Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 10

Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Skoðum líkamann er kennslu-bók í þrívídd um líkamannfyrir blind og sjónskertbörn á aldrinum 6 til 8 ára. Bókin er lokaverkefni Höllu Sigríðar Margrétardóttur Haugen, eða Höllu Siggu, í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Eftir því sem best er vitað er bókin sú fyrsta sinn- ar tegundar í heiminum. Hugmynd sem vatt upp á sig „Mér finnst gaman að komast á sýningar þar sem má snerta hluti og hef mikla snertiþörf fyrir áferð efna og öðru slíku. Eftir mikla sjálfs- skoðun varð þetta til þess að ég fór í heimsókn á Þjónustu- og þekkingar- miðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þar sá ég mjög fallegar bækur sem eru til fyrir blind börn í dag, yfirleitt stuttar myndasögur sem ætlaðar eru til að kenna þeim að þekkja hluti í umhverfinu. Slíkar bækur eru þó ekki skráðar sem kennslubækur og þegar ég fór að tala við starfsfólk miðstöðvarinnar komst ég að því að lítið sem ekkert er til af kennsluefni með myndum fyrir þessi börn. Þetta sat í mér enda finnst mér nærri ógerlegt að hafa t.d. átt að læra líffræði í grunnskóla án þess að sjá myndir. Með bókinni minni vonast ég því til að byrja á því að koma til móts við þessa vöntun. Ég leitaði ráða hjá fólki um allan bæ um hvernig best væri að búa til slíka bók en það var í samtali við manninn minn sem þrívíddarprentun kom Áþreifanleg líffræði Skoðum líkamann er áþreifanleg kennslubók um lík- amann fyrir blind og sjónskert börn á aldrinum 6 til 8 ára. Bókinni er skipt upp eftir hlutum líkamans og í henni er að finna verkefni sem þeim tengjast. Morgunblaðið/Golli Hönnuður Bókin er lokaverkefni Höllu Siggu í grafískri hönnun. Morgunblaðið/Golli Þrívíð Í bókinni eru fígúrur sem hægt er að lyfta upp og þreifa á. Menningarmiðstöðin á Egilsstöðum, hið frábæra Sláturhús, er dugleg við að halda fólki við menningarefni. Þar er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera og hægt að skoða á heimasíð- unni www.slaturhus.is hvað er á dag- skránni hverju sinni. Núna frá 1.-11. nóvember verða átta viðburðir á tíu dögum og ekki af lakara taginu. Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson verður sýnd sem og Djúpið, vinnustofur listamanna verða opnar, karókí, flóamarkaður og ljóðskáld lesa úr verkum sínum. Menningarveislunni lýkur svo með stórtónleikum laugardagskvöldið 10. nóv. með hljómsveitinni VALDIMAR. Vefsíðan www.slaturhusid.is Vinsæl Hljómsveitin Valdimar hefur heldur betur skapað sér góðan orðstír. Dagar myrkurs í Sláturhúsinu Þau leiðu mistök urðu hér á síðum Daglega lífsins fyrir nokkru að í viðtali við Akeem Cujo, eiganda nýrrar ferðaskrifstofu sem heitir AnaConDa Ventures gleymdist að setja inn slóð- ina á vefsíðu fyrirtækisins. Beðist er velvirðingar á þessu og slóðin hér með birt: www.anacondavent- ures.com Ævintýraferðir til Gana Anacondaventures á vefnum Dans Ganabúar eru liðtækir í dansi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 25% afsláttur af úlpum, leðurjökkum og buxum Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • Opið mán.- fös. kl. 11.00-18.00 og lau. 11.00-15.00 friendtex.is • praxis.is • soo.dk Pantið vörulista á sala@soo.is Teg. 25180 Litir: Svart-Hvítt Str. 36-46 Verð kr. 7.990,- Útsöluvörur - Frábær tilboð Teg. 51142 Afrafmagnaðir Litir: Svart-Hvítt St. 35-46 Verð 15.900,- 15% AFSLÁTTUR af barnafötum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.