Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 Þann 31. október sl. var Forvarnadagur- inn haldinn í öllum grunn- og framhalds- skólum landsins. Þetta var í sjöunda sinn sem dagurinn er haldinn. Kynnt voru ýmis heillaráð sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, lands- fulltrúi UMFÍ, heimsótti Ingunnarskóla í Grafarholti en þar voru unglingar að horfa á myndband sem unnið var sérstaklega í tengslum við viðfangsefnið. Allir grunn- og framhaldsskólar á landinu tóku þátt í þessu viðfangsefni. Forvarnadagurinn haldinn í öllum grunnskólum landsins Forvarnadagurinn er haldinn að frum- kvæði forseta Íslands í samvinnu við Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmenna- félag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukku- stund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rann- sóknirnar fram á að því lengur sem ung- menni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti fíkni- efna síðar. Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt. Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, hafa verið valin glímufólk ársins 2012 af Glímusambandi Íslands. Pétur er 34 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði Grettisbeltinu í sjöunda sinn árið 2012 sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá Pétur og Marín Laufey glímufólk ársins upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Marín Laufey er 17 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2012. Marín sigraði í Íslandsglímunni 2012 og hlaut þar með Freyjumenið í annað sinn. Marín er fyrirmyndaríþrótta- kona jafnt innan vallar sem utan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.