Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ungmennafélagið Þróttur í Vogum varð
80 ára þann 23. október sl. og í því tilefni
var haldin afmælishátíð laugardaginn 27.
október. Veitt voru heiðursverðlaun, skrif-
að var undir samstarfssamning Þróttar og
sveitarfélagsins Voga og skemmtiatriði
voru börnunum til ánægju.
Um aldamótin 1900 hafði starfað ung-
mennafélag í Vatnsleysustrandarhreppi
en það hafði lagst af 1920. Ungmenna-
félagið Þróttur var stofnað 23. október
1932. Í fyrstu stjórn UMFÞ voru: Jakob A.
Sigurðsson, Sólheimum (formaður), Helgi
Magnússon, Sjónarhóli, Einar Samúelsson,
Austurkoti í Vogum, Pétur G. Jónsson,
Nýjabæ í Vogum, og Guðmundur B. Jóns-
son, Brekku í Vogum.
Á öðru starfsári félagsins var ráðist í að
byggja félagsheimili í samstarfi við kven-
félagið Fjólu. Um jólin 1933 var nýja húsið
vígt og fékk nafnið Kirkjuhvoll. Stendur
það enn í dag á Vatnsleysuströnd. Tuttugu
árum síðar keyptu UMFÞ, kvenfélagið
Fjóla og Vatnsleysustrandarhreppur sam-
komuhúsið Glaðheima í Vogum sem stóð
við Vogagerði 21–23.
UMFÞ hélt frá upphafi úti blaði sem
nefndist Vitinn. Blaðið var í bókarformi og
gekk á milli félagsmanna (ritstjóra) sem
skrifuðu ýmislegt í bækurnar til skemmt-
unar og fróðleiks. Búið er að ljósrita bæk-
urnar og binda inn þannig að þær eru
aðgengilegar en upprunalegu bækurnar
eru varðveittar í Landsbókasafni Íslands.
Ýmis menningar- og félagsmálefni hafa
verið á vegum UMFÞ í gegnum tíðina.
Félagið hefur m.a. rekið unglingaskóla og
staðið fyrir ýmiss konar menningarviðburð-
um í sveitarfélaginu. Mest fer nú fyrir
íþróttastarfi innan félagsins og leggja
börn og unglingar stund á það. Megin-
áhersla er lögð á sund, knattspyrnu og júdó.
Kristján Árnason, núverandi formaður
Ungmennafélagsins Þróttar, sagði í sam-
tali við Skinfaxa að í tilefni afmælisins hefði
verið gefið út rit þar sem farið var yfir sögu
Þróttar og var því dreift til félaga og bæj-
arbúa. Haldin var afmælishátíð þar sem
tímamótanna var minnst og öllum í bæn-
um var boðið til kaffisamsætis. Haldnar
voru ræður og við þetta tækifæri skrifaði
Þróttur undir nýjan samstarfssamning við
sveitarfélagið. Þá voru nokkrir einstakl-
ingar heiðraðir fyrir störf sín fyrir félagið.
„Starfið innan Þróttar gengur mjög vel.
Við réðum nýjan framkvæmdastjóra í sum-
ar og jukum starfshlutfall hans í 50% og
það held ég að hafi gert gæfumuninn.
Ungmennafélagið
Það er töluverð umsjón að halda utan um
svona rekstur og því var nauðsynlegt að
auka starfshlutfall nýs framkvæmdastjóra.
Við gerðum einnig í kjölfarið ákveðnar
breytingar sem hafa orðið til góðs fyrir
félagið. Það má segja að þegar á allt er
Tinna Hallgríms-
dóttir, framkvæmda-
stjóri Þróttar, og
Kristján Árnason,
formaður Þróttar.
Heiðursverðlaun voru veitt á afmælishófinu.