Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Nýlega voru kynntar niðurstöður í könn- un Rannsókna og greiningar (R&G) fyrir árið 2012 á stöðu ungmenna í 8.–10. bekk. Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþrótta- bandalag Reykjavíkur létu vinna skýrslu úr könnuninni líkt og árið 2010 þar sem skoðuð var sérstaklega ánægja iðkenda ásamt fleiri áhugaverðum þáttum. Hvert félag og héraðssamband fékk skýrslu með niðurstöðum iðkenda sinna sem eru bornar saman við landsmeðaltal og meðaltal íþróttaungmenna. Í ár voru gerðar skýrslur fyrir fleiri héraðssambönd en fyrr og því er samanburðurinn enn áhugaverðari en áður. Aðildarfélög Ung- mennafélags Íslands geta einnig borið saman við niðurstöðurnar fyrir árið 2010 og því sést hver þróunin hefur verið hjá einstökum félögum. „Þessi rannsókn er hluti af „Ungt fólk“- rannsóknarröðinni sem hefur verið í gangi í tuttugu ár. Fyrir tveimur árum unnum við í fyrsta skipti sérstaklega niðurstöður fyrir félaga innan ÍBR en við ákváðum prófa hvort hægt væri að nýta rannsóknina sér- staklega fyrir íþróttafélögin og íþrótta- héruðin. Þetta lofaði góðu og var mikil ánægja hjá þeim að vita hver staðan væri hvað varðaði aðstöðu, þjálfara, vímuefna- neyslu og fleira. Í fyrrahaust komu UMFÍ og ÍSÍ að máli við okkur og spurðu hvort ekki væri hægt að gera sams konar rann- FORVARNAGILDI ÍÞRÓTTA ÓTVÍRÆTT Niðurstöður í könnun Rannsókna og greiningar: sókn fyrir öll íþróttahéruð í landinu. Í þetta var ráðist og niðurstöðum hefur verið skil- að fyrir 25 héruð sem eru nógu stór til að hægt sé að vinna fyrir þau en þrjú voru of lítil. Auk þess var hægt að vinna niður- stöður fyrir 51 félag í landinu innan héraðs- sambandanna, nánast öll innan ÍBR, ÍBH og ÍBA. Núna eru 33 félög komin með stöðuna hjá sér í samanburði við aðra. UMFÍ og ÍSÍ sáu þarna tækifæri til að styrkja enn gæðastarfið í íþróttahéruðun- um og íþróttafélögunum. Það er margséð að íþróttastarfið skiptir miklu máli en með þessu móti var hægt að koma með klárar niðurstöður fyrir hvert og eitt íþróttahérað. Við vonum svo að svona rannsóknir verði gerðar reglulega með einhverra ára milli- bili en það er ekki nóg að sjá niðurstöð- urnar einu sinni. Við verðum að vita hvert við stefnum og hafa samanburð sem varð- ar það,“ sagði Jón Sigfússon hjá Rannsókn- um og greiningu sem vann þessa rannsókn með Viðari Halldórssyni, íþróttafélags- fræðingi hjá Háskólanum í Reykjavík. Jón Sigfússon, Rannsóknum og greiningu, og Viðar Halldórsson, Há- skólanum í Reykja- vík, en þeir unnu rannsóknina.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.