Morgunblaðið - 29.09.2012, Qupperneq 68
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2012
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Fundu blóð úr Sigrid í hjólhýsi
2. Hákarl elti Stiller í Garðsjónum
3. Stunduðu kynmök undir stýri
4. Leikari myrti konu og dó
Hljómsveitin Todmobile heldur tón-
leika í Eldborg 16. nóvember nk. með
kammersveitinni sem sá um hljóð-
færaleik í sýningu Þjóðleikhússins á
Vesalingunum og 40 manna kór. Auk
þess verða slagverksleikarar, bak-
raddasveit, hljóðgervilsleikari o.fl.
hljómsveitinni til fulltingis.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Todmobile með
kammersveit og kór
Forsala er hafin
á nýjustu breið-
skífu Retro Stef-
son á vefnum Tón-
list.is en platan
kemur út 2. októ-
ber nk. Þó gæti
orðið tveggja til
þriggja daga
seinkun á plöt-
unni vegna framleiðslutafa þar sem
fyrsta upplag plötunnar verður tak-
markað og með sjö ólíkum fram-
hliðum. Platan kemur einnig út á
vínyl 22. október nk.
Sjö ólíkar framhliðar
á plötu Retro Stefson
Fyrirsætur í fatnaði
úr aukaafurðum
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt 10-15 m/s og þykknar upp, rigning S- og V-
lands í kvöld. Hiti 2 til 11 stig, mildast syðst.
Á sunnudag Austan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s, en hvassari um tíma SA-til.
Rigning S- eða A-lands, en annars skúrir eða él. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SV-til.
Á mánudag Norðan- og norðaustanátt, 8-15 m/s, hvassast NV-til. Rigning N- og A-lands
og slydda til fjalla, en þurrt SV-til. Hiti 2 til 11 stig, hlýjast syðst.
Birgir Leifur Hafþórsson átti góðan
endasprett á úrtökumótinu á Ítalíu í
gær og tryggði sér keppnisrétt á öðru
stiginu í Evrópu. „Þetta gekk svona
upp og ofan en markmiðinu er náð,“
segir Birgir. Hann gæti átt mikil
ferðalög fyrir höndum því hann
freistar þess að komast á bæði Evr-
ópumótaröðina og á PGA-mótaröðina
í Bandaríkjunum. »1
Birgir Leifur flýgur
heimsálfa á milli
Knattspyrnuþjálfarinn Ejub
Purisevic hefur farið með lið
Víkings frá Ólafsvík úr 3.
deild og upp í úrvalsdeild en
þar spilar það í fyrsta skipti
á næsta ári. Hann hefur
starfað meira eða minna
með sömu mönnum frá
árinu 2003. „Það er margt
sem spilar inn í en þetta ferli
er sjálfsagt óvenjulegt mið-
að við það sem gengur og
gerist,“ segir Ejub. »2-3
Óvenjulegt ferli
hjá Ejub í Ólafsvík
Einn dáðasti íþróttamaður Frakka,
handboltamaðurinn Nikola Karab-
atic, er einn af átta leikmönnum
meistaraliðsins Montpellier sem talið
er að séu viðriðnir veðmálahneyksli.
Málið fór í op-
inbera rann-
sókn í síð-
asta
mánuði,
leikmenn-
irnir og fé-
lagið eiga
þungar
refsingar
yfir höfði
sér ef
þeir verða
fundnir
sekir. »4
Karabatic í kröppum
dansi vegna veðmáls
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þegar ég kem til Reykjavíkur fer
ég alltaf niður á höfn og fæ mér
pylsu,“ segir fyrrverandi fótbolta-
maðurinn og núverandi útvarpsmað-
urinn Jógvan Arge, sem er jafn-
framt formaður menntamálanefndar
Þórshafnar í Færeyjum og sækist
eftir endurkjöri í bæjarstjórn fjórða
kjörtímabilið í röð.
Einn fastur punktur
Ísland og Færeyjar léku æfinga-
leik í fótbolta á Laugardalsvelli í
liðnum mánuði. Þá vakti það athygli
samferðamanna Jógvans Arge að
þegar ekið var með hópinn að Hörpu
gekk hann rakleiðis frá tónlistarhús-
inu að Bæjarins bestu og fékk sér
eina pylsu. „Þetta hef ég gert á þess-
um stað í 50 ár,“ sagði hann við fólk-
ið og áréttar það við Morgunblaðið.
Hann rifjar upp að þegar hann var
í 3. flokki HB sumarið 1962 var farið
í þriggja vikna æfinga- og keppn-
isferð til Íslands með knattspyrnu-
félagið Víking í Reykjavík sem
helsta gestgjafa. „Við sigldum með
Heklu til Íslands og fórum með
Drottningunni heim,“ segir hann.
Jógvan bætir við að þetta hafi verið
fyrsta utanlandsferð strákaliðs í
Færeyjum og þeir hafi jafnframt
upplifað fyrstu flugferð sína, þegar
þeir hafi flogið til Ísafjarðar til þess
að spila við heimamenn. Auk þess
hafi þeir siglt með Herjólfi frá
Reykjavík til Vestmannaeyja í sömu
erindagjörðum. „Það var langur
túr, heil nótt,“ segir hann og
nefnir að helsta afþreyingin í
Reykjavík hafi verið að fara í
Hressingarskálann til að fá
pönnukökur og kaffi.
Jógván Arge hefur ekki
tölu á Íslandsferð-
unum, sem flestar
hafi verið vegna
vinnunnar í út-
varpinu eða stjórnmálunum, en seg-
ir að þær hafi allar verið skemmti-
legar enda Íslendingar góðir heim
að sækja og hann eigi marga góða ís-
lenska vini.
Flugvöllurinn mikilvægur
Jógvan segir að hann hafi ekki
haldið sambandi við mótherjana
1962 en Víkingurinn Dengsi eða Jó-
hannes Tryggvason sé eft-
irminnilegur og þeir eigi sameig-
inlega vini. „Mig langar alltaf aftur
til Íslands,“ segir hann og segir sér-
lega eftirminnilegt að hafa verið í
sumarfríi í Ólafsfirði og á Akranesi
auk þess sem tveir bikarúrslitaleikir
sonarins Unis gleymist ekki. „Það er
líka fínt að flugvélin lendir í Reykja-
vík en ekki Keflavík,“ segir hann.
Bæjarins bestu í hálfa öld
Jógvan Arge í
fótbolta, útvarpi
og stjórnmálum
Ljósmynd/Hilmar Jan Hansen
Fastur liður Jógvan Arge kemur oft til Íslands og í hverri ferð fær hann sér pylsu með öllu á sama stað.
Jógvan Arge er sonur færeyska út-
varpsstjórans fyrrverandi Niels Ju-
els Arge og Petru Gregersen. Bróð-
ir hans er Magni Arge, forstjóri
færeyska flugfélagsins Atlantic
Airways. Uni Arge, sonur Jógvans,
lék fótbolta með Leiftri og ÍA, lék
m.a. í bikarúrslitum með Ólafs-
firðingum 1998 og var bik-
armeistari með Skaga-
mönnum árið 2000.
Jógvan Arge er einn
virtasti útvarpsmaður Færeyja.
Hann var fastráðinn 1970 og var
lengi viðloðandi íþróttirnar, hefur
m.a. lýst mörgum landsleikjum
Færeyja og Íslands í handbolta og
fótbolta, fyrst 1967. Nú er hann
með viðtalsþætti, einkum við eldri
borgara, fyrir utan starf sitt í bæj-
armálunum. Hann hefur skrifað
margar bækur, einkum um at-
vinnusögu Færeyinga og þar á
meðal um Færeyinga í Grænlandi.
Sonurinn bikarmeistari með ÍA
ÞEKKT ÚTVARPSFJÖLSKYLDA Í FÆREYJUM
Uni Arge
Fashion with Flavor nefnist við-
burður sem verður á Grand hóteli
Reykjavík 12. og 13. október nk. Ís-
lensk tíska, matargerð og tónlist
verður samtvinnuð og munu fyr-
irsætur bera fram íslenska rétti,
klæddar fatnaði sem unninn er úr
aukaafurðum þess hráefnis sem not-
að er í matinn. Má þar nefna flíkur úr
selskinni og skó úr lambaleðri. Ís-
lensk tónlist verður leikin fyrir gesti.