.
Nýlega las ég að
Gísli Marteinn borg-
arfulltrúi og Hjálmar
Sveinsson, varafor-
maður skipulagsráðs,
óttast mengun vegna
mikillar umferðar á
framkvæmdatíma
byggingar sjúkrahúss
við Hringbraut.
Gísli segir að furðu
lítil grein hafi verið
gerð fyrir umferð-
araukningunni og vill – að mér skilst
– fara hægar í framkvæmdirnar. Í
því sambandi er rétt að benda á að
þeim mun lengri byggingartíminn –
þeim mun meir verður farið fram úr
kostnaðaráætluninni.
Hjálmar er með ráð undir rifi
hverju og hyggst leysa vandann með
gjaldskyldu í öll bílastæði við há-
skólann og spítalann. Fróðlegt verð-
ur að fylgjast með hvernig það geng-
ur.
Haft er eftir Gísla „Þetta eru nátt-
úrulega svakalegar framkvæmdir
og ég veit ekki hversu mörgum
tonnum af … verður mokað upp og
ekið í burt.“ Þetta er rétt hjá Gísla
að öðru leyti en því að við Hring-
braut verður ekki mokað. Við
Hringbraut verður sprengt. Það er
dýrt að sprengja og keyra grjótinu
nokkra km til uppfyllingar úti í Ör-
firisey. Lækningatæki eru viðkvæm
fyrir titringi af sprengingum. Sér-
staklega ef þau eru úr sér gengin og
hanga jafnvel saman á límbandi,
eins og lýst hefur verið. Svo munu
sprengingarnar hafa truflandi áhrif
á sjúklinga og íbúa í nágrenninu.
Ég vil taka undir
áhyggjur þeirra félaga
og bendi þeim góðfús-
lega á að í Fossvogi
þarf ekki að sprengja.
Í Fossvogi verður
mokað upp gróð-
urmold án mikillar
truflunar fyrir sjúk-
linga og íbúa. Gróð-
urmold eru verðmæti,
sem má lagera nokkur
hundruð metrum neð-
ar í Fossvoginum. Lag-
er sem kemur sér vel
fyrir borgina og ná-
granna, þegar mold vantar í garða
og vegaxlir. Þannig verður nánast
engin mengun á byggingartímanum
og minni mengun við að sækja mold
í framtíðinni, því Fossvogurinn er
miðsvæðis.
Eitt er það enn, sem ég gleymdi
að nefna í grein um samanburð á
byggingu við Hringbraut og í Foss-
vogi. Það er lóðakostnaður. Sagt er
að Vatnsmýri og nágrenni sé eitt
verðmætasta byggingasvæðið í
borginni. Hefur verið gerður sam-
anburður á lóðakostnaði við Hring-
braut miðað við að nýta lóðina, sem
Borgarspítalinn stendur á?
Hvernig væri að reikna heild-
arkostnað í Fossvogi og bera saman
við Hringbrautina? Það er kostnað
við lóð, hönnun, byggingu og rekstr-
arkostnað. Síðast en ekki síst stysta
mögulega byggingatíma, því mikið
sparast hvern dag, sem byggingin er
tekin fyrr í notkun.
Miðað við tilsvör allsherj-
arráðherra í útvarpsþætti nýlega er
lítil von til að ákvörðun verði breytt,
hversu vitlaus sem hún er. Hann var
spurður, hvernig hægt væri að
byggja hátæknisjúkrahús fyrir tugi
milljarða á sama tíma og ekki væri
hægt að kaupa bráðnauðsynleg
lækningatæki. Svarið var eitthvað á
þá leið, að ekki væri hægt að setja
ný tæki inn í þessi hrörlegu hús.
Okkur vantar hátækni-háskólasjúk-
arahús og finnum peninga, því
rekstur á einum stað borgar svo
fljótt upp lánin. Miðað við svona rök-
semdafærslu og vita ekki að í Foss-
vogi væri þetta líka á einum stað er
lítil von til að málin snúist til betri
vegar.
Ekki eitt heldur allt
Eftir Sigurð
Oddsson » Lækningatæki eru
viðkvæm fyrir titr-
ingi af sprengingum.
Sérstaklega, ef þau eru
úrsérgengin og hanga
jafnvel saman á lím-
bandi, eins og lýst hefur
verið.
Sigurður
Oddsson
Höfundur er byggingaverkfræðingur.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón Við höfum sameinað starfsemi okkar á einn stað Skemmuvegi 48