Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.2012, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Aðventan er gengin í garð og undirbún- ingur jólahátíðarinnar er efst í hugum margra, hátíðar sem einkennist af gleði og kærleika og tilhlökkun yfir að senn verði gamla árið kvatt og nýju ári fagnað. Ársins, sem senn er liðið, verður minnst fyrir margt en það nýja bíður okkar sem óskrifað blað en fullt vænt- inga um betri tíð. Í hverju húsi skína marglit jólaljós sem minna á komu frelsarans og það ljós sem hann færði heimsbyggðinni með fæðingu sinni. Ungmennafélagar munu vinna áfram að ræktun lýðs og lands þar sem áhersla verður lögð á mannrækt í tengslum við menningu, íþróttir, forvarnir, fræðslu og umhverfið. Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls, fjölbreytileika þjóðfélagsins og virð- ingu fyrir umhverfinu. Samvera fjölskyldunn- ar, yngri kynslóðarinnar sem hinnar eldri, er þýðingarmikil til að nýta fortíðina sem best sem veganesti inn í framtíðina. Það er okkur mikils virði að skapa vettvang til að efla félagsþroska einstaklinga og sam- skiptahæfileika og að læra gildi þess að starfa með öðru fólki að sameiginlegum markmið- um. Þannig byggjum við upp frumkvæði og styrkjum forystuhæfileika einstaklinga. Til framtíðar litið sé ég ungmennafélaga stuðla að því að auka vitund fólks um að við búum í síbreytilegu samfélagi þar sem m.a. ber að líta á fjölbreytileika mannlífsins, þróun í tækni og aukinn vilja til þess að íþrótta- félög, æskulýðsfélög, félagsmiðstöðvar og skólar starfi saman í að skipuleggja tóm- stundastarf fyrir börn og unglinga. Þessar breytingar kalla á að við höldum áfram að virkja fólk til þátttöku í félags- og sjálfboða- liðastarfi ásamt því að mennta fólk til forystu innan hreyfingarinnar. Þetta viljum við gera og ætlum okkur að gera þrátt fyrir að hafa minna fjármagn nú en áður til að halda úti því öfluga starfi sem við stöndum fyrir. Við erum ekki vön að kvarta en það væri óneitanlega skemmtileg Væntingar um betri tíð tilbreyting að sjá stjórnvöld setja aukinn fjárstuðning í æskulýðs- og íþróttastarfið á næsta fjárhagsári. En við höfum yfir mörgu að gleðjast og víða um land fara fram á næstu vikum upp- skeruhátíðir ársins hjá ungmennafélögum þar sem íþróttamenn af báðum kynjum verða heiðraðir fyrir unnin afrek. Félagar koma saman til að fagna góðum árangri, æfingar, keppnir, samkomur og ferðir verða skipulagðar til að mæta áhuga, væntingum og metnaði þeirra einstaklinga og hópa sem eru þátttakendur og vilja ná árangri á lands- vísu og heimsvísu. Á hverjum degi veitum við landsmönnum mikla ánægju og skemmtun með fjölbreyttu starfi okkar sem er eldsneytið sem heldur okkur gangandi. Megi aðventan færa okkur öllum ljós og frið og góðar samverustundir. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og þakka fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: BESTU ÞAKKIR FYRIR SJÁLFBOÐALIÐAVINNUNA Um átta milljón króna hagnaður varð af Unglingalandsmóti UMFÍ 2012 sem haldið var á Selfossi um verslunarmannahelgina í sumar sem leið. Þetta kom fram á lands- mótsfundi HSK sem haldinn var í Selinu á Selfossi 8. nóvember s.l. Tekjur af mótinu voru 20,8 milljónir króna en kostnaðurinn var 12,7 milljónir. Hagnaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins af mótinu var því um 8 milljónir króna. Samkvæmt samþykkt héraðs- þings HSK renna 70% þeirrar upphæðar til aðildarfélaga sem lögðu fram sjálfboðavinnu á mótinu, í samræmi við unnar vinnustundir, 20% til HSK og 10% í verkefnasjóð HSK. Um 650 sjálfboðaliðar unnu við mót- ið, samtals 8.096 vinnustundir. Að baki er velheppnað 15. Unglingalands- mót UMFÍ. Héraðssambandið Skarphéðinn sá um framkvæmd mótsins, í samstarfi við Sveit- arfélagið Árborg. Stjórn HSK setti sér það markmið að gera mótið sem glæsilegast og að mati okkar tókst það með dyggilegri aðstoð ykkar sem störfuðuð með okkur við undirbúning og framkvæmd mótsins. Gott og öflugt net sjálfboðaliða er lykilfor- senda fyrir velgengni íþróttastarfs. Íþrótta- hreyfingin er vettvangur öflugrar sjálfboða- þjónustu á mörgum sviðum. Sjálfboðalið- arnir gera íþróttafélögin að lifandi grasrótar- hreyfingu sem er vettvangur tækifæra til að leggja sitt af mörkum í samfélagsþjónustu og fá um leið tækifæri til vaxtar og reynslu sem nýtist í viðfangsefnum daglegs lífs. Störf sjálfboðaliðanna eru nauðsynlegur þáttur í íþrótta- og æskulýðsstarfi, þau efla samstarf, umhyggju og kærleika og fela í sér marg- breytta og lærdómsríka reynslu af félagsstörf- um, að ógleymdri ánægjunni af því að koma með verðmætt framlag til samfélagsins. HSK óskaði eftir liðsinni sjálfboðaliða við undirbún- ing og framkvæmd mótsins og svöruðu fjöl- margir kallinu og mættu til starfa með okkur og lögðu á sig mikla og óeigingjarna vinnu til þess að mótið mætti heppnast sem best. Fyrir hönd stjórnar HSK og framkvæmda- nefndarinnar færum við öllum, sem lögðu lóð á vogarskálarnar og gerðu okkur kleift að halda 15. Unglingalandsmót UMFÍ með miklum myndarbrag, bestu þakkir fyrir kröft- ugt og öflugt framlag við undirbúning og framkvæmd mótsins og væntum góðs sam- starfs við ykkur við skipulagningu og fram- kvæmd 27. Landsmóts UMFÍ á Selfossi 2013. Sérstakar þakkir fá samstarfsaðilar, Sveitar- félagið Árborg og starfsmenn þess, fyrir frá- bæra samvinnu og aðstoð. Íbúum Selfoss færum við góðar þakkir fyrir veitta aðstoð og hjálp. Gestum mótsins þökkum við þátttök- una og þá sérstaklega frábæru unglingunum okkar sem voru svo sannarlega sigurvegarar mótsins. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, og Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar ULM. Hátt í sjö hundruð sjálfboðaliðar störfuðu á Unglingalandsmótinu á Selfossi Fulltrúar flestra aðildarfélaganna mættu á fundinn til þess að taka við vinnulaununum. Samtals voru rúmar 5,6 milljónir króna greiddar út til félaganna. Deildir innan Umf. Selfoss lögðu fram mesta vinnu á mótinu og fengu því stærstu sneiðina, samtals rúm- ar 3,2 milljónir króna. Stærsta skerfinn af þeirri upphæð fékk knattspyrnudeildin, rúmlega 938 þúsund, fyrir vinnu sína. Í máli Þóris Haraldssonar, formanns unglingalandsmótsnefndar, kom fram að mótið hafi gengið gríðarlega vel og engin stór vandamál hafi komið upp við þetta stóra verkefni. Yfir 2.000 skráðu sig á mótið en 1.952 keppendur skiluðu sér á mótsstað og greiddu þátttökugjöld. Lauslega er áætlað að um 15.000 gestir hafi sótt Selfoss heim þessa helgi. Auk þess að gera upp Unglingalands- mótið frá því í sumar var 27. Landsmót UMFÍ 2013 kynnt á fundinum en mótið verður haldið á Selfossi dagana 4.–7. júlí á næsta ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.