Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Norðmaðurinn Kristian Fjallanger var
orðinn svo þungur að hann þorði ekki
lengur að vigta sig þegar hann ákvað
að taka til í sínum málum. Kristian létti
sig um ein sjötíu kíló og skrifaði bók
um reynslu sína. Hann segir offitu karl-
manna vandamál sem fáir þori að ræða
um. Skinfaxi hitti Kristian í Reykjavík,
þar sem hann var meðal fulltrúa á aðal-
fundi norrænu samtakanna NSU og
ræddi við hann um átakið við að breyta
um lífsstíl, útlitsdýrkun og mikilvægi
hreyfingar.
„Ég var ekki þybbinn eða neitt þannig.
Ég var einfaldlega feitur,“ segir Kristian. Við
sitjum í anddyri hótels í miðborg Reykja-
víkur á föstudagskvöldi. Í kringum okkur
er heilmikið skvaldur svo það verður erfitt
að heyra hvor í öðrum. Ferðafélagar hans
og landar settust beint fyrir aftan okkur
þegar við héldum við hefðum fundið okk-
ur sæmilega hljóðlátt horn.
Það var haustið 2010 sem bók Kristians,
„Feit; mitt liv som tjukkas“ (Feitur; líf mitt
sem feitabolla), kom út í Noregi en hún
kom út í kilju í vor. „Þegar ég vaknaði dag-
inn sem bókin kom út beið mín SMS frá
Kristin Halvorsen, menntamálaráðherra
Noregs (Kristian er mjög virkur í flokki
hennar, Sosialistisk Venstreparti). Ég var í
viðtölum allan daginn, meðal annars í
stærsta dagblaði Noregs og þegar ég kom
heim um kvöldið var ég alveg búinn. Ég
kíkti á Facebook og þar biðu mín 427 skila-
boð frá fólki sem ég þekkti ekkert. Flest
voru frá feitum körlum sem kunnu að
meta að ég gat tengt við tilfinningar
þeirra, en líka frá grönnu fólki sem var
óánægt með líkama sinn. Þegar ég sá
myndirnar af því á Facebook hugsaði ég:
„Hvað?“ en þetta sannar að menn eru
aldrei sáttir við líkama sinn. Mestu skiptir
er að endurheimta líkama sinn.“
Ástæðurnar fyrir átakinu voru fyrst og
fremst tvær: „Ég var í hættu að fá hjarta-
sjúkdóm og mig langaði til að sofa oftar
hjá.“
Æfingatækin þoldu ekki
þungann
Frásögn hans í bókinni hefst í herrafata-
versluninni Dressman XL. „Það var eina
búðin sem seldi nógu stór föt á mig. Ég
notaði 11 XL. Nú var komið að því, ég
var svo rosalega feitur, að ég ákvað að
nóg væri komið og byrjaði að breyta lífi
mínu.“ Fyrsta skrefið var að viðurkenna
vandamálið. Að þetta væru ekki örfá auka-
kíló heldur væri hann feitur. „Þetta er eins
og þegar þú ert áfengissjúklingur. Þú verð-
ur að sætta þig við það. Ég er Kristian Fjall-
anger og ég er feitabolla.“
Kristian segist „alltaf hafa verið þybbinn“
og „frekar latur“. Röð áfalla árið 2000 varð
til þess að fitan varð að raunverulegu
vandamáli. „Mamma mín dó, afi minn dó,
vinur minn skaut sig ... það dóu allir,“ segir
Kristian sem þá var 22ja ára gamall. „Ég
flutti upp til fjalla, á lítinn stað þar sem ég
þekkti engan. Þetta var mjög slæmt ár. Ég
borðaði en hreyfði mig ekki og tútnaði út.“
Það var svo komið að hann þorði ekki
að vigta sig. Á bókarkápunni stendur talan
140 kíló. Kristian nefnir 150–160 kíló-
grömm við okkur. Að ná niður slíkri þyngd
er ekki einfalt mál. „Ég ákvað að nota innri
reiði mína. Reiðina gagnvart fallega fólk-
inu sem fer í ræktina.“
Málið var að Kristian gat ekki stokkið út
í næstu líkamsræktarstöð. „Hvar fæ ég
íþróttaföt? Ég get ekki farið á líkamsrækt-
arstöð. Fólk horfir á mig sem feita trúðinn.“
Lausnin var að kaupa æfingavél til að hafa
heima. Það var samt ekki vandræðalaust.
„Ég eyðilagði fjórar slíkar. Þær hrundu
undan þunganum.“
Þrátt fyrir þetta mótlæti þvertekur Krist-
ian fyrir að hann hafi nokkru sinni verið
nálægt því að gefast upp. „Ég var búinn að
gefa mér góðan tíma til að undirbúa mig
andlega. Það kom eitt kvöld þegar ég var
svo svangur að ég borðaði níu hrökk-
brauðssneiðar með osti. Ég hafði ekki étið
fylli mína í marga mánuði en það er ekki
hátt fall.“
Lítil skref verða að
stórum sigrum
Að mati Kristians er það lykilatriði að tak-
ast á við breytingarnar í smáum skrefum.
Fyrsta skrefið var að byrja að hreyfa sig.
Mataræðið kom á eftir.
„Ég þekki fólk sem ætlar að hætta öllum
slæmum siðum á hverjum mánudegi.
Nágranni minn hringir í mig á sunnudags-
morgnum þegar hann er fullur, búinn að
sofa hjá einhverri sem hann fann á barn-
um og segir: „Ég ætla ekki að borða meiri
ruslmat, ég ætla að hætta að reykja,“ og
svo framvegis. Þegar föstudagurinn renn-
ur upp er allt gleymt.
Ég ákvað að byrja á einum nýjum góð-
um sið, að hreyfa mig á hverjum degi og
það gerði ég í marga mánuði. Þegar mað-
ur nær ákveðnum punkti fer maður ein-
faldlega að breyta mataræðinu líka. Þar
tekur maður líka lítil skref. Það fækkar
kaloríunum töluvert að fara úr venjulegu
kóki í diet. Eftir tvær vikur saknarðu kóks-
ins ekki lengur.“
Þegar mörg lítil skref koma saman verð-
ur til eitt stórt stökk. „Þetta snýst ekki bara
um að fara í megrun. Þetta snýst um að
breyta um lífsstíl.“
Kristian léttist um sextíu kíló á örfáum
mánuðum. „Ég veit ekki hvort það er hollt,“
segir hann. „Ég leit út eins og svín. Ég hefði
getað grátið en ég hló og mér tókst að ná
markmiðinu.“ Hann óttast ekki að missa
„Þetta snýst ekki bara um að fara í
megrun. Þetta snýst um að breyta
um lífsstíl.“
„Ég ákvað að byrja á
einum nýjum góðum sið,
að hreyfa mig á hverjum
degi og það gerði ég í
marga mánuði.“
Skrifaði bók um reynslu sína:
Ég er Kristian Fjallanger og ég er
feitabolla