Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 53

Morgunblaðið - 29.09.2012, Side 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Elsku amma, það er með sorg í hjarta sem ég skrifa þessi orð. Ég á svo margar góðar og skemmtilegar minningar um okk- ur tvær og það hjálpar manni mikið þessa dagana. Við tvær röltandi upp á fjall að taka á móti rollunum. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar á leiðinni og jiminn hvað við gátum hlegið hvor að annarri, það er sko ekki alltaf auðvelt að ganga upp í móti. Stundirnar á Esjubrautinni þegar við sátum og spiluðum á skemmtarann og sungum hin ýmsu lög, en oftast var hummað Undir bláhimni, sem var uppá- haldslagið þitt, og ég man svo vel þegar þú baðst mig að syngja Snert hörpu mína, þér fannst það svo rosalega fallegt lag. Það voru alltaf allir velkomnir í kaffi til þín, alveg sama hvaðan fólk kom eða hvert það var að fara. Aðalmálið hjá þér var að öll- um liði vel og allir væru brosandi og glaðir. Þú hafðir áhrif á líf svo margra og stóðst eins og klettur með okkur öllum en við verðum dugleg að standa við bakið hvert á öðru og afa núna. Ég á eftir að sakna þín mikið, amma mín, en ég veit að það verð- ur sko tekið vel á móti þér hinum megin. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Davíð Stefánsson) Þín ömmustelpa, Nanna Mjöll. Elsku amma „mamma“, nú kveðjum við þig með sorg í hjarta en minningin um þig lifir alltaf í huga okkar. Við söknum þess að standa við hliðina á þér, þú varst okkar stoð og stytta í mörg ár og það er þér að þakka að við munum alltaf standa saman. Amma, þið afi tókuð að ykkur að ala okkur systur upp í mörg ár og fyrir það erum við ykkur ævinlega þakklát. Nú ert þú, elsku amma okkar, stjarna á himnum og umvafin englum og við vitum að þú munt alltaf vaka yfir okkur. Minning þín er ljós í lífi okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þínar ömmustelpur Valgerður og Tanja. Það er ótrúlegt og sárt að hugsa til þess að við skulum vera að skrifa minningarorð um þig, elsku Nanna. Þú sem varst „klett- urinn“ í fjölskyldunni og ljósið í minningunni. Þrátt fyrir veikindi þín áttum við von á að hafa þig miklu lengur á meðal okkar. Skyndilegt brotfall þitt sker hjörtu okkur og minningarnar hrannast upp. Í örfáum orðum, það sem efst er í huga okkar á þessari stundu. Alltaf leið ömmu Nönnu best með stórfjölskylduna í kringum sig. Hún var með eindæmum hjálp- söm með að líta til með stelpunum okkar, hvort sem var í leik eða starfi, og þá sérstaklega með þeim tveim elstu, Nönnu og Eddu. Þolinmæði hennar átti sér engin takmörk og það var hreint Nanna Sigfúsdóttir ✝ Nanna Sigfús-dóttir fæddist í Hvammi í Þistilfirði 22. nóvember 1940. Hún lést á heimili sínu, Höfðabraut 5, Akranesi, 18. sept- ember 2012. Útför Nönnu var gerð frá Akra- neskirkju 27. sept- ember 2012. með ólíkindum hverju hún kom til leiðar þegar aðrir gáfust upp. Hún var sérstaklega ósér- hlífin og fordóma- laus, eins og sýndi sig þegar hún tók að sér uppeldi tveggja barnabarna sinna og ól þau upp sem sín eigin í sex ár, eða þar til hún veiktist. Ekki þótti henni leiðinlegt að „rápa“ um búðir og hvað við syst- ur gátum hlegið að hvað hún þurfti að skoða og helst að „kákla“ á hverri flík. Eða eins og hún komst svo oft að orði: „Ég keypti þetta bara að gamni mínu.“ Nanna var mikil prjónakona og prjónaði mikið á ömmu- og lang- ömmubörn, á milli þess sem hún las ástarsögur. Þau segja kannski allt sem segja þarf um mömmu, tengda- mömmu og ömmu og hversu stór- an sess hún skipaði í hjarta okkar orð Öldu og Yrsu eftir andlátið: „Hvað verður um jólin?“ Minning þín er ljós í lífi okkar. Hugrún, Eyjólfur og dætur. Að kvöldi fagurs haustdags lést vinkona mín, hún Nanna, eft- ir langvinn veikindi, ég átti ekki von á að andlát hennar bæri svona brátt að, hún hafði í sínum veik- indum oft sýnt ótrúlegt baráttu- þrek og þrautseigju. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum, þakka henni vináttuna og alla viðkynningu. Okkar leiðir lágu saman fyrir tuttugu árum þegar Marteinn yngsti sonur hennar og dóttir mín Kristín fóru að vera saman. Þau voru bæði ung þá og mér fannst dóttir mín alltof ung. Fljótlega var hún nánast flutt inn til Nönnu og Sigga. Ekki leið á löngu áður en þeim fæddist dóttir. Ekki var þá amalegt fyrir unga parið að vera í skjóli þeirra hjóna Nönnu og Sigga sem voru margreynd í öllu sem viðkom börnum og barnauppeldi og sýndu þeim ein- staka hlýju og veittu þeim ómet- anlegan stuðning og hjálp. Þau eignuðust svo aðra dóttur þremur árum seinna. Marteinn varð einstæður faðir með tvær barnungar dætur á sínu framfæri sem ekki var mjög al- gengt á þeim tíma og aftur reyndi á hjálpsemi þeirra hjóna. Barna- börnin mín Valgerður og Tanja voru fyrstu árin hjá ömmu sinni og afa ásamt pabba sínum. Eins og gefur að skilja lá leið mín oft til þeirra að heimsækja stelpurnar. Alltaf var einstaklega vel tekið á móti mér og mínu fólki enda átt- um við velferð þeirra stúlkna að sameiginlegu áhugamáli. Heimili Nönnu var oft eins og umferðarmiðstöð, þau hjón áttu sex börn sem voru dugleg að koma í heimsókn, svo bættust við tengdabörn, barnabörn, ættingj- ar og vinir svo oft var glatt á hjalla og mikið skrafað í eldhús- inu. Nanna var mjög hógvær kona og vildi ekki hafa mörg orð um sína miklu mannkosti og ljúf- mennsku. Hún reyndist dóttur- dætrum mínum einstaklega vel og fyrir það er ég henni eilíflega þakklát. Aldrei sagði hún stakt styggðaryrði um dóttur mína þótt eflaust hafi oft verið ástæða til heldur reyndist hún henni alltaf vinur í raun. Og þannig minnist ég hennar sem einstaklega já- kvæðrar konu sem tókst á við alla erfiðleika lífsins, og þeir voru ófá- ir og óvægnir, með bjartsýni og æðruleysi að leiðarljósi. Að leiðarlokum vil ég senda eftirlifandi eiginmanni, Sigga, og börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum innilegar samúðarkveðj- ur, þeirra er missirinn mestur og sárastur. Fari hún í friði, með þökkum fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Mæt minning, mildi og mann- gæska mikilhæfrar konu lifir í hjörtum okkar sem þekktum hana. Guðjóna Kristjánsdóttir. Elsku Nanna mín. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu samveru- stundirnar og dásamleg ferðalög. Oft áður fórum við í veiðiferðir í Hólmavatn á Arnarvatnsheiði. Þá var farið á föstudegi og verið fram á sunnudag. Við gistum í veiðikofa með kojum og útikamri. En hvað með það, í ferðina fórum við a.m.k. einu sinni á ári og alltaf um verslunarmannahelgi. Þetta voru eins og jólin, svo spennt varstu að fara og byrjaðir að und- irbúa ferðina af miklum móð. Að sjá tilhlökkunar- og gleðiglamp- ann í augum þínum var alveg ynd- islegt. Þá var að sjóða hangikjötið og sviðakjammana og kæla í nest- ið og svo bakaðir þú heil ósköpin öll af kökum, jú ekki mátti gleyma fjölskylduhefðinni, súkkulaðitert- unni góðu ummm. Því enginn mátti svangur vera og svo ætluð- um við að vera heila helgi, var það ekki? Jæja voru ekki allir að verða tilbúnir að leggja í hann? Tíndar voru til veiðistangir, orm- arnir að sjálfsögðu, sængurfötin og útigallarnir og ekki mátti gleyma börnunum, smáum sem stórum því jú allt voru börnin þín, frá ungbörnum upp í þá fullorðnu. Þessu vildir þú öllu sinna, af þín- um lífs- og sálarkröftum, allir með í ferð. Þegar á áfangastað var komið fóru herramennirnir að gera sig klára að fara að veiða og við konurnar að sinna börnum og að elda matinn. Síðan voru öll her- legheitin dregin fram og át hver eins mikið og hann gat í sig látið af kræsingum. Erfitt var oft að undirbúa uppvaskið því sækja þurfti vatnið úti í læk og hita á gastækjum í stórum potti og standa vörð um börnin, því ekki máttu þau hlaupa pottinn um koll með sjóðandi heitu vatninu í. Á kvöldin var svo spilað og sungið eftir því sem hver vildi. Þessar ferðir eru mér og mínum ógleym- anlegar og meira að segja í fyrra fórum við að veiða í Hólmavatn- inu góða og þá spjölluðum við mikið og fórum að rifja upp hve yndislegar og skemmtilegar veiðiferðirnar í kofann á Hólma- vatni voru. Við töluðum meira segja um það í þeirri veiðiferð að gaman væri nú ef það væri hér kominn kofi til að sofa í og borða hangikjötið góða og súkku- laðitertuna þína. Og manstu, myndirnar sem teknar voru í t.d. Setbergsánni þar sem Ómar þinn stiklaði stórum skrefum í stór- grýttri ánni með stóra laxinn sinn á stönginni í annarri hendinni og þungan veiðikassa í hinni hend- inni og hvað við hlógum dátt en aldrei fengum við leið á að skoða þessar myndir og Siggi Ari og Guðmundur voru bara 2ja og 3ja ára. Ja hérna, manstu þegar og allt það. Takk fyrir allt, elsku Nanna mín, og að taka mér eins og þínu eigin barni. Elsku Siggi minn, ég bið góðan Guð að varðveita þig á þessum erfiðu tímum. Kveðja. Þín Jórunn. Elsku Nanna mín, á kveðju- stundu koma upp ótal minningar um þig sem allar eru fallegar og góðar. Við sátum við eldhúsborðið hjá þér og ég hugsaði að best væri að koma mér, búin að stoppa lengi, þá sagðir þú oft ef ekki bara alltaf „þér liggur ekkert á, fáðu þér meira kaffi“ og áfram sat ég. Ekki að ég hefði þörf fyrir meira kaffi, langt því frá, heldur vildi ég sitja lengur og spjalla, okkur leiddist það nú ekki. Þarna er þér rétt lýst því þú hafðir alltaf tíma fyrir aðra. Þegar við hittumst fyrst var ég bara 16 ára, þú tókst mér opnum örmum, við urðum strax vinkon- ur, þú varst syni mínum frábær amma, fyrir það er ég þakklát. Þú felldir aldrei dóm á aðra, fórst í gegnum þrautir lífsins með æðru- leysið og þolinmæðina að leiðar- ljósi, mikið dáðist ég oft að þér. Eitt sinn fórum við til Reykja- víkur að versla og kíktum á kaffi- hús, mikið var sú ferð skemmtileg hjá okkur og við endurtókum kaffihúsaferðina, gleymdum okk- ur alveg í spjallinu enda lá okkur svo sem ekkert á. Það er ekki langt síðan við hitt- umst síðast úti í búð og það var í fyrsta skipti sem þú kvartaðir yfir heilsunni, þá er nú mikið sagt hugsaði ég. En nú hefur þú staðið upp frá eldhúsborðinu til að kveðja og ég vildi að ég hefði get- að sagt „þér liggur ekkert á, fáðu þér meira kaffi“ en svo var ekki, því þú hefur kvatt í hinsta sinn. Elsku Nanna, minningin um þig lifir áfram og mun ég varð- veita hana um ókomin ár með þökk fyrir allt sem þú varst mér. Þú varst svo heil í huga og hafðir mikla sál. Með þreki og dáð að duga og drýgja kærleiksmál. Hjá manni þínum mætum, í margri stóðstu raun. Í himinsölum háum, þið hljótið sigurlaun. Hér kem ég þig að kveðja já, kveðja í hinsta sinn. Þú baðst guð mig að geyma og greiða veginn minn. Með dauðans hjör í hjarta þú hafðir þrek og ró. Og ásýnd engilbjarta þá önd til hæða fló. (Magnús Sigurðsson) Ég votta Sigga, börnum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Arnbjörg Jónsdóttir (Abba). Þær eru ekki margar konurnar sem ég hef hitt á minni leið sem voru betri manneskjur en hún Nanna mín, og með mikilli sorg í hjarta kveð ég þessa fallegu konu. Ég var bara 14 ára gömul þegar ég flutti heim til þeirra hjóna Nönnu og Sigga, mér leið aldrei öðruvísi en ég ætti heima á Esju- brautinni. Hún reyndist mér óskapleg vel og stóð alltaf með mér í gegnum allt mitt og fyrir það mun hún alltaf eiga mjög sér- stakan stað í mínu hjarta. Á okkar bestu stundum hlógum við og sungum saman „Undir bláhimni“ en á mínum verstu grétum við saman. Hún gekk stelpunum mínum í móðurstað og ég hefði ekki getað hugsað mér betri stað fyrir þær að alast upp á en einmitt hjá þeim hjónum. Elsku Nanna, í dag eru svo margir sem eiga um sárt að binda því þú gerðir líf svo margra rík- ara, en minningin lifir og ég mun geyma hana í hjarta mér. Ég bið algóðan Guð að opna faðm sinn og umvefja þig sínum mjúku hönd- um um leið og ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Undir bláhimni blíðsumars nætur barstu’ í arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum, ástarþráin er vonunum felld. Þú ert ljósblik á lífshimni mínum, þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. Ég vil dansa við þig meðan dunar þetta draumblíða lag sem ég ann. Meðan fjörið í æðunum funar, og af fögnuði hjartans sem brann. Og svo dönsum við dátt, þá er gaman meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús K. Gíslason) Siggi minn, mikið valdir þú vel þegar þú valdir hana Nönnu þér við hlið og mikið er ég þakklát fyr- ir að hafa fengið að vera með í mörgum góðum minningum. Ég bið Guð að styrkja þig í dag og alltaf. Elsku Marteinn, Siddi, Hurra, Ella, Omar, Maggi og aðrir að- standendur, ég bið Guð að styrkja ykkur í sorginni núna og alltaf. Kristín Björk. Elsku amma Rósa, þín mun verða sárt saknað. Megi þú hvíla í friði. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Fagra, dýra móðir mín minnar vöggu griðastaður nú er lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn heilagur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. (Sigurður frá Arnarvatni) Helgi Óskar, Rúna og börn. Fáein kveðjuorð til Rósu minnar – frábærrar konu. Rósa var svilkona mín og vinkona. Við vorum giftar bræðrum og áttum yndisleg samskipti í gegnum ára- tugina. Rósa var dugmikil kona. Rósa Sveinbjarnardóttir ✝ Rósa Svein-bjarnardóttir var fædd 26. janúar 1926 á Fremri- Hálsi í Kjós. Hún lést 12. sept. 2012. Útför Rósu fór fram frá Bústaða- kirkju 18. sept- ember 2012. Hún missti Helga manninn sinn ung og ól önn fyrir sér og sínum börnum af miklum dugnaði. Hún var bráðgreind og hafði sterkar skoðanir á þjóð- félaginu og því sem fram fór á hverjum tíma í landinu. Hún tók virkan þátt í félagsmálum og lagði sitt af mörkum til að stuðla að réttlæti og jöfnuði í samfélag- inu. Ég þakka Rósu samfylgdina og bið börnum hennar og afkom- endum blessunar. Halldóra Jónsdóttir. Látin er mikil heiðurskona, Rósa Sveinbjarnardóttir, sem lést hinn 12. september sl. Hún var ein af stofnendum Kven- félags Bústaðasóknar og einnig heiðursfélagi. Hún var mikilvirk í störfum, hugmyndarík og alltaf boðin og búin til hverra þeirra starfa sem þörf var á til hagsbóta fyrir félagið og sóknina. Hún sat í stjórn kvenfélagsins um árabil. Hún hafði ákveðnar skoðanir og lét þær í ljós ef hún taldi þess þurfa. Hún sótti fundi kven- félagsins alveg fram undir það síðasta og fylgdist vel með starf- inu. Við kvenfélagskonur leituð- um oft til hennar ef skrá þurfti ýmsa atburði úr sögu félagsins og hún var einnig mjög vel hagmælt. Allra hennar hæfileika nutum við kvenfélagskonur og gestir okkar. Fyrir hönd Kvenfélags Bú- staðasóknar vil ég þakka allt hennar mikla og góða starf í þágu félagsins og samveruna í gegnum árin. Hvenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí, þar læt ég nótt sem nemur neitt skal ei kvíða því. (Hallgrímur Pétursson) Við vottum fjölskyldu hennar innilega samúð og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Laufey E. Kristjánsdóttir, formaður Kvenfélags Bústaðasóknar. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.