Morgunblaðið - 01.11.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Nýlega féll í
Hæstarétti dómur í
máli Borgarbyggðar
gegn Arion banka um
áhrif fullnaðarkvitt-
ana á lán með ólög-
mætri gengistrygg-
ingu. Einungis
nokkrum klukku-
stundum eftir að dóm-
urinn var kveðinn upp
lýsti formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþing-
is, því yfir að öðrum fjármálafyr-
irtækjum væri ekkert að
vanbúnaði að hefja endurútreikn-
inga á sínum lánasöfnum.
Áhrif fordæma
Dómar í einstökum málum fela
í sér úrlausn á réttarágreiningi
milli tveggja aðila. Ástæða er til
að gæta varfærni við því að draga
of miklar ályktanir af áhrifum
einstakra dóma á önnur mál, eins
og forstjóri Fjármálaeftirlitsins
hefur m.a. bent á. Þá er notað
orðlag í dóminum sem almennt er
til þess fallið að draga úr for-
dæmisgildi. Hæstiréttur getur
auk þess ekki tekið tillit til ann-
arra málsástæðna en þeirra sem
byggt er á í viðkom-
andi máli, en það tak-
markar fordæm-
isgildið.
Meginreglan um
fullar efndir
Í umræðunni um
gengislánin og ofan-
greindan dóm gleym-
ist oft að dómurinn
snýr að undantekn-
ingu. Hæstiréttur
hefur ítrekað að meg-
inreglan er sú að
kröfuhafi eigi rétt á fullum efnd-
um og að vextir og gengistrygging
hafi verið tengd órjúfanlega. Til
þess að fullnaðarkvittanir víki frá
þessari meginreglu þurfa ýmis
skilyrði að vera uppfyllt.
Skilyrði Hæstaréttar
Eitt þeirra skilyrða sem Hæsti-
réttur vísar til er að mismunur á
endurreiknaðri fjárhæð og höf-
uðstól miðað við upphaflegar for-
sendur og fjölda greiddra afborg-
ana sé „umtalsverð“ fjárhæð eins
og þar segir orðrétt, miðað við
upphaflegan höfuðstól lánsins.
Við mat á því hvort fjárhæð sé
umtalsverð skiptir lengd lánstím-
ans miklu máli miðað við þá að-
ferð sem Hæstiréttur rekur í sín-
Af fordæmum
Eftir Helga
Sigurðsson
Helgi Sigurðsson
Til hamingju allir
þeir sem eru með
verðtryggð húsnæð-
islán og námslán.
Enn einn sigurinn
hefur unnist í barátt-
unni gegn verðtrygg-
ingunni. Neytenda-
samtökin geta nú
þrýst á stjórnvöld
um afnám verðtrygg-
ingar og nauðsynlega
leiðréttingu neyt-
endalána, en 29. október sl. sam-
þykkti yfirgnæfandi meirihluti
þingfulltrúa á fjölmennu þingi
Neytendasamtakanna, kröfu um
að verðtrygging af neyt-
endalánum verði afnumin og ís-
lenskum neytendum tryggð sam-
bærileg lánakjör og umhverfi á
lánamarkaði og tíðkast í ná-
grannalöndum okkar. Yfir 71 pró-
sent þeirra sem greiddu atkvæði
samþykktu eftirfarandi tillögu:
Þing Neytendasamtakanna
ályktar að ein mikilvægasta for-
senda viðreisnar efnahagslífsins
eftir bankahrunið sé að afnema
verðtryggingu lánasamninga
neytenda og tryggja réttláta nið-
urfærslu verðtryggðra lána á
samdráttarskeiðinu frá því í októ-
ber 2008. Neytenda-
samtökin telja eðli-
legt til að gæta
samræmis á lána-
markaðnum, að verð-
tryggð lán verði færð
niður til samræmis
við niðurfærslu
þeirra lána sem voru
með ólöglega geng-
istryggingu.
Neytendasamtökin
telja brýnt að afnema
nú þegar verðtrygg-
ingar lána til neyt-
enda.
Neytendasamtökin telja nauð-
synlegt að láta kanna til hlítar
hvort verðtryggð lán til neytenda
kunni að vera ólögmæt frá inn-
leiðingu MiFID-tilskipunarinnar
hinn 1. nóvember 2007.
Neytendasamtökin krefjast
þess að verðtrygging verði með
öllu afnumin af lánum til neyt-
enda. Jafnframt er það sanngjörn
og eðlileg krafa að íslenskir neyt-
endur búi við sambærileg lána-
kjör og umhverfi á lánamarkaði
og neytendur í nágrannalöndum
Íslands.
43,7% hækkun vísitölu
Í greinargerð sem fylgdi álykt-
uninni segir (stytt): „Frá 1. nóv-
ember 2007 og fram í október á
þessu ári hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 43,7%, eða úr
278,1 stigi í 399,6 stig. Á sama
tíma hefur orðið hér á landi
hrunkrónunnar og bankakerf-
isins, atvinnuleysi hefur marg-
faldast og tekjur heimila hafa
dregist verulega saman að raun-
gildi. Fasteignaverð hefur hrunið
og sér ekki fyrir endann á því.“
Ólögleg lán
„Hæstiréttur hefur dæmt
gengisbundin lán ólögleg og með
nýlegum dómi í máli nr. 600/2011
um vexti á ólögleg gengisbundin
lán hefur Hæstiréttur dæmt aft-
urvirkan endurútreikning vaxta
ólöglegan. Með þessum dómum
Hæstaréttar hafa lántakar, sem
tóku hin ólöglegu gengisbundnu
lán, fengið mikla réttarbót … Í
ljósi þessa sem og hins, að óvissa
ríkir um lögmæti verðtryggðra
lána í ljósi lögleiðingar Íslands á
MiFID-neytendaendavernd-
arreglum ESB frá 1. nóvember
2007 er mikilvægt að grípa taf-
arlaust til aðgerða til að leiðrétta
verðtryggð lán heimilanna …
Samkvæmt MiFID-reglum eru
verðtryggð lán afleiður sem ekki
má selja öðrum en fjárfestum
með sérstaka þekkingu á slíkum
fjármálagjörningum. Samkvæmt
reglunum er óheimilt að selja
neytendum slíka gjörninga.“
60% heimila eru
„tæknilega gjaldþrota“
„Eins og fyrr segir er mik-
ilvægt að Alþingi láti kanna til
hlítar hvort verðtryggð lán til
neytenda kunni að vera ólögmæt
frá innleiðingu MiFID-tilskip-
unarinnar 1. nóvember 2007. Ým-
is rök hníga að því að verðtrygg-
ing á neytendalán sé ólögmæt frá
þeim tíma … Sú eignatilfærsla
sem hefur orðið á síðustu árum
vegna samdráttar í þjóðfélaginu
á sama tíma og vísitala neyslu-
verðs til verðtryggingar hefur
hækkað og hækkað veldur því nú
að illa horfir með stöðu fjöl-
margra einstaklinga. Talað er um
að 60% heimila séu „tæknilega
gjaldþrota“ sem felur í sér að
skuldir nema nú hærri fjár-
hæðum en eignir … Mikilvægt er
að ríkisvaldið bregðist við og
grípi nú þegar til ráðstafana til
að leiðrétta þetta óréttlæti.“
Heimild: NS.is
Lög eru ekki til skrauts
Á Íslandi endurspegla
greiðsluáætlanir ekki raunveru-
leikann, sér í lagi verðbólgu-
skotið fyrir og eftir hrun. Með
sanni má segja að verðtryggð lán
hafi raskað hegðun fólksins í
landinu með því að gera lítið úr
langtímaáhættu vegna verðbólgu.
Verðtryggð neytendalán eru í
rauninni svo flóknar afleiðu-
tengdar fjármálaafurðir að
ómögulegt er fyrir fólk að meta
þau á fullnægjandi hátt. Verð-
trygging neyslulána er mjög lík-
lega ólögleg og stangast á við
grundvallarreglur evrópskra
neytendalaga sem banna misbeit-
ingarákvæði sem raska jafnvægi
samningsaðila neytanda í óhag.
Það er löngu kominn tími til fyrir
stjórnsýsluna og fjármálastofn-
anir að virða íslensk lög, þau eru
ekki til skrauts. Vanþekking og
afneitun á lögum leysir engan
undan ábyrgð.
Krefjast afnáms
verðtryggingar
Eftir Guðmund F.
Jónsson » Vanþekking og af-
neitun á lögum leys-
ir engan undan ábyrgð.
Guðmundur F.
Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Hægri grænna, flokks
fólksins.
Samtök fyrirtækja í
velferðarþjónustu
héldu upp á 10 ára af-
mælið sitt um daginn.
Svo sem ekki í frásög-
ur færandi en er til-
efni þessarar greinar.
Ég sendi boðskort í
tölvupósti til allra al-
þingismanna í vel-
ferðar- og fjár-
laganefndum, 18
manns alls og bað um svar hvort
þeir kæmu eður ei. Af þessum 18
svöruðu þrír, þau Kristján Þór Júl-
íusson, Sigríður Ingibjörg Inga-
dóttir og Þuríður Backman. Það
tekur um 20 sekúndur að svara og
einhverra hluta vegna höfðu þessir
þrír þingmenn þessar 20 sekúndur
lausar, hinir 15 ekki. Ég geri mér
fulla grein fyrir því að þingmenn
eru önnum kafnir og hafa í mörg
horn að líta en það er dálítið sér-
stakt að geta ekki gefið sér tíma til
að afþakka boð sem þetta. Enginn
gerir kröfu um að þeir mæti á alla
þá fjölmörgu viðburði sem þeir eru
boðnir til.
En segja má að þáttur velferðar-
ráðherra líti enn verr út. Sam-
kvæmt venju þá hringdi ég í ritara
ráðherra rúmum tveimur vikum
fyrir afmælisboðið og spurði hvort
ráðherra væri tilbúinn að mæta í
boðið og ávarpa gesti. Tók hún
ágætlega í þá beiðni, sagði hann
reyndar líklega vera upptekinn úti
á landi á þessum tíma en bað mig
um að senda tölvupóst sem ég og
gerði. Ekkert svar barst. Átta dög-
um síðar sendi ég annan póst á rit-
arann og meðfylgjandi voru drög
að boðsbréfi þar sem fram kom að
velferðarráðherra myndi ávarpa
samkomuna og bað um svör varð-
andi mætingu ráðherrans. Ekkert
svar barst. Fimm dögum fyrir af-
mælið sendi ég svo ritaranum
þriðja tölvupóstinn og bað um svar
hvort ráðherra kæmist en sagðist
jafnframt líta svo á að fengi ég
engin svör, liti ég á það sem afsvar
ráðherrans. Ekkert svar barst.
Þetta finnst mér vera frekar
dónalegt, það er að
svara alls ekki. Ég hef
fullan skilning á því
að velferðarráðherra
sé mjög upptekinn
maður og komist ekki
í þetta tiltölulega létt-
væga afmæli en ég
skil illa, að maður sem
hefur mannskap í
vinnu við að svara er-
indum sem þessum og
aðstoða hann við
skipulagningu síns
tíma, skuli ekki sjá sér fært að
svara svona boði. Nú er ekki svo að
skilja, að við sem vorum í afmælinu
höfum saknað þeirra sem ekki
svöruðu og ekki komu í boðið. Það
fór vel fram og allir skemmtu sér
mjög vel. En það er engin furða að
virðing almennings fyrir Alþingi
skuli vera nálægt núlli. Enginn
þingmaður né fulltrúi frá velferð-
arráðuneytinu mætti í afmælið.
En svar við boði í afmæli er
langt því frá eina tilvikið sem ekki
hefur borist svar um frá velferð-
arráðuneytinu. Samtök fyrirtækja í
velferðarþjónustu og aðildarfélög
þeirra eiga talsvert mörg ósvöruð
erindi hjá ráðuneytinu, sem eru
væntanlega einhvers staðar á borð-
um ráðuneytisins þrátt fyrir skýr
ákvæði um skyldur opinberra aðila
að svara slíkum erindum innan
vissra tímamarka.
Afi minn heitinn, Gísli Sigur-
björnsson, forstjóri Grundar í sex
áratugi, sagði við mig þegar ég hóf
störf í Ási fyrir rúmum tveimur
áratugum: „Gísli Páll minn, ef smá-
atriðin hjá þeim eru ekki í lagi, þá
er alveg bókað að þau sem stærri
eru, séu það ekki heldur.“ Mér sýn-
ist þetta máltæki hans eiga ágæt-
lega við í þessu efni.
Dónaskapur
alþingismanna og
velferðarráðherra
Eftir Gísla Pál
Pálsson
Gísli Páll Pálsson
»En það er engin
furða að virðing al-
mennings fyrir Alþingi
skuli vera nálægt núlli.
Höfundur er formaður Samtaka fyrir-
tækja í velferðarþjónustu.
HERRASKÓR
Þú færð SKECHERS herraskó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind
Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | OUTLET Fiskislóð 75, Rvk
Fjarðarskór, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi
Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri
Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Versluninni Skógum,
Egilstöðum | System, Neskaupstað Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð
Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum