Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 ✝ Halla Berg-steinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 9.10. 1941. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 22.9. 2012. Hún var annað barn Sveu Maríu Norman, f. 23.11. 1917, d. 26.6. 1994, og Bergsteins Jón- assonar, f. 17.12. 1912, d. 2.7. 1996. Systkini hennar eru Kjart- an Bergsteinsson, f. 15.9. 1938, Jónas Bergsteinsson, f. 24.8. 1948, og Vilborg Betty Berg- steinsdóttir, f. 7.12. 1950. Halla giftist Sigurgeiri Sig- urjónssyni, f. 15.3. 1941, d. 28.9. 1993. Dóttir þeirra er Svea Soffía, f. 10.9. 1963, sem er gift Óskari Ólafssyni, f. 29.3. 1952. Börn hennar eru Halla María Þorsteins- dóttir, f. 5.5. 1987, og Sigurgeir Óskarsson, f. 11.12. 1998. Jarðsungið verður frá Landa- kirkju, Vestmannaeyjum, í dag, 29. september 2012, kl. 14. Einkadóttir móður sinnar kveður í dag elskulega mömmu sína með miklum söknuði en huggar sig við að hennar bíður móttökunefnd, sem ekki er af lakari endanum og hafa eflaust orðið fagnaðarfundir. Hún Halla á Múla var einstaklega hlý og góð og betri mömmu er ekki hægt að hugsa sér. Erfið veikindi hennar síðastliðin ár tóku sinn toll og var hún búin að heyja marga erfiða baráttuna, sem oft leit út fyrir að vera ósigrandi en einhvern veginn tókst henni allt- af að hrista það af sér með ótrú- legri seiglu og góðra manna hjálp. Hún varð samt að láta í minni pokann að þessu sinni og játa sig sigraða. Einkadóttirin þakkar uppáhaldsmömmu sinni fyrir samfylgdina síðustu 49 árin og góðum Guði fyrir að leyfa okkur að fara síðasta spölinn saman. Eftir situr minning um fallega og góða konu sem vildi allt fyrir alla gera og var óspör á kossa og faðmlög. Mig langar að nota tækifærið og þakka læknum, hjúkrunar- fólki og þá sérstaklega starfs- fólki á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja ásamt öllum hennar frábæru og tryggu vinum fyrir ómetanlegan stuðning, Guð blessi ykkur öll. Svea. Ætlunin var að setja á blað góðar minningar sem við amma áttum saman en þar sem í það hefði þurft heila bók langar okk- ur systkini bara að þakka henni ömmu fyrir allt sem hún var okk- ur og allt sem hún gerði fyrir okkur, við eigum eftir að sakna hennar svo ólýsanlega mikið. Hún amma okkar er með eyru sem hlusta af alvöru, faðm sem heldur svo fast, ást sem er ótak- mörkuð og endalaus og hjarta gert úr gulli. Halla María og Sigurgeir. Ég man hana fyrst í brúnköfl- ótta hringskorna pilsinu sínu á balli í Samkomuhúsinu dansandi „jive“ við hann Sigurgeir sinn og alla hina flinku strákana. Þetta var á árunum kringum 1960. Hún var sannarlega glæsileg á velli, há og grönn og svona ótrú- lega flink að dansa. Við áttum sannarlega eftir að bralla margt saman og skemmta okkur og jafnvel stundum öðrum (eða það héldum við a.m.k.). Mennirnir okkar voru báðir í Akóges og tókum við oft þátt í alls konar gríni og glensi á skemmtunum þar. Við vorum saman í kvenfélag- inu Líkn, þar sem Halla stjórnaði fjöldasöng, aðallega á skemmt- unum eldri borgara, og kallaði hún þá oft á mig og nutum við þess að syngja svolítið með gamla fólkinu. En svo kom að því að við vorum sjálfar orðnar „gamla fólkið“, en við stóðum meðan stætt var. Þá eru ótalin öll árin sem við sungum saman í Samkórnum og í Kór Landakirkju, en þar söng Halla frá fermingaraldri. Starfið í þessum kórum var bæði gefandi og skemmtilegt fyrir líkama og sál. Söngurinn var auðvitað í há- vegum hafður. Mest var auðvitað sungið á æfingum og við kirkju- legar athafnir. Við settum upp stór kórverk, sem sungin voru bæði heima og erlendis. Svo voru alls konar tónleikar, bæði á vorin að ógleymdum jólatónleikunum ár hvert þar sem við fengum til liðs við okkur helstu söngvara landsins. Ekki má gleyma öllum ferðalögunum sem við fórum í bæði innanlands og utan.Við fór- um til ýmissa landa í Evrópu og m.a.s. til Taílands, en söngstjór- inn okkar í meira en 40 ár, hann Guðmundur kantor, er giftur Deng, sem er fædd og uppalin þar. Við áttum börn jafngömul í sama bekk og Halla vann um tíma á skrifstofu Fiskiðjunnar með Guðjóni eiginmanni mínum. Það varð þeim mæðgum og reyndar öllum vinum og vanda- mönnum mikið áfall þegar Sig- urgeir greindist með krabba- mein og lést eftir erfið veikindi. Það var eins og lífsneistinn slokknaði hjá Höllu minni. Hún gekk í gegnum mikil og erfið veikindi árum saman og fékk loks hvíldina á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 21. sept. síðastliðinn. Elsku Halla mín. Ég kveð þig að sinni og þegar við hittumst á ný verður lagið tekið með og án orða, og þá tökum við nú Bjarna- staðabeljurnar og Pretty Wom- an, eins og við gerðum svo oft. Elsku Svea, Halla María, Sig- urgeir, Óskar,Villa og aðrir að- standendur. Við Gaui sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Elsku Halla, vertu Guði falin, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona og söngsystir, Hólmfríður Ólafsdóttir. Elskuleg vinkona okkar hún Halla er dáin. Það má með sanni segja að hún hafi verið leyst þrautunum frá. Síðastliðin tíu ár hefur hún átt við erfið veikindi að stríða. Margs er að minnast eftir ára- tuga vináttu, oft var glatt á hjalla hjá okkur, mikið sungið og trall- að þegar við vorum ungar. Og síðan okkar ágæti saumaklúbbur sem hefur starfað í 46 ár, þar sem sífellt er verið að reyna að leysa lífsgátuna. Sumarbústaðar- ferðirnar og utanlandsferðirnar eru ógleymanlegar. Við náðum alltaf svo vel saman, hvort sem var á gleði- eða sorgarstundum. Ekki væri ég hissa þótt þær væru farnar að tjútta þarna uppi hjá himnaföðurnum Halla og Klara, sem við kvöddum fyrir að- eins fimmtán mánuðum. Eftir að Halla missti hann Sig- urgeir sinn fyrir nítján árum hef- ur einkadóttirin hún Svea og hennar fjölskylda verið lífið hennar Höllu. Svea hefur verið óþreytandi að sinna mömmu sinni og létta henni lífið á allan hátt. Elsku Svea, Óskar, Halla María, Sigurgeir, Villa, Jónas og Kjartan, megi góðu minningarn- ar ylja ykkur og sefa söknuðinn. Blessuð sé minning Höllu Bergsteinsdóttur. Fríða, Elísabet, Hildur, Kristín, Stella, Guðbjörg, Sigga, Elínborg. Þá hefur vinkona mín Halla á Múla kvatt þetta jarðlíf. Hún hefur átt við langvarandi veik- indi að stríða, en nú er þjáning- unum lokið. Ég hefi þekkt Höllu frá því ég var smástrákur, hún var að vísu nokkrum árum eldri en ég, en við ólumst upp á sömu torfunni í miðbæ Vestmannaeyja. Síðar kynntist ég henni betur þegar við Sigurgeir maður hennar, sem látinn er fyrir allmörgum árum, urðum samstarfsmenn og félagar í stjórn Eyverja, FUS. Enn betur kynntumst við svo þegar ég sem framkvæmdastjóri Herjólfs hf. réð Höllu til vinnu á skrifstofunni hjá mér. Unnum við þar saman til fjölda ára eða allt þar til Herjólfur hf. lagðist af og við fórum hvort í sína áttina. Þessi tími okkar á Herjólfs- skrifstofunni var alveg frábær, nánast allan tímann unnum við fjögur þar, auk mín voru það Dússý, Halla og Binna, og urðum eins og ein fjölskylda. Ræddum um allt og ekkert og þekktum hvert annað afar vel og tókum þátt í gleði og sorg hvert annars. Höllu varð það mikið áfall þeg- ar hún missti Sigurgeir sinn og raunar náði sér aldrei eftir það, en við samstarfsfólkið reyndum að létta henni lífið eins og við gátum og fyrir það var hún þakk- lát. Það sagði hún mér oft síðar. Halla var mjög glaðvær og skemmtilegur félagi, var alltaf til í smá glens og hafa gaman af hlutunum. Þá var hún afar sam- viskusöm og vildi gera alla hluti sem allra best. En nú er hún farin. Hún er önnur af þessum fjórum sem unnu þarna saman sem hverfur frá þessu jarðlífi. Dússy, þessi elskulega vinkona okkar, lést fyrir um fjórum árum úr krabba- meini, langt um aldur fram. Það var okkur öllum mikill missir. Ég veit ég get talað fyrir munn okkar Binnu, sem eftir lif- um, að betri félaga og samstarfs- fólk en Höllu og Dússý er vart hægt að hugsa sér. Hafið báðar þökk fyrir allt og allt. Um leið og ég bið góðan Guð að blessa minningu Höllu á Múla sendi ég dóttur hennar Sveu og öllum aðstandendum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Magnús Jónasson frá Grundarbrekku. Vinkona mín til fjölda ára er látin. Höllu frá Múla í Vest- mannaeyjum kynntumst við hjónin þegar við fluttum til Vest- mannaeyja 1959. Hún var dóttir hjónanna Sveu Norman og Berg- steins Jónassonar, sem bjuggu á Múla með fjögur börn. Pabbi minn, sem var þá kokk- ur á Kyndli, hafði spilað brids við Steina og félaga þegar siglt var til Eyja. Við Axel keyptum skó- búðina af Oddi Þorsteinssyni frænda hans og fluttum út í Eyj- ar með Sigrúnu dóttur okkar að verða fjögurra ára. Steini var betri en enginn að hjálpa okkur að flytja og Halla hjálpaði okkur að koma okkur fyrir. Halla var mjög vinsæl og glað- vær, söng með vinkonum sínum oft opinberlega. Hún var hrókur alls fagnaðar og hafði gaman af að dansa. Hún og vinir hennar voru oft fengin til að starta böll- um. Var unun að sjá þau tjútta af mikilli list. Hún fór með Klöru vinkonu sinni á húsmæðraskóla að Laugalandi í Eyjafirði. Einnig fóru þær til Kaupmannahafnar og unnu á hóteli. Þetta voru geysilega skemmtilegir tímar. Heim kom hún og fór að vinna í Kaupfélaginu í nokkur ár. Hún giftist Sigurgeiri Sigur- jónssyni og eignuðust þau Sveu Soffíu árið 1963, en Svea er gift Óskari Ólafssyni og á hún tvö börn, Höllu Maríu og Sigurgeir, sem hún var ákaflega stolt af. Halla og Sigurgeir settu upp verslunina Stafnes á Bárustíg með Jónasi bróður hennar og seinna Hermanni Einarssyni. Þau seldu síðar verslunina. Halla fór að vinna á Herjólfsafgreiðsl- unni. Hún söng með kirkjukór Vestmannaeyja í fjöldamörg ár. Sigurgeir andaðist 23. septem- ber 1993, 51 árs að aldri. Náði hún sér illa eftir það og kannski aldrei. Við tíu vinkonur stofnuð- um saumaklúbbinn „Þögnin“ 1966 sem hefur starfað alla tíð síðan. Flestar afskaplega mynd- arlegar til munns og handa. Reyni ég að mæta þar öðru hvoru mér til sáluhjálpar. Saumaklúbburinn fór oft í ferða- lög saman bæði innanlands og erlendis, t.d. London og Prag. Var alltaf stuð í hópnum. Þegar á leið fór að síga á ógæfuhliðina hjá Höllu. Hún var mjög lungnaveik, með mikla liða- gigt. Gat lítið gert með sínum veiku höndum, seinna einnig hjartveik. Síðustu árin voru henni mjög erfið. Hún seldi húsið sitt í Hrauntúni, keypti fyrst íbúð á Skólavegi 2 og að síðustu þjónustuíbúð í Eyjahrauni við Hraunbúðir. Síðustu árin var hún ýmist inni eða úti af sjúkrahúsinu, oft mjög veik. Þó bráði af henni á milli, en að lokum lét líkaminn undan og hún andaðist 22. sept- ember. Gengin er góð vinkona sem ég sakna innilega. Ég þakka henni samfylgdina og bið Sveu og fjölskyldu hennar blessunar. Einnig systkinum hennar, Villu, sem alltaf var til staðar fyrir hana, Kjartani og Jónasi. Megi hún hvíla í friði. Sigurbjörg Axelsdóttir. Elsku Halla. Þá er þessari þrautagöngu þinni lokið en hún var bæði löng og ströng. Margs er að minnast þegar horft er til baka og maður yljar sér við minningar liðinna ára. Það var skemmtilegur tími þegar þið Svea voruð hjá okkur í Dalnum sumarið eftir Eyjagosið, þá var margt brallað, hlegið og gert að gamni sínu. Það var oft fróðlegt að hlusta á ykkur Ingólf þegar þið sátuð við eldhúsborðið og rifjuðuð upp mannanöfn og við- urnefni á Eyjabúum. Aldrei gleymdum við heldur þegar við vorum einar heima með barna- skarann og nautin úr Eystri komu æðandi yfir ána. Þá var nú heldur betur uppi fótur og fit að smala saman börnunum og loka bænum. Svo var staðið við gluggann og horft á nautin bölva og atast í heysátunum á túninu. Svo barst hjálpin, nautin voru rekin til síns heima og við gátum tekið gleði okkar á ný. Eða þegar þú tókst bílprófið sama dag og Hjalti Páll fæddist. Þú hringdir í Ingólf til þess að láta í ljós gleði þína yfir áfanganum og þið kepptust við að lofa Skaparann fyrir hvað þetta gekk allt vel fyr- ir sig, meira að segja að bakka sagðir þú. Þá fyrst áttaði Ing- ólfur sig á því að þið voruð að tala hvort um sinn hlutinn; þú um bílprófið en hann um fæðingu sonarins, en þú vissir ekki fyrr en þá að hann væri fæddur. Þetta og margt fleira rifjuðum við oft upp til þess að létta lund- ina síðustu ár en það væri efni í heila bók ef ætti að rifja það allt upp. Að lokum langar mig að láta fylgja með einn af þínum uppá- haldssálmum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku Halla mín. Við stórfjöl- skyldan frá Drangshlíðardal þökkum þér samfylgdina og allar góðar stundir. Þú áttir stórt hjarta og hlýju faðmlögin þín og fyrirbænir þínar gleymast ekki. Elsku Svea og fjölskylda, missir ykkar er mikill en þið eruð búin að standa ykkur frábærlega. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur og Guð styrki ykkur í sorginni. Lilja. Elskuleg vinkona okkar hún Halla er dáin. Það má með sanni segja að hún hafi verið leyst þrautunum frá. Síðastliðin tíu ár hefur hún átt við erfið veikindi að stríða. Margs er að minnast eftir ára- tuga vináttu, oft var glatt á hjalla hjá okkur, mikið sungið og trall- að þegar við vorum ungar. Og síðan okkar ágæti saumaklúbbur sem hefur verið starfandi í 46 ár, þar sem sífellt er verið að reyna að leysa lífsgátuna. Sumarbú- staðaferðir og utanlandsferðir eru ógleymanlegar. Við náðum alltaf svo vel saman hvort sem var á gleði- eða sorgarstundum. Ekki væri ég hissa þótt þær væru farnar að tjútta þarna uppi hjá himnaföðurnum Halla og hún Klara sem við kvöddum fyrir að- eins 15 mánuðum. Eftir að hún Halla missti hann Sigurgeir sinn fyrir 19 árum hef- ur einkadóttirin hún Svea og hennar fjölskylda verið lífið hennar Höllu. Svea hefur verið óþreytandi að sinna mömmu sinni og létta henni lífið á allan hátt. Elsku Svea, Óskar, Halla María, Sigurgeir, Villa, Jónas og Kjartan, megi góðu minningarn- ar ylja ykkur og sefa söknuðinn. Blessuð sé minning Höllu Berg- steinsdóttur. Fríða, Elísabet, Hildur, Kristín, Stefanía, Guðbjörg, Sigríður og Elínborg. Halla Bergsteinsdóttir Móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG UNNUR SIGÞÓRSDÓTTIR, áður til heimilis að Lindargötu 61, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 20. september. Útför fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. október kl. 13.00. Bjarnfríður Bjarnadóttir, Stefán Loftur Stefánsson, Eyrún Magnúsdóttir, Gunnar Þór Finnbjörnsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, ÞÓR JENS GUNNARSSON kennari og rafvirki til heimilis að Esjugrund 23, Kjalarnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 25. september. Útförin verður auglýst síðar. Áslaug Þorsteinsdóttir, Sigurlaug A. Stefánsdóttir, Björn Markús Þórsson, Steinunn Ósk Þorleifsdóttir, Sonja Þórey Þórsdóttir, Jóhann Guðbjargarson, Steinunn Þórsdóttir, Margrét Grétarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR V. MARINÓSSON, Hellisgötu 1, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild 11E, Landspítalanum við Hringbraut, þriðjudaginn 25. september. Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 5. október kl. 13.00. Arndís K. Sigurbjörnsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Sigurbjörg Hallgrímsdóttir, Kristján Jónsson, Kristín Hallgrímsdóttir, Birgir Björnsson, Katrín Kristín Hallgrímsdóttir, og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT STEINGRÍMSDÓTTIR, Brúnavegi 9, Hrafnistu, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Reykjavík miðvikudaginn 26. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. október og hefst kl. 13.00. Árni Gunnarsson, Sjöfn Óskarsdóttir, Vilborg Gunnarsdóttir, Gunnar Aðalsteinsson, Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Þorgrímur Páll Þorgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.