Morgunblaðið - 18.09.2012, Side 24

Morgunblaðið - 18.09.2012, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2012 ✝ Magnús Ein-arsson fæddist í Reykjavík 26. maí 1947. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 11. sept- ember 2012. Foreldrar Magnúsar voru Einar Garðar Guðmundsson, f. 16. nóv. 1923, d. 8. sept. 1981 og Mar- grét Magnúsdóttir, f. 19. ágúst 1922, d. 14. des. 1990. Bróðir Magnúsar samfeðra er Sig- urjón Einarsson, f. 5.1. 1943. Alsystkin eru Guðmundur Júl- íus Einarsson, f. 5.8. 1946, Garðar Þröstur Einarsson, f. 23.3. 1954, Sverrir Einarsson, f. 13.11. 1955, Guðrún Margrét Einarsdóttir, f. 11.5. 1962. Magnús eignaðist dóttur, b) Steinunn Birna lögfræð- ingur, f. 22.9. 1982. Sambýlis- maður hennar er Stefán Bjarnarson, sölumaður, dætur þeirra eru Sara Fanney, f. 29.6. 2009 og Eva Rakel, f. 4.10. 2011. Magnús ólst upp í Reykja- vík. Á sumrin var hann í sveit á Sleitustöðum í Skagafirði. Hann var messagutti á varð- skipinu Ægi 15 ára gamall. Að loknum grunnskóla gekk hann í Verslunarskóla Íslands og vann við bókhald hjá ýmsum fyrirtækjum um ævina. Magn- ús bjó í nokkur ár á Húsavík og síðar á Ísafirði, en lengst af bjó hann og starfaði á Akra- nesi. Hann var nokkrar grá- sleppuvertíðir með Steinari tengdaföður sínum og þær voru meðal hans ánægjuleg- ustu stunda. Útför Magnúsar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 18. september 2012 og hefst at- höfnin kl. 14. Margréti, f. 17.6. 1965. Barnsmóðir Magnúsar er Sig- ríður Valdimars- dóttir. Margrét er grunnskólakenn- ari, gift Aðalsteini Júlíussyni skip- stjóra, f. 19.11. 1966. Börn þeirra eru: Stefán Júlíus, f. 16.6. 1994, Guð- björg Helga, f. 9.11. 1998 og Magnús Orri, f. 15.5. 2001. Magnús kvæntist þann 24. nóv. 1973 Helgu Stein- arsdóttur frá Reistarnesi, Mel- rakkasléttu, f. 16.4. 1953. Þau skildu. Foreldrar Helgu voru Steinar Kristinsson og Jó- hanna Vilhelmsdóttir. Börn þeirra eru a) Einar Snorri sjúkranuddari, f. 7.9. 1975 og Elsku pabbi minn. Ég trúði því ekki hversu hverfult lífið getur í raun verið og hversu takmarkaða stjórn við höfum á því fyrr en á reyndi. Í byrjun sumars vorum við saman á Langasandi með stelpurnar og allir hressir og kátir, nema jú þú varst frekar þollítill, en það var nú svo sem ekkert nýtt. Nú rúm- lega þremur mánuðum síðar á að leggja þig til þinnar hinstu hvílu og ég stend frammi fyrir því að skrifa minningargrein um pabba minn. Ég næ engan veginn utan um þetta og á eflaust langt í land með það, enda hraðinn verið ótrúlegur þessar síðustu vikur. Lífið heldur áfram er sagt og ef- laust er það rétt, en mikið óskap- lega á ég eftir að sakna þín mik- ið. Þú varst mikið búinn að tala um Sumarlandið og varst viss um að það biði þín eitthvað þarna hinum megin. Einhverja huggun finn ég þó í því að telja að þú haf- ir haft rétt fyrir þér og sitjir nú á hressingarhælinu og maulir Sæ- mund með kaffinu yfir léttu grá- sleppuspjalli við afa, því ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér. Húmorinn er eflaust ekki langt undan frekar en áður og spilastokkurinn væntanlega við höndina. Mér svíður það svo sárt að þú verðir ekki hér til að deila með okkur öllu því sem framundan er, hvort sem það eru stórir áfangar, hátíðir eða hversdags- lífið. Ég þykist þó vita fullvel að þú fylgist vel með okkur þarna að handan. Það var mér afskaplega mikils virði að þú gætir verið með okk- ur á útskriftardaginn minn í byrjun mánaðarins og fagnað áfanganum með okkur. Mikið var búið að bíða eftir þessum degi og stoltið mikið hjá þér þeg- ar dagurinn loks rann upp. Þá minningu á ég eftir að halda fast í þegar sorgin reynist mér mikil. Minningarnar um þig eru marg- ar, pabbi minn, og óþarft að rifja þær upp hér, ég geymi þær á góðum stað. Stelpurnar eiga eft- ir að heyra mikið um afa sinn og skoða margar myndir. Missir þeirra er mikill og það verður erfitt að útskýra þennan hluta tilverunnar fyrir þeim. Sara Fanney á eftir að sakna þess mikið að geta ekki gefið „afa Magglúsi“ sínum kaffi og aðrar þykjustu kræsingar eða kubbað heilu háhýsin með þér. Þið Stef- án voruð miklir félagar og ég veit að hann á eftir að sakna þín mik- ið. Þið voruð með nokkurskonar bandalag sem fór oft gríðarlega í taugarnar á mér, svona ekki síst þegar þið stóðuð saman gegn mér og vernduðuð hvor annan út í eitt, enda þýddi ekkert að kvarta yfir öðrum ykkar við hinn. Það var þó alltaf í góðlát- legu gríni og var mér mikils virði hversu vel þið náðuð saman þrátt fyrir að vera erkifjendur í enska boltanum. Hans missir er ekki síður mikill, hver á nú að taka við fótbolta sms-unum og borða með honum ís í tíma og ótíma? Elsku pabbi minn, ég veit að við sjáumst síðar en þangað til geymi ég minninguna um þig í hjarta mínu og veit þú ert með okkur öllum stundum. Mér þykir endalaust vænt um þig. Þín dóttir, Steinunn Birna. Elsku pabbi. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér fyrir lífið með þér, samfylgdina, góðu stundirnar og allt það sem þú varst mér, þrátt fyrir að lengstum væri langt á milli okkar í kílómetrum talið. Þú varst börnunum mínum ómetan- lega góður afi, þolinmóður og yndislegur við þau og óspar á að leika við þau og spila þegar þú komst og varst hjá okkur fjöl- skyldunni á Húsavík og að því munu þau búa svo lengi sem þau lifa. Þú gast stundum reynt á þol- rifin í mér en oftast nær hafði ég nú sigur í því að tala þig inn á eitt og annað sem verið var að plan- leggja og þá sérstaklega norður- ferðirnar, ásamt fleiru, hvenær þú ætlaðir að koma, hversu lengi þú ætlaðir að vera og svo fram- vegis. Þú treystir oftast á mig með upplýsingar um hvað börnin vanhagaði um, áður en þú komst. Þau voru spennt að fá þig í heim- sókn, því þú komst alltaf færandi hendi. Þú varst góður gestgjafi og tókst vel á móti okkur þegar við komum við á Skaganum og oftast var hakk og spaghettí í boði fyrir svanga ferðalanga. Ótöluleg eru símtölin sem við áttum, vangaveltur um eitt og annað, lífið og tilveruna. Takk fyrir að koma til okkar nú síð- ustu ár um jólin. Það var okkur Adda og börnunum mikils virði og ég veit að þú naust þín vel og leið vel hjá okkur þessar stundir. Mig langar að síðustu að minnast þín með eftirfarandi ljóði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín dóttir, Margrét (Gréta). Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Magnúsar Einarssonar. Maggi var mér góður tengda- faðir, leiðbeinandi sem ungum manni sem var að hefja búskap með dóttur hans Grétu, um eitt og annað, þó sérstaklega fjár- mál, skattamál og allt það er hann hafði kosið að gera að ævi- starfi sínu, bókhald fyrir ein- staklinga og fyrirtæki, stór og smá. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum yfir kaffibolla og mjólkurkexi, eða þá mjólkurglasi og fyrrnefndu kexi að kvöldi dags eða þá þegar við vöknuðum báðir milli hálffjögur og fjögur að nóttu, alveg í spreng af kaffi- og mjólkurdrykkju, hvar sem við vorum staddir og héldum um- ræðunni frá því fyrr um kvöldið áfram. Rætt var um pólitík, dæg- urmál eða bara um allt og ekk- ert. Þetta voru gæðastundir sem ég bý að alla tíð og fæ seint full- þakkað. Hann hafði ákveðnar skoðanir sem hann lá ekki á og stundum höfðum við hátt, svo að þurfti að sussa á okkur þegar hiti færðist í umræðuna. Þegar ég hóf eigin útgerð fékk ég hann til að taka að sér bók- haldið, sem hann fékk ævinlega afhent í haldapoka eða sem snifsi úr rassvasa. Hann tók þessu „ut- anumhaldi“ um bókhaldið með stakri ró og sagðist vanur að fást við svona rassvasaútgerðarmenn og -iðnaðarmenn. Mér þótti vænt um að þegar ég hætti þessu brölti mínu sendi hann mér pappírana sem ég fékk sérstaka skipun um að geyma í sjö ár, í möppu sérstaklega útbúinni með stórum stöfum að framan þar sem stóð ÚA. Ég hélt að hann hefði ruglast eitthvað og fundið gamla möppu frá Útgerðarfélagi Akureyringa, en hann hló mikið og sagði að þetta væri fyrir Út- gerð Aðalsteins. Ég minnist góðra stunda af Einigrundinni, þar sem Maggi bjó með Helgu sinni og Einari og Steinunni börnum þeirra, skjóls- húss fyrir námsmann, aðstoðar við sælgætisútkeyrslu, einangr- unar á bílskúr, aðstoðar við eitt og annað varðandi heildsöluna hans, Lukku að sníkja mat við eldhúsborðið og Bangsa bestask- inns að kyrja í herbergi Stein- unnar. Gullfiskar hjá Einari og Helga að lesa í sjónvarpssófan- um. Kaffi og mjólkurkex. Elsku Maggi minn, takk fyrir að koma til okkar öll þau jól sem þú varst hjá okkur, takk fyrir að vera svona góður við börnin okk- ar Grétu, Stefán Júlíus, Guð- björgu Helgu og Magnús Orra nafna þinn og besta afastrák. Takk fyrir síðustu dagana okkar saman, þú áttir kímnigáfu sem var engu lík og þrátt fyrir ókleif- an hamar veikinda þinna varstu æðrulaus svo aðdáunarvert er og brostir kankvísu brosi og nikk- aðir til mín þegar öll sund voru orðin lokuð. Ég náði að þakka þér samfylgdina, merkilegt að það þurfi alltaf að gera slíkt á síðustu stundu, heldur en að segja ástvinum slíkt reglulega og oft. Elsku Gréta mín, Einar Snorri og Steinunn Birna, systk- ini, allir ástvinir, tengdafólk, vin- ir og ættingjar. Sorg okkar er sár, en minningin um góðan vin, umfram allt, lifir í hjörtum okk- ar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þinn tengdasonur, Aðalsteinn (Addi). Magnús Einarsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi „Magglús“. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið en við vitum að englarnir passa þig núna. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Þínar, Sara Fanney og Eva Rakel. HINSTA KVEÐJA Elsku frændi, við viljum kveðja þig með þessum orðum: Margt er hér að muna og þakka – mjúklát þögnin geymir allt. Innst og dýpst í okkar vitund áfram heill þú lifa skalt. (Jóhannes úr Kötlum) Kristrún, Magnús, Þröstur og Jóhanna.  Fleiri minningargreinar um Magnús Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát Þórarins Sveinbjörns Jakobssonar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala Háskólasjúkrahúss. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Nanna Jakobsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, hlýju og samúð við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og bróður, ARNÓRS ÞÓRHALLSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir hlýtt viðmót og einstaka umönnun. Ingibjörg Hrund Björnsdóttir, Lilja Birna Arnórsdóttir, Guðjón Karl Reynisson, Þórhallur Arnórsson, Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, Björn Lárus Arnórsson, Arnheiður Leifsdóttir, Birgir Már Arnórsson, barnabörn og systkini. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengda- faðir, JÓN MAGNÚSSON járnsmiður, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, sem lést þriðjudaginn 11. september verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarfélög. Guðrún Hjaltalín Jónsdóttir, Ingibjörg H. Jónsdóttir, Jóhann G. Ögmundsson, Magnús Þór Jónsson, Sigríður Erlingsdóttir, Jón Gunnar Jónsson, Sigríður Ríkharðsdóttir. ✝ Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NÍELS FRIÐBJARNARSON, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði föstudaginn 7. september, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 21. septem- ber kl. 14.00. Ólöf Margrét Ólafsdóttir, Jón Torfi Snæbjörnsson, Guðrún Þóranna Níelsdóttir, Sigurður Kjartan Harðarson, Friðbjörn Níelsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA ÚLFARSDÓTTIR LÍNDAL Sléttuvegi 13, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala föstudaginn 7. september verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. september kl. 13.00. Þórhildur Líndal, Eiríkur Tómasson, Jón Úlfar Líndal, Björn Líndal, Sólveig Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, EGILL Á. KRISTBJÖRNSSON, Aflagranda 40, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 8. september verður jarðsunginn miðviku- daginn 19. september nk. kl. 13:00 frá Fossvogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Auður Egilsdóttir, Einar Guðlaugsson, Kristbjörn Egilsson, Ólafur Guðbrandsson, Guðbjörg Egilsdóttir, Steingrímur Þormóðsson, Logi Egilsson, Anna Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, REGINN BJARNI KRISTJÁNSSON, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. september kl. 13.00. Valgerður Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Elfa Hörgdal Stefánsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Vésteinn Guðmundsson, Dagfríður Pétursdóttir, Kristján Salvar Davíðsson, Valgarð Bjartmar Davíðsson, Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir, Atli Thor Fanndal, Stefán Hlynur Hörgdal Ólafsson, Guðmundur, Davíð, Hafdís og Hrafnhildur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.