Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Velkomin
í sundlaugar Árborgar
Frítt inn fyrir 17 ára og yngri
Sundhöll Selfoss
Opin allt árið
Virka daga: kl. 6.30–21.30
Helgar: kl. 9.00–19.00
Sundlaug Stokkseyrar
Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst
Virka daga: kl. 13.00–21.00
Helgar: kl. 10.00–17.00
Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí
Virka daga: kl. 17.00–20.30
Lau: kl. 10.00–15.00
Sun: lokað
Gjaldskrá
Fullorðnir (18-66 ára):
Einstakt skipti 550 kr.
10 skipta kort 3.400 kr.
30 skipta kort 7.400 kr.
Árskort 25.900 kr.
Leigutilboð:
handklæði, sundföt
og aðgangseyrir 1000 kr.
67 ára og eldri fá frían aðgang gegn
framvísun skilríkja.
Öryrkjar og atvinnulausir fá frían
aðgang en verða að framvísa korti
til staðfestingar.
www.arborg.is
Skinfaxi 4. tbl. 2012
Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson.
Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson o.fl.
Forsíðumynd: Filmverk, Selfossi.
Umbrot og hönnun: Indígó.
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.
Prófarkalestur: Helgi Magnússon.
Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar
Bender.
Ritnefnd:
Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar
Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís
Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór
Halldórsson.
Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Sími: 568-2929
Netfang: umfi@umfi.is
Heimasíða: www.umfi.is
Starfsmenn UMFÍ:
Sæmundur Runólfsson,
framkvæmdastjóri,
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri,
Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri
Skinfaxa og kynningarfulltrúi,
Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi,
með aðsetur á Sauðárkróki,
Sabína Steinunn Halldórsdóttir,
landsfulltrúi,
Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari.
Stjórn UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður,
Haukur Valtýsson, varaformaður,
Jón Pálsson, gjaldkeri,
Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari,
Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi,
Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi,
Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi,
Baldur Daníelsson, varastjórn,
Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn,
Anna María Elíasdóttir, varastjórn,
Einar Kristján Jónsson, varastjórn.
Forsíðumynd:
Gleðin var eins og jafnan allsráðandi á
Unglingalandsmótinu sem haldið var á
Selfossi í sumar. Knattspyrnan er alltaf
vinsæl á mótinu og laðar til sín fjölda
keppenda. Á myndinni eru Gísli Frank
Olgeirsson (til hægri) og Elvar Örn Jóns-
son (til vinstri). Liðið Smjörflugurnar keppti
bæði í fótbolta og körfubolta í flokki stráka
15–16 ára. Þeir lentu í 6. sæti í fótbolta og
20. sæti í körfubolta.
16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið
á Höfn í Hornafirði næsta sumar.
Árið 2012 rennur brátt sitt skeið á
enda. Það var viðburðaríkt hjá ung-
mennafélagshreyfingunni og þegar
litið er um öxl má hreyfingin vera
afar stolt og getur horft björtum
augum til nýja ársins sem bíður
fram undan. Í hraðfleygu samfélagi
okkar, þar sem hlutirnir eru oft fljótir
að breytast, eru möguleikarnir enda-
lausir. Styrkur UMFÍ er mikill og þessi
samtök, með yfir eitt hundrað þús-
und félaga, munu hér eftir sem
hingað til vinna að góðum málefn-
um í þágu lands og þjóðar. Spenn-
andi tímar blasa við og krafturinn
og áræðnin hefur sjaldan eða aldrei
verið meiri.
Einn af stærstu viðburðum UMFÍ
á þessu ári var 15. Unglingalands-
mótið sem haldið var á Selfossi. Það
tókst framúrskarandi vel og var fram-
kvæmdaaðilum og heimamönnum
á Selfossi til sóma. Unglingalands-
mótin leika orðið stórt hlutverk
innan UMFÍ og eru eitt af flaggskip-
um hreyfingarinnar. Mótin eru kjör-
inn vettvangur fyrir fjölskylduna til
að koma saman og verja verslunar-
mannahelginni saman í heilbrigðu
umhverfi. Hafinn er undirbúningur
fyrir næsta Unglingalandsmót sem
verður haldið á Höfn í Hornafirði en
síðast var haldið þar mót 2007. Á
Höfn er fyrsta flokks aðstaða með
frjálsíþróttavelli lögðum gerviefni
og glæsilegri sundlaug.
2. Landsmót UMFÍ 50+ var haldið
í Mosfellsbæ sl. sumar. Var umgjörð-
in með ágætum og framkvæmdin
sérlega glæsileg. Næsta mót verður
haldið í Vík í Mýrdal næsta sumar.
Mörg önnur spennandi viðfangs-
efni blasa við á nýja árinu. Íþrótta-
og æskulýðsstarf hefur líklega aldrei
verið mikilvægara en á þeim þreng-
ingatímum sem við höfum lifað á
síðustu árum. Það er því afar brýnt
að við hlúum vel að þessu sviði og
gætum þess sem aldrei fyrr að börn
og unglingar eigi greiðan aðgang
að því. Staðreyndirnar tala sínu máli
í þessum efnum en kannanir sýna
það aftur og aftur að þátttaka í
íþrótta- og æskulýðsstarfi eflir ein-
staklinginn og gerir hann sterkari til
að takast á við nám og starf. For-
varnagildi hennar er margsannað.
Það er von okkar allra að nýja
árið verði okkur öllum gjöfult og
happadrjúgt. Íslendingar hafa áður
staðið frammi fyrir þrengingum en
með baráttuviljann að vopni hefur
okkur alltaf tekist að rétta úr kútn-
um. Það mun einnig gerast nú.
Skinfaxi óskar ungmennafélög-
um sem og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju
ári.
Þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi
aldrei mikilvægari
Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: