Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Órangútanapynjan Tori, sem hefur getið sér frægð í
heimalandi sínu, Indónesíu, fyrir reykingar, ól unga í
vikunni. Tori er fimmtán ára gömul og býr í dýragarði í
borginni Solo á eyjunni Jövu. Apynjan er landsfræg fyrir
að reykja sígarettur ótæpilega og gestir dýragarðsins
hafa oft kastað sígarettum til hennar.
AFP
Reykjandi apynja ól unga
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Fjölmiðlar í Kína skýrðu frá því í gær
að Bo Xilai, sem var einn af helstu
forystumönnum kommúnistaflokks-
ins, yrði sóttur til saka fyrir spillingu.
Bo er sagður hafa „misnotað völd sín,
þegið mútur og hegðað sér ósæmi-
lega með því að taka nokkrar konur
frillutaki“.
„Hegðun Bos hafði alvarlegar af-
leiðingar, olli flokknum og landinu
álitshnekki,
hafði mjög
slæm áhrif
heima fyrir og
erlendis og
skaðaði veru-
lega málstað
flokksins og al-
þýðunnar,“
sagði fréttastof-
an Xinhua.
Bo Xilai var
leiðtogi kommúnistaflokksins í stór-
borginni Chongqing þar til hann var
sviptur öllum embættum sínum fyrr
á árinu þegar eiginkona hans var sök-
uð um morð á breskum kaupsýslu-
manni, Neil Heywood. Eiginkonan,
Gu Kailai, var dæmd til dauða fyrir
morðið en búist er við að dómnum
verði breytt í lífstíðarfangelsi.
Flokksþing 8. nóvember
Áður en málið kom upp átti Bo
Xilai sæti í stjórnmálaráði kínverska
kommúnistaflokksins, æðstu valda-
stofnun hans, og búist hafði verið við
að hann yrði skipaður í fastanefnd
ráðsins sem tekur allar lykilákvarð-
anir í kínverskum stjórnmálum. Níu
menn eiga sæti í fastanefndinni og
gert er ráð fyrir að sjö þeirra víki úr
henni á flokksþingi sem á að hefjast
8. nóvember. Slík uppstokkun er að-
eins gerð einu sinni á áratug.
Gert er ráð fyrir að á flokksþinginu
verði ákveðið að Xi Jingping varafor-
seti leysi Hu Jintao af hólmi og verði
næsti forseti Kína.
Bo Xilai ákærður fyrir spillingu
Bo Xilai
Gigi Chao, ung
lesbísk kona í
Hong Kong, dótt-
ir auðkýfings
sem bauð hverj-
um þeim karl-
manni sem ynni
ástir hennar
jafnvirði átta
milljarða króna,
hefur grátbeðið
hann um að
draga tilboðið til baka.
Konunni, sem reyndar er gift fyr-
ir því hún gekk nýlega að eiga unn-
ustu sína, er mikill ami af tilboði
föðurins. Vinabeiðnir karlmanna
frá öllum heimshornum streyma
inn á facebook-síðu hennar.
Margir þeirra hafa einnig sett sig
í samband við föður hennar til að
lýsa kostum sínum og þeim eigin-
leikum sem þeir telja að geri þá að
vænlegu mannsefni.
„Mér er fullkomin alvara,“ skrif-
aði Frakki nokkur til föðurins, að
sögn fréttaveitunnar AFP. „Ég er
viss um að ég get gert hana ham-
ingjusama því að ég er mjúkur eins
og kona.“
Faðirinn, Cecil Chao, harðneitar
því að dóttirin sé samkynhneigð og
segir hana ekki vera gifta. Hjóna-
bönd fólks af sama kyni eru ekki
viðurkennd í Hong Kong.
HONG KONG
Vill að faðirinn dragi
tilboðið til baka
Feðgin Gigi Chao
með föður sínum.
Amazon hefur
farið fram á það
við dómstóla í
Bandaríkjunum
að þeir hafni
kröfu Apple um
að bóksalan megi
ekki nota orðið
„app store“ í
auglýsingum sín-
um.
Málið tengist málshöfðun Apple
frá því í mars í fyrra, þar sem tölvu-
risinn sakar Amazon um að misnota
nafnið „app store“ á vef sínum.
Apple gekk lengra í nóvember í
fyrra og krafðist einkaleyfis á vöru-
merkinu, skömmu eftir að Amazon
kynnti nýju lestölvuna sína.
Amazon kallaði forritaverslun
sína þaðan í frá „Amazon App-
store“ en ekki „Amazon appstore
fyrir android“ líkt og áður. Apple
sagði þetta skapa rugling hjá neyt-
endum.
BANDARÍKIN
Amazon vill fá að
nota „app store“
Franska lögreglan handtók í gær
Jeremy Forrest, breskan kennara,
sem stakk af með 15 ára gamalli
stúlku. Þeirra hafði verið leitað í
rúma viku, eftir að þau fóru frá
heimahögum sínum í Sussex með
ferju til Frakklands. Þau fundust í
borginni Bordeaux.
Stúlkan er nú undir lög-
regluvernd. Þau höfðu átt í ástar-
sambandi um hríð. Forrest var
stærðfræðikennari stúlkunnar, sem
er 15 árum yngri en hann.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
þau hefðu fundist á gangi á götu og
stúlkan virtist í góðu ástandi. Gefin
hafði verið út handtökuskipun á
hendur Forrest um alla Evrópu
vegna gruns um að hann hefði num-
ið á brott stúlku undir lögaldri. Ekk-
ert bendir þó til þess að hún hafi
ekki farið með honum af fúsum og
frjálsum vilja og foreldrar hennar
hafa ekki talið að hún væri í hættu.
FRAKKLAND
Náðist eftir að hafa
flúið með stúlku
glæsilegt sérblað um
fjölskyldubíla, atvinnu-
bíla, jeppa, pallbíla og
fleira föstudaginn
5.október.
Í þessu blaði verða kynntar margar
þær nýjungar sem í boði eru fyrir
bílaeigendur.
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið gefur út
BÍLAR
Pöntunartími auglýsinga:
er fyrir klukkan 16 mánudaginn
1.október
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569-1105
kata@mbl.is
– Meira fyrir lesendur
Fjölskyldubílar.•
Umhverfisvænir bílar.•
Rafbílar.•
Hljómtæki fyrir bílinn•
Atvinnubílar.•
Jeppar.•
Nýjustu græjur í bíla.•
Staðsetningarbúnaður.•
Varahlutir.•
Dekk.•
Umferðin.•
Bíllinn fyrir veturinn.•
Þjófavarnir í bíla.•
Námskeið.•
Ásamt fullt af öðru spennandi efni og•
fróðleiksmolum
MEÐAL EFNIS:
Tillaga að breytingu á
Aðalskipulagi Kjósarhrepps
2005-2017. Breytingin varðar
hluta frístundabyggðar í landi
Eyrar þar sem frístundabyggð er
breytt í íbúðarsvæði.
Tillagan er endurauglýst sem vegna mistaka birtist
ekki í lögbirtingablaðinu við fyrri auglýsingu.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir tillögu að
breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017
samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin varðar hluta frístundabyggðar í landi Eyrar
þar sem frístundabyggð er breytt í íbúðarsvæði.
Breytingin mun taka til lóða nr. 1-7 við Miðbúð ásamt
samliggjandi og óskipulögðu svæði suður af Miðbúð
1. Íbúðarsvæðið verður 4,6 ha að stærð og gera má
ráð fyrir að hægt verði að skipuleggja þar um 15
íbúðalóðir með 15 íbúðum.
Tillaga að breytingu verður til sýnis frá og með 29.
september 2012 til og með 15. nóvember 2012 á
eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjós
Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.kjos.is
Á skrifstofu Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,
105 Reykjavík
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir
við breytingartillöguna. Athugasemdir skulu hafa
borist eigi síðar en 15. nóvember 2012.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins
að Ásgarði, 276 Mosfellsbær eða á netfangið
skipulag@kjos.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir
við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast
samþykkja hana.
Kjósarhreppur 27. september 2012
Jón Eiríkur Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps
Tillaga að breytingu á
deiliskipulagi frístundabyggðar í
landi Eyrar
Sveitarstjórn Kjósarhrepps auglýsir tillögu að
breytingu deiliskipulags samkvæmt 1. mgr. 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar hluta
frístundabyggðar í landi Eyrar þar sem
frístundalóðum við Miðbúð 1-7 er breytt í íbúðarlóðir.
Sömu byggingarskilmálar munu gilda eftir breytingu
og mun heildar yfirbragð byggðar haldast óbreytt.
Breyting á deiliskipulagi þessu er ekki í samræmi við
aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017 og því er
aðalskipulagsbreyting auglýst samhliða
deiliskipulagsbreytingu.
Tillaga að breytingu verður til sýnis frá og með 29
september 2012 til og með 15 nóvember 2012 á
eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjós
Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.kjos.is
Á skrifstofu Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,
105 Reykjavík
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir
við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu hafa borist
eigi síðar en 15. nóvember 2012.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins
að Ásgarði, 276 Mosfellsbær eða á netfangið
skipulag@kjos.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir
við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast
samþykkja hana.
Kjósarhreppur 27. september 2012
Jón Eiríkur Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps