Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 42

Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst spennandi að blanda saman mörgum ólíkum stefnum og stílum,“ segir Jóhannes Birgir Pálmason, forsprakki hljómsveit- arinnar Epic Rain sem nýverið sendi frá sér breiðskífuna Elegy. Á plöt- unni er að finna tíu frumsamin lög eftir hljómsveitarmeðlimi, en Epic Rain skipa, auk Jóhannesar sem syngur, hljóðblandar og semur alla textana, þeir Bragi Eiríkur Jóhanns- son söngvari og gítarleikari, Stefán Ólafsson píanóleikari, Daði Már Jen- sen gítar- og banjóleikari og Guð- mundur Helgi Rósuson gítarleikari. „Tónlistin á plötunni er mjög theatrical eða leikræn með svolitlum kabarett-fílingi auk þess sem heyra má áhrif frá dark country, dark folk og smá blús. Einnig eru augljós hipp hopp-element og rapp-áhrif,“ segir Jóhannes, sem er annar tveggja for- söngvara hljómsveitarinnar eða „vocalisti“ eins og hann orðar það sjálfur. „Því ég get ekkert sungið. Eina leiðin fyrir mig til að tjá mig raddlega er í gegnum rapp eða spo- ken word. Bragi sér um allan söng- inn, enda er hann með svakalega rödd sem hann getur notað á marga vegu.“ Myndir þú taka undir það að hljóðheimur plötunnar væri undir frönskum áhrifum? „Já, enda hef ég löngum heillast af franskri tónlist, ekki síst franskri kvikmyndatónlist. Mamma og pabbi bjuggu lengi úti í Frakklandi og það var mikið spilað af franskri tónlist á mínu æskuheimili sem hefur senni- lega haft töluverð áhrif á mig. Mér finnst andrúmsloftið í franskri tón- list mjög skemmtilegt auk þess sem frönsk tónlist er oft mjög melódískt. Tvö laganna á plötunni gætu þannig verið lög úr franskri kvikmynd og eitt þeirra er sungið á frönsku. Mig hefur lengi langað til að blanda frönsku inn í lag og það hentaði þessu lagi vel,“ segir Jóhannes og bætir við: „Ætli það sé ekki ákveðin rómantík.“ Vill að textinn framkalli myndir Sumir myndu segja að hljóðheim- urinn og söngstíllinn væri einnig undir sterkum áhrifum frá Tom Waits. Eru það meðvituð áhrif? „Ég neita því ekki að Tom Waits hefur veitt mér mjög mikinn inn- blástur í gegnum tíðina, enda er ég mikill aðdáandi hans og hef hlustað mikið á hann. En það væri auðvitað kjánalegt að reyna að stæla hann. Ég heillast ekki síst af andrúmslofti laga hans sem eru einmitt mjög leik- ræn. Einnig hef ég alltaf dáðst að honum fyrir það að hann hefur ávallt verið óhræddur við að fara sínar eig- in leiðir, verið óragur við að prófa nýja hluti og aldrei reynt að búa til slagara eða vera vinsæll. Það hefur veitt mér mikinn innblástur.“ Talandi um innblástur, hvert sæk- ir þú sér innblástur þegar kemur að textasmíðinni? „Ég hef alltaf verið hrifinn af sög- um, en í bæði folk- og country-tónlist er alltaf verið að segja sögur. Ég vil að hlustendur sjái textann fyrir sér, þ.e. að textinn framkalli ákveðnar myndir, aðstæður eða hugarheim. Sumar sögurnar sem ég segi eru hreinn uppspuni, en aðrar byggjast á raunverulegum atburðum þó með ýktum þráðum,“ segir Jóhannes, en þess má geta að texta plötunnar má nálgast á epicrain1.bandcamp.com. Fastagestur á Airwaves Epic Rain kemur fram á Iceland Airwaves á Þýska barnum nk. laug- ardag kl. 20.50. „Þetta er sjöunda eða áttunda árið í röð sem ég spila á Airwaves,“ segir Jóhannes sem hef- ur m.a. komið fram undir lista- mannsnafninu Rain. „Epic Rain lék í núverandi mynd fyrst á Airwaves ár- ið 2010, en þá heyrði í okkur eigandi Les Rencontres Transmusicales- tónlistarhátíðarinnar sem er þekkt- asta tónlistarhátíðin í Frakklandi. Hann vildi fá okkur á sína hátíð og varð það úr að við lékum á hátíðinni í desember í fyrra. Það gekk ótrúlega vel og fengum við mjög góða dóma, vorum t.d. valin ein mesta uppgötv- un hátíðarinnar,“ segir Jóhannes og tekur fram að í framhaldinu hafi hljómsveitin fengið umboðsmenn í Frakklandi sem vinni að því að skipuleggja tónleikahald bæði þar í landi og víðar í Evrópu. „Við erum tiltölulega nýkomnir heim, en við spiluðum á þrennum tónleikum í Frakklandi auk tónleika á Ítalíu. Næstu tónleikar okkar erlendis verða í París 22. nóvember næst- komandi.“ Spurður hvenær von sé á útgáfu- tónleikum hérlendis segir Jóhannes það enn ekki ákveðið. „En það verð- ur þó á þessu ári, því get ég lofað.“ „Ég get ekkert sungið“ Forsöngvarar Bragi Eiríkur Jóhannsson og Jóhannes Birgir Pálmason syngja hvor með sínu nefi.  Hljómsveitin Epic Rain sendir frá sér fyrstu breiðskífu sína er nefnist Elegy  Forsprakki sveitarinnar lýsir tónlistinni sem leikrænni undir hipp hopp áhrifum Í dag er annar í Airwaves og fram- boðið af spennandi tónleikum all- svakalegt. Þeir sem vilja rokk í þyngri kantinum ættu að drífa sig í Hörpu í kvöld, salinn Norðurljós. Þar leika m.a. Skálmöld, HAM og Mugison leysir af hólmi Swans, sem tepptist vegna stormsins Sandy. Í Kaldalóni í sama húsi leikur Elíza Newman kl. 21.40 væntanlega efni af nýrri plötu líkt og Biggi Hilmars sem treður upp 23.20. Í Silf- urbergi koma svo fram óska- börn þjóð- arinnar, Of Mon- sters and Men, kl. 00.10. Á Þýska barnum verður einnig mikið hipp hopp-stuð. Dúóið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Egill „Tiny“ Thor- arensen, leika þar 21.20 og banda- ríska sveitin Shabazz Palaces kl. á miðnætti. Leaves snýr svo aftur á Gamla Gauknum kl. 20.50. Á „off venue“ dagskránni er svo margt kræsilegt. Ástralinn Ben Frost verð- ur á Kaffibarnum kl. 18.30 og tvær stórgóðar, danskar sveitir á Bar 11, Nelson Can kl. 20.30 og The Attacks hálf- tíma síðar. Á Hressó verður kanadísk veisla, fimm kanadískar hljómsveitir spila og á Icelandic Bar kemur fram dúettinn Kleópatra, þ.e. borg- arstjórinn Jón Gnarr og félagi hans Sigurjón Kjartansson. Þetta eru að- eins örfáir molar af nægtaborði Airwaves, sjá icelandairwaves.is. Vinsæl Hljómsveitin Of Monsters and Men spilar í Hörpu í kvöld. Annar í Airwaves Elíza Newman Jón Gnarr Hljómsveitin Ghostigital kemur fram á morgun kl. 15 á utan- dagskrártónleikum Iceland Air- waves við Kex Hostel sem sendir verða út í beinni á bandarísku út- varpsstöðinni KEXP.ORG. Á laug- ardaginn heldur hún tónleika á Þýska barnum kl. 21.40. Ekki er þó allt upp talið því hljómsveitin skipu- leggur tónleika RafKraums á sunnudeginum, á fylgihátíð Iceland Airwaves, Rafwaves, í Iðusölum. Það kvöld heldur Ghostigital upp á tíu ára tónleikaafmæli sitt en hún kom fyrst fram á Airwaves árið 2002. Hljómsveitir á RafKraums- kvöldinu eru Trouble, Good Moon Deer, Tonik, Legend, Ghostigital, Captain Fufanu, Bypass00:15 Ocu- lus. Trouble hefur fyrst leik, kl. 20.30. Þess má einnig geta að þriðja breiðskífa Ghostigital, Division of Culture and Tourism, fer í heims- dreifingu nú í nóvember og verður platan einnig gefin út á vínyl. Tíu ára tónleikaafmæli Ghostigital Kraumandi Ghostigital á Airwaves fyrir þremur árum. Einar Örn í miklum ham. Vegleg Airwaves-veisla verður í dag, á morgun og hinn í Norræna húsinu, 19 tónleikar haldnir og frítt inn á þá alla þar sem þeir heyra undir sk. „off venue“ dagskrá há- tíðarinnar. Tónleikarnir verða haldnir í sal Norræna hússins sem var sérstaklega hannaður fyrir flutning kammertónlistar. Dag- skráin var sniðin með salinn í huga og flutningur að mestu órafmagn- aður. Í dag leika m.a. Agent Fresco, Ásgeir Trausti og Thee Attacks og á morgun Guðríð Hansdóttir og Benjamin frá Færeyjum, My Bubba & Me og Elíza Newman. Á laug- ardaginn verða sex tónleikar haldnir og þá m.a. með Rökkurró, Rubik frá Finnlandi og Árstíðum. Nítján tónleikar á þremur dögum Íslenskt-danskt Tvíeykið My Bubba & Me leikur í Norræna húsinu. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Í spinning öðlast ég aukið úthald og styrk, frábær undirstaða fyrir útivistina, hvort sem það eru hjólreiðar, skíði eða fjallganga. Þórður Magnússon Fjörugir tímar þar sem hjólað er undir leiðsögn þjálfara í takt við skemmtilega tónlist. Mjög mikil brennsla og góð þjálfun. Tímarnir eru fjölbreyttir þar sem hjólað er allan tímann eða tímanum skipt í spinning og styrktaræfingar. Hjólaðu þig í form Frír prufurtími Spinningtímar mán. mið. og fös. kl 12.00 og 17.15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.