Morgunblaðið - 29.09.2012, Page 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
✝ ÁsthildurFríða Sig-
urgeirsdóttir (Ásta)
fæddist í Reykjavík
28.10. 1937. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
5.9. 2012.
Foreldrar henn-
ar voru þau Sig-
urgeir Jóhannsson,
f. 13.1. 1911, d. 9.9.
1943, frá Blönduósi
og Jóna Ingibjörg Ágústsdóttir,
f. 22.8. 1914, d. 27.2. 1993, frá
Lækjarbakka í Skagafirði. Al-
systkini hennar eru þau Jóhann
Björgvin, f. 10.6. 1936, Ingólfur
Kristófer, f. 13.8. 1936, Erla, f.
31.8. 1939, d. 1.9. 2007, og
Soffía Hrefna, f. 14.4. 1941. Sig-
urgeir lést ungur frá fjölskyld-
unni og var seinni maður Jónu
Sverrir Meyvantsson, f. 6.10.
1919, d. 22.3. 2005. Þeirra sonur
er Hreggviður Sigurbjörn, f.
7.9. 1952.
Fyrri maður Ástu var Hilmar
Guðmannsson, f. 18.1. 1938, d.
26.12. 1961, frá Skálabrekku í
Þingvallasveit, sonur Guðmanns
Ólafssonar og Regínu
Sveinbjarnardóttur, en Hilmar
drukknaði í Þýskalandi af vb.
Frey. Þeirra synir eru: 1) Óskar
Arnar Hilmarsson, f. 9.5. 1958,
ur Eggerts og Þorbjargar
Ragnarsdóttur er c) Sigurður
Kristinn og sonur Ástu Þórdísar
og Hlyns Jóns er d) Marvin
Kjarval.
Ásta var fædd og uppalin í
miðborg Reykjavíkur en fór
ung í vist á Kálfatjörn á Vatns-
leysuströnd og síðar til Olivers
Steins, bóksala í Hafnarfirði. Þá
vann hún um tíma í fiskvinnslu,
lengst af vann hún þó við versl-
unarstörf en Ásta og Eggert
ráku nýlenduvöruverslunina
Lund á Sundlaugaveginum um
árabil með miklum mynd-
arbrag. Ásta var afbragðs
handavinnukona en árum sam-
an prjónaði hún lopapeysur í
akkorði fyrir Handprjóna-
sambandið og þær eru ófáar
flíkurnar sem Rauði krossinn
naut góðs af frá henni í seinni
tíð. Ásta naut þess að ferðast og
fór gjarnan í siglingar með
Eggert í stýrimannstíð hans og
þau voru óþreytandi að ferðast
um landið eins og myndaalbúm-
in úr öllum þeirra útilegum
sýna glöggt. Ásta var andlega
sinnuð og hafði gaman af dul-
rænum fræðum en hún tók þátt
í stofnun Pýramídans í Duggu-
voginum. Hún hafði einnig gam-
an af að teikna og mála og hélt
m.a. sýningu á verkum sínum í
sal Pýramídans. Seinni árin tók
hún virkan þátt í starfi eldri
borgara og prjónakaffi Rauða
krossins.
Jarðarförin hefur þegar farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
maki Guðlaug M.
Christensen. Sonur
Óskars og Ásgerð-
ar Hlinadóttur,
fyrri konu hans, er
a) Hilmar Geir, en
hann á tvö börn,
þau a1) Andra Þór
og a2) Elísu Rós,
dætur Guðlaugar
og Gunnars Þ.
Hilmarssonar eru
b) Jóhanna Elín, c)
Guðrún Margrét og d) Katrín. 2)
Guðmann Reynir Hilmarsson, f.
7.1. 1961, maki Hrönn Æg-
isdóttir. Þeirra börn a) Hilmar,
b) Þórey Erna. Seinni maður
Ástu var Eggert Andrésson
stýrimaður, f. 17.8. 1933, d.
26.6. 2004, frá Hamri á Skálm-
arnesi í Múlasveit, sonur Andr-
ésar Gíslasonar og Guðnýjar
Gestsdóttur. Þeirra börn eru 3)
Salóme Inga Eggertsdóttir, f.
17.6. 1963, fráskilin, hennar
börn eru a) Eggert Bjarni
Magnússon, sonur Magnúsar
Gunnarssonar, b) Sigurrós Inga
Traustadóttir, c) Ásthildur
Svana Traustadóttir, dætur
Trausta Sigurjónssonar. 4) Egg-
ert Bjarki Eggertsson, f. 8.3.
1969, maki Ásta Þórdís Guð-
jónsdóttir. Þeirra börn a) Bjarki
Fannar, b) Ásthildur Silva. Son-
Ásta var um margt afar sér-
stök kona sem fór sínar eigin
leiðir í því sem hún tók sér fyrir
hendur. Hún átti erfitt líf að
baki en faðir hennar lést ungur
eftir langvinn veikindi og lífið
var ekki auðvelt á þeim árum
fyrir ekkju með 5 ung börn, því
fór svo að hópnum var tvístrað
og Ásta fór og var næstu árin á
Kálfatjörn. Henni leið ekki illa á
Kálfatjörn og hún átti oft eftir
að minnast dvalarinnar þar þeg-
ar hún rifjaði upp barnæsku
sína en það lá þó ljóst fyrir að
föðurmissirinn var henni erfiður
sem og að dveljast hjá vanda-
lausum.
Það átti síðan enn eftir að há
henni þegar hún missti fyrri
mann sinn 1961 um jólaleytið frá
tveimur ungum börnum enda
þungur kross að bera.
En hún átti góða að og kynnt-
ist síðan seinni manni sínum
Eggerti, vel sigldum heims-
manni sem kom úr 15 systkina
samheldnum hópi og þá var nú
oft kátt í kotinu því.
Það var gæfa mín að kynnast
syni þeirra Ástu og Eggerts og
ég er þakklát fyrir að hafa notið
ferðalaga með þeim og samvista
við þau hjónin á meðan beggja
naut við en Eggerts hefur verið
sárt saknað síðan 2004.
Ég þakka samfylgdina síðast-
liðin ár og veit að hvíldin er
kærkomin.
Leiddu mig heim í himin þinn
hjartkæri elsku Jesús minn.
Láttu mig engla ljóssins sjá
er líf mitt hverfur jörðu frá.
(Rósa B. Blöndals)
Ásta Þórdís Guðjónsdóttir
(Ásta Dís).
Ásta kom inn í líf mitt þegar
ég var mjög ung að aldri sem
kærasta, síðar unnusta og eig-
inkona, eldri bróður míns, Hilm-
ars. Það var líf og fjör. Þau
komu með gáska og anda æsk-
unnar inn á heimilið. Ekki var
rafmagni fyrir að fara í Þing-
vallasveitinni á þessum tíma en
handsnúinn grammófónn var til
staðar. Ég man að þónokkrar
plötur voru til og mikið notaðar,
líklega mest Haukur Morthens,
t.d. var Hæ Mambó vinsælt lag.
Þröngt mega sáttir sitja og ein-
hvern veginn komust allir fyrir í
gamla bænum þegar þau komu í
heimsókn.
Ásta og Himmi fóru að búa,
Óskar fæddist og lífið blasti við
þeim. Ég minnist góðra stunda,
mér fannst gott að koma til
þeirra og ég fékk stundum að
vera hjá þeim nokkra daga. Ásta
var alltaf afar góð við mig og ég
man hvað mér fannst allt vera
fínt og hlýlegt þrátt fyrir vafa-
laust þröng kjör. Þarna kynntist
ég ýmsu sem var ólíkt því sem
ég átti að venjast, t.d. ástarsög-
um sem ég gleypti í mig. Og svo
fékk ég að lesa tímarit með
krassandi frásögnum. Mér leið
vel hjá þeim.
Ásta kom oft færandi hendi í
sveitina, kom með gjafir handa
litlu stelpunni. Ég man eftir gjöf
sem gladdi mig óumræðilega;
það voru vatnslitir og pappír.
Ég gat setið tímunum saman og
málað blóm og hluti upp úr Fjöl-
fræðibókinni sem til var á heim-
ilinu. Litabækur og liti fékk ég,
bækur, dúkku. Og ég var þakk-
lát.
Tími þeirra ungu hjónanna
saman varð ekki langur, en þau
áttu þó Óskar og Reyni. Himmi
bróðir fórst á jólum 1961, en líf-
ið heldur áfram; það er aldrei
hægt að bakka.
Ásta giftist Edda og þau
eignuðust tvö börn, Edda yngri
og Salóme. Lífið varð gott aftur.
Lengi var bækistöð margra hjá
þeim á Bræðraborgarstíg 14.
Þar kom ég oft, varð vitni að
kjarki Ástu og dugnaði. Ég
fylgdist með henni og systrum
hennar og vinkonum, spjalli
þeirra um lífið og tilveruna, man
eftir spekúlasjónum um vor-
hreingerningar og gardínuþvott,
og um líf fólks sem ég þekkti
ekki; ég var gagntekin, lærði
margt.
Strákarnir voru hjá okkur í
sveitinni á sumrin, og á jólum,
og síðar systkinin tvö. Og tíminn
leið. Við Ásta fjarlægðumst hvor
aðra, hvor sinnti sínu. Hún upp-
lifði gleði og sorgir í sínu lífi, en
hún tók flestu með jafnaðargeði
að því er virtist. Hún er nú horf-
in eftir erfið veikindi, allt of
snemma.
Enn er ég full þakklætis fyrir
að hafa þekkt Ástu og þegið af
henni mun meira en ég gaf
henni.
Guðrún Þóra
Guðmannsdóttir.
Ásta amma hefur kvatt þetta
jarðlíf eftir erfið veikindi síðast-
liðið ár. Guð blessi hana og
varðveiti með kæra þökk fyrir
samveruna, hvíl í friði.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Barnabörnin,
Sigurður Kristinn, Bjarki
Fannar, Ásthildur Silva,
Sigurrós Inga, Ásthildur
Svana.
Ásthildur Fríða
Sigurgeirsdóttir
Magnús bróðir var hæstur
okkar systkina og glæsilegastur
á velli. Skemmtilegastur og við-
ræðugóður, hann var barnið
sem mamma elskaði og aðrir
dáðu. Hann hafði ákveðnar
skoðanir á hinum ýmsu málum,
enda við systkinin alin upp við
að það að hafa skoðanir væri
gulls ígildi. Saga frá mömmu:
Magnús þá á fimmta ári var
lasinn og hafði honum verið
sagt að læknirinn væri að
koma. Læknirinn mætir heim,
mamma leiðir Magnús í stofu,
en hann stingur við fæti og seg-
ir: „Þetta er enginn læknir,
þetta er bara kerling.“
Magnúsi veittist sú forfröm-
un að stunda nám í verslunar-
skóla í London, við námslok á
heimleið að áliðnu sumri kom
hann við í bifreiðaumboði og
sótti nýjan bíl sem hann ferjaði
Magnús Einarsson
✝ Magnús Ein-arsson fæddist
í Reykjavík 26. maí
1947. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 11. september
2012.
Útför Magnúsar
fór fram frá Akra-
neskirkju 18. sept-
ember 2012.
úr bænum til
Raufarhafnar. Á
leiðinni kom hann
við á Framnesi og
tók mig með á
síldarævintýrið
fyrir norðan. Við
hófum augu okkar
til fjallanna. Auð-
vitað var ekki far-
in stysta leið held-
ur farið um
Mývatnssveit og
Hólssand og rætt um fegurð,
víðáttu og vináttu og fjöl-
skyldu. Þetta var mikil opin-
berunarferð fyrir mig, hann
talaði, ég hlustaði og útlönd
opnuðust sem ævintýraheimur
tækifæranna en ekki ógn við
hamingjuna. Það er gott að
eiga gefandi og sigldan stóra
bróður. Að ganga gegn hefð-
inni var nokkuð sem Magnús
hafði gaman af. Þegar við Ása
heimsóttum hann og Helgu á
Húsavík, var hann kominn í
húsbóndahlutverkið, sem var
samkvæmt uppskrift að heiman
að vera athafnahægur í hús-
haldi en með ákveðnar skoð-
anir á landsmálum og jafnvel
heimsmálum. Hjálpsemin, sem
líka var að heiman, varð þó yf-
irsterkari og bróðir minn
breiddi út á snúrur bleiur og
stórþvott, karlpeningi í ná-
grenninu til stórrar mæðu og
mikilla vandræða. Ég skynjaði
hvernig hann efldist við þvotta-
störfin við þessa óvæntu fé-
lagslegu afstöðu nágrannanna.
Magnús var traustur faðir og
raungóður á raunastund. Hann
var flottur að leika við barna-
börnin og hvetja þau til dáða
við áhugamálin og koma með
uppbyggjandi og oft kímnar at-
hugasemdir. Á Akranesi lærði
Magnús að meta fótbolta og
fylgdist af miklum áhuga með
framgangi Skagamanna í deild-
inni. Væntanlega fyrir ensk
áhrif þá stundaði hann grimmt
veðmál með úrslit, og ævinlega
kók og prins lagt undir og var
glatt á hjalla þegar uppgjör fór
fram. Lokauppgjör var síðasta
laugardaginn hans og þá var
svo mikið spjallað og hlegið á
líknardeildinni að hjúkrunar-
fræðingurinn leit inn til að
sannreyna hvaðan skvaldrið
barst.
Alltaf var stutt í gleðskapinn
hjá Magnúsi. En hann hugsaði
líka um lífið á alvarlegri nótum
og að til væri annað svið til-
vistar en jarðlífið, hugsaði um
hvað svo að lífi loknu. Hann var
sannfærður um að hinum megin
við fjöllin hljómaði þögnin öðru-
vísi eins og krítað var á stéttina
í Austurstræti í sumar. Hann
trúði að hans biði blómabrekka
hinum megin og þar yrði tekið
vel á móti honum og eins og
sveitungi hans orti að „Áhyggj-
ur af myrkurgæðum eru alveg
óþarfar“. Ég þakka Magnúsi
fyrir góða og ánægjulega sam-
ferð sem bróður og félaga. Við
Ása vottum börnum, tengda-
börnum og barnabörnum okkar
dýpstu samúð við fráfall hans.
Þröstur.
Elsku Bára vin-
kona. Okkur langar að minnast
þín nú þegar þú hefur verið köll-
uð burt svo óvænt, við höfum
þekkst alveg síðan við vorum
bara börn en kynntumst og urð-
um vinkonur þegar við þrjár, all-
ar ungar konur, byrjuðum að búa
og bjuggum í kallfæri hver frá
annarri. Nýorðnar mæður að
þremur yndislegum strákum
hittumst við daglega hver heima
hjá annarri, ræddum bleiuskipti,
tanntökur og bara allt sem kom
barnauppeldi við. Svo var auðvit-
að drukkinn hellingur af kaffi,
líka reykt smá og svo áttum við
líka okkar stundir á kvöldin þeg-
ar við gátum talað um allt annað
og var stundum vakað fram á
morgun og mikið hlegið.
Þetta var yndislegur tími. Svo
liðu árin og börnin okkar, bæði
strákarnir og þau sem komu á
eftir þeim, uxu úr grasi og þá var
fjárhagurinn orðinn betri hjá
okkur. Við ákváðum að nú þyrft-
um við að fara að gera eitthvað
meira spennandi og fórum að
fara út að borða allavega einu
sinni á ári. Þá varð Glóðin okkar
griðastaður í nokkur ár og alltaf
jafngaman hjá okkur, áttum við
bara svolítið erfitt þegar þeim
stað var lokað en við fundum okk-
ur annan stað eða buðum hver
annarri heim í mat.
Þú, elsku Bára, varst auðvitað
mesti matgæðingurinn af okkur
og yndisleg heim að sækja. Þið
Gummi þinn áttuð yndislega fal-
legt heimili sem gott var að koma
á. Við fórum oftast út að dansa
líka þegar við hittumst, hvað þér
fannst gaman að dansa. Þú
kenndir okkur að tjútta og við
þurftum engan til að skemmta
okkur, við þurftum einungis hver
aðra. Hvað við hlógum og
skemmtum okkur alltaf vel og
ekki megum við gleyma utan-
landsferðunum okkar. Við fórum
sko í verslunnarferðir, ekki bara
eina heldur margar til Glasgow,
alltaf fyrir jólin, og jú jú það kom
fyrir að við þyrftum að borga yf-
irvigt en hvað með það? Þessar
ferðir voru hverrar krónu virði og
Bára Hansdóttir
✝ Bára Hans-dóttir fæddist í
Keflavík 12. októ-
ber 1954 og lést á
Borgarspítalanum í
Reykjavík 11. sept-
ember 2012.
Útför Báru fór
fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju
19. september 2012.
svei mér þá ef ein-
hver af okkur var
ekki búin að ná
skoska hreimnum.
Alltaf var jafn-
gaman hjá okkur;
verslað, dansað og
hlegið út í eitt. Við
eigum eftir að
sakna þín elsku vin-
kona okkar en
minningarnar ylja
og þú verður áfram
í huga okkar um ókomna tíð. Við
viljum þakka þér fyrir yndislega
samfylgd og biðja Guð að geyma
þig þangað til við hittumst aftur.
Sendum öllum ástvinum Báru
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og biðjum Guð að styrkja þau í
sorginni.
Af öllum þeim gæðum
sem okkur veitir
viturleg forsjá
til ánægjuauka
er vináttan
dýrmætust.
Vinkonukveðja,
Kristjana og Halldóra.
Nú kveðjum við hana elsku
Báru, sem farin er allt of fljótt.
Við viljum þakka fyrir allar góðu
minningarnar sem við eigum um
yndislega mág- og svilkonu. Hún
Bára var aðeins 16 ára þegar hún
kom inn í fjölskylduna, þegar hún
og Guðmundur urðu ástfangin.
Við vorum öll á svipuðu reki og
áttum margt sameiginlegt. Bára
varð strax hluti af fjölskyldu
Guðmundar og ræktaði alla tíð
fjölskylduböndin af mikilli alúð.
Minningarnar þjóta um hug-
ann og upp úr stendur hvað Bára
var einlæg og skemmtileg og trú
sínum nánustu. Ógleymanleg eru
sameiginleg ferðalög, sumarbú-
staðaferðir og utanlandsferðir.
Þá voru fjölskylduboðin alltaf
skemmtileg, fyrstu árin hjá Pétri
og Regínu og síðan skiptumst við
á að halda boð, hvort sem var
með allri stórfjölskyldunni eða
bara við hjónin saman. Við töl-
uðum líka um að fara saman í
siglingu um Karíbahafið á sex-
tugsafmæli Báru. En einhvern
tíma seinna á öðrum stað.
Við kveðjum Báru með sökn-
uði og einlægu þakklæti fyrir
kærleika, væntumþykju og vin-
áttu. Við vottum Guðmundi, Pétri
Rúrik, Sólveigu Gígju og fjöl-
skyldum þeirra dýpstu samúð
okkar á þessari kveðjustundu.
Sigurborg og Einar.
Karen og Ingvar Jón.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Við sendum ykkur þakkir fyrir falleg orð og
hlýjar hugsanir til okkar vegna skyndilegs
fráfalls okkar yndislega dóttursonar og
frænda,
RAFNS ÖLDUSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Karen Gestsdóttir, Rafn Vigfússon,
Anna Ósk, Kristján og Sonja Rán,
Hafni Már, Helena og dætur,
Gylfi, Stína og synir,
Guðni, Sjana og synir,
Marín Ósk og Tómas Andri,
Kári Páll og Kristín Júlíana,
Ómar, Inga og Anna María.