Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 48

Morgunblaðið - 01.11.2012, Side 48
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Tók stúlkur með sér á sjúkrahúsið 2. Búa saman í gamalli íbúð Ásgeirs 3. Óskar eftir leyfi vegna umfjöllunar 4. „Myndbandið er tilbúningur“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvæðamaðurinn Steindór Ander- sen og tónskáldið og allsherjargoð- inn Hilmar Örn Hilmarsson halda tón- leika í Hörpu í dag kl. 17, við verslun 12 tóna, og eru þeir hluti af s.k. „off venue“ dagskrá Iceland Airwaves og tónleikaröð Hörpu, Undiröldunni. Fjöldi tónleika verður í Hörpu frá kl. 12 og fram á kvöld meðan á hátíðinni stendur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvæðamaður og tónskáld á Airwaves  Rútubíla- söngvar verða sungnir á uppá- komu Vonarstræt- isleikhússins, sem Sveinn Ein- arsson og Vigdís Finnbogadóttir standa fyrir, í Iðnó 4. og 7. nóvember nk. kl. 20. Felix Bergsson leiðir söng- inn með aðstoð Sigurðar Jónssonar, tannlæknis og píanóleikara. Sveinn Einarsson heldur utan um dagskrána. Rútubílasöngvar í Iðnó með Felix  Nýtt fatamerki, Freebird, verður kynnt til sögunnar í Þjóðmenningar- húsinu í dag kl. 17 en um hönnun fyrir merkið sjá hjónin Gunnar Hilm- arsson og Kolbrún Pet- rea Gunnarsdóttir. Gunnar segir verk- efnið það mest spennandi sem þau hafi fengist við. Hönnunina má kynna sér á freebird- clothes.com. Fatamerkið Freebird í Þjóðmenningarhúsi Á föstudag Norðan 18-25 m/s og snjókoma, en úrkomulítið syðra. Mjög snarpir vindstrengir við fjöll. Á laugardag Norð- an 15-23 m/s og snjókoma, en bjartviðri sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 18-23 m/s nyrðra, hvessir austast í kvöld. Mjög snarpir vindstrengir sunnan við fjöll. Sjókoma eða él, en bjart með köflum syðra. VEÐUR Keflavík hélt áfram sigur- göngu sinni í Dominos- deild kvenna í körfuknatt- leik í gærkvöld. Keflavík- urkonur sóttu Val heim að Hlíðarenda og fögnuðu þar sigri, 69:65. Keflavík hefur þar með unnið alla sex leiki sína í deildinni og hefur tveggja stiga for- skot á Snæfell sem vann öruggan sigur gegn Njarð- vík á heimavelli sínum, 84:57. »2 Keflavík áfram á sigurbrautinni Það var alger bónus að vinna. Ég er eiginlega ennþá að átta mig á því að ég sé Norðurlanda- meistari,“ segir Katrín Tanja Frið- riksdóttir úr Ár- manni sem um helgina varð Norðurlanda- meistari unglinga í ólympískum lyftingum. »4 Hefur varla áttað sig ennþá á sigrinum Eiður Smári Guðjohnsen, leik- maður belgíska liðsins Cercle Brugge, er á skotskónum þessa dagana. Eiður skoraði fyrir liðið í fjórða leiknum í röð í gærkvöld og í fyrsta sinn var hann í sigurliði en Cercle Brugge vann leikinn 3:1. Eiður gekk til liðs við félagið í byrjun síðasta mánaðar og er óðum að komast í leikæfingu. »1 Eiður Smári skoraði í fjórða leiknum í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þau gerast enn, kraftaverkin. Fyrir rúmum mánuði var íslensk fimm manna fjölskylda á ferðalagi í Róm á Ítalíu. Gleraugu fimm ára dóttur- innar týndust á fjölfarinni götu og þau voru afskrifuð en hugulsemi finn- anda og kóði á umgjörðinni urðu til þess að gleraugun komust aftur heil og ósködduð í réttar hendur á Íslandi fyrir skömmu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir segir að fjölskyldan hafi verið í Róm í sept- ember. Á fyrsta degi hafi hjónin verið á göngu með börnunum í miðborg Rómar þegar kerra Ólafíu Bellu, fimm ára dóttur þeirra, hafi farið á hliðina og símar og fleira, sem hafi verið í töskum á kerrunni, farið út um allt. „Það var svo heitt, hún var sveitt í andlitinu og við vorum nýbúin að taka gleraugun af henni, höfðum sett þau í hólf á kerrunni,“ rifjar Ingunn Björk upp. „Við skriðum þarna á fjór- um fótum og tíndum upp dótið, en þegar við komum á hótelið um kvöld- ið sáum við að gleraugun höfðu orðið eftir. Þá var um tvennt að velja; fara aftur niður í bæ og leita að gleraug- unum eða sætta okkur við þá stað- reynd að nýju gleraugun væru horfin. Seinni kosturinn varð fyrir valinu.“ Ólafía Bella fékk gleraugun í sum- ar og óvænt aftur í liðinni viku. „Við vorum viku úti en daginn sem við komum heim var hringt í okkur frá versluninni, þar sem við höfðum keypt gleraugun, og okkur sagt að góður Samverji hefði fundið gler- augun og skilað þeim í næstu gler- augnaverslun í borginni,“ segir Ing- unn. „Þessi góðhjartaða manneskja hefur séð að barn með slæma sjón hafði týnt gleraugum sínum og viljað gera sitt til að koma þeim í réttar hendur. Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta og við höfum aldrei kynnst svona þjónustu. Eigandi verslunar- innar fór meðal annars sjálfur í tollinn og náði í gleraugun og við höf- um ekki borgað krónu. Þetta er allt svo jákvætt og hvergi brotalöm í öllu ferlinu.“ Upplýsingakóði á umgjörðinni Kjartan Bragi Kristjánsson, eig- andi Optical Studio í Smáralind, segir að öll Lindberg gleraugu séu núm- eruð hverjum kaupanda með agnar- smáum kóða, sem veiti upplýsingar um hver sé eigandi, hvar gleraugun hafi verið pöntuð og hvenær. „Þessar upplýsingar á gleraugnaumgjörðinni leiddu til þess að gleraugun komust til skila,“ segir hann. „Sjóntækja- fræðingurinn í búðinni í Róm hafði samband við Lindbergsverksmiðjuna í Árósum í Danmörku og þar fundu menn út hverjum þau tilheyrðu. Okk- ur var tilkynnt um fundinn, gler- augun send til okkar og það var alsæl lítil stúlka sem kvaddi okkur eftir að hafa fengið til baka gleraugun, sem hún hafði saknað síðan þau týndust í grennd við Colosseum í Róm.“ Samverji á hverju horni  Gleraugu týnd- ust í Róm en eig- andinn fannst hér Ljósmynd/Bernharð Kristinn Þakkir Ólafía Bella færir Sigríði Gunnarsdóttur, verslunarstjóra í Optical Studio í Smáralind, blómvönd og fallegt kort sem hún teiknaði sjálf sem þakklætisvott fyrir hjálpina við að endurheimta gleraugun. Kveðjur Ólafía Bella sendir öllum sem hlut eiga að máli þakklætiskveðjur. VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.