Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 34

Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 ✝ Grímur Jónssonfæddist í Norð- urpólnum við Laugaveg í Reyja- vík 24. júní 1924. Hann lést á heimili sínu á Sléttuvegi 19 hinn 21. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðs- son, sjómaður og síðar verkstjóri í Hampiðjunni, f. 10.6. 1895 á Skeggjastöðum í Mosfells- hreppi, d. 15.10. 1983 í Reykja- vík, og Borghildur Sigurð- ardóttir húsfreyja, f. 21.10. 1894 á Dunkárbakka, Hörðudals- hreppi, d. 15.1. 1940 í Reykja- vík. Bræður Gríms voru tveir: Sigurður Eggert Jónsson, f. 24.9. 1921, d. 17.11. 1966. Kvæntur Rebekku Stellu Magn- úsdóttur, f. 2.11. 1923. Þau eign- uðust þrjá syni: Ásgeir, Jón og Magnús. Þorgeir Jónsson, f. 27. 3. 1923, d. 10.11. 2008. Kvæntur Sigríði Margréti Einarsdóttur, f. 20.1. 1923, d. 9.2. 2003. Þau eignuðust sex börn: Borghildi, Einar, Jón, Vilhjálm, Þorgeir og Ólaf. Grímur giftist 13. júlí 1950 Ástu Jónsdóttur, f. 24.11. 1926, d. 21.7. 2005. Foreldrar hennar sem kyndari og sigldi með Röðli til Þýskalands og Bretlands á árunum eftir stríð. Hann stofn- aði síðan Járnsmiðju Gríms Jónssonar sem var lengi til húsa á Bjargi við Sundlaugarveg en flutti í nýtt húsnæði í Súðarvogi 20 árið 1969 og rak hann þá smiðju þar til starfsævi lauk. Grímur var veiðimaður af lífi og sál, hvort sem var á stöng eða byssu. Hann ferðaðist víða um landið til veiða og leigði margar veiðiár ásamt félögum sínum. Hann var einnig öflugur flugu- hnýtari og skapaði meðal ann- ars hina fengsælu Snældu. Árið 1969 festu Ásta og Grímur, ásamt öðrum, kaup á jörðinni Hvalsá við Hrútafjörð sem var þeirra sumarparadís. Grímur hafði mikinn áhuga á vélum af öllu tagi, átti iðulega marga bíla og safnaði auk þess gömlum mótorhjólum og byssum. Eftir að hann hætti störfum hóf hann endurgerð á Henderson- mótorhjóli frá 1918 sem hann hafði átt sem ryðhrúgu síðan 1963. Enginn nema hann átti von á að því myndi vera keyrt aftur enda þurfti hann nánast að endursmíða það frá grunni. Ör- fáum vikum fyrir andlát hans var glæsilega uppgert hjólið keyrt fyrir utan heimili hans og lauk þar með ævistarfinu. Útför Gríms fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 1. nóvember 2012, kl. 13. voru Jón Stef- ánsson Vopni verkamaður, f. 28.11. 1884, d. 18.12. 1984, og Anna Jónsdóttir húsmóðir, f. 6.3. 1893, d. 5.12. 1970. Grímur og Ásta bjuggu alla sína bú- skapartíð í Reykja- vík, fyrst á ýmsum stöðum en frá 1964 á Háaleitisbraut 45 þar sem þau bjuggu þar til Ásta lést. Grímur flutti eftir það á Sléttuveg 19 þar sem hann bjó til æviloka. Sonur Ástu og Gríms er Gunnar, f. 27.7. 1963, maki Gígja Hrund Birgisdóttir, f. 12.12. 1972. Son- ur Gunnars og Margrétar Sig- ríðar Eymundardóttur, f. 19.5. 1971, er Hugi Þeyr, f. 6.10. 1992. Börn Gunnars og Gígju eru Ás- grímur, f. 3.10. 2001, og Ásta Ísafold, f. 2. 8. 2005. Grímur ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. Þegar hann var 16 ára hóf hann nám í vélvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík á samningi hjá Vél- smiðjunni Jötni. Að loknu fjög- urra ára námi vann hann í ýms- um smiðjum en réði sig síðan til Landssmiðjunnar og vann þar til margra ára. Hann var til sjós Grímur Jónsson er látinn 86 ára að aldri. Þrátt fyrir háan aldur náði ellin ekki taki á líkamlegu at- gervi hans fyrr en undir það allra síðasta. Þangað til sinnti Grímur því sem hann hafði löngum sinnt, gerði upp gamla bíla og hjól, fór í laxveiði, tefldi, spilaði og síðast en ekki síst var hann góður afi. Grímur var fæddur í Reykja- vík, í húsi við Laugaveg. Þar ólst hann upp ásamt tveimur eldri bræðrum, þeim Sigurði og Þor- geiri. Grímur sagði mér eitt sinn að hann hefði átt leikfélaga í Heyrnleysingjaskólanum sem var í nágrenni við æskuheimili hans. Fyrir Grími voru allir menn jafnir og vinátta hans var einlæg og trygg. Fengi maður að njóta hennar varð ekki aftur snúið. Sem fullorðinn maður hafði hann þykka og hlýja hönd og breitt bak. Grímur var verkmaður, lærði járnsmíði og var áhugasamur um myndlist og hönnun. Hann að- stoðaði m.a. Ragnar Kjartansson með járnsmíði í verkum hans og um tíma stóð hann að framleiðslu og hönnun límtrésstóla með stál- fótum í anda Arne Jacobsen. Hann hannaði sömuleiðis mikið í vinnu sinni sem járnsmiður og fékkst mikið við fluguhnýtingar. Þar fór saman listrænn áhugi og áralöng reynsla af laxveiði og út- koman varð hin fengsæla snælda. Kona Gríms var Ásta Jónsdótt- ir, fædd og uppalin á Akureyri. Ég var svo lánsöm að kynnast Ástu og Grími þegar ég varð kærasta Gunnars, einkasonarins. Heimili þeirra á Háaleitisbraut var glæsi- legt og nosturslega skreytt. Þar var vel tekið á móti fólki og gjarn- an voru þar haldin stór matarboð. Ásta og Grímur héldu vel utan um fjölskyldu sína og vini. Þegar son- ur okkar Gunnars, Hugi Þeyr, fæddist var hann umvafinn sér- stakri hlýju og kærleika þeirra hjóna. Þegar Hugi stækkaði var mikið spilað á Háaleitisbrautinni og afi Grímur tók hann með í veiði, tafl og fluguhnýtingar. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Grími og Ástu og votta Gunnari, Gígju, Huga, Ásgrími og Ástu samúð mína. Guð blessi minningu Gríms Jónssonar. Margrét Eymundardóttir. Mikill lukkunnar pamfíll var hann þessi, Grímur frændi. Mað- ur taumlausrar hamingju, en þó hófsemda. Aldrei ætlaðist hann til að hann myndi lifa þetta af. Nei. Lífinu, sem nær alltaf lék við hann, sleppti hann lausu heima á Sléttuvegi, einn morgun síðastlið- innar viku, þakklátur fyrir allt sem hann átti. Og hvað var það, sem hann átti? Jú, Grímur var auðmaður. Hann átti allt. Alla vega allt sem skiptir máli. Ekki voru það endilega verðtryggð bréf eða digrir sjóðir nei, hann átti góða vini og ástríka fjölskyldu. Og hvernig er svo hægt að deyja í meiri sátt við allt og alla, en þegar maður hefur hjá sér á dánarbeði alla þá sem maður elskar mest? Sjaldan ef nokkru sinni hef ég upplifað aðra eins væntumþykju og litla fjölskylda Gunnars frænda míns sýndi þessum góða dreng. Gunnar, Gígja, Hugi, Ásgrímur og Ásta voru honum allt og ómetan- leg hjálp í að halda lífsgleðinni allt til loka, þrátt fyrir erfið veikindi. Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að vera þar fluga á vegg og skynjað hvernig ást og væntumþykja skipta öllu máli. „„Þau eru komin,“ kallar mamma. Gljáfægður Austin 8 ár- gerð 1946 stígur fram úr þykku rykskýi og neglir fyrir framan hús númer 4. Út stíga Ásta og Grímur. Ásta og Grímur voru allt öðruvísi. Þau voru svo flott. Grímur stælt- ur, í mjallhvítri skyrtu með upp- brettar ermar (þær voru einhvern veginn miklu hvítari skyrturnar fyrir sunnan heldur en fengust í Kaupfélaginu). Ásta í ferðajakka úr popplíni. Með svört sólgler- augu og á bandaskóm. „Þau eru komin,“ kallar mamma aftur og nú á flauelsrauðum Kaiser ’51. Grímur með olnbogann út um hliðargluggann og Ásta í stretch- buxum með teygju undir ilinni. Þetta hafði aldrei sést á Akureyri. Stretchið kom ekki norður fyrr en ári síðar. Og enn voru þau komin og aldrei flottari. Grímur í tein- óttum … Ásta með eiturgræna skuplu og fölbleikan varalit. En í þetta sinn á glæsilegri bíl en hafði nokkru sinni komist yfir Öxna- dalsheiði. Við erum að tala um Ford Edsel árgerð 1958, annan af þeim tveim bílum, sem fluttir voru til landsins. Þvílíkur stíll. Já, þau voru alltaf að koma og fara … Ásta og Grímur.“ Þessi frásögn er úr lítilli minn- ingargrein, sem ég skrifaði um Ástu, móðursystur mína, fyrir einum 7 árum, en ég átta mig á því nú, að minningarorðin voru ekki síður ætluð Grími frænda. En þá að allt annarri mynd … minningu úr bernsku. Ég er nán- ast óhuggandi, 5 ára pjakkur, þeg- ar ég missi dúkkuna mína, þá einu sem ég átti sem barn, niður úr efri koju og hausinn á henni mölbrotn- ar. Þetta var gifsdúkkan, Grímur. Nú græt ég bara vegna þess hvað mér þótti vænt um þig, uppá- haldsfrændinn minn. Gunnar, Gígja, Hugi, Ásgrímur og Ásta elska ykkur. Egill Eðvarðsson. Morguninn 23. október sl. kvaddi vinur minn og lærifaðir, Grímur Jónsson, þennan heim. Gríms mun ég sakna meðan ég lifi. Grímur reyndist því miður sannspár um að við mundum ekki hittast aftur í þessu lífi er ég flutt- ist til útlanda. Ég náði því ekki að kveðja hann sem skyldi. Grímur fékk far á fyrsta farrými í draumi, draumi sem hann hefur örugglega ekki viljað vakna aftur upp frá. Ég gef mér að þar hafi hann verið með Ástu – ástinni sinni, á leið út úr bænum í veiðiferð. Á dagskrá hafi verið, eftir stutt stopp í Ell- iðaánum, Norðurá á milli fossa og laxastiginn í Glanna lokaður, þess vegna margir fiskar að bylta sér í Grjótunum. Næst farið í Laxá í Miklaholtshreppi enda göngur þar góðar og búið að rigna heil ósköp fyrir Grím og fjölskyldu, sem bíður þar eftir að áin sjatni aðeins. Eftir nokkra dvöl og góð- an afla er ferðinni heitið með alla fjölskylduna í Hvalsá, en óvenju góð bleikjuveiði er þar og vatn frábært. Þar ætlar Grímur að prófa nýtt leynivopn, sem svín- virkar og hann var að ljúka við að hnýta. Áfram heldur túrinn og stefnan tekin á Kaldbaksvík, kart- öflur, smjör, og stór poki af Freyju-karamellum, „töggum“, er allur kosturinn sem þarf, það verður skotið í matinn og veidd bleikja. Það er því ekki skrítið að elsku Grímur minn vaknaði ekki upp frá þessum draumi. Ég kynntist Grími sem fimm ára snáði, þegar mér var boðið með í veiðitúr í Leirvogsá, en pabbi og Grímur voru veiðifélagar. Ég hafði heyrt margar sögur af hon- um og mig minnir að ég hafi verið hálf-smeykur að hitta þennan óg- urlega stórveiðimann, sem ég ímyndaði mér að væri eins og villi- mannslegur hermaður. Ekki reyndist ég hafa haft rétta mynd í höfðinu því þarna blasti við mér góðlegur afalegur náungi, sem mér strax þótti vænt um. Hann smitaði mig af skæðustu veiði- dellu sem mælst hefur síðan að mælingar hófust. Ég fékk það hlutverk að vera einskonar laxa- þreytari fyrir Grím. Þegar ég svo loks setti í fyrsta laxinn minn sjálfur var Grímur með mér og sagði mér hvert ég ætti að setja maðkinn. Þegar fiskurinn tók vissi ég alveg hvað átti að gera, enda búinn að vera í æfingabúðum í nokkur ár. Grímur var óeigin- gjarn lærifaðir, vinur og hinn full- komni veiðifélagi, hann var haf- sjór upplýsinga og ég fékk að stunda þau mið skilyrðislaust. Grímur mun lifa í okkur sem hann kenndi í veiðiakademíunni. Hann kenndi okkur ekki bara að veiða, hann sýndi með góðu fordæmi það góða og jákvæða í manneskjunni. Með Grími var hægt að ganga inn um dyr í náttúrunni þar sem und- ur og stórmerki gerðust. Ég vona að ég muni rata þangað inn ein- hvern daginn og jafnvel með Snældu að vopni. Grímur sagði mér oft að sér liði ekki eins og gömlum manni, sér þætti hann bara vera á mínum aldri eða jafn- vel miklu yngri. Það er kannski þarna sem lykillinn að dyrunum er, að rækta barnið en ekki full- orðna manninn í sjálfum okkur. Grím kveð ég með miklum sökn- uði og eftirsjá og votta Gunnari syni hans og fjölskyldu alla mína dýpstu samúð. Árni Ingvar Bjarnason Bartels. Þegar kemur að kveðjustund- inni er góðvinir kveðja jarðlífið vefst okkur sem eftir stöndum tunga um tönn. Minningarnar um ástvinina verða haldreipi hins ókomna og fyrr en varir verðum við sjálf minningar framtíðarinn- ar. Þá er eins gott að arfleifðin verði nýtileg og til eftirbreytni og minningarnar lifi til frásagnar. En nú er úti Grímsævintýri og Grím- ur vinur okkar er allur. Saga Gríms Jónssonar verður ekki reif- uð hér í örfáum orðum í minning- argrein. Það þarf hinsvegar að koma öllu því „ótrúlega“ vel og skilmerkilega til skila sem gerðist á viðburðaríkri ævi hans. Ef mað- ur leyfir sér þann munað að segja frá hversdagsævintýrum Gríms við veiðiskap slær jafnan þögn á viðstadda sem ekki þekkja til hans. En efasemdaraddirnar hljóðna fljótt og eftir stendur hin kynngimagnaða ímynd snillings- ins sem Grímur var. Hann kunni manna best að lesa vatnið, hann talaði og skildi örugglega mál lax- anna og fór vel með það. Grímur var ungur að árum þegar veiði- gyðjan bauð honum dús og bless- aði, hún hefur áreiðanlega sagt við hann „láttu draumana þína ræt- ast, drengur “ og það gerðist, því Grímur lét svo sannarlega drauma sína rætast. Hann var mesta náttúrubarn sem ég man, ég átti Grím að góðvin og leik- félaga í full 50 ár. Fyrst reyndi ég að selja honum Prins Polo, þá smíðaði hann grip fyrir mig úr járni, svo tók við órofa vinátta sem aldrei féll skuggi á. Við fylgdumst að um fjöllin á vetrum við rjúpna- veiðar og oft við erfiðustu aðstæð- ur, sjóbirtingurinn kom á vorin svo eltumst við félagarnir við laxa og gæsir fram á haust. Þá tók við undirbúningur fyrir hið ókomna með tilheyrandi tilhlökkun og væntingum. Grímur átti gríðar- lega mikið af allskonar „dóti“, viðamikið byssusafn, glás af veiði- stöngum, þríhjól og fjórhjól, flotta bíla – meira að segja Ford Edsel 1958 glæsikerru. Svo endursmíð- aði hann Henderson-mótorhjól 1918 árgerð eftir að hann „lauk störfum“ í smiðjunni. Það gerði hann upp úr ryðhrúgu sem voru leifar hjóls, sem honum hafði áskotnast fyrir margt löngu, gríð- arlegt afrek eitt út af fyrir sig. Þá ber að nefna greiðasölurnar Nesti við Elliðaár og í Fossvogi, sem hann reisti fyrir Axel og Sonju, byggingar sem risu á svipstundu og voru langt á undan sinni samtíð og settu svip á borgina. Hann smíðaði, hannaði og bjó til það sem honum hugnaðist, hvort sem það voru veiðiflugur eða smíðis- gripir úr málmi eða öðrum efnum, allt lék í höndunum á honum, tak- mörkin engin – allt var hægt. Ef hann átti ekki verkfærin til að vinna verkin með voru þau bara smíðuð og tilganginum fullnægt. Það var gott að eiga Grím fyrir góðvin, honum á ég svo margt að þakka sem ég geri nú með ein- lægni að leiðarlokum. Grímur átti hamingjuríkt og viðburðaríkt líf, hann var vinamargur og vinsæll, hann kvæntist Ástu sinni og þau áttu einkasoninn Gunnar, þá komu Gígja og barnabörnin þrjú sem voru augasteinar afa síns. Við Sigrún sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minning Gríms Jónssonar mun lifa. Bjarni Ingvar Árnason og Sigrún J. Oddsdóttir Sérkennileg sjón blasti við nokkrum veiðifélögum, sem mættir voru á bakka Laxár í Kjós á fallegum sumardegi um miðjan áttunda áratuginn. Á hinum bakk- anum sást maður á harðahlaupum með stöng í hendi og það leyndi sér ekki að hann hafði sett í væn- an lax, sem hann landaði nokkru síðar fyrir neðan Laxfoss. Hver er þetta? spurði ég. Og það stóð ekki á svarinu. Þetta er Grímur járn- smiður. Þetta voru fyrstu kynni mín af Grími Jónssyni, sem óhætt er að segja um að hafi verið þjóðsagna- persóna í lifanda lífi fyrir veiði- skap sinn og fluguhnýtingar, en sumar veiðiflugur hans urðu landsfrægar og verða án vafa not- aðar um ókomna tíð af íslenskum stangveiðimönnum. Ég ætla ekki að rifja upp ógleymanlegar laxveiðiferðir með Grími né rjúpna- og gæsaveiði- ferðir víðs vegar um landið, þær voru fjölmargar. En uppáhalds veiðiá Gríms var þó innan borg- armarkanna, Elliðaárnar, sem fá- ir þekktu betur en hann eftir ára- tuga veiðimennsku í þeim. Hann bar mikla umhyggju fyrir velferð þessarar perlu Reykjavíkur og var á sínum tíma skipaður í nefnd á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, sem hafði það verkefni að lagfæra og bæta veiðistaði ásamt því að huga að umhverfisþáttum í Elliða- árdalnum. Skilaði þessi nefnd góðu verki og var þáttur Gríms ómetanlegur. Ég hygg, að allir þeir, sem kynntust Grími hafi borið hlýhug til hans. Hann var hógvær, en glaðsinna og hafði gott viðmót og var óspar að miðla úr þekkingar- brunni sínum. Nokkrum vikum fyrir andlátið bauð hann nokkrum vinum sínum í kaffi, þar sem rifjaðar voru upp veiðisögur frá fyrri árum. Þetta var notaleg stund og ekki að sjá, að hann væri senn á förum inn í nýjar og óþekktar veiðilendur. Ég sendi syni Gríms og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur, en Grímur naut ástríkis og hlýju þeirra til hinsta dags. Blessuð sé minning góðs drengs og samferðamanns til margra ára. Alfreð Þorsteinsson. Mér er ljúft að minnast góðs vinar míns, Gríms Jónssonar, sem lést að morgni 23. október á heim- ili sín, áttatíu og sex ára að aldri. Andlát hans kom mér ekki á óvart. Ég fylgdist með hetjulegri baráttu hans við sjúkdóminn, sem að lokum dró hann til dauða. Grímur tók veikindum sínum af æðruleysi og mikilli karlmennsku. Grímur var mjög vinmargur og fjöldi vina hans kom í heimsókn til að stytta honum stundir. Gunnar sonur Gríms og Gígja tengdadótt- ir hans sáu um að nægar kræs- ingar væru á borðum fyrir gesti. Ég á engin orð yfir allri um- hyggju þeirra og kærleika í veik- indum Gríms. Kynni okkar Gríms hófust 1963 þegar ég keypti hlut í nátt- úruparadísinni Kaldbaksvík á Ströndum. Grímur var þá einn af eigendum staðarins. Með okkur tókust strax góð kynni sem hafa staðið alla ævi. Grímur var fjall- myndarlegur maður, þrekvaxinn og greinilega mikið hraustmenni. Hann var mjög góður sögumaður og einstaklega skemmtilegur. Þá hafði hann mjög góða nærveru. Grímur var veiðimaður af lífi og sál. Á engan held að sé hallað þó að ég fullyrði að hann hafi verið einn færasti laxveiðimaður lands- ins. Laxveiði var sameiginlegt áhugamál okkar beggja. Með honum og vini okkar, Jóni Aðal- steini Jónassyni, sem andaðist 25. nóvember 2011, fórum við í marg- ar veiðiferðir saman. Andlát Jóns Aðalsteins varð okkur Grími erf- itt enda voru Grímur og Alli óað- skiljanlegir vinir fram á síðasta dag. Minningar um góða vini gleymast aldrei. Grímur var járnsmiður að mennt. Hann rak af myndarskap Járnsmiðju Gríms Jónssonar í Súðarvogi 20 í áratugi, með marga menn í vinnu. Áhugamál Gríms voru margbreytileg og mörg. Hann var snillingur í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hannaði og hnýtti ýmsar af veiðnustu laxaflugum sem ís- lenskir veiðimenn nota. Snæld- urnar hans hafa landað mörgum stórlaxinum. Síðustu fjögur árin gerði hann upp Henderson-mótorhjól af ár- gerð 1918, sem nánast var ein ryðhrúga er það kom í hans hend- ur. Hann smíðaði nánast allt hjól- ið upp þannig að ég er efins um að það hafi verið betra og fallegra þegar það var nýtt. Grímur var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist ynd- islegri konu, Ástu Jónsdóttur. Saman eignuðust þau fallegt heimili á Háaleitisbraut 45, þar sem þau áttu heima í áratugi. Ásta rak lengi verslunina Mæðra- búðina. Ásta lést árið 2005. Ásta varð Grími mikill harmdauði. Fyrir sex árum flutti Grímur í glæsilega íbúð á Sléttuvegi 19, með öll sín fallegu antík húsgögn og mikið og fallegt málverkasafn eftir marga af gömlu snillingun- um prýðir alla veggi. Hér undi Grímur sér vel enda fagurkeri mikill. Ég naut þess að koma í heimsókn á þetta fallega heimili hans. Ég þakka Grími vini mínum allar góðu stundirnar, sem við átt- um saman í gegn um ævina. Lífið verður ekki eins án vina minna tveggja, sem nú hafa horfið inn í móðuna miklu á innan við ári. Forsjóninni og meistara sköpun- arverksins þakka ég fyrir að hafa eignast vináttu þína. Blessuð sé minning þín. Aðstandendum Gríms sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Kjartan Sveinsson. Látinn er hagleiks- og heiðurs- maðurinn Grímur Jónsson. Grími og konu hans Ástu kynntumst við hjónin fyrir rúm- um tveimur áratugum þegar leið- ir dóttur okkar Margrétar og son- ar þeirra Gunnars, lágu saman, og þau eignuðust soninn Huga Þey. Varð hann til að binda okkur býsna sterkum böndum. Það var ánægjulegt að fá að kynnast þeim hjónum, sem leiddi til góðrar vin- áttu. Eftir lát Ástu hélst áfram gott og ánægjulegt samband við Grím vin okkar. Hann átti auðvelt með að um- gangast fólk, hann fór ekki í manngreinarálit og var vina- margur. Grímur var lærður járnsmiður og rak vélsmiðju. Hann var góður hönnuður og smíðaði ýmsa gripi úr járni sem nefna má fínsmíði. Grímur Jónsson HINSTA KVEÐJA Kæri vinur. Takk fyrir góða samfylgd á liðnum áratugum. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (G.J.) Hvíl þú í friði Fyrir hönd Gamla geng- isins. Haraldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.