Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. D E S E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 284. tölublað 100. árgangur
LAUK 1.200 KM
GÖNGU OG
120 KM SUNDI
JR VILDI
EYÐSLUFREKA
GLÆSIBÍLA
VILHJÁLMUR
OG KATRÍN EIGA
VON Á ERFINGJA
BÍLABLAÐ HIMINLIFANDI FJÖLSKYLDA 20AFHENDIR SÖFNUNARFÉ 12.12.12 10
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég mun bjóða helstu hagsmunaaðil-
um upp á kynningu á frumvarpinu
þannig að þeir sjái það áður en það
kemur fram í þinginu … Strax í sam-
tölum okkar forystumanna stjórnar-
flokkanna í haust var haft í sigti að
málið næði vonandi til nefndar fyrir
jól,“ segir Steingrímur J. Sigfússon
atvinnuvegaráðherra um stöðu
kvótafrumvarpsins svonefnda.
Steingrímur segir þannig ekki
stefnt að afgreiðslu frumvarpsins
fyrir jól, en þing kemur aftur saman
eftir jólahlé hinn 14. janúar nk.
Kvótaþing auki sveigjanleika
Spurður út í áherslur frumvarps-
ins segir Steingrímur stefnt að því að
mynda virkan markað með aflaheim-
ildir í gegnum kvótaþing sem ætlað
„sé að auka sveigjanleika í kerfinu og
opni það svolítið“.
„En þetta eru engar grundvallar-
breytingar. Handhöfum veiðiheim-
ilda býðst að fá þær að stærstum
hluta í formi nýtingarleyfa til all-
langs tíma, þannig að það myndist
tiltekið jafnvægi í þessu,“ segir hann.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir fyrir-
hugaðan leigupott ekki munu styrkja
sjávarbyggðir, enda sé ekki hægt að
byggja útgerð á leiguafla.
Ekki afgreitt fyrir jól
Atvinnuvegaráðherra segir ekki stefnt að því að ljúka kvótafrumvarpi fyrir jól
Kvótaþing auki sveigjanleika LÍÚ telur leigupott ekki styrkja sjávarbyggðir
MKvótaþing »2
Morgunblaðið/RAX
Auðlind Stofna á kvótaþing.
Frænkurnar og landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir og Stella Sigurðar-
dóttir komu ásamt liðsfélögum sínum í landsliði Íslands í handknattleik til
Vrsac í Serbíu í gær. Þar mæta þær Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum í úr-
slitakeppni Evrópumótsins í dag klukkan 17.05 en síðan mæta þær Rúmen-
um og Rússum á miðvikudag og föstudag. Karen og Stella voru brosmildar
þegar Morgunblaðið hitti þær fyrir utan hótelið í Vrsac. » Íþróttir
Frænkurnar tilbúnar í slaginn með Íslandi í Vrsac
Morgunblaðið/Ívar Benediktsson
Úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í handbolta hefst í dag
„Það kom mér verulega á óvart
hvað þetta voru fáir kópar,“ sagði
Erlingur Hauksson, sjávarlíffræð-
ingur og yfirmaður selarannsókna
við Selasetur Íslands, um nýaf-
staðna talningu á útselskópum.
Kóparnir voru einungis rúmlega
eitt þúsund talsins og er stofn út-
sela talinn vera um 4.100 dýr.
„Árið 2008 taldi ég mun fleiri út-
selskópa en 2005. Þá hélt ég að út-
selsstofninn væri kominn á ferð upp
á við. Það er alls ekki svo. Hann er
nú kominn niður fyrir það sem
hann var árið 2005.“ »4
Morgunblaðið/RAX
Útselum hefur
fækkað við landið
„Við eigum von á að fá leyfi til olíu-
leitar fljótlega eftir áramótin ásamt
Faroe Petroleum. Svo barst okkur
sú gleðifregn að norska ríkis-
olíufyrirtækið Petoro yrði með okk-
ur með 25% hlut og það er út af fyrir
sig viðurkenning fyrir Drekasvæð-
ið,“ segir Kristján Jóhannsson,
stjórnarformaður Íslensks kolvetnis.
Félagið fékk úthlutað leyfi til olíu-
leitar á Drekasvæðinu frá Orku-
stofnun ásamt Faroe Petroleum
Norge AS og norska félaginu Petoro.
Sérleyfi til rannsókna
Orkustofnun úthlutaði tveim
olíuleitarleyfum í gær og kom hitt í
hlut Valiant Petroleum og Kolvetnis
ehf. en Petoro er þar einnig þátttak-
andi. Fá báðir hópar sérleyfi fyrir
rannsóknir og vinnslu kolvetnis –
þ.e. olíu og gass – á Drekasvæðinu.
Kristján segir rannsóknarþrepin
þrjú. „Leyfið felur í sér skuldbind-
ingu um rannsóknir í þrem þrepum
til sex ára. Fyrst er byrjað á grunn-
rannsóknum, svo er farið í sýnatöku
á hafsbotni og endurkastsmælingar.
Þetta tvennt tekur um fjögur ár. Ef
útkoman er jákvæð er farið í til-
raunaboranir og frekari þróun á
svæðinu sem tekur sex til sjö ár. Það
eru því 15-20 ár í olíuvinnslu ef allt
gengur upp,“ segir Kristján sem tek-
ur fram að leyfið sé ekki formlega
komið. baldura@mbl.is »6
„Viðurkenning fyrir svæðið“
Íslenskt kolvetni fagnar áhuga norsks olíufyrirtækis á olíuleit á Drekasvæðinu
Í nýlegri PISA-
könnun OECD,
sem náði meðal
annars til Íslands
kom í ljós að yfir
40% ungmenna
hérlendis hafa
hug á háskóla-
gráðu. Af getu-
meiri nemendum
hyggja um 10%
ekki í háskóla en
af þeim getuminni hafa rúmlega
20% væntingar um háskólanám.
Hvatt er til þess að ríki á borð við
Ísland hugi betur að staðsetningu
skóla og að því að virða betur verð-
leika nemenda fremur en bak-
grunn, en einnig að betri undirbún-
ingi fyrir vinnumarkaðinn. »4
Hugi að verðleikum
fremur en bakgrunni
Háskóli Verkefni
kynnt í verkfræði.
Allt um jólasveinana
á www.jolamjolk.is
dagar til jóla
20