Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 23

Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. Efnalaug Garðabæjar ætlar að láta 30% af andvirði hreinsaðra guggatjalda renna til mæðrastyrksnefndar í nóvember Komið tímanlega Vaxandi eftirspurn eftir heróíni í Kína hefur orðið til þess að ópíum- rækt í Suðaustur-Asíu hefur tvö- faldast á síðustu sex árum og ann- ars staðar í heimsálfunni sjá sífellt fleiri bændur sér hag í því að hefja valmúaræktun. Í nýrri skýrslu Fíkniefna- og af- brotaskrifstofu Sameinuðu þjóð- anna segir að fjórðung ópíumefna- neytenda í heiminum sé nú að finna í Austur-Asíu og við Kyrrahafið en langstærsti hluti neytenda býr í Kína, þar sem skráðir notendur heróíns eru alls milljón talsins. Hækkandi verð hefur haft þau áhrif að bændur í Laos og Myan- mar (Búrma), sem er næst stærsti ópíumframleiðandi heims á eftir Afganistan, leita sífellt inn á af- skekktari lönd með valmúarækt sína, til að komast undan eftirliti yfirvalda. Á þessu ári einu hefur ópíum- framleiðsla í Laos aukist um 66%, og nemur nú 6.800 hekturum lands, og um 17% í Myanmar, þar sem hún nemur nú 51.000 hekturum. Samkvæmt skýrslu SÞ mun and- virði ræktunarinnar í löndunum tveimur árið 2012 nema 431 milljón dollara, eða 54,5 milljörðum króna. Þá eru 38 þúsund heimili talin hafa tekjur af ræktuninni í Laos og 300 þúsund í Myanmar. holmfridur@mbl.is AFP Hætta Eiturlyfjaneysla ungs fólks er sívaxandi vandi í Myanmar. Ópíumrækt í miklum vexti  Vaxandi eftirspurn eftir heróíni Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.