Morgunblaðið - 18.09.2012, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 262. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Hættur hjá DV
2. Kasólétt í hlébarðakjól…
3. Enn í lífshættu
4. Maðurinn lést af sárum sínum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Nýtt myndband hljómsveitarinnar
Steed Lord við lag hennar „Hear Me
Now“ má nú finna á vef MTV, nánar
tiltekið undirvefnum MTVIGGY.
Myndbandið var frumsýnt á vefnum
imfmag.com 14. ágúst síðastliðinn.
Myndband Steed
Lord á vef MTV
Tónleikamynd
Led Zeppelin, Ce-
lebration Day,
verður sýnd í kvik-
myndahúsum víða
um heim og þá
m.a. í Háskólabíói
17. október næst-
komandi. Í mynd-
inni er fylgst með
endurkomutónleikum hljómsveit-
arinnar í 02 höllinni í Lundúnum
þann 10. desember árið 2007 en þá
voru 27 ár liðin frá því hún hætti.
Endurkomutónleikar
Led Zeppelin í bíó
Sýning á verkum myndlistarmann-
anna Haralds Jónssonar, Ívars Brynj-
ólfssonar, Magnúsar Pálssonar og
Arnar Alexanders Ásmundssonar var
opnuð í listasafni í Lundi
í Svíþjóð, Lunds
konsthall, 15. sept-
ember sl. Sýningin
ber heitið Spela
med, stöpa om eða
Að leika með og um-
steypa. Henni
lýkur 18. nóv-
ember.
Haraldur, Magnús,
Ívar og Örn í Lundi
Á miðvikudag Norðvestan 8-15 m/s við austurströndina, annars
hæg breytileg átt. Stöku skúrir eða slydduél norðaustantil, en
bjartviðri í öðrum landshlutum. Víða næturfrost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hvassari um landið austanvert en í
gær, einkum við ströndina, og stöku skúrir eða slydduél NA-til, en
víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast syðst.
VEÐUR
„Því meiri athygli sem mitt
lið fær og leikirnir verða
stærri því betur spilar liðið.
Leikmenn þrífast á því að
spila svona leiki, fá athygli
og vera sýnilegir fyrir ís-
lensku þjóðinni. Ég held að
þetta verði til þess að stelp-
urnar hlaupi meira, berjist
og leggi sig ennþá meira
fram,“ segir Sigurður Ragn-
ar Eyjólfsson landsliðsþjálf-
ari kvenna um stórleikinn við
Noreg annað kvöld. »2-3
Þær þrífast á að
spila svona leiki
„Það er alltaf frábær tilfinning að
vinna Íslandsmeistaratitilinn. Ég
bjóst samt aldrei við því að vinna tit-
ilinn þegar þrjár umferðir væru eftir.
Þetta er svolítið skrítið. En við erum
búnir að leggja hart að okkur í vetur
og erum að uppskera núna,“ segir
Freyr Bjarnason sem varð Íslands-
meistari með FH í
sjötta sinn í fyrra-
kvöld. » 2-3
Vorum búnir að leggja
hart að okkur í vetur
ÍR-ingar eru líklega sterkustu nýliðar
sem mætt hafa til leiks í efstu deild
karla í handbolta um nokkurt skeið.
Þeir urðu Reykjavíkurmeistarar á
dögunum og hafa endurheimt öfluga
leikmenn sem voru í sterku liði þeirra
um miðjan síðasta áratug. Einn
þeirra, Sturla Ásgeirsson, segir að
uppgangur sé í félaginu en markmiðið
sé þó að halda sér í deildinni. »4
Nýliðar ÍR mæta
sterkir til leiks í vetur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is.
Gunnar Beinteinsson, starfs-
mannastjóri hjá Actavis og fyrr-
verandi landsliðsmaður í hand-
knattleik, hljóp Jungfraufjalla-
maraþon sem fram fór í svissnesku
ölpunum í síðustu viku. Um leið
safnaði hann áheitum fyrir söfnun-
arátakið Á allra vörum sem fram
fór á föstudag til styrktar lang-
veikum börnum. Alls söfnuðust 2,5
milljónir fyrir tilstilli Gunnars.
Kom ekki til greina að
safna bumbu eftir ferilinn
Gunnar hætti að leika hand-
knattleik árið 2002, 36 ára að aldri.
Hann hefur ávallt haldið sér í góðu
formi. „Ég stoppaði aldrei og er í
raun ofvirkur. Hvort sem það eru
hlaup eða crossfit hef ég alltaf æft
mikið og geri á hverjum degi. Það
kom ekki til greina að fara að
safna bumbu,“ segir Gunnar og
bætir við: „Ég gæti spilað með
hvaða handboltaliði sem er á Ís-
landi.“
Hann segist ekki hafa undirbúið
sig mikið fyrir hlaupið. „Ég skráði
mig bara þremur vikum fyrir
hlaupið og var ekki kominn í neitt
maraþonform,“ segir hann.
Hlaupið var jafnframt heims-
meistaramótið í fjallahlaupi og því
voru hlauparar hvaðanæva úr
heiminum komnir til að reyna sig.
„Þetta er einn fallegasti staður í
heimi til að hlaupa á og það voru
forréttindi að fá að taka þátt í
þessu. Hvergi var ský á himni og
upplifunin í einu orði æðisleg.“
Setur hlutina í samhengi
Gunnar tognaði á kálfa skömmu
fyrir hlaupið en segir að málstað-
urinn hafi hjálpað sér. „Ég meiddi
mig í hverju skrefi en fólk var búið
að heita á mig og ég vissi að þetta
var fyrir gott málefni. Það hjálpaði
mér mikið. Þótt þetta hafi verið
erfitt var þetta fyrst og fremst gam-
an og gefandi,“ segir Gunnar.
„Í hlaupinu var maður að sjálf-
sögðu með hugann hjá þeim sem
berjast við erfið veikindi. Ég er svo
lánsamur að geta gert þetta. Án
þess að ætla sér að vera væminn, þá
fer allur sársauki, eins og sá sem
fylgir svona hlaupi, út um gluggann
þegar maður setur hann í samhengi
við þjáningu barnanna. Sérstaklega
þegar maður hugsar til barna sem
geta ekki einu sinni borðað matinn
sinn. Eða foreldranna sem komast
ekki út úr húsi þar sem þeir
eru að sinna börn-
unum,“ segir
Gunnar.
Gæti spilað með hvaða liði sem er
2,5 milljónir
söfnuðust fyrir
tilstilli Gunnars
Nærri endamarki Gunnar Beinteinsson nærri endimörkum Jungfrau-fjallamaraþonsins. Hlaupið var í 25 stiga hita.
Gunnar Beinteinsson lék 85 handboltalandsleiki og skoraði í þeim 141
mark. Gunnar lék allan sinn feril með FH og er þriðji leikjahæsti leik-
maður félagsins frá upphafi með 591 leik að baki.
Hann segir bakgrunn úr íþróttum hafa hjálpað sér alla tíð,
hvort heldur sem er í leik eða starfi. Á lokametrum
Jungfrau-maraþonsins var hann við það að bugast af
þreytu. „Þegar fjórir kílómetrar voru eftir var brattinn
hvað mestur. Ég var kominn með krampa í kálfana of-
an á tognunina og var orðinn efins um að ná þessu.
Stuttu síðar komst maður á toppinn og það er
ekki laust við að ég hafi orðið hálfklökkur
þegar ég sá fyrir endann á þessu,“ segir
Gunnar.
Hálfklökkur undir lokin
GUNNAR BEINTEINSSON VAR LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA
Láréttur á lofti
Gunnar Beinteins-
son í leik með FH.