Morgunblaðið - 04.12.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2012
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Óperukórinn í Reykjavík ásamt sin-
fóníuhljómsveit og einsöngvurum
flytur Requiem eftir W.A. Mozart á
miðnæturtónleikum í Langholts-
kirkju í kvöld eins og kórinn hefur
gert undanfarin sjö ár á dán-
arstundu Mozarts en hann lést laust
eftir miðnætti 5. desember 1791.
Húsið verður opnað kl. 23.50 en tón-
leikarnir hefjast kl. 00.30.
Garðar Cortes stjórnar sem fyrr
flutningi en einsöngvarar verða
Þóra Einarsdóttir sópran, Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir messósópran,
Garðar Thór Cortes tenór og Krist-
inn Sigmundsson bassi. Öll hafa þau
tekið þátt í þessum tónleikum áður,
að Sigríði Ósk undanskilinni.
„Þetta átti bara að vera í eitt
skipti en þar sem viðtökur voru góð-
ar ákváðum við að endurtaka tón-
leikana ári síðar. Eftir það gerðum
við þetta að árlegum viðburði,“ segir
Garðar Cortes. Hann segir sama
fólkið koma ár eftir ár á tónleikana,
auk þess sem alltaf bætist við ný
andlit.
Hvergi annars staðar
Garðari er ekki kunnugt um að
Mozarts sé minnst með þessum
hætti annars staðar í heiminum.
Fyrir nokkrum árum greindi hann
húsbændum í Carnegie Hall frá
þessu. „Þeim leist vel á hugmyndina
en treysta sér ekki til að fylla húsið á
þessum tíma sólarhrings í New
York,“ segir hann.
Tónleikarnir eru um 45 mínútna
langir en viðauka Franz Xavers
Süssmayrs við verkið er sleppt.
Tónleikarnir eru í senn helgaðir
minningu Mozarts og þeirra ís-
lensku tónlistarmanna sem látist
hafa á undanförnu ári. Þeir eru
Fjölnir Stefánsson, Ólafur Þórð-
arson, Soffía Guðmundsdóttir, Jón
Þórarinsson, Hafsteinn Sigurðsson,
Ólafur Þ. Jónsson, Jón Elías Lund-
berg og Guðrún A. Kristinsdóttir.
Einnig verður Maríu H. Guðmunds-
dóttur, Gunnars Þjóðólfssonar og
Þuríðar Baxter minnst en þau höfðu
vinnu með og fyrir tónlistarmenn að
ævistarfi.
Garðar er ánægður með þessa
hefð og segir aðstandendur hinna
látnu listamanna mjög þakkláta fyr-
ir að þeirra sé minnst með þessum
hætti.
Spurður hvort framhald verði á
þessum næturtónleikum á dán-
ardegi Mozarts er Garðar fljótur til
svars: „Já, á meðan ég stend í lapp-
irnar!“
Morgunblaðið/Eggert
Tenórsöngvari Garðar Thór Cortes.
Í minningu Mozarts og
nýlátinna listamanna
Garðar
Cortes
W.A.
Mozart
Morgunblaðið/Golli
Bassasöngvari Kristinn Sigmundsson.Ískáldsögunni Íslenskir kóngarkemur fram kunnugleg grein-ing á íslensku samfélagi, eink-um á stjórnmála- og atvinnu-
lífinu. Rauði þráðurinn er sú „skoðun
okkar Íslendinga að við séum komin
af kóngum“. Rakin er saga Knudsen-
ættarinnar sem sögð er dæmigerð ís-
lensk kóngaætt,
„eiginlega eins og
þær gerast best-
ar, eða verstar,
allt eftir því
hvernig á málin er
litið“. Knudsen-
arnir eru kóngar
útvegsbæjarins
Tangavíkur,
„drottningar
Suðurlands“.
Knudsenarnir eru í flokki smá-
kónganna, Sjálfstæða lýðræðis-
flokknum, sem oft er einfaldlega kall-
aður Flokkurinn. „Knudsen sem
missir starf á einum stað verður
Knudsen á öðrum stað. Það er gamla
sagan. Knudsen reddar Knudsen og
Knudsen reddar öllu. Þetta reddast.
Knudsen sem verður gjaldþrota á
einum stað birtist efnaður á öðrum.“
Flokkurinn er eins og Knudsen-
arnir. Þótt hann eigi það til að hrasa
rís hann alltaf upp aftur. „Flokkurinn
ber höfuð og herðar yfir aðra flokka
og ræður því sem hann vill ráða.
Jafnvel þegar hann ræður ekki ræð-
ur hann samt. Margir eru hræddir
við Flokkinn, sérstaklega fólk sem
vinnur hjá hinu opinbera. Það þorir
ekki að hafa skoðanir.“
Söguhetjan er einn glæsilegasti
smákóngur ættarinnar frá upphafi,
Arnfinnur Knudsen. Hann gekk í
Verslunarskólann í Reykjavík en
honum lá svo mikið á að verða ríkur
að hann haslaði sér strax völl í versl-
un og viðskiptum. Þau fólust í því að
hann tók meirapróf, notfærði sér
sambönd sín í Flokknum til að verða
sér úti um leyfi til að aka leigubíl og
hóf ásamt félaga sínum stórfellt
smygl á varningi sem keyptur var á
herstöðinni. Fyrst þurftu þeir að ná
góðu sambandi við hermenn: „Til
þess þurftu þeir að styðja herinn með
öllum ráðum og dáð, skrifa greinar
um vestræna samvinnu, hættuna af
kommúnismanum og komast inn á
Völlinn.“
Sá sem segir söguna var sjálfur
kommúnisti. Hann var um tíma nem-
andi Arnfinns í skóla í Reykjavík og
tilheyrði þá Samtökunum – baráttu-
samtökum sósíalista, sem „voru upp-
haflega æskulýðssamtök Sósíalista-
flokksins en klofnuðu síðan frá
honum“.
Frásögnin er fyndin á köflum,
einkum þegar lýst er öfgum í mann-
lífinu. Ýmist er í ökkla eða eyra. Til
að mynda eru konurnar í Knudsen-
ættinni annaðhvort yfirmáta lauslát-
ar eða deyja hreinar meyjar. Karl-
arnir eru óforbetranlegir drykkju-
rútar eða stækir bindindismenn sem
eru enn skæðari vegna þess að þeir
eru að springa af gremju og ófull-
nægðum fýsnum. Sögumaðurinn sem
lýsir öllum þessum öfgum minnir oft
á sögusmettu og stundum glittir í
töfraraunsæi.
Sögumaðurinn lýsir einnig öfgum
og kreppum í sögu þjóðarinnar, til að
mynda átökum milli nasista og
kommúnista. Hrunið 2008 kemur við
sögu en tenging þess við Knudsenana
er ekki mjög skýr.
Líklegt er að vinstrimenn kinki
ákaft kolli þegar þeir lesa Íslenska
kónga en hægrimenn hristi höfuðið.
Aðrir láta sér ef til vill fátt um finn-
ast, því margt af þessu hljómar
kunnuglega. Eins og sumar aðrar
bækur minnir sagan svolítið á flokks-
blöðin á árum kalda stríðsins. Þau
voru skrifuð til að staðfesta heims-
mynd lesendanna, styrkja þá í þeirri
trú að þeir hefðu á réttu að standa,
sama hvað á gengi í heiminum.
Bókin er vel skrifuð, Tangavík
athyglisvert sögusvið og persónurnar
áhugaverðar. Menn geta hins vegar
hnakkrifist um það hvort brugðið sé
upp réttri mynd af íslensku sam-
félagi. Til eilífðarnóns ef ofstækið er
nógu mikið.
Smákóngar og
íslenskar öfgar
Skáldsaga
Íslenskir kóngar
bbbnn
Eftir Einar Má Guðmundsson.
Mál og menning, Reykjavík 2012. 252
bls.
BOGI ÞÓR ARASON
BÆKUR
Morgunblaðið/Ómar
Einar Már „Sögumaðurinn sem lýsir
öllum þessum öfgum minnir oft á
sögusmettu og stundum glittir í
töfraraunsæi.“
Efniviðinn í Hér liggur skáldsækir Þórarinn Eldjárn íSvarfdæla sögu og Þor-leifs þátt jarlsskálds. Í
báðum kemur Þorleifur sonur Ás-
geirs rauðfelds á
Brekku í Svarf-
aðardal við sögu,
bróðir Ólafs
„völubrjóts“ –
hann var svo
nefndur því stór-
atáin á hægri fæti
var óhemjulega
mikil, Helga hins
frækna og Yng-
veldar fagurkinnar sem karlarnir í
dalnum girnast. Í Svarfdælu er Þor-
leifur skáld aðeins ein af mörgum
persónum í sögu dalsins en í þætt-
inum er sagt af Þorleifi og viðskiptum
hans við Hákon Hlaðajarl í Noregi,
þar sem skáldið nær að hefna sín á
jarli eftir níðingsverk, með göldrum
skáldskaparins. Eftir að Þorleifur
hverfur heim til Íslands sendir jarl á
eftir honum Þorgarð „trémann“,
einskonar vélmenni sem fellir Þorleif
á Alþingi þar sem hann var heygður,
samkvæmt sögunni, og hafa sagnir
um haug hans þar lifað.
Þórarinn skrifar hér í raun upp
sína útgáfu af Svarfdælu og fellir
Þorleifs þátt þar saman við á vel
lukkaðan hátt. Hann notar persónur
og atburði, hnikar sumu til og bætir
öðru í, með áherslu á framvinduna og
persónusköpun. Hann er trúr hinum
fornu sögum en hikar um leið ekki við
að nota þær sem breytanlegan efnivið
til að skapa úr þessa knöppu en
áhugaverðu og stórskemmtilegu frá-
sögn um hetjur, ástir og örlög, þar
sem ljóð og skáldskapur eru í senn
drifkraftur sögunnar og örlagavaldur
persónanna.
Hér liggur skáld hefst árið 1190 á
Þingvöllum, þar sem Hallbjörn
sauðamaður liggur á haugi Þorleifs
og rembist við að yrkja um hina löngu
föllnu hetju. Hann nær aldrei lengra
en „Hér liggur skáld …“ fyrr en
haugbúinn blandar sér í málið, teygir
á tungu sauðamanns, sem eftir það
yrkir látlaust um Þorleif og lætur
Þórarinn kvæði hans, sem hann hefur
sjálfur ort upp að hluta úr hinum
fornu sögnum, standa í upphafi hvers
kafla bókarinnar og lýsa viðburðum
sem hlutar úr Þorleifsdrápu, Þorleifs-
málum eða Þorleifsbálki. Það er vel
gert. Sagan gerist annars á árunum
991 til 995 og skiptir höfundur á milli
þriðju persónu frásagnar, þar sem at-
burðum og átökum í Svarfaðardal er
lýst, og fyrstu persónu frásagnar þar
sem Þorleifi skáldi er fylgt. Þetta er
harmsaga, þar sem lesandinn veit frá
upphafi hvernig fer fyrir hetjunni og
honum er fylgt að hinum óumflýj-
anlega dauðdaga, en um leið er sagan
æði kostuleg og vel sögð, af snerpu,
og standa þar uppúr ólánlegir héraðs-
höfðingjar og ribbaldar þeirra í
Svarfaðardal, með hlægilegan ber-
serkinn Klaufa í broddi fylkingar.
Á grunni hinna fornu sagna hefur
Þórarinn sett saman vel lukkaða og
skemmtilega sögu, um skrautlegt
upphaf byggðar í Svarfaðardal og
mátt skáldskaparins.
Örlög skálda
og Svarfdæla
Skáldsaga
Hér liggur skáld bbbbn
Eftir Þórarin Eldjárn.
Vaka-Helgafell, 2012. 164 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Þórarinn Hann hefur „sett saman
vel lukkaða og skemmtilega sögu.“
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
LEKI
GÖNGUSTAFIR
9.990 kr.
TRAUSTIR OG VANDAÐIR.