Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 40

Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinir og vandamenn eiga eftir að koma þér verulega á óvart. Farðu á flóamark- aði, fornbókabúðir, búðir sem selja notuð föt og skoðaðu uppboð á netinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér hættir til í hita augnabliksins að missa sjónar á takmarkinu. Með yfirvegun vinnur þú best. Hafðu dómgreindina til hlið- sjónar, þannig verður þú líka góður leiðtogi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert í skapi til þess að berjast fyr- ir málstað annarra á vinnustað. Láttu aðra vita af því, hvað þér þykir vænt um þá. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það þarf hugrekki til að horfast í augu við eigin mistök og síðan að gera sitt til að bæta úr þeim. Eyddu tíma í að skrifa, biðja eða hugleiða til að finna þitt eigið sjónarhorn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur reynst fyrirhafnarsamt að láta drauminn rætast en þó er engin ástæða til þess að leggja árar í bát. Skoðaðu alla möguleika í stöðunni og láttu að lokum þitt eigið brjóstvit ráða. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt erfitt með að segja nei. Ekki líð- ur á löngu þar til þú verður fyrirtaks vanda- málalausnari. Vertu óhræddur við að njóta ánægju lífsins og leyfa henni að blómstra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn hentar vel til að huga að breyt- ingum í vinnunni og á stefnu þinni í lífinu. Hristu þetta slen af þér og gakktu öruggur til móts við ný og spennandi verkefni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að mál- flutningur þinn fellur í góðan jarðveg. Líttu í kringum þig og finndu nýja leið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt það sé freistandi til að halda friðinn að verða við kröfum annarra er það ekki rétta lausnin til frambúðar. Farsælast er að finna jákvæðan farveg og hefjast handa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin skoðun svo skotheld að hún geti ekki breyst vegna nýrrar vitn- eskju eða einhvers annars. Búðu þig undir hefðbundnar skyldur, maður sleppur aldrei undan þeim of lengi í einu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér er það óvænt ánægja hvað þú uppskerð fljótt árangur erfiðis þíns. Til þess að draumar þínir geti orðið að veruleika þarftu að vinna mikið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Umhverfið klappar þér lof í lófa og þú mátt njóta vinsældanna. Sá tími kemur að þú munt geta sagt hug þinn allan. Benedikt Jóhannesson gaf út bók-ina „AHA! Ekki er allt sem sýn- ist.“ Þar eru þrautir og þversagnir sem allar kynslóðir geta haft gagn og gaman af að spreyta sig á. Á með- al umfjöllunarefna eru lygaraþver- sögnin og yfirlýsingar sem stríða gegn sjálfum sér, eins og „Öll þekk- ing er vafasöm.“ Og nefnd eru dæmi um nýstárlegar limrur eftir Sigurð J. Grétarsson, svo vitnað sé í bókina: „Limran um Hallgerði Hö hún hætti í braglínu tvö. Þessi frjálslega limra er ekki þversagnakennd, en hún leiddi af sér aðra, sem einnig hefur tilvísun í fúlmenni Íslendingasagna. Væri limru í Hávarsson hreytt Hver er þversögnin? Er það, að í huganum bættu menn ósjálfrátt við annarri línunni: „hún hætti í brag- línu eitt“? Eða er það bara tilhugs- unin um það að limrur geti verið styttri en fimm línur?“ Nú svo má auðvitað bæta við að limrur skutu ekki upp kollinum fyrr en mörgum árhundruðum eftir daga Þorgeirs Hávarssonar. Limran er hefðum samkvæmt fimm línur, en þar sem hún er óút- reiknanleg með öllu, þá skýtur hún upp kollinum í ýmsum gervum. Jón Ingvar Jónsson hefur gert að leik sínum að yrkja limrur sem eru fjórar línur, þrjár línur og tvær lín- ur. Og nú er hann búinn að koma limrunni niður í eina línu, ef marka má eftirfarandi skrif: „Er hægt að koma limrunni niður í eina línu? Hér er tilraun sem inni- heldur nafn og bústað til að gera lín- una einu limrulega: Um Sigurð á Heiði er hljótt, En, ef til vill hef ég teygt mig of langt núna, eða er nógu hljótt um Sigurð á Heiði? Draumurinn er auðvitað að semja limru með engri línu. Ég efast reyndar um að það sé gerlegt.“ Og hann bætir við neðanmáls: „Ég var á hagyrðingamóti á Laugum í Sælingsdal á föstudags- kvöld. Um „Fjallkonan hrópar á vægð!“ hafði ég bara þetta að segja: Bændurnir puða með plóginn og pirrast við ESB-róginn, en féð er á beit í fallegri sveit og hemur þar helvítis skóginn. Svo var ég bara með mun minni penna en hin: Þegar ég um blíðu bið en brestur hylli kvenna, þá er ljúft að leika við lítinn kúlupenna. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af nýstárlegum limrum, fjallkonu og bændum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SEGÐU EIGANDANUM AÐ ÉG LÝSI YFIR GJALDÞROTI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Einhver sem dekrar við þig. HÆ, GRETTIR! HVAÐ ERTU AÐ BRALLA? BARA AÐ BÍÐA EFTIR AÐ ÞÚ FARIR SVO ÉG GETI BORÐAÐ KLEINUHRINGINN SEM ÉG ER MEÐ FYRIR AFTAN BAK. HVERT FINNST ÞÉR AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FARA Í FRÍINU Í ÁR? MMBFGLM ... SMJATT ... FFLUOGBB ... HÚMPF! TYRKLAND? ÚTSALA MÁTUN Allt er breytingum háð, meira aðsegja útfararbransinn. Nú er ei- lífðin orðin stafræn, eins og sagði í fyrirsögn fréttar frá AFP í gær. Þar segir frá því að í Frakklandi sé nú farið að bjóða upp á jarðarfarir í beinni útsendingu fyrir þá, sem ekki geta verið viðstaddir í eigin persónu. „Fjölskyldur verða sífellt dreifðari, um þessar mundir getur fólk átt ætt- ingja í öllum landshornum eða heimshornum, langt frá fæðing- arstað sínum,“ segir Eric Fauveau, sem stýrir vefvarpsþjónustu lík- brennslufyrirtækis í Frakklandi, við AFP. Þá geta ættingjar fengið upp- töku af útförinni fyrir 100 til 200 evr- ur. x x x Þessar nýjungar komu Víkverjaekki sérlega á óvart, en hann rak í rogastans þegar hann sá að út- fararþjónustur væru margar farnar að bjóða upp á að setja strikamerki eða QR-kóða á grafreiti. Fyrst var boðið upp á þessa þjónustu í Seattle í Bandaríkjunum, en nú hafa fyr- irtæki í Frakklandi og á Bretlandi fylgt í kjölfarið. Hægt er að skanna merkin með snjallsíma og þá birtist lífshlaup hins látna ásamt myndum, myndskeiðum og minningar- greinum. x x x Þetta mun vera markaðssett áþeim forsendum að það hjálpi aðstandendum, en geti einnig verið vandalausum til upplýsingar. x x x Þá virðast minningarathafnir veraað færast yfir á netið. Minningarvefsíður munu hafa byrj- að að ryðja sér til rúms í Bandaríkj- unum fyrir nokkru og eru komnar til Evrópu. þar er hægt að senda sam- úðarkveðjur, kveikja á stafrænu kerti og deila myndum eða minn- ingum. x x x Þá lætur fésbókin ekki sitt eftirliggja á þessum vettvangi frem- ur en öðrum. Þar er hægt að frysta síðu fráfallins einstaklings og breyta í stafrænan minnisvarða þar sem hægt er að votta hinum látna virð- ingu sína. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn veitir lýð sínum styrk, Drott- inn blessar lýð sinn með friði. (Sálm- arnir 29:11) Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Yamaha píanó og flyglar með og án “silent” búnaðar. Áratuga góð reynsla gerir Yamaha að augljósum kosti þegar vanda skal valið. Veldu gæði, veldu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.