Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 33
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33
Héraðssamböndin á Vesturlandi og
sunnanverðum Vestfjörðum skrifuðu ný-
lega undir viljayfirlýsingu um samstarf í
frjálsum íþróttum á Vesturlandi og nær-
svæðum. Héraðssamböndin, sem hér um
ræðir, eru Ungmennasamband Borgar-
fjarðar, Héraðssamband Snæfellsness og
Hnappadalssýslu, Ungmennasamband
Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, Ung-
mennafélagið Skipaskagi, Héraðssam-
bandið Hrafna-Flóki, Héraðssamband
Strandamanna og Ungmennafélag Kjal-
nesinga.
Einnig koma Frjálsíþróttasamband
Íslands og Ungmennafélag Íslands að sam-
komulaginu sem ber nafnið SamVest. Sam-
starfið er tilraunaverkefni sem á að styrkja
frjálsar íþróttir á svæðinu. Samkomulagið
er til þriggja ára.
„Með samstarfinu teljum við okkur
standa sterkari og að við náum því að rífa
frjálsar íþróttir upp úr þeirri lægð sem þær
voru komnar í. Við sjáum fram á gott sam-
starf í þessum efnum. Núna er stefnan að
vera með sameiginlegar æfingar en þær
vorum við einnig með sl. sumar í Borgar-
nesi, með góðum árangri. Einnig ætlum
við að æfa saman í frjálsíþróttahöllinni í
Laugardal þegar færi gefst. Við verðum
Samstarf héraðssambanda um frjálsar íþróttir á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum:
„Ekki í nokkrum vafa um að
samstarfið á eftir að efla okkur“
Jóhanna Sigrún Árnadóttir, UDN,
Birgitta M. Valsdóttir, UMFK, Garðar
Svansson, UMFG, Lóa Björk Hallsdóttir,
FRÍ, og Ásgeir Ásgeirsson frá UMSB
skrifa undir samkomulagið en að því
loknu var samæfing í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Með þeim á myndinni eru krakkar frá viðkomandi
héraðssamböndum.
einnig með sameiginleg héraðsmót í Borg-
arnesi. Við sendum reyndar sameiginlegt
lið í bikarkeppni FRÍ á liðnu hausti sem
gafst mjög vel. Ég er ekki í nokkrum vafa
um að samstarfið á bara eftir að efla starf
okkar og um leið frjálsar íþróttir,“ sagði
Hrönn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
UMSB, í samtali við Skinfaxa.