Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í umfjöllun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva, sem fram fór á fimmtudag, kom skýrt fram að staða bolfiskútgerða sem ekki reka sína eigin vinnslu er mjög slæm og lækkar framlegð þeirra frá árinu 2010 um 20% eða 23kr./þíg.kg. Þá kom fram að meðal EBITDA á þorskígildi að frádregnu fullu veiðigjaldi er ekki nema 50 krónur. Hjá hluta félaga dregur fullt veiðigjald EBITDA framlegð niður í núllpunkt. „Þessi margföldun á veiðigjaldinu mun óhjákvæmilega kalla á frekari samþjöppun í sjávarútvegi með þeim afleiðingum að starfsemi margra minni útgerða og fiskvinnslna mun leggjast af,“ segir Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. Að hans mati hefur ekki verið höfð í huga sú afleiðing sem samþjöppun í greininni hefur fyrir margar byggðir landsins. „Það er óhjákvæmilegt að útgerðir og fisk- vinnslur munu leggja upp laupana eða sameinast og þannig geta vinnsla og veiði farið frá einhverjum svæðum á landinu.“ Fjárfestingarþörfin mikil Fjárfestingar áranna 2006 til 2011 eru einungis rúmur helmingur af áætlaðri fjárfestingaþörf hjá bolfisk- útgerðum samanlagt, samkvæmt samantekt Landsbankans. Í umfjöll- un Steinþórs var uppsöfnuð fjárfest- ingarþörf í fastafjármunum sögð vera áhyggjuefni því haldist fjárfest- ing ekki í hendur við afskriftir hefur það í för með sér minni verðmæti vegna minni afkastagetu, verra hrá- efnis o.s.frv. Landsbankinn bendir á í samantekt sinni að verði fjárfestinga- þörfinni ekki mætt muni hún á end- anum hafa neikvæð áhrif á hagvöxt í landinu. Ójafnvægi myndast meðal útgerða Ljóst er af samantekt Landsbank- ans að mjög mikið ójafnvægi hefur myndast. Blandaður rekstur útgerð- ar og vinnslu gengur langbest en bol- fiskútgerð ein og sér skilar lítilli framlegð og í sumum tilvikum engri með tilliti til fulls veiðigjalds. Sérstaka veiðigjaldið leggst því þungt á félög í vinnslu og bolfiskút- gerð og þá þyngst á hrein útgerð- arfélög. Samkvæmt samantekt Landsbankans er samþjöpp- un orðin þvingað úrræði fyr- irtækja í erfiðri stöðu vegna veiðigjaldsins. Sjávarútvegur á Íslandi er því að skiptast í tvennt að mati bankans. Stór, vel stæð fyrirtæki annars vegar og hins vegar lítil fyrir- tæki í töluverðum vanda. Veiðigjöldin munu fækka útgerðum  Hrein útgerðarfélög koma verst út í skýrslu Landsbankans Kristján Jónsson kjon@mbl.is Áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta, fjárfestingaleiðin, hefur enn lítinn árangur borið. Ekki hefur dugað að veifa þeirri gulrót að fjárfestar geti keypt krónur fyrir evrur á mun lægra gengi en opinberu gengi Seðla- bankans. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki álíta að það hafi verið rangt að reyna umrædda leið. En áhyggjum valdi hve lítinn hluta vandans þessi aðferð hafi leyst. Hann bendir á að menn hafi al- veg frá 2008 mjög vanmetið af- landskrónuvandann, „snjóhengj- una“ svonefndu. Áður hafi verið talað um 800 milljarða króna eða minna en núna langt yfir þúsund milljarða sem gætu streymt út. „Linkind og langir frestir er ekki það sem til þarf,“ segir Bjarni. „Okkur í stjórnarandstöðunni hefur fundist að stjórnvöld hafi ekki sett málið í forgang, að þau hafi ekki gripið í nægilegum mæli til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. Við þurfum að ná pólitískri samstöðu um að leysa vandann á sem skemmstum tíma með úrræðum sem duga.“ Skortur á samstarfsvilja hafi afleiðingar „Við afnám haftanna er það að sjálfsögðu frumskylda okkar að gæta hagsmuna íslensku þjóðar- innar. Það þarf að hafa afleiðing- ar fyrir alla kröfuhafa, þar með taldir inni- stæðueigendur, skuldabréfa- eigendur og kröfuhafar gömlu bankanna, ef þeir taka ekki þátt í þeim leiðum sem stjórnvöld bjóða upp á til að breyta aflandskrónum í langtímaskuld- bindingar eða þegar óskað er eftir endurfjármögnun gildandi lána. Það þýðir að við þurfum að vera tilbúnir til að refsa kröfuhöfum sem ekki sýna samstarfsvilja. Ef þeir eru ósveigjanlegir, taka ekki þátt í útboðum og eru með óraunhæf skil- yrði fyrir endurfjármögnun þarf að vera þverpólitísk sátt um það á Ís- landi að beita úrræðum sem duga. Það merkir að eftir tiltekinn tíma sé samningatilraunum lokið og þeir sitji eftir með harkalegan útgöngu- skatt vilji þeir fá kröfur sínar greiddar út í gjaldeyri.“ Bjarni segir að útgönguskattur gæti verið mjög hár. Kröfuhafarnir verði að skilja að gangi þeir of hart fram geti skuldunautar þeirra á Ís- landi hugsanlega ekki staðið við skuldbindingar sínar. Vel komi til greina að Íslendingar fái reynda, alþjóðlega ráðgjafa til að eiga sam- skipti við þá sem sitja hinum megin við borðið. „Linkind og langir frestir“ ekki réttu ráðin  Vill sýna eigendum aflandskróna meiri hörku  Málið ekki sett í forgang Bjarni Benediktsson Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- mála- og nýsköpunarráðherra, og Oddný G. Harðardóttir fjármála- ráðherra undirrituðu nýjan búnaðar- lagasamning við Bændasamtökin á Hótel Sögu í gær. Þá voru þar einnig núverandi búvörusamningar um framleiðslu mjólkur og sauðfjár- afurða sem og samningur um starfs- skilyrði garðyrkjuframleiðenda framlengdir um tvö ár. Heildarfjárhæð nýja búnaðar- lagasamningsins fyrir árið 2013 nem- ur samtals 558,5 milljónum íslenskra króna. Samningurinn er gerður til fimm ára. Þá er búið að tryggja fjár- magn fyrir Framleiðnisjóð landbún- aðarins en á næsta ári munu 70 millj- ónir króna renna til sjóðsins og síðan 85 milljónir króna á árinu 2014, þá munu framlög til sjóðsins fara stig- hækkandi til ársins 2017 en þá verða þau orðin 140 milljónir króna. „Nú gerum við fimm ára samning og helsta breyting hans er sú að nú er stutt við bakið á kornrækt og Framleiðnisjóður landbúnaðarins er endurreistur,“ segir Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasam- takanna, í samtali. Að sögn Haralds standa heildarútgjöld til landbún- aðar nánast í stað í næstu fjárlögum í kjölfar samninganna og telur hann að við það sparist verulegar fjár- hæðir miðað við það sem annars hefði orðið. Undirrituðu nýjan búnaðarlagasamning „Óvissan er algjör hjá okkur í dag. Við rekum tvo stóra frysti- togara og höfum enga vinnslu í landi,“ segir Hjörtur Gíslason, eigandi Ögurvíkur í Reykjavík. Hann bendir einnig á að fyrir- huguð aðferð, að nota áætlaða heildarframlegð í fiskvinnslu til að hækka álagningargrunn veiðigjalda, komi sér illa fyrir útgerðir. „Þetta er eins og að miða skattgreiðslur allra í heilli götu við launahæsta ein- staklinginn í götunni.“ Þá telur Hjörtur að veiðigjaldið dragi verulega úr samkeppnisstöðu íslenskra sjávarútvegsfyr- irtækja á alþjóðamarkaði. Hann segir einnig skattgreiðslur útgerða nú þegar mjög miklar. „Til dæmis nema launagreiðslur 40 stærstu útgerða lands- ins 65 milljörðum og helmingurinn af því fer í ríkið eða rúmir 30 millj- arðar.“ Dregur úr samkeppni „ERUM HÁLF-LÖMUГ Hjörtur Gíslason Morgunblaðið/Ómar Skattur Sérstakt veiðigjald kemur hreinum útgerðarfélögum sem ekki reka vinnslu í landi mjög illa og þvingar fram sameiningar sjávarútvegsfyrirtækja um allt land en það getur komið niður á minni bæjarfélögum. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra segir að fjárfestingarleiðin hafi verið skynsamlegt skref af hálfu Seðlabankans. „Ég get ekki sagt að þetta hafi mistekist, þetta hefur til dæmis nýst innlendum fyr- irtækjum sem hafa verið að ná sér í erlenda sam- starfsaðila,“ segir hún. „En árangurinn hefur ekki ver- ið eins mikill og menn hafa vænst. Auðvitað eru þetta fyrstu skrefin í áætlun um að af- nema gjaldeyrishöftin. Síðar þegar við verðum búin að ná meiri árangri kemur til greina útgönguskattur og svo framvegis. Menn vilja losna við höftin sem fyrst og eðlilegt að margir séu óþolinmóðir. Það á eftir að hugsa útgönguskattinn til enda. Hann má ekki vera svo lágur að menn ryðjist allir út í einu þegar færið gefst. Það yrði mikill vandi að ákveða prósentuna og mikill vandi yfirleitt að koma okkur út úr þessum höftum. En við megum ekki gefast upp.“ Eðlileg óþolinmæði FJÁRMÁLARÁÐHERRA Oddný G. Harðardóttir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Sverri Hjaltason í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann braut gegn konu sem hann nuddaði á nuddstofu sinni í Reykjavík. Þá var honum gert að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Dóm- urinn var fjölskipaður og taldi að Sverrir hefði ekki gefið trúverðuga skýringu á því af hverju hann taldi sig þurfa að nudda konuna á þann hátt sem hann gerði. Sverrir hefur starfað sem nuddari í 22 ár og var með hreint sakavottorð. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Sverrir segist sjálfur reyndur nuddari sem hafi sérstaklega lagt sig eftir að nudda íþróttafólk. Kon- an mátti því geta treyst því að hjá honum fengi hún faglega meðferð við meini sínu. Nuddari dæmdur í tveggja ára fangelsi Boð um þátttöku í norrænu portrettsamkeppninni: Brygger J.C. Jacobsens- verðlaunin Samkeppnin er opin öllum myndlistarmiðlum Skráning í síðasta lagi 20/12 á portraet.nu BESTA PORTRETT NORÐURLANDA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.