Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Frá því Ísland byggðisthefur fjaran og þær nytj-ar sem þangað var hægtað sækja stórbætt lífskjör
Íslendinga og í harðindum oft skilið
á milli lífs og dauða bæði húsdýra og
manna. Þörungar voru nýttir í
margskonar tilgangi t.d. til matar og
lækninga en einnig sem fóður fyrir
dýr og áburður á tún og garða. Þör-
ungar voru einnig nýttir sem elds-
neyti og askan svo nýtt í stað salts,“
segir Eydís Mary Jónsdóttir, land-
fræðingur og umhverfis- og auð-
lindafræðingur. Hún starfar hjá
Náttúrustofu Reykjaness og verður
með sérstaka kynningu á fjör-
unytjum á matarhátíðinni Krásir í
Kjósinni í dag. „Brimasemi, sjáv-
arhiti og undirlag ræður mestu um
hvaða tegundir finnst í fjörum. Í
klappar- og grjótfjöru þrífast t.d.
þörungar sem verða að geta fest sig
við eitthvað. En í sand- og leir-
fjörum er minna um þörunga en oft
meira um skeldýr, sandmaðk og ým-
iskonar smádýr.“
Ferskt í fjöru allt árið
Eydís hefur rannsakað fjör-
unytjar á Reykjanesi að fornu og
nýju bæði í matargerð og iðnaði.
„Elsta skriflega heimild í heiminum
um að þörungar hafi verið borðaðir
eru í Egilssögu þar sem Egill Skall-
arímsson lagði sér til munns söl. Söl
voru mjög mikilvæg verslunarvara
hér áður fyrr, enda eru þau C-
vítamínrík og því sótti fólk í sölin ef
það fékk skyrbjúg. Fjörugrös voru
líka nýtt, en í þeim eru hleypiefni og
því voru þau notuð til að þykkja
mjólkurgrauta. Þau voru líka nýtt til
lækninga. Til eru heimildir um nýt-
ingu á marinkjarna sem er stór
brúnþörungur, og úr honum var
meðal annars búið til svokallað
kjarnabrauð. Þörungar falla undir
ofurfæðu, enda eru þeir afar ríkir að
allskonar vítamínum, málmum og
snefilefnum. Auk þess sem þeir eru
mjög steinefnaríkir og fullir af an-
doxunarefnum. Fjölfenól sem marg-
ir brúnþörungar eru ríkir af hafa
t.d. mælst með hugsanlega krabba-
Gnægtabrunnur í
fjörunum okkar
Elsta heimild í heiminum um að söl hafi verið borðuð eru í Egilssögu. Söl eru
stútfull af C-vítamíni og komu sér því vel fyrir þjóð sem þjáðist af skyrbjúg. Þör-
ungar falla undir ofurfæðu, þeir eru ríkir að allskonar vítamínum, mjög stein-
efnaríkir og fullir af andoxunarefnum. Fæðan í fjörunni þótti hér áður vera fá-
tækramatur en nú er mikil gróska í þörunganytjum.
Í fjörunni Eydís Mary Jónsdóttir hefur rannsakað fjörunytjar á Reykjanesi .
Vefsíður með fallegum myndum sem
gleðja augað og veita manni inn-
blástur er skemmtilegt að skoða. Vef-
siðan weekdaycarnival.blogspot.com
er ein þeirra en þar gefur að líta
myndir af kósí heimilum og girnileg-
um mat. Það er finnsk kona sem
heldur úti vefsíðunni en hún er hönn-
uður og ljósmyndari. Það er vel hægt
að gleyma sér í drjúga stund yfir
þessari vefsíðu sem er full af mynd-
um af smart og huggulegum hlutum
fyrir heimilið. Ætti einfaldur og
klassískur stíllinn í Finnlandi að falla
vel í kramið hjá okkur Íslendingum.
Vefsíðan www.weekdaycarnival.blogspot.com
Sætir Flestir kannast við hina finnsku Múmínálfa sem fást á ýmsu formi.
Klassísk og falleg hönnun
Fyrstu tónleikar Kammermús-
íkklúbbsins á starfsárinu 2012-2013
verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu
sunnudaginn 30. sept. 2012 kl. 19.30
Á efnisskrá eru; J.N. Hummel: Kvint-
ett í es-moll op. 87 R. Glière: Svíta
fyrir fiðlu og kontrabassa R. Vaug-
han-Williams: Kvintett í c-moll.
Flytjendur á tónleikum eru þau
Greta Guðnadóttir, fiðla; Guðrún Þór-
arinsdóttir, víóla; Margrét Árnadóttir,
selló; Þórir Jóhannsson, kontrabassi
og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanó.
Klúbburinn var stofnaður árið
1957 og hefur á fjórða hundrað tón-
listarmanna, innlendra og erlendra,
komið fram á tónleikum klúbbsins til
þessa.
Kammermúsíkklúbburinn
Tónleikar í Hörpu
Flytjendur Tónleikar á sunnudag í Norðurljósasal Hörpu.
Það liggur vel á Eirnýju Sigurðar-
dóttur, eiganda Búrsins, þegar blaða-
maður slær á þráðinn til hennar. Enda
er hún nýbúin að opna 45 kg parmes-
anost og heilt serrano-læri í tilefni af
fjögra ára afmæli ljúfmetisverslunar-
innar nú um helgina.
„Reksturinn fer upp og niður og
árstíðabundin tímabil eru erfiðari.
Maður verður að vera hreinskilinn
með það en við gerum þetta af áráttu
og ástríðu og gætum ekki hugsað okk-
ur að gera neitt annað hér í Búrinu,“
segir Eirný.
Afmælishátíð í Búrinu hefst klukk-
an 14 í dag, laugardag. Þar gefst fram-
leiðendum og viðskiptavinum tækifæri
til að hittast, smakka og rabba saman.
Maggi og Heiða, hunangsbændur á
Svæði sem er nyrsta býflugnabú á Ís-
landi, fræða gesti um býflugnarækt og
hunangsgerð. Fulltrúar Rjómabúsins
á Erpsstöðum kynna ostanýjungar og
Stella, mjólkurbóndi á Jörfa í Víðidal,
mætir með sæluosta úr sveitinni. Þá
býður Vigdís sem rekur Fjóshornið
gestum að smakka fetaost og Steph-
ane Aubergy kynnir nokkur góð vín
sem fyrirtæki hans Vínekran flytur til
landsins.
„Fólk festist í sínum uppáhalds-
ostum en Íslendingar eru þó með opið
og jákvætt hugarfar fyrir nýjungum.
Það er gott þjóðareinkenni. Við leggj-
um áherslu á að spjalla við fólk þegar
það kemur til okkar og hvetjum það til
að vera óhrætt að smakka. Það er dá-
lítið eins og leynilögregluvinna að selja
osta. Þú spyrð nokkurra spurninga og
fikrar þig áfram eftir svipnum á andlit-
inu. Þannig tekst manni að finna það
sem hverjum og einum finnst best.
Franskir brie-ostar, mjúkir og mildir,
eru alltaf vinsælir svo og primadonna
og harðir, hollenskir gouda-ostar. Nú
er líka mikil vakning í rauðkíttsostum
sem eru aðeins fnykkenndari. Þetta er
eins og fyrsti espresso-bollinn. Maður
verður að smakka sig áfram,“ segir
Eirný.
Búrið hefur nú stækkað við sig en
Ljúfmetisrýmið við hlið verslunar-
innar mun hýsa ostaskólann. Þar verð-
ur hægt að taka á móti hópum en
Eirný vonast einnig til að rýmið verði
nýtt fyrir ýmsar matartengdar uppá-
komur, t.a.m. tengt Slowfood-
hreyfingunni.
Búrið fagnar fjögurra ára starfsafmæli
Leynilögregluvinna að finna rétta ostinn
Stemning Á mörkuðum Búrsins gefst fólki tækifæri á að spjalla og smakka.
Smakk Glögg í glasi frá Aubergy.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Klær Stór krabbi kominn á land.
Viltu selja eða
kaupa fyrirtæki?
Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík,
GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665,
Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is
Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög-
giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er
með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem
rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef-
andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára-
hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum
fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting.
(magnus@firmaconsulting.is)
Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er
ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við
kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.