Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Eftir þrjár vikur fer fram svokölluð „ráðgefandiþjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlaga-ráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og til-tekin álitaefni þeim tengd“, eins og segir á kjör- seðli. Eins og margoft hefur verið bent á er þetta skoðanakönnun um afstöðu fólks til vissra grundvallarþátta í stjórnskipan landsins. Meginspurningin sem svara ber er þessi: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grund- vallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Þessari spurningu og öðrum á að svara já eða nei. Ég get ekki annað en svarað þessari spurningu neitandi og mun hér á eftir skýra þá afstöðu og færa rök fyrir henni. Meginástæðan fyrir þessari afstöðu er sú, að mér finnst til- lögur stjórnlagaráðs vera alltof íhaldssamar. Í 60. grein tillagna stjórnlagaráðs segir: „Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar … Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi en inn- an þriggja mánaða skal bera lögin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.“ Þetta er efnislega samhljóða ákvæði og nú er í 26. gr. stjórnarskrárinnar. Hvernig í ósköpunum stendur á því, að stjórnlagaráð leggur til að við- halda þessu forneskjulega og úrelta ákvæði, sem við erum með í núgildandi stjórnarskrá og komið er frá fyrrum dönskum nýlenduherrum okkar? Það er efnislega fráleitt að einn maður hafi slíkt vald í höndum, eins og rækilega var sýnt fram á í umræðum um þetta ákvæði vorið 2004 í tengslum við umræður um fjölmiðlalögin. En þar að auki leggur stjórnagaráð til í 65. gr. að þjóðin sjálf fái þennan málskotsrétt en þar segir: „Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög, sem Alþingi hefur samþykkt.“ Þetta er góð tillaga. Svona á þetta að vera. Þetta vald á að vera í höndum þjóðarinnar. Eina spurningin er sú, hvort þessi þröskuldur eigi að vera lægri eins og Birgitta Jóns- dóttir, alþingismaður, benti á í umræðum á fundi Stjórn- arskrárfélagsins í Iðnó sl. miðvikudagskvöld. En um leið og ekki stærri hluti þjóðarinnar hefur þetta vald í sínum hönd- um er algerlega ástæðulaust að það sé líka á hendi eins manns á Bessastöðum. Hins vegar er ákvæði 67.gr. í tillögum stjórnlagaráðs ill- skiljanlegt en þar segir m.a.: „Mál, sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.“ Hvers vegna má þjóðin ekki ákveða í þjóðaratkvæða- greiðslu, hvort hún vill greiða tiltekinn skatt til þess t.d. að kosta heilbrigðisþjónustuna í landinu? Hvers vegna mega íbúar einstakra sveitarfélaga ekki ákveða að kosta skóla í sínu byggðarlagi með sérstöku skólaútsvari og ákveða sjálf- ir hvað það skuli vera hátt? Koma þjóðinni ekki við „þjóðréttarskuldbindingar“? Er þetta ákvæði kannski sett til að koma í veg fyrir að þjóðin taki upp á að hafna lögum frá Brussel? Afstaða ráðamanna ESB í Brussel til þess að þjóðir taki sjálfar ákvarðanir í eig- in málum er alþekkt. Fyrir tæpu ári ákvað þáverandi for- sætisráðherra Grikklands, Papandreou, að leggja aðhalds- aðgerðir sem voru skilyrði annarra Evrópuríkja fyrir lánveitingum til Grikklands undir þjóðaratkvæði. Hann vildi láta grísku þjóðina samþykkja eða hafna þeirri leið út úr erfiðleikum hennar sem Evrópusambandið, Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og Seðlabanki Evrópu gáfu kost á. Þetta var lýðræðisleg afstaða og sjálfsögð. Hann tilkynnti þessa ákvörðun op- inberlega. Hvað gerðist? Það varð uppnám í höfuðborgum hinna ráð- andi ríkja í ESB. Papandreou var þvingaður til að hverfa frá þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu með hót- unum að tjaldabaki. Eru það svona „þjóðréttarskuldbindingar“ sem ís- lenzka þjóðin má ekki hafa skoðun á að mati stjórnlagaráðs? Það er jákvætt í tillögum stjórnlagaráðs að gert er ráð fyrir þaki á þann árafjölda, sem sami maður geti gegnt emb- ætti forseta Íslands. En aftur birtist undarleg íhaldssemi gagnvart breytingum í þeirri tillögugerð. Í 79. gr. segir: „Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.“ Þetta er alltof langur tíma að fenginni reynslu. Samtals tólf ár. Vilji þjóðin á annað borð halda forsetaembættinu, sem engin þörf er á, væri eðlilegt miðað við okkar sam- félagshætti að einn og sami maður gegndi því embætti ekki lengur en í eitt kjörtímabil, sem þá gæti kannski verið sex ár. Það sem þó er gagnrýnisverðast og sýnir íhaldssemi stjórnlagaráðs í skýru ljósi er, að engin alvöru tilraun er gerð í þessum tillögum til að koma til móts við þann vaxandi tíðaranda, að stjórnskipan landsins beri að umbylta á grundvelli beins lýðræðis. Vel sóttur fundur Stjórnarskrár- félagsins í Iðnó á miðvikudagskvöld og umræður þar sýndu, að hugmyndir um að byggja stjórnskipun landsins á beinu lýðræði, þar sem fólkið sjálft taki meginákvarðanir í lands- málum í þjóðaratkvæðagreiðslum og í sveitarstjórnum í íbúakosningum, eru að fá byr undir báða vængi. Þann veru- leika hefðu tillögur stjórnlagaráðs þurft að endurspegla til þess að þær skiptu sköpum. Þess verður vart að einhverjir hafi áhyggjur af að fáir taki þátt í þessari skoðanakönnun. Þess vegna er ástæða til að hvetja fólk til að taka þátt í henni. Það yrðu mikil mistök ef stuðningsmenn tillögunnar einir tækju þátt í þessari könnun og framhaldið yrði síðan á þeirra forsendum. Það er mikilvægt að við setjum lýðveldi okkar nýja stjórnarskrá en hún verður að vera framfarasinnaðri en þessi tillaga gerir ráð fyrir. Of íhaldssamt stjórnlagaráð Af innlendum vettvangi… Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Ég get ekki annað en svarað þessari spurningu neitandi... mér finnst tillögur stjórnlag- aráðs vera alltof íhaldssamar. Flosi Ólafsson létti lund brúnaþungra landa sinna í vikulegumpistlum í Þjóðviljanum í gamla daga. Þar sneri hann m.a. útúr málsháttum („Svo lengist lærið sem lífið“; „Oft má salt ketliggja“, o.s.frv.). Örn Árnason leikari skrifaði mér og rifjaði upp að Flosi hefði kennt sér tvær vísur sem reyndar líta alls ekki út eins og vísur. Sú fyrri er eignuð Tómasi Guðmundssyni: „Ég er eins og eftir loftárás, það er lygilegt að ég sé ennþá oftast á fylliríi.“ Setjum þetta upp eins og vísu: Ég er eins og eftir loft- árás, það er lygi- legt að ég sé ennþá oft- ast á fylliríi. Ég læt lesendum eftir að finna línuskilin í seinni vís- unni: „Sýslumaður segir það séu velborgandi fimmtán krónur fyrir að fara að Sævarlandi.“ Ömmur og afar – já, foreldrar, jafnvel kennarar – gætu lagt þessar þrautir fyrir börnin. Þannig gæti kviknað áhugi á rími og kveðskap sem aldrei dvín. Það er skemmtilegt að rýna í dægurlagatexta með málfar í huga. Hver man ekki eftir textanum sem byrjar svona: „Það er bara þú, bara þú sem ég þrái.“ Við heyrum að þetta hljómar betur en „Það ert bara þú …“, sem telst þó vera málfræðilega rétt. En hér ræður öruggur smekkur skáldsins. Óðinn Valdimarsson gerði frægt lagið „Ég er kominn heim“. Þar seg- ir m.a.: „Að ferðalokum finn ég þig/ sem mér fagnar höndum tveim.“ Hér er þágufallið „höndum tveim“ dæmi um tækisfall en í slíku tilviki er enginn sjáanlegur fallvaldur (í setningafræðinni kallast þetta aukafalls- liður). Menntaskólanemar fá prik fyrir að benda á tækisfallið þegar þeir þurfa að skýra vísur úr Hávamálum (Eyrum hlýðir/ augum skoðar) eða Egils sögu (Farið hef eg blóðgum brandi og gjallanda geiri). En þetta er sem sagt lifandi mál; við segjum t.d.: Hún tók okkur „opnum örmum“, „tveim höndum“, jafnvel „báðum höndum“ (hendurnar eru „tæki“ okkar rétt eins og blóðugt sverð (brandur) Egils). Við ættum einmitt að vera vakandi gagnvart því sem heyrist og sést hér og nú og snertir stíl og málfar. Hví ekki að grípa stundum til nýjustu bókanna í þessu skyni? Hallgrímur Helgason sýnir frábær stíltilþrif í bókinni Konan við 100°. Herbjörg María Björnsson segir frá. Þar eru einnig dæmi um frumlega orðnotkun; lýsingarorðið „stritgrannur“ er t.d. haft um líkama „ömmu Veru“, þeirrar sem nefndi almættið jafnan „bóndann á Efstabæ“. Gætu orðmenn kvöldsins á Rás 1, kl. 22:10, kannski gripið til Efstabæjarbóndans annað slagið til að hressa upp á bragðdaufan stílinn? El ín Es th er Nýtt á mbl.is: „Sjávarfang og sérhljóðar“ með spakmælasnillingnum Pedró mörgæs* *Samt ekki í alvöru. Málið Sjaldan er góð ýsa of oft soðin! „Bóndinn á Efstabæ“ Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Þótt söguþráðurinn í Atómstöð-inni eftir Halldór Kiljan Lax- ness sé um margt sóttur í tékkneska skáldsögu, Anna Proletarka eftir Iv- an Olbracht, eins og ég hef áður bent á, eru í henni nokkrar ramm- íslenskar söguhetjur. Ein þeirra er organistinn, sem settur er saman úr tveimur vinum Laxness, Þórði Sig- tryggssyni tónlistarkennara og Er- lendi skrifstofumanni Guðmundssyni í Unuhúsi. Hvorugur var við konu kenndur, og Þórður leyndi því hvergi, að hann væri samkyn- hneigður. Ein frægustu orð organist- ans í Atómstöðinni eru: „Það er ekki til önnur kynferðileg öfughneigð en einlífi.“ Laxness hefur þessi orð sennilega úr skáldsögu Aldous Huxleys, Eye- less in Gaza, sem kom út 1936 og heimildir eru til um, að hann las. Þar segir (27. k.): „Chastity – the most unnatural of all the sexual perver- sions.“ Skírlífi – afbrigðilegasta kyn- ferðilega öfughneigðin. Hugsanlega hefur Huxley stuðst við svipaða hugmynd í bók eftir franska rithöfundinn Remy du Gour- mont, Physique de l’amour, sem kom út 1903. Þar segir, að skírlífi (chas- teté) sé „de toutes les aberrations sexuelles la plus singulière“, af öllum kynferðilegum öfughneigðum hin einkennilegasta. Víkur nú sögunni til ársins 1974. Þá var ég fulltrúi á þingi ungra íhaldsmanna í Kaupmannahöfn og hitti þar meðal annars Carl Bildt frá Svíþjóð og Karl Rove frá Bandaríkj- unum, sem síðar urðu kunnir stjórn- málamenn. Formaður Evrópusam- taka ungra íhaldsmanna þá var maður að nafni Tom Spencer. Ég kynntist honum ekki að ráði, en hann var fjörugur og skemmtilegur. Hann settist síðar á Evrópuþingið fyrir breska íhaldsflokkinn. Mörgum árum síðar sá ég mér til mikillar undrunar í enskum blöðum, að Spencer hefði eitt sinn verið hand- tekinn á Lundúnaflugvelli, þegar hann kom þangað frá Amsterdam, og hafði hann fjölda klámrita og vægra fíkniefna (kannabis) í fórum sínum; þetta var löglegt í Hollandi, en ólög- legt á Bretlandi. Þá sagði hann hið sama við blaðamenn og þeir Laxness og Huxley: Skírlífi er eina kynferði- lega öfughneigðin. Hætti Spencer af- skiptum af stjórnmálum við svo búið, þótt ekki yrði hann organisti. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Afbrigðilegasta öfughneigðin TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.