Morgunblaðið - 01.11.2012, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2012
Margir sérfræðingar eru á því að
landganga Sandy og eyðileggingin í
kjölfar fellibylsins hefði ekki átt að
koma neinum á óvart. Bráðnun
heimskautaíssins, hækkandi sjávar-
borð, hlýnun lofthjúpsins og veðra-
breytingar muni líklega ala af sér
fárviðri og áhlaðanda af áður
óþekktri stærðargráðu.
„Sandy er forsmekkurinn af því
sem koma skal,“ sagði Michael
Oppenheimer, prófessor í jarðvísind-
um við Princeton-háskóla, í samtali
við CNN í gær.
Oppenheimer hannaði nýlega
líkan af áhrifum loftslagsbreytinga á
sjávarágang í óveðrum á New York-
svæðinu en í grein eftir hann og þrjá
kollega hans, sem birtist í vísinda-
tímaritinu Nature í febrúar síðast-
liðnum, komust þeir að þeirri niður-
stöðu að „stormur aldarinnar“ verði í
framtíðinni „stormur hverra tuttugu
ára eða minna“.
Þá segja félagarnir líkur á að lofts-
lagsbreytingar muni auka bæði
styrk og stærð illviðra en Sandy var
til að mynda um 1.500 km að þver-
máli, eða mun umfangsmeiri en
flestir fellibyljir.
Ríkisstjóri New York-ríkis, And-
rew Cuomo, sagði á þriðjudag að það
ætti ekki að koma neinum á óvart að
veðrið væri að breytast en það hefur
vakið sértaka athygli að í kosninga-
baráttunni vestanhafs hafa loftslags-
breytingar nánast ekkert verið til
umræðu.
AFP
Stormur Nýir leigubílar á floti í sjó í Hoboken í New Jersey á þriðjudag.
Forsmekkur af
því sem koma skal
Spá hamfarastormum á 20 ára fresti
Orkuskot sem virkar strax!
Lífrænt grænmetisduft fyrir alla
Heilbrigð orka úr lífrænni næringu
og fullt af andoxunarefnum
Eykur vellíðan, skerpir hugsun, heilbrigði og frísklegt útlit.
Börn, unglingar og fullorðnir finna mun á orku og úthaldi -
Fyrir íþróttaæfingar, skólann og vinnuna
Gefur góða líðan og dregur úr sælgætislöngun
Blóðsykursjöfnun úr grænmeti er æskilegust fyrir alla.
Kjörið fyrir sykursjúka.
Meðmæli næringafræðinga - 100% náttúrleg uppspretta
Brokkál Spínat Rauðrófur
Salatkál – Gulrætur – Steinselja
lífræn bætiefni fyrir allaFæst í: Lifandi markaður, Lyfjaveri, Krónunni og Hagkaup
Ekkert erfðabreytt – Ekkert skordýraeitur – Engar geymslugeislanir
Engin aukaefni, litar- eða bragðefni.
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
JÓLAHLAÐBORÐ
Fyrir heimili og vinnustaði
Makrílkæfa með ristuðum kókos, döðlum og greipaldin
Grafin rauðspretta með piparrótarrjóma
Reyktur lax á blinis
Síldartvenna
Hreindýrabollur með bláberjagljáa
Reykt andabringa með rauðbeðu- og mandarínusalati
Ostahleifur í hátíðarbúningi
Hvít súkkulaði lime terta
4.500 kr. á mann miðað við 8 manns eða fleiri.
Fylgifiskar veisluþjónusta 533-1300.
Við erum byrjuð að taka pantanir fyrir jólahlaðborð.
Jólahlaðborðin byrja síðustu vikuna í nóvember.