Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Kæru ungmennafélagar og aðrir les-
endur Skinfaxa, hafið þökk fyrir tryggð við
blaðið. Ég heilsa ykkur með góðum kveðj-
um frá ritnefnd og stjórn á aðventunni.
Eftirfarandi eru hugleiðingar mínar, en
endurspegla ekki álit einstakra ritnefnd-
armanna.
Á sambandsþingi UMFÍ á Akureyri 2011
og sambandsráðsfundi í október síðast-
liðnum var fjárhagsleg staða og umgjörð
Hvetjum sem fl esta til að skrifa í blaðið
Stefán Skafti
Steinólfsson.
Stefán Skafti Steinólfsson, formaður ritnefndar Skinfaxa:
blaðsins talsvert til umræðu, m.a. í fjár-
hagsnefnd. Öll erum við sammála um að
Skinfaxi er gott blað og á sér mikla sögu,
yfir 100 ára sögu sem er einstakt. Það er
ekki síst því að þakka að ritstjórar, ritnefnd-
ir og stjórnarmenn hafa fylgst með tíman-
um og hagað seglum eftir vindi. Það er
mikilvægt að ætíð sé sýnd ráðdeild og
hagsýni í útgáfu blaðsins. Nú hafa ritnefnd,
starfsmenn og stjórn ákveðið hagræða í
rekstri blaðsins og hafa þegar sett sér
markmið í þeim efnum. Við reynum að
„sulta“ sem mest heima ef svo má að orði
komast. Eins og í mörgum málum er það
innihaldið sem skiptir meira máli en útlitið.
Þegar vel árar er hægt að bæta í.
Við munum leita til okkar góðu sam-
bandsaðila og félagsmanna með efnistök
í blaðið og hvetjum sem flesta til að skrifa
í blaðið, því alltaf brenna á okkur góð og
gild málefni. Verum dugleg að senda okk-
ar góða ritstjóra hvaðeina sem brennur á
hreyfingunni. Mér verður hugsað til hinna
meitluðu greina og skrifa Jónasar frá
Hriflu sem hristu vel upp í ungmenna-
félögum og vöktu athygli á Skinfaxa og
UMFÍ.
UMFÍ er komið á Sveitasímann (Face-
book), þökk sé ungmennaráði, og er það
vel. UMFÍ er síungt félag og megi hróður
þess berast sem víðast. Verum dugleg að
deila og safna „áhangendum“.
Vel mætti hugsa sér vikulega vefútgáfu
eða fréttabréf rafrænt eins og mörg félög
standa að, með góðum árangri.
Að svo mæltu óska ég lesendum öllum
gleðilegra jóla, árs og friðar.
Íslandi allt.
Stefán Skafti Steinólfsson. USK
00000
w w w. v e i d i k o r t i d . i s
Eitt kort
35 vötn
6.900 kr
Frábær jólagjöf!
Unglingalandsmót UMFÍ
Höfn í Hornafirði
Verslunarmannahelgina 2.–4. ágúst 2013