Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Seðlabankinn hefur
nú opinberað langa
skýrslu um pen-
ingastefnu fyrir Ís-
land. Samkvæmt rit-
stjóra skýrslunnar
var megináhersla við
gerð hennar „að
skoða galla og kosti
þess að leggja af
krónuna og taka upp
evru“. Hvert er gildi
skýrslu sem leggur
upp með þessar forsendur? Stað-
reynd er að meirihluti landsmanna
hafnar innlimun Íslands í Evrópu-
sambandið og hafnar þar með upp-
töku evrunnar.
Seðlabankinn telur að stjórn
peningamála á Íslandi hafi full-
komlega mistekist undanfarna ára-
tugi. Í skýrslunni segir: „Benda
niðurstöður til þess að pen-
ingastefnan hafi brugðist of seint
og of veikt við mögnun ójafnvægis
í þjóðarbúskapnum og virðist ljóst
að samspili peningastefnunnar við
stefnuna í ríkisfjármálum hafi ver-
ið stórlega ábótavant.“ Seðlabank-
inn hefur því fellt þann dauðadóm
yfir eigin verkum sem allir á Ís-
landi vita að er réttur.
Þrátt fyrir að hafa fellt dauða-
dóm yfir eigin starf-
semi axlar Seðlabank-
inn enga ábyrgð á
þeim stórfellda þjófn-
aði sem almenningur í
landinu hefur mátt
þola undanfarna ára-
tugi og kristallast hef-
ur í tíðum gengisfell-
ingum og verðbólgu.
Okurvextir, eigna-
bruni og verðbólga
hefur allt verið afleið-
ing torgreindrar pen-
ingastefnu Seðlabank-
ans. Alþingi hefur
jafnan lotið forræði Seðlabankans
hvað peningastefnu varðar og
þokukenndar tilvísanir til „stefnu í
fjármálum ríkisins“ hitta engan
fyrir nema Seðlabankann sjálfan.
Hefur Seðlabankinn ekkert
vit á peningamálum?
Seðlabankinn boðar ennþá þá
meinvillu að „tiltrú á torgreinda
peningastefnu“ og traust á „óskilj-
anlegri hegðun seðlabankastjóra“
séu hornsteinar árangursríkrar
stjórnar á hagkerfinu. Ekkert
gæti verið fjær sanni, því að
hvorki almenningur né fjármála-
fyrirtæki taka mark á innihalds-
lausum yfirlýsingum og haldlaus-
um spádómum Seðlabankans.
Margt er undarlegt í þessari
skýrslu og þar á meðal eftirfarandi
setning: „Gegni gengi gjaldmiðla
mikilvægu sveiflujöfnunarhlutverki
ættu efnahagssveiflur að jafnaði að
vera meiri í ríkjum sem fylgja
ósveigjanlegri gengisstefnu en í
þeim sem eru með sveigjanlegra
fyrirkomulag.“ Þarna er snúið á
haus því sem almennt er talin vera
staðreynd. Fastgengi (ósveigjanleg
gengisstefna) leiðir til stöðugleika,
en flotgengi (sveigjanlegt fyrir-
komulag) veldur sveiflum, verð-
bólgu og efnahagserfiðleikum. Mil-
ton Friedman benti á að vegna
þessara ókosta ættu ríki með smá
og viðkvæm hagkerfi að velja fast-
gengi.
Raunar staðfestir Seðlabankinn í
skýrslu sinni að framangreind full-
yrðing bankans er röng, því að
hann segir: „Nánast öll smáríki
hafa valið þann kost að tengjast
stærra gjaldmiðlasvæði í gegnum
myntbandalag eða annars konar
gengistengingu sem er í mjög föst-
um skorðum enda má færa rök
fyrir því að kostnaðurinn við að
fórna sveiflujöfnunarhlutverki
sjálfstæðrar peningastefnu sé
óverulegur við slíkar aðstæður.“
Þarna er auðvitað verið að tala um
myntráð (annars konar geng-
istenging), sem er ríkjandi fyr-
irkomulag í ríkjum með veikburða
hagkerfi. Nefna má Hong Kong,
sem lengi hefur búið við myntráð,
og hið lýsandi dæmi Búlgaríu, sem
hafnaði evrunni og ákvað að halda
sig áfram við myntráð, enda með
góða reynslu af því.
Eru langar skýrslur
eina framlag Seðlabankans?
Seðlabankanum er svo umhugað
að halda fram röngum fullyrð-
ingum til framdráttar upptöku
evru að skýrsluhöfundar gera
mörg afglöp. Þannig segir: „Fast
gengi innan myntbandalags nýtur
eðli máls samkvæmt meiri trú-
verðugleika en einhliða geng-
istenging vegna þess að ekki þarf
að nota takmarkaðan gjaldeyr-
isforða til þess að verja tiltekið
gengi.“ Er raunin sú að hagkerfi
Grikklands njóti mikils trúverð-
ugleika? Staðreyndin er sú að
myntráð þarf ekki að halda í vara-
sjóði nema um 40 milljarða króna í
erlendri stoðmynt. Furðusögur um
annað bera vitni um mikið þekk-
ingarleysi.
Einhver á kontór Seðlabankans
er samt með fullu viti, því að um
myntráð er sagt: „Með slíku
fyrirkomulagi skuldbinda stjórn-
völd sig til þess að skipta inn-
lendum gjaldmiðli út fyrir kjöl-
festugjaldmiðilinn (stoðmynt) á
fyrirfram ákveðnu gengi og er
skuldbindingin jafnan fest í lög
(stjórnarskrá) til að auka trúverð-
ugleika hennar enn frekar.“
Sannleikurinn er sá að al-
vörumyntráð nýtur 100% trausts,
því að ekki er hægt að hreyfa við
fyrirkomulaginu nema með
löngum aðdraganda og með sam-
þykki í þjóðaratkvæði. Traust er
því ekki rétta hugtakið að nota
um myntráð, heldur fullvissa.
Þokumugga Seðlabankans ein-
kennir skýrsluna. Því er ítrekað
haldið fram að myntráð kalli á
„mjög mikinn gjaldeyrisforða til
að styðja við gengistenginguna“
og til að „veita innlendu fjár-
málakerfi lausafjárfyrirgreiðslu“.
Myntráð hefur ekki þörf á stórum
gjaldeyrissjóði og það er ekki
verkefni myntráðs að stunda lán-
veitingar til fjármálafyrirtækja.
Skilvirkni myntráðs byggist á
einföldu og opnu kerfi, auk þess
að tryggja gengisfestu. Það er
einnig mikill kostur við fyr-
irkomulag myntráðs, að það veitir
ekki lánveitingar til þrautavara.
Bankarnir verða að fjármagna sig
sjálfir og taka ábyrgð á eigin
rekstri. Almenningur hafnar arð-
ráni hins torgreinda fjár-
málaþurs.
Seðlabankinn fellir dauðadóm yfir
eigin starfsemi, en axlar enga ábyrgð
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson » Seðlabankinn telur
að stjórn peninga-
mála á Íslandi hafi full-
komlega mistekist und-
anfarna áratugi.
Loftur Altice Þor-
steinsson
Höfundur er verkfræðingur og
stjórnarmaður í félaginu Samstaða
þjóðar.
„Hvað sérðu?“ segir
listamaðurinn Mark
Rothko við Ken að-
stoðarmann sinn ný-
ráðinn og stendur á
öndinni þegar hann
starir inn í djúp í nýj-
asta verks síns sem er
í þann veginn að verða
fullkomið. „Ég sé
rautt,“ segir aðstoð-
armaðurinn í einlægni.
Rauði liturinn ríkir
á sviðinu sem er stúdíó listamanns-
ins þar sem lífið sjálft er sett á svið
og málverkin eru leiktjöldin. Rautt
hefur margræða merkingu því á
þeim lit byrja allir harmleikir.
Hann táknar byltingu, blóð og hold-
ið bæði að utan og innan og lífsvilj-
ann sem er að berjast á móti svarta
litnum sem líka er uppistaða í verk-
unum og táknar hindranir, hrörnun
og vonleysi. Ramminn sem striginn
er strekktur á markar raunveru-
leikaskynjunina og skilgreinir þau
mörk sem samfélaginu og listinni
eru sett og hann brotnar í átaka-
miklum samskiptum listamanns og
aðstoðarmanns. Strekktur striginn
táknar stríða lund listamannins,
litagrunnurinn er spegill sálarinnar
og dúkurinn sem hann stendur á
þegar hann þekur strigann er him-
inhvolfið. Með list sinni skilgreinir
hann hið handanlæga, eilífðina, og
hlutverk málverksins er hvorki
meira né minna en það að svara
ýtrustu spurningunum um mann-
inn.
Sköpunarkraftur myndlistar-
mannsins er nátengdur geðsveiflum
hans og sjálfsálit hans á það til að
ná kosmískri vídd og hann þykist
ekki þurfa á svarinu frá aðstoð-
armanninum að halda. En hann
missir sig þegar það kemur og
áhorfandann grunar að það sé
vegna þess að hann var ekki sjálfur
alveg viss í sinni sök. Vandinn sem
þessi listamaður stendur frammi
fyrir er sá að hann er háður aðstoð-
armanni sínum og um leið öðrum
sem horfa á og kaupa
list hans, en flesta
þeirra fyrirlítur hann
og mest þá sem geta
borgað best. Það eru
undarleg ósköp að am-
erískt kapital virðist
oft sækja einna mest
til þeirra sem hata það
mest.
Aðalpersónan er
gyðingur, fæddur í
Rússlandi, sem hefur
gert það gott í lista-
mannakreðsum í New
York. Hann hefur
sökkt sér í verk Nietzsches, Freuds
og Jungs um frumhvatirnar og
mýturnar sem ráða ríkjum á bak
við ytri ásýnd hlutanna. Hann er
abstrakt-expressjónisti en sú stefna
leysti geometríska abstaksjón og
súrrealisma af hólmi, en stendur nú
(á sjöunda áratugnum) frammi fyrir
því að popplistin yfirborðslega er
að koma í staðinn. Mark Rothko
féll fyrir eigin hendi árið 1970 tæp-
lega sjötugur að aldri, en þá hafði
hann bæði misst álitið á sjálfum sér
og list sinni.
Leikritshöfundurinn John Logan
er af írsku bergi brotinn en fæddur
í Bandaríkjunum árið 1961. Hann
skrifar einnig kvikmyndahandrit og
lagði út í heilmikla rannsókn-
arvinnu á ævi og list Rothkos. Sjón-
rænt innsæi hans skilar sér vel í
þessu verki og ekki spillir að leik-
stjórinn er sjálfur vanur kvik-
myndaleikstjóri. Í samspili leik-
tjalda og samtala listamanns og
aðstoðarmanns, sem verður alter
ego Rothkos, eru leikhúsgestir
leiddir inn í heim málarans sem
starir í leiðslu út í salinn þar sem
listaverkið er að fæðast. Svo heill-
aður er þessi listamaður af köllun
sinni að það stappar nærri brjál-
semi og hann kyndir undir tilfinn-
ingalífinu og sköpunarþránni með
óhófi í mat, áfengi og tónlist og með
því að niðurlægja aðstoðarmanninn.
Úr litum og formum vill hann
skapa æðri heim, fullkominn heim,
eilíf verðmæti eins og gullgerð-
armennirnir á miðöldum. Og það
tekst næstum því hjá honum, en
ekki á forsendum heimsyfirráða
heldur á forsendum harmleiksins
sjálfs. Það er hinn stóri sannleikur
sem ber uppi verkið, gerir að-
alpersónuna trúverðuga og tíminn í
leikhúsinu líður fljótt. Í kaupbæti fá
leikhúsgestir góðan skammt af
listaheimspeki og djúpsálarfræði.
Smám saman kemur það í ljós
sem rekur þessa órólegu sál áfram
á listabrautinni og um leið fær mað-
ur innsýn í þverstæðurnar í list
hans. Í raun er hann að búa til
helgimyndir, íkona sinnar eigin
sannleiksleitar, en hann lendir í því
að búa til dýra skreytilist fyrir auð-
kýfinga. Í verkinu er smám saman
undið ofan af hrokanum og sjálfs-
blekkingunni og þá kemur gullið í
ljós um leið og svartur verður ofan
á. Hér er um að ræða ekta harm-
leik og hann gengur upp sem slík-
ur.
Þetta verk, sem hefur farið sig-
urför á fjölum margra leikhúsa, var
frumsýnt á litla sviði Borgarleik-
hússins 21. september sl. Það var
nokkuð öruggur leikur að fá þraut-
reyndan symbolista í leikhúsi og
kvikmyndum, Kristínu Jóhann-
esdóttur, til að leikstýra því. Hún
brilleraði á sama sviði sl. vor með
uppsetningu sinni á leikritinu Beðið
eftir Godot eftir Samuel Beckett og
því mátti vænta mikils af henni í
þetta sinnið einnig og hún stóð und-
ir væntingunum. Leikararnir tveir,
Jóhann Sigurðarson og Hilmar
Guðjónsson, komust báðir vel frá
sínum hlutverkum. Notkun leik-
mynda í þessu verki er snilld.
Gullgerðarlist á litla
sviði Borgarleikhússins
Eftir Pétur
Pétursson » Sköpunarkraftur
myndlistarmannsins
er nátengdur geð-
sveiflum hans og sjálfs-
álit hans á það til að ná
kosmískri vídd
Pétur
Pétursson
Pétur Pétursson er prófessor í prakt-
ískri guðfræði við Háskóla Íslands.
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Það eru alltaf
þjálfarar þér
til aðstoðar
… Heilsurækt fyrir konur
Nýtt!
bjóðum
nú einnig
upp á tri
mform
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því
ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca.
3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma
hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari
núna. Curves er frábær staður með frábæru
starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að
æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur