Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Kom það greinilega í ljós á hans
síðustu árum þegar hann endur-
smíðaði Henderson-vélhjól frá
grunni, eða því sem manni fannst
vera kolryðguð járnahrúga en
varð að glæsilegu farartæki í
höndum hans.
Hann unni náttúrunni og útilífi
og undi sér þar vel, var mikill
veiðimaður, veiddi bæði fugl og
fisk og var færni hans við laxveið-
ar viðbrugðið. Oft fengum við að
njóta gestrisni Gríms – og Ástu,
meðan hennar naut við. Einkum
norður í Hrútafirði, við laxveiðar
í Hvalsá og ýmiss konar fagnað,
meðal annars biljarð og brids-
spilamennsku.
Auk þess að vera afburða lax-
veiðimaður var Grímur góður
leiðbeinandi og tókst að koma
nokkru fjöri í fremur daufgerða
veiðimenn. Hann hnýtti marga
„fluguna“ um ævina, má þá nefna
að hann hannaði og hnýtti hina
fengsælu Snældu, sem þekkt er
orðin.
Hann var áhugamaður um
skák og brids og spilaði síðast við
félaga sína nokkrum dögum fyrir
andlátið.
Í einkalífi var hann hamingju-
samur, var góður fjölskyldufaðir
– og afi. Ástu eiginkonu sína
missti hann fyrir rúmum sjö ár-
um – harm sinn bar hann í hljóði.
Sonur hans og tengdadóttir, þau
Gunnar og Gígja Hrund, reynd-
ust honum einstaklega vel og
viku ekki frá honum í veikindum
hans og hjúkruðu honum af natni
og umhyggju allt fram á síðasta
dag.
Grímur hélt andlegri reisn allt
til loka þótt líkamlegir kraftar
væru á þrotum. Hann lést á heim-
ili sínu þriðjudaginn 23. október
2012.
Við sem þekktum Grím drúp-
um höfði og minnumst hans í bæn
og þökkum honum samfylgdina.
Gunnari, Gígju Hrund, Huga
Þey, Ásgrími og Ástu Ísafold
vottum við samúð okkar.
Álfhildur og Eymundur.
Einn af okkur traustu félögum
í Lionsklúbbnum Ægi, Grímur
Jónsson, er fallinn frá. Grímur
hafði afar góða nærveru þó hann
hafi ekki látið mikið fyrir sér fara.
Hann var mjög traustur og far-
sæll félagi sem lagði sig fram við
hin ýmsu störf klúbbsins allt frá
því að hann gekk til liðs við okkur
árið 1987. Má þar nefna vinnu við
undirbúning við hið árlega kút-
magakvöld klúbbsins sem haldið
hefur verið á Hótel Sögu í árarað-
ir og hefur verið aðalfjáröflunar-
verkefni klúbbsins í áratugi og
margar ferðirnar sem Grímur
kom með okkur félögunum aust-
ur að Sólheimum í Grímsnesi og
lagði fram krafta sína s.s. þegar
litlu jólin voru haldin eða farið
var í gróðursetningarferðir.
Hann var afar laghentur og rak
járnsmíðaverkstæði og nutu
klúbburinn og félagar þess
óspart.
Grímur hafði einstaklega gam-
an af að ferðast og hann ásamt
eiginkonu sinni Ástu Jónsdóttur
fór með í fyrstu utanlandsferðina
sem klúbburinn stóð fyrir árið
1985 til Vínarborgar og árið eftir
fór Grímur einnig með klúbbnum
til Rússlands.
Ófáir félagar leituðu til Gríms
um ráðleggingar varðandi sil-
ungs- og laxveiði enda var Grím-
ur landsfrægur laxveiðimaður og
þá ekki síst einn helsti sérfræð-
ingur landsins varðandi flughnýt-
ingar. Margar voru flugurnar
sem Grímur stakk að okkur
Lionsfélögum í gegnum tíðina og
unun var að hlusta á Grím segja
skemmtilegar veiðisögur sem
hann gerði oft á fundum hjá okk-
ur.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við Lionsfélagar þakka all-
ar þær ánægjustundir sem við
áttum með Grími og öll hans góðu
störf í þágu klúbbsins. Við vott-
um fjölskyldu hans allri okkar
innilegustu samúð.
Andrés Erlingsson,
formaður Lkl. Ægis.
✝
FJÓLA JÓSEFSDÓTTIR
frá Brekku, Hjalteyri,
Reynimel 78,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 16. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00.
Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Þórey Eyþórsdóttir, Kristján Baldursson,
Hildur G. Eyþórsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir
okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN H. SIGURÐARDÓTTIR,
Tröllateig 47,
Mosfellsbæ,
sem lést laugardaginn 27. október verður
jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju
mánudaginn 5. nóvember kl. 15.00.
Alfreð Alfreðsson,
Margrét J. Jónasdóttir,
Sigurður Ö. Alfreðsson, Rósfríður F. Þorvaldsdóttir,
Óskar M. Alfreðsson, María Sturludóttir,
Hanna M. Alfreðsdóttir, Valdimar R. Arnarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝ Halldóra JennýHilmarsdóttir
fæddist á sjúkra-
húsi Vestmanna-
eyja 11. janúar
1969. Hún lést á
heimili sínu í Dan-
mörku þann 29.
ágúst 2012.
Foreldar hennar
voru Ólöf Þ. Hall-
dórsdóttir, f. 1952,
og Hilmar Ásgeirs-
son, f. 1948. Uppeldisfaðir henn-
ar var Einar Sigurðsson, f. 1957.
Sambýliskona Hilmars er Ragn-
heiður Sverrisdóttir, f. 1953.
Bræður hennar voru þeir 1) Ás-
geir Guðmundur Hilmarsson, f.
1972, eiginkona hans er Eva
Kristjánsdóttir, f. 1981. Börn
þeirra eru þau Þór-
ey Anna, f. 1997,
frá fyrra sambandi,
Nökkvi Þór, f.
2004, og Ásdís
Embla, f. 2007. 2)
Sigurður Einar
Einarsson, f. 1981,
sambýliskona hans
er Elísa Ein-
arsdóttir, f. 1986.
Börn þeirra eru
Sara Mist, f. 2008,
og Einar Tristan, f. 2012.
Sonur Halldóru Jennýar og
Gústafs Adolf Þórarinssonar er
Jón Ólafur Gústafsson, f. 1990
og sonur hans er Bjarki Snær, f.
2012.
Útförin fór fram í kyrrþey frá
Landakirkju Vestmannaeyja.
Elsku stelpan mín.
Mikið á ég eftir að sakna þín.
Þú gafst mér svo mikið. Ég var
svo stolt af því hvað þú gast
bjargað þér ein í Danmörku.
Við Jón Ólafur, sonur þinn,
heimsóttum þig í fyrra haust og
vorum svo ánægð yfir því hvað
þú áttir fallegt heimili og yfir
því hvað þú leist vel út. Þú varst
alltaf svo falleg. Við höfðum það
svo notalegt hjá þér og okkur
leið svo vel saman. Ég hafði áð-
ur komið út til þín, það eru svo
margar stundir sem við áttum
saman sem ég gleymi aldrei. Þú
varst svo skemmtilegt barn og
líka eftir að þú fórst að eldast.
Þú gekkst í gegnum marga erf-
iðleika og spítalalegur en þú
hélst alltaf áfram.
Mér hlotnaðist sú hamingju-
stund að fá að vera hjá þér þeg-
ar þú fæddir Jón Ólaf, það var
mesta hamingjustund sem þú
upplifðir. Þú, ég og hann vorum
mjög samrýnd. Útaf þínum
veikindum dvaldi hann mikið
hjá mér og fór því að líta á
bræður þína sem bræður sína.
Þú varst á leiðinni heim til Ís-
lands því sonur þinn var að gera
þig að ömmu, það sem þú hlakk-
aðir til, elsku stelpan mín!
Afi, amma og Bergur hafa
örugglega tekið vel á móti þér,
þú varst fyrsta barnabarn
þeirra og uppáhald. Nú kveð ég
þig, ástin mín, nú ertu sofnuð
svefninum langa. Guð og englar
vaki yfir þér.
Þín
Mamma.
Mig langar að kveðja, því þú
fórst alltof fljótt, ég fékk aldrei
tækifæri til þess.
Ég sit hérna með sorg í
hjarta. Það er svo óréttlátt að
þú sért farin Halldóra mín,
svona ung og allt farið að ganga
vel hjá þér. Þér leið vel í Dan-
mörku þó heimþráin hafi alltaf
verið til staðar, sérstaklega eftir
Jóni Óla og mömmu þinni. Þið
mamma þín voruð í góðu sam-
bandi og þú varst alltaf dugleg
að hringja og spyrja um fjöl-
skylduna og alltaf fengum við
kveðju frá þér, segðu Eyju og
öllum að ég elski þau og sakni
þeirra. Þú hlakkaðir svo til að
koma heim núna í október því
þú varst að verða amma, mán-
uði eftir lát þitt kom lítill prins
sem hefur fengið nafnið Bjarki
Snær.
Það var svo gott að mamma
þín og Jón Óli voru búin að fara
út til þín í heimsókn og sjá fal-
lega heimilið þitt. Þú varst alltaf
mikið fyrir að punta í kringum
þig og sjálfa þig líka. Enda
varstu alltaf myndarleg og flott
stelpa, já og fyrst og fremst góð
manneskja.
Ég á hafsjó af minningum um
þig, Halldóra mín, sem ég á eft-
ir að geyma með mér.
Dauðinn er voldugt afl sem
enginn sigrar.
Ástvinum Halldóru votta ég
samúð mína.
Ef þú átt erfitt,
sérð enga von,
þú veist þú átt mig að
óháð stund og stað.
Ég verð hjá þér,
vef þig örmum mér,
og skal þér vísa veg.
Eins og brú yfir boðaföllin
ég bendi þér á leið.
Margt miður fer,
margt bölið er.
Og margur er í leit
að sjálfum sér.
Sjá, þú átt völ
að sigra dauða og kvöl.
Ég þerra öll þín tár.
Eins og brú yfir boðaföllin
liggur okkar leið.
(Lag: Paul Simon/ Texti: Ómar Ragn-
arsson)
Kveðja,
Eyja frænka.
Halldóra Jenný
Hilmarsdóttir
✝ Halldór Gunn-laugsson fædd-
ist á Húsavík 20.5.
1981. Hann lést 23.
október sl.
Foreldrar hans
eru Rósa Emilía
Óladóttir frá
Vatnskoti, Þykkva-
bæ, f. 2.8. 1962, og
Gunnlaugur Krist-
jánsson, f. 14.1.
1956. Fósturfaðir:
Gunnar Ársælsson frá Hákoti,
Þykkvabæ, f. 13.2. 1963. Systk-
ini Halldórs eru Sindri Gunn-
arsson, f. 9.12. 1988, Guðrún
Björg Gunnarsdóttir, f. 17.6.
1998, Logi Gunnlaugsson sam-
feðra, f. 16.10. 1975. Börn Hall-
dórs eru: Ágúst Freyr, f. 10.3.
1999, Elín Helga, f. 3.10. 2005,
Sölvi Thor, f. 6.6. 2006, og
Emilia Ósk, f. 25.2. 2007.
Halldór bjó fyrstu árin sín í
Vatnskoti, Þykkvabæ, en flutt-
ist með foreldrum
sínum, Rósu og
Gunnari, til
Reykjavíkur 1985
og ólst þar upp.
Sveitin var honum
samt ætíð ofarlega
í huga og dvaldi
hann þar mörgum
stundum hjá Jó-
hönnu ömmu sinni
og Óla afa sínum,
en þau voru honum
afar kær. Hann lauk grunn-
skólaprófi frá Hamraskóla vor-
ið 1997. Hann fór snemma að
vinna og starfaði um tíma hjá
föður sínum við raflagnir, en
fór síðar að vinna við versl-
unarstörf, mestallan tíman hjá
Bónus og nú síðast sem versl-
unarstjóri hjá Bónus á Ísafirði.
Útför hans fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 1. nóv-
ember 2012, og hefst athöfnin
kl. 13.
Nú næðir vindur og nóttin kemur
og nú er friður í hjarta þér.
Þú átt að vita það öðru fremur
að englar Drottins þeir vaka hér.
Úti vindurinn vex og dvínar
hann vekur öldur við kala strönd
og ber um himininn bænir þínar,
þær berast áfram um draumalönd.
Í myrkri finnur þú máttinn dofna,
á meðan vindur um landið fer.
Augun lokast, þú ert að sofna
og englar Drottins þeir fylgja þér.
Á meðan birta í brjósti lifir,
þá bið ég Guð minn að vernda þig
og veit hann vakir hér öllu yfir
og englar Drottins þeir styðja mig.
(Kristján Hreinsson.)
Kveðja.
Mamma og pabbi.
Elsku Dóri minn. Ég á engin
orð. Engin orð til að lýsa því
hvernig mér líður. Þú varst svo
stór partur af lífi mínu svo lengi.
Minning þín mun ávallt lifa í
hjarta mér.
Mig vantar svör,
á ekki fleiri tár.
Engill ræður för,
þegar ég verð gamall og grár.
Veröldin er grimm
hvað sem hefur skeð.
Þó nóttin þín sé dimm
vakir engill yfir þér.
Þegar ég kenni til
þá veit ég og skil
einhver æðri en ég er hér
sem að vakir yfir mér.
Hún farin er frá þér
einn og yfirgefinn.
Einhver vakir yfir þér
þá hverfur frá þér efinn.
Þér leið ekki vel
á fasi þínu sást.
Þín gríma örþunn skel
þú gafst alla þína ást.
Þegar ég kenni til
þá veit ég og skil
einhver æðri en ég er hér
sem vakir yfir mér.
Rangt eða rétt?
að elska er aldrei létt.
Minn engill, hann er hér
hann vakir yfir mér.
...
(Bubbi Morthens)
Þín
Matthildur.
Í minningu frænda míns Hall-
dórs Gunnars og Gunnlaugsson-
ar langar mig að skrifa nokkur
orð, þó verður að viðurkenna að
engin orð hljóma rétt og grunar
mig að á þessum tíma séu þau
hreinlega ekki til. En þegar eng-
in orð eru rétt þá er oft gott að
rifja upp góðar minningar og þá
fyrst uppgötva ég hvað er meint
þegar sagt er að minningar geta
hlýjað fólki um hjartarætur. Þær
geta verið styrkur á erfiðum
tímum og góðar minningar um
Dóra munu lifa áfram í hjarta
okkar að eilífu. Ég var svo hepp-
in að hafa fengið að eyða tíma
með frænda mínum í bernsku og
vildi ég óska að stundirnar hefðu
orðið miklu fleiri á fullorðins-
aldrinum. Dóri sem varð ekki
eldri en 31 árs, hafði þó lifað
lengra lífi en flestir jafnaldrar
hans.
Á lífsleiðinni upplifði hann
sorg og erfiðleika. En mikla
gleði, bros, hlátur og gott jafn-
aðargeð gat ég þó alltaf tengt við
frænda minn. Hann eignaðist
dýrmæta vini, á eina bestu og
hjartahlýjustu fjölskyldu sem
hver maður getur óskað sér að
eiga og fjögur falleg og heilbrigð
börn. Ég trúi því að Dóri muni
lifa í þeim og fjölskyldu sinni alla
tíð og vaka yfir þeim.
Það er dýrmætur hugsunar-
háttur að trúa og þegar við Dóri
ræddum um trú ekki fyrir svo
löngu sagði hann þetta: „Það er
margt sem ég veit ekki og enn
meira sem ég skil ekki, en til-
hugsunin um Jesú gefur mér
skrýtna góða tilfinningu án þess
að ég telji mig beint kristinn og
alls ekki biblíumann en ég er
tilbúinn að fórna því að vita bet-
ur og vera klár fyrir þessa til-
finningu.“ – Með þessum orðum
fannst mér ég skynja að hann
trúði á eitthvað æðra. Það sem
Jesú boðaði, sagði Dóri að væri:
„það fallegasta sem ég get hugs-
að mér og einhvern veginn of
gott til að koma frá eigingjörn-
um mannshuga“. – Dóri hefði
varla geta orðað þetta betur og á
þessum nótum er ég viss um að
nú bíður Dóra gott líf í himna-
ríki, þess vegna hef ég ákveðið
að þessi orð séu ekki mín hinsta
kveðja, heldur hlakka ég til að
sjá þig seinna, kæri Dóri.
Elsku Rósa, Gunnar, Sindri,
Vala, Guðrún Björg, Ágúst
Freyr, Elín Helga, Sölvi Thor og
Emilía Ósk, þið eigið allar mínar
hugsanir og samúð.
Guðfinna Árnadóttir.
Halldór
Gunnlaugsson
Nú er komið að leiðarlokum og
höfum við kvatt þig í hinsta sinn.
Minningarnar streyma fram um
leið og ég loka dyrunum á eftir
mér. Sem lítið stelpuskott man ég
varla eftir þeim degi sem ég hljóp
ekki upp brekkurnar í sveitinni til
að kíkja til þín og fá hjá þér eitt-
hvað gott að borða. Þótt annríkið
hafi verið mikið á stóru heimili og
alltaf eitthvað um að vera hafðir
þú alltaf tíma til að tína fram eitt-
hvert góðgæti handa sísvöngum
ormum. Þínu stóra heimili sinntir
þú af einskærri alúð og minnist
ég þess varla að hafa séð þig sitja
auðum höndum. Oft var setið í
stól og prjónað eða stoppað í fatn-
að, straujað, þvegið og bakað. Þú
varst mér góð fyrirmynd og í
hjarta mínu blundar sá metnaður
að koma miklu í verk og sitja ei
auðum höndum, þann metnað á
ég þér mikið til að þakka. Þótt
erfiðir tímar hafi oft bankað upp
á í gegnum árin man ég ekki eftir
þér á annan hátt en þú værir
Halla Guðbjörg
Halldórsdóttir
✝ Halla GuðbjörgHalldórsdóttir
fæddist á Skútum í
Glerárþorpi 19.
mars 1931. Hún
andaðist á sjúkra-
húsinu á Akureyri
10. október 2012.
Útför Höllu fór
fram frá Möðru-
völlum í Hörgárdal
20. október 2012.
glaðvær, umhyggju-
söm og tækir lífinu
með ró. Þótt aldur-
inn hafi verið farinn
að segja til sín með
sínum takmörkun-
um kvartaðir þú
aldrei og tókst
hverju því sem
koma skyldi með
einskæru æðruleysi
og gerðir svo bara
grín að öllu saman.
Að þú hafir fengið færi á að
ferðast og skoða heiminn er mér
hjartnæmt því fátt er eins gleði-
legt og þegar fólk hefur tök á að
lifa lífinu lifandi, það gerðir þú
svo sannarlega. Í góðra vina hópi
á sólbjartri strönd, það er sú
mynd sem ég geymi af þér í
hjarta mínu ásamt hlýjum orðum
og skemmtilegum minningum.
Elsku amma og langamma, við
þökkum þér yndislega samfylgd í
gegnum árin og megi okkar æðri
máttur fylgja þér á leiðarenda, til
þeirra ástvina sem bíða þín með
gleði og hlýhug. Við fylgjum þér
síðasta spölinn þar sem þú munt
hvíla lúin bein við hlið eiginmanns
og sonar. Vertu sæl, okkar ynd-
islegust.
Fallin er frá mín fyrirmynd
til fundar við forna feður.
Svo fögur og fáguð sem vorsins lind
fjölskyldu sína kveður.
(SÁ)
Stella Árnadóttir og
fjölskylda.