Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Átta fulltrúar frá UMFÍ tóku þátt
í námskeiði og ráðstefnu sem NSU
(Nordisk Samorganisation for Ung-
domsarbejde) hélt í Danmörku fyrir
skemmstu. Skinfaxi settist niður með
hópnum og ræddi við þau um þema
námskeiðsins, hvernig laða megi
ungmenni til starfa innan rótgróinna
félaga, hvað þau fengu út úr ferðinni,
stranga vinnutörn í Danmörku og
ryðgaða skóladönskuna.
Námskeiðið var haldið á Helsingjaeyri
(Helsingør), í ríflega 46.000 manna bæ um
45 kílómetra norður af Kaupmannahöfn.
Helsta kennileiti bæjarins er Krónborgar-
kastali, sögusvið Hamlets eftir William
Shakespeare. Ljósin í Helsingborg í Svíþjóð
blasa við af eyrinni. Hvergi er styttra yfir
Eyrarsundið en á milli bæjanna tveggja,
aðeins 4,5 km.
Íslenski hópurinn kom á áfangastað seinni
part föstudags, eftir örlítinn þvæling um bæ-
inn í aðventurökkrinu. Það er snjóföl á vegin-
um, veturinn er kominn til Danmerkur. Því
var búið að lofa í Politiken fyrir helgina. Að
auki eru mættir fulltrúar frá Eistlandi, Slésvík-
urhéraði, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Fær-
eyjum, Noregi og Danmörku, alls tæplega 40
þátttakendur. Þeim var skipt upp í þrjá smærri
hópa sem hver um sig leitaðist við að svara
spurningunni „Hvernig er hægt að virkja ung-
menni til þátttöku í skipulögðu félagsstarfi?“
Vinnutarnirnar í hópunum samanstóðu af
þankahríð og stuttum hreyfileikjum, sem
Danir eru mjög hrifnir af. Þess á milli var hópn-
um safnað saman í aðalsal farfuglaheimilisins
og farið í leiki og gerðar æfingar til að víkka
hugann. Á laugardeginum fór hópurinn í
Louisisana-nútímalistasafnið í Humlebæk,
um tíu kílómetra til suðurs. Safnið er fjölsótt-
asta listasafn Danmerkur. Það hefur komið
sér upp verðmætu safni eftir helstu listamenn
tuttugustu aldarinnar fyrir utan að safnbygg-
ingin þykir listaverk út af fyrir sig.
„Heimsókninni var ætlað að veita okkur
innblástur. Ekki efast ég um að það hafi tek-
ist,“ segir Egill Gunnarsson, hálfþrítugur Aust-
firðingur, sem var mjög ánægður með ferðina
á Louisiana. „Útisvæðið hjá Louisiana er troð-
fullt af skúlptúrum eftir marga þekktari mynd-
höggvara samtímans. Inni var sjálfsmynda-
sýning þar sem mátti finna verk eftir frægustu
myndlistarmenn 20. aldar ásamt sögu
hverrar sjálfsmyndar.“
Við heimkomu á farfuglaheimilið byrjaði
vinnan fyrir alvöru. Hugmyndir hópanna átti
að kynna fyrir stjórn NSU sem kom í heim-
sókn um kaffileytið á sunnudeginum. Stjórn-
in gerði síðan athugasemdir við verkefnin
sem voru lagfærð enn frekar fyrir formlega
kynningu á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn
á þriðjudeginum. Sunnudagurinn varð því
býsna strangur. „Námskeiðið var langt og
erfitt. Unnið var allan daginn fram á kvöld og
hvíldir voru fáar og stuttar. Það var því þó
nokkur léttir þegar vinnunni lauk seint á
sunnudagskvöldi,“ segir Egill en hópurinn
hans vann fram á aðfaranótt mánudags.
Aðrir kláruðu fyrr. „Hópurinn minn fullkláraði
kynninguna skömmu eftir kvöldmat og við
gátum slakað á restina af kvöldinu,“ segir
Orri Davíðsson sem starfar í félagsmiðstöð
á Selfossi.
Fyrir ferðina hugsaði ég „mig langar“
„Tengslin gætu reynst ómetanleg
í komandi tíð en jafnframt hreifst
ég með af metnaði þess, skoðun-
um og hugmyndaauðgi.“
UMFÍ-hópurinn í ráðstefnulok, frá
vinstri: Orri, Hafþór, Eygló, Kolbrún,
Egill, Elísabet, Gunnar og Valdís.
Útskrifaður í dönsku. Egill
kynnir niðurstöður hóps síns.